Pitsurnar til styrktar minningarsjóðnum rjúka út Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 9. apríl 2025 14:41 Svuntan sem er til sölu er bleik sem en liturinn var í miklu uppáhaldi hjá Bryndísi Klöru heitinni. Minningarsjóður Bryndísar Klöru Birgisdóttur styrktist um átta milljónir króna í gær þegar góðgerðarpitsa Domino's seldist upp. Aldrei hefur góðgerðarpitsan selst jafn fljótt upp. Með fram pitsusölu eru bleikar svuntur með nafni og merki minningarsjóðsins til sölu í Kringlunni. Bryndís Klara, nemandi við Verzlunarskóla Íslands, lést eftir hnífsstunguárás við Skúlagötu á Menningarnótt í fyrra. Foreldrar hennar ákváðu að láta andlát hennar verða til góðs og var stofnaður Minningarsjóður Bryndísar Klöru undir yfirskriftinni „Látum kærleikann sigra“. „Tilgangur og markmið sjóðsins er að styðja við almannaheillaverkefni sem miða að því að vernda börn gegn ofbeldi og efla samfélag þar sem samkennd og samvinna eru í forgrunni. Sjóðurinn mun leggja áherslu á að veita styrki til fræðslu, rannsókna og verkefna til að koma í veg fyrir að slíkar hörmungar endurtaki sig,“ segir á heimasíðu sjóðsins. Góðgerðarpitsa Domino’s er í ár seld til styrktar sjóðnum. Sala pítsunnar hófst á mánudaginn og seldist upp um áttaleytið í gærkvöldi. „Hráefnisvinnslan okkar hefur farið í að koma hráefni í allar verslanir svo hægt verði að bjóða upp á góðgerðarpitsuna í dag,“ segir Ásmundur Atlason, markaðsstjóri Domino‘s. Sala á pitsunni hefst aftur klukkan þrjú í dag. „Þau sem vilja styrkja sjóðinn og kaupa góðgerðarpitsuna geta því gert það í dag,“ segir hann. Aldrei áður selst upp á tveimur dögum Góðgerðarpitsan er árlegt samstarfsverkefni Domino's og Hrefnu Sætran. Pitsan var fyrst á matseðli árið 2013 og er nú til sölu í 12. skipti. Á þeim tíma hafa samtals safnast um 65 milljónir til ýmissa góðra málefna, en á hverju ári rennur öll sala pitsunnar óskipt til valins góðgerðarfélags – hver einasta króna. Ásmundur segir pitsuna aldrei hafa selst upp á tveimur dögum. Miðað við viðtökurnar þá gæti farið svo að góðgerðarpitsan seljist aftur upp og ekki verði til hráefni á landinu til að anna eftirspurn. „Við höfum safnað rúmum 8 milljónum og við vonum að við náum að safna yfir 10 milljónum,“ segir hann. Selja svuntur í Kringlunni til styrktar sjóðnum Auk Góðgerðarpitsunnar hafa verið framleiddar fallegar, bleikar svuntur með nafni og merki minningarsjóðsins, sem verða seldar í Kringlunni vikuna 7.-13. apríl, eða á meðan birgðir endast. Bleikur var einmitt uppáhaldslitur Bryndísar Klöru, en andvirðið af sölu svuntunnar rennur einnig beint í minningarsjóðinn. „Markmið minningarsjóðsins er að styðja við verkefni sem vernda börn gegn ofbeldi og efla samfélag þar sem samkennd og samstaða er í forgrunni. Við viljum búa í samfélagi þar sem kærleikurinn ræður ríkjum“ segir Guðrún Inga Sívertsen, formaður minningarsjóðsins. „Þess vegna skiptir samstarfið við Domino’s okkur miklu máli, í raun er þetta ómetanlegt framtak hjá þeim – því með hverri pitsu sem seld er í hennar nafni, minnumst við hennar og stöndum saman um að bæta samfélagið okkar,“ segir Guðrún Inga. Hjálparstarf Stunguárás við Skúlagötu Veitingastaðir Mest lesið Ástin sveif yfir ítölskum vötnum Lífið Svona verða stórtónleikar Kaleo í Vaglaskógi Lífið Vera Illuga leiðir áhorfendur gegnum skilnað Lífið „Þetta hefur öfug áhrif og fólki líður bara verr“ Lífið Pöntuðu „perrapizzu“ með flugi frá Ísafirði Lífið Gaf eistum kærastans gælunafn Lífið Ein heitasta söngkona landsins á lausu Lífið Næturskrunið eyðileggi svefninn og ungmennin vansvefta Lífið Heimsfræg lesbía á leið til landsins Lífið „Fataskápurinn minn gerir ekki ráð fyrir sól“ Tíska og hönnun Fleiri fréttir Ein heitasta söngkona landsins á lausu Svona verða stórtónleikar Kaleo í Vaglaskógi Gaf eistum kærastans gælunafn „Þetta hefur öfug áhrif og fólki líður bara verr“ Vera Illuga leiðir áhorfendur gegnum skilnað Ástin sveif yfir ítölskum vötnum Cosby Show-stjarna látin Pöntuðu „perrapizzu“ með flugi frá Ísafirði Heimsfræg lesbía á leið til landsins Stökk fjörutíu sinnum úr flugvél í Dubai Stjörnulífið: „Hann er pabbi minn“ „Ég vakna á hverjum degi og þrái ekkert meira en að fá hann aftur“ Ákváðu að vera um kyrrt á Englandi þegar Trump náði kjöri Millie Bobby Brown í hóp Íslandsvina Stór saga í litlum umbúðum: „Barnæskan mín er greypt í minnið“ Segir af sér eftir að Coldplay kom óvart upp um framhjáhaldið Trylltist þegar hún varð fyrir árás byssumanna í Ríó Krakkatían: Barbie, forseti og flugstöð Charli xcx gifti sig „Nú eruð þið farin að draga mig aftur inn í pólitíska umræðu“ Óskandi að það væru fleiri börn með Downs á Íslandi Fréttatía vikunnar: Eldgos, heimsókn Ursulu og frægur gítar Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Stjórn fyrirtækisins hefur formlega rannsókn Bragason leikur Zeldu prinsessu Borgarbörnin orðin sveitaballasjúk: „Ef þú ferð þangað sérðu ekki einn síma á lofti“ Næturskrunið eyðileggi svefninn og ungmennin vansvefta Ótrúleg upplifun að vera í algjöru myrkri á tónleikum Tognaður í báðum lærum og blöðrur á öllum tám Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Sjá meira
Bryndís Klara, nemandi við Verzlunarskóla Íslands, lést eftir hnífsstunguárás við Skúlagötu á Menningarnótt í fyrra. Foreldrar hennar ákváðu að láta andlát hennar verða til góðs og var stofnaður Minningarsjóður Bryndísar Klöru undir yfirskriftinni „Látum kærleikann sigra“. „Tilgangur og markmið sjóðsins er að styðja við almannaheillaverkefni sem miða að því að vernda börn gegn ofbeldi og efla samfélag þar sem samkennd og samvinna eru í forgrunni. Sjóðurinn mun leggja áherslu á að veita styrki til fræðslu, rannsókna og verkefna til að koma í veg fyrir að slíkar hörmungar endurtaki sig,“ segir á heimasíðu sjóðsins. Góðgerðarpitsa Domino’s er í ár seld til styrktar sjóðnum. Sala pítsunnar hófst á mánudaginn og seldist upp um áttaleytið í gærkvöldi. „Hráefnisvinnslan okkar hefur farið í að koma hráefni í allar verslanir svo hægt verði að bjóða upp á góðgerðarpitsuna í dag,“ segir Ásmundur Atlason, markaðsstjóri Domino‘s. Sala á pitsunni hefst aftur klukkan þrjú í dag. „Þau sem vilja styrkja sjóðinn og kaupa góðgerðarpitsuna geta því gert það í dag,“ segir hann. Aldrei áður selst upp á tveimur dögum Góðgerðarpitsan er árlegt samstarfsverkefni Domino's og Hrefnu Sætran. Pitsan var fyrst á matseðli árið 2013 og er nú til sölu í 12. skipti. Á þeim tíma hafa samtals safnast um 65 milljónir til ýmissa góðra málefna, en á hverju ári rennur öll sala pitsunnar óskipt til valins góðgerðarfélags – hver einasta króna. Ásmundur segir pitsuna aldrei hafa selst upp á tveimur dögum. Miðað við viðtökurnar þá gæti farið svo að góðgerðarpitsan seljist aftur upp og ekki verði til hráefni á landinu til að anna eftirspurn. „Við höfum safnað rúmum 8 milljónum og við vonum að við náum að safna yfir 10 milljónum,“ segir hann. Selja svuntur í Kringlunni til styrktar sjóðnum Auk Góðgerðarpitsunnar hafa verið framleiddar fallegar, bleikar svuntur með nafni og merki minningarsjóðsins, sem verða seldar í Kringlunni vikuna 7.-13. apríl, eða á meðan birgðir endast. Bleikur var einmitt uppáhaldslitur Bryndísar Klöru, en andvirðið af sölu svuntunnar rennur einnig beint í minningarsjóðinn. „Markmið minningarsjóðsins er að styðja við verkefni sem vernda börn gegn ofbeldi og efla samfélag þar sem samkennd og samstaða er í forgrunni. Við viljum búa í samfélagi þar sem kærleikurinn ræður ríkjum“ segir Guðrún Inga Sívertsen, formaður minningarsjóðsins. „Þess vegna skiptir samstarfið við Domino’s okkur miklu máli, í raun er þetta ómetanlegt framtak hjá þeim – því með hverri pitsu sem seld er í hennar nafni, minnumst við hennar og stöndum saman um að bæta samfélagið okkar,“ segir Guðrún Inga.
Hjálparstarf Stunguárás við Skúlagötu Veitingastaðir Mest lesið Ástin sveif yfir ítölskum vötnum Lífið Svona verða stórtónleikar Kaleo í Vaglaskógi Lífið Vera Illuga leiðir áhorfendur gegnum skilnað Lífið „Þetta hefur öfug áhrif og fólki líður bara verr“ Lífið Pöntuðu „perrapizzu“ með flugi frá Ísafirði Lífið Gaf eistum kærastans gælunafn Lífið Ein heitasta söngkona landsins á lausu Lífið Næturskrunið eyðileggi svefninn og ungmennin vansvefta Lífið Heimsfræg lesbía á leið til landsins Lífið „Fataskápurinn minn gerir ekki ráð fyrir sól“ Tíska og hönnun Fleiri fréttir Ein heitasta söngkona landsins á lausu Svona verða stórtónleikar Kaleo í Vaglaskógi Gaf eistum kærastans gælunafn „Þetta hefur öfug áhrif og fólki líður bara verr“ Vera Illuga leiðir áhorfendur gegnum skilnað Ástin sveif yfir ítölskum vötnum Cosby Show-stjarna látin Pöntuðu „perrapizzu“ með flugi frá Ísafirði Heimsfræg lesbía á leið til landsins Stökk fjörutíu sinnum úr flugvél í Dubai Stjörnulífið: „Hann er pabbi minn“ „Ég vakna á hverjum degi og þrái ekkert meira en að fá hann aftur“ Ákváðu að vera um kyrrt á Englandi þegar Trump náði kjöri Millie Bobby Brown í hóp Íslandsvina Stór saga í litlum umbúðum: „Barnæskan mín er greypt í minnið“ Segir af sér eftir að Coldplay kom óvart upp um framhjáhaldið Trylltist þegar hún varð fyrir árás byssumanna í Ríó Krakkatían: Barbie, forseti og flugstöð Charli xcx gifti sig „Nú eruð þið farin að draga mig aftur inn í pólitíska umræðu“ Óskandi að það væru fleiri börn með Downs á Íslandi Fréttatía vikunnar: Eldgos, heimsókn Ursulu og frægur gítar Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Stjórn fyrirtækisins hefur formlega rannsókn Bragason leikur Zeldu prinsessu Borgarbörnin orðin sveitaballasjúk: „Ef þú ferð þangað sérðu ekki einn síma á lofti“ Næturskrunið eyðileggi svefninn og ungmennin vansvefta Ótrúleg upplifun að vera í algjöru myrkri á tónleikum Tognaður í báðum lærum og blöðrur á öllum tám Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Sjá meira