Lífsferill íþróttamannsins: Eldur kviknar Daði Rafnsson skrifar 3. apríl 2025 11:32 Það er laugardagsmorgun og þriggja ára stúlka vekur foreldra sína snemma. Að loknum morgunverði og nokkrum teiknimyndum er pabbi búinn að reima á hana íþróttaskó og þau fara saman í íþróttahúsið í hverfinu. Þar tekur á móti þeim reyndur þjálfari sem er búinn að sjá um íþróttaskóla fyrir börn á leikskólaaldri um árabil. Hann tekur brosandi á móti stúlkunni, spyr hana að nafni og í hvaða leikskóla hún sé. Svo fær hún að fara og leika sér með pabba þar til öllum er skipað að safnast saman á einum stað. Þar fer þjálfarinn yfir stöðvar og reglur dagsins, spyr krakkana hvort þau hafi verið dugleg að hjálpa mömmu og pabba í gær og svo er hoppað, skoppað, sprett og klifrað í fjörutíu mínútur. Mikilvæg morgunstund Þarna eru líka krakkar úr leikskólanum sem hún kannast við og fer að elta eða kýtast við. Þarna eru börn úr öðrum leikskólum. Einhver árinu eldri en mörg á sama aldri og eru flest í sama lit af treyju, einhvern veginn tengd hverfisfélaginu, mögulega af eldra systkini, frænku eða frænda. Í lok æfingar setjast allir saman. Þjálfarinn segir frá því hversu mikilvægt er að bursta tennurnar og gefur foreldrum góð ráð eins og að leyfa krökkum stundum að reka sig á og leysa úr vandræðum sjálf. Svo syngja allir saman eitt lag gefa þjálfaranum og aðstoðarfólki hans, sem sum eru sjálf iðkendur á unglingsaldri, fimmu á leiðinni út. Þá fara tvær bestu vinkonurnar af leikskólanum og foreldrar þeirra með stúlkunni heim, eftir stopp í næsta bakaríi og allir borða hádegismat saman. Á þessari morgunstund vinna margir þættir saman að því að efla þriggja ára barnið. Hún fær fjölbreyttar og skemmtilegar æfingar sem styrkja hreyfiþroskann. Hún lærir að takast á við ýmsar þrautir sem þjálfa huga og hönd. Eins og að kasta bolta, halda á kylfu, skríða í gegnum þrautabraut eða klæða sig í skóna. Að vera hluti af nærsamfélaginu En það er ekki bara líkamlegur ávinningur fólginn í þessari morgunstund heldur verður hún partur af nærsamfélaginu í gegnum íþróttafélagið. Þar kemur ólíkt fólk saman sem annars myndi mögulega sjaldan verða á vegi hvors annars. Hún fer í sama búning og einkennislit og aðrir í hverfinu og eignast sameiginleg minni og einkenni með þeim. Hún lærir góða siði eins og að hjálpa öðrum, bíða í röð, bursta tennurnar og aðra lífsleikni. Stúlkan fær að vera með foreldrum sínum sem fá að taka þátt í mörgum æfingum og þau mynda einnig tengsl við aðra sem eiga börn á sama aldri í samfélaginu. Ef foreldrunum lánast að tengja bakarísferð, ísbúð eða sundferð með vinum við æfinguna er komin mikil gæðastund sem barnið tengir við íþróttir. Fræðafólk á borð við Belgann Paul Wyllemann talar gjarnan um lífshlaup íþróttafólks, í þeim skilningi að framangreind lýsing er á innkomustigi (initiation) einstaklings í íþróttum sem varir í raun fram að 12-15 ára aldri eftir einstaklingum og íþróttagrein. Á eftir því kemur framfarastigið (development) upp að 20-23 ára aldri áður en hún kemst á frammistöðustigið (mastery) sem varir fram að útgöngustiginu (discontinuation) sem er mjög misjafnt eftir einstaklingum. Innkomustigið þarf að vera jákvætt Þessi greining er lögð fram til að hjálpa þeim sem stjórna hæfileikamótun og íþróttastarfi yfirhöfuð að átta sig á því að þau eru að vinna með fólk og ber skylda til að líta á það og feril þess á heildstæðan hátt. Innkomustigið varir lengi, en byrjar víðast hvar við 6-7 ára aldur þegar börn hefja grunnskólanám og kynnast íþróttum í tengslum við skólakerfið. Þannig byrja íslensk börn almennt fyrr að mæta í skipulagt íþróttastarf í stórum stíl. Á innkomustiginu skiptir mjög miklu máli að börn upplifi íþróttir á jákvæðan og hvetjandi hátt. Ef þjálfarar og umhverfið hafa slíkt að leiðarljósi kviknar eldur innra með barninu og það fer að hafa áhuga á íþróttum. Það byrjar að klæða sig í íþróttabúninga, eignast hetjur og fyrirmyndir í formi eldri iðkenda, landsliðsfólks og heimsþekkts íþróttafólks. Það biður um íþróttatengdan varning í jóla- og afmælisgjafir og sækir kappleiki með foreldrum sínum. Jákvæð teikn eru á lofti þegar barnið fer að leika sér og æfa sig sjálft í íþróttinni, án aðkomu fullorðinna. Sjálfsákvörðunarkenningin, sett fram af Deci og Ryan, lýsir því hvernig börn blómstra í íþróttum ef þau a) Finna að þau eru að taka framförum (competence) b) Fá að stunda þær með vinum sínum (relatedness) c) Upplifa að þau sjálf stjórni ferðalagi sínu í gegnum þær (autonomy). Góðir barnaþjálfarar örva og rækta þessa eiginleika með því að beita grunnkenningum leiðsagnarnáms sem snúa að því að búa til krefjandi aðstæður og verkefni og vinna með ungmennum að því að finna svörin og öðlast hæfni að mestu leiti sjálf. Ef vel tekst til á innkomustiginu verða til einstaklingar sem eru ekki bara að æfa íþróttir, heldur ERU íþróttafólk. Að stunda íþróttina er hluti af sjálfsmynd þeirra og þau haga lífi sínu þannig að hún sé ofarlega í forgangi. Í næstu grein skoðum við hóp krakka sem ERU íþróttafólk. Ef sálin í íþróttunum nærist einhvers staðar best þá er það meðal barna og unglinga sem elska íþróttina sína. Þar má finna ósvikna áhugahvöt, leikgleði og tilfinningar sem við upplifum sjaldan á öðrum sviðum lífsins. Ef þú góður lesandi varst barn í íþróttum er líklegt að bestu stundirnar hafi verið í leik seint um kvöld með vinum þínum. Samvera í ferðalögum á mót og þegar þér tókst loksins eitthvað sem þú varst búinn að stefna að lengi og æfa þig í á fullu. Þar eru töfrastundirnar sem við söknum svo mörg þegar við erum orðin fullorðin. Höfundur er fagstjóri Afrekssviðs Menntaskólans í Kópavogi, doktorsnemi við sálfræðideild Háskólans í Reykjavík og kennir Afreksþjálfun og Hagnýta íþróttasálfræði við íþróttafræðideild HR. Lífsferill íþróttamannsins Tengdar fréttir Lífsferill íþróttamannsins: Við verðum að tala meira um sálina í íþróttunum „Íþróttir geta boðið ungu fólki upp á frábæra leið til að þroskast sem heilbrigðar manneskjur. Eða sem eigingjarnir asnar.“ Þetta sagði norski prófessorinn Stig Arve Sæther þegar við vorum að velta upp spurningunni hvort það væri til norræn leið í hæfileikamótun, með séreinkennum miðað við önnur svæði í heiminum. 26. mars 2025 11:33 Mest lesið Þegar náttúran kallar í miðjum klíðum Sport Fannst látinn í hótelherbergi sínu Sport Hélt áfram að keppa þótt að kærastan lægi meðvitundarlaus í gólfinu Sport Sögðu Betu að drulla sér frá Belgíu: „Nýtt fyrir mér“ Fótbolti EM í dag: Of langt gengið að kalla mig nautheimskan Fótbolti Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn Formúla 1 „Áður en ég yfirgef þennan heim vil ég stjórna Íslandi” Fótbolti „Heimskuleg spurning og dónaleg“ Fótbolti Þóttist vera með krabbamein með iPhone snúru upp í nefinu Sport Landsliðsþjálfaranum létt og spenna í hópnum Sport Fleiri fréttir Shai Gilgeous-Alexander og Angel Reese framan á 2K26 Hélt fótboltabúðir fyrir hinsegin ungmenni Sengun í fantaformi í sumarfríinu Brottreksturinn kom Horner í opna skjöldu Djokovic í undanúrslit í fjórtánda sinn Algjörir yfirburðir PSG gegn Real Madrid United boðið að skrapa botninn á tunnunni Jokic framlengir ekki að sinni Samþykkja tilboð Tottenham í Kudus Frakkar sýndu styrk sinn Landsliðsþjálfaranum létt og spenna í hópnum Ancelotti dæmdur fyrir skattsvik Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Englendingar hrukku heldur betur í gang Skoraði yfir sex hundruð mörk á tímabilinu Lyon heldur sæti sínu í deildinni eftir allt saman Golflandsliðið í öðru sæti eftir fyrsta hring EM í dag: Of langt gengið að kalla mig nautheimskan „Vissulega eru það vonbrigði“ Ein stærsta stjarna NFL fær að heyra það: Þú ert feitur „Þetta er það sem að mann dreymdi um“ „Heimskuleg spurning og dónaleg“ Karlkyns leikmenn félagsins fá líka fæðingarorlof Staðfestir eina breytingu á byrjunarliðinu í leiknum á morgun Fattaði ekki að hún væri búin að vinna Svona var blaðamannafundurinn fyrir leikinn gegn Noregi Sláandi tölfræði Sveindísar: Eitt skot á markið á 419 mínútum á EM Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn „Að hlusta á ræður hjá henni gefur mér enn gæsahúð“ Þegar náttúran kallar í miðjum klíðum Sjá meira
Þar tekur á móti þeim reyndur þjálfari sem er búinn að sjá um íþróttaskóla fyrir börn á leikskólaaldri um árabil. Hann tekur brosandi á móti stúlkunni, spyr hana að nafni og í hvaða leikskóla hún sé. Svo fær hún að fara og leika sér með pabba þar til öllum er skipað að safnast saman á einum stað. Þar fer þjálfarinn yfir stöðvar og reglur dagsins, spyr krakkana hvort þau hafi verið dugleg að hjálpa mömmu og pabba í gær og svo er hoppað, skoppað, sprett og klifrað í fjörutíu mínútur. Mikilvæg morgunstund Þarna eru líka krakkar úr leikskólanum sem hún kannast við og fer að elta eða kýtast við. Þarna eru börn úr öðrum leikskólum. Einhver árinu eldri en mörg á sama aldri og eru flest í sama lit af treyju, einhvern veginn tengd hverfisfélaginu, mögulega af eldra systkini, frænku eða frænda. Í lok æfingar setjast allir saman. Þjálfarinn segir frá því hversu mikilvægt er að bursta tennurnar og gefur foreldrum góð ráð eins og að leyfa krökkum stundum að reka sig á og leysa úr vandræðum sjálf. Svo syngja allir saman eitt lag gefa þjálfaranum og aðstoðarfólki hans, sem sum eru sjálf iðkendur á unglingsaldri, fimmu á leiðinni út. Þá fara tvær bestu vinkonurnar af leikskólanum og foreldrar þeirra með stúlkunni heim, eftir stopp í næsta bakaríi og allir borða hádegismat saman. Á þessari morgunstund vinna margir þættir saman að því að efla þriggja ára barnið. Hún fær fjölbreyttar og skemmtilegar æfingar sem styrkja hreyfiþroskann. Hún lærir að takast á við ýmsar þrautir sem þjálfa huga og hönd. Eins og að kasta bolta, halda á kylfu, skríða í gegnum þrautabraut eða klæða sig í skóna. Að vera hluti af nærsamfélaginu En það er ekki bara líkamlegur ávinningur fólginn í þessari morgunstund heldur verður hún partur af nærsamfélaginu í gegnum íþróttafélagið. Þar kemur ólíkt fólk saman sem annars myndi mögulega sjaldan verða á vegi hvors annars. Hún fer í sama búning og einkennislit og aðrir í hverfinu og eignast sameiginleg minni og einkenni með þeim. Hún lærir góða siði eins og að hjálpa öðrum, bíða í röð, bursta tennurnar og aðra lífsleikni. Stúlkan fær að vera með foreldrum sínum sem fá að taka þátt í mörgum æfingum og þau mynda einnig tengsl við aðra sem eiga börn á sama aldri í samfélaginu. Ef foreldrunum lánast að tengja bakarísferð, ísbúð eða sundferð með vinum við æfinguna er komin mikil gæðastund sem barnið tengir við íþróttir. Fræðafólk á borð við Belgann Paul Wyllemann talar gjarnan um lífshlaup íþróttafólks, í þeim skilningi að framangreind lýsing er á innkomustigi (initiation) einstaklings í íþróttum sem varir í raun fram að 12-15 ára aldri eftir einstaklingum og íþróttagrein. Á eftir því kemur framfarastigið (development) upp að 20-23 ára aldri áður en hún kemst á frammistöðustigið (mastery) sem varir fram að útgöngustiginu (discontinuation) sem er mjög misjafnt eftir einstaklingum. Innkomustigið þarf að vera jákvætt Þessi greining er lögð fram til að hjálpa þeim sem stjórna hæfileikamótun og íþróttastarfi yfirhöfuð að átta sig á því að þau eru að vinna með fólk og ber skylda til að líta á það og feril þess á heildstæðan hátt. Innkomustigið varir lengi, en byrjar víðast hvar við 6-7 ára aldur þegar börn hefja grunnskólanám og kynnast íþróttum í tengslum við skólakerfið. Þannig byrja íslensk börn almennt fyrr að mæta í skipulagt íþróttastarf í stórum stíl. Á innkomustiginu skiptir mjög miklu máli að börn upplifi íþróttir á jákvæðan og hvetjandi hátt. Ef þjálfarar og umhverfið hafa slíkt að leiðarljósi kviknar eldur innra með barninu og það fer að hafa áhuga á íþróttum. Það byrjar að klæða sig í íþróttabúninga, eignast hetjur og fyrirmyndir í formi eldri iðkenda, landsliðsfólks og heimsþekkts íþróttafólks. Það biður um íþróttatengdan varning í jóla- og afmælisgjafir og sækir kappleiki með foreldrum sínum. Jákvæð teikn eru á lofti þegar barnið fer að leika sér og æfa sig sjálft í íþróttinni, án aðkomu fullorðinna. Sjálfsákvörðunarkenningin, sett fram af Deci og Ryan, lýsir því hvernig börn blómstra í íþróttum ef þau a) Finna að þau eru að taka framförum (competence) b) Fá að stunda þær með vinum sínum (relatedness) c) Upplifa að þau sjálf stjórni ferðalagi sínu í gegnum þær (autonomy). Góðir barnaþjálfarar örva og rækta þessa eiginleika með því að beita grunnkenningum leiðsagnarnáms sem snúa að því að búa til krefjandi aðstæður og verkefni og vinna með ungmennum að því að finna svörin og öðlast hæfni að mestu leiti sjálf. Ef vel tekst til á innkomustiginu verða til einstaklingar sem eru ekki bara að æfa íþróttir, heldur ERU íþróttafólk. Að stunda íþróttina er hluti af sjálfsmynd þeirra og þau haga lífi sínu þannig að hún sé ofarlega í forgangi. Í næstu grein skoðum við hóp krakka sem ERU íþróttafólk. Ef sálin í íþróttunum nærist einhvers staðar best þá er það meðal barna og unglinga sem elska íþróttina sína. Þar má finna ósvikna áhugahvöt, leikgleði og tilfinningar sem við upplifum sjaldan á öðrum sviðum lífsins. Ef þú góður lesandi varst barn í íþróttum er líklegt að bestu stundirnar hafi verið í leik seint um kvöld með vinum þínum. Samvera í ferðalögum á mót og þegar þér tókst loksins eitthvað sem þú varst búinn að stefna að lengi og æfa þig í á fullu. Þar eru töfrastundirnar sem við söknum svo mörg þegar við erum orðin fullorðin. Höfundur er fagstjóri Afrekssviðs Menntaskólans í Kópavogi, doktorsnemi við sálfræðideild Háskólans í Reykjavík og kennir Afreksþjálfun og Hagnýta íþróttasálfræði við íþróttafræðideild HR.
Lífsferill íþróttamannsins Tengdar fréttir Lífsferill íþróttamannsins: Við verðum að tala meira um sálina í íþróttunum „Íþróttir geta boðið ungu fólki upp á frábæra leið til að þroskast sem heilbrigðar manneskjur. Eða sem eigingjarnir asnar.“ Þetta sagði norski prófessorinn Stig Arve Sæther þegar við vorum að velta upp spurningunni hvort það væri til norræn leið í hæfileikamótun, með séreinkennum miðað við önnur svæði í heiminum. 26. mars 2025 11:33 Mest lesið Þegar náttúran kallar í miðjum klíðum Sport Fannst látinn í hótelherbergi sínu Sport Hélt áfram að keppa þótt að kærastan lægi meðvitundarlaus í gólfinu Sport Sögðu Betu að drulla sér frá Belgíu: „Nýtt fyrir mér“ Fótbolti EM í dag: Of langt gengið að kalla mig nautheimskan Fótbolti Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn Formúla 1 „Áður en ég yfirgef þennan heim vil ég stjórna Íslandi” Fótbolti „Heimskuleg spurning og dónaleg“ Fótbolti Þóttist vera með krabbamein með iPhone snúru upp í nefinu Sport Landsliðsþjálfaranum létt og spenna í hópnum Sport Fleiri fréttir Shai Gilgeous-Alexander og Angel Reese framan á 2K26 Hélt fótboltabúðir fyrir hinsegin ungmenni Sengun í fantaformi í sumarfríinu Brottreksturinn kom Horner í opna skjöldu Djokovic í undanúrslit í fjórtánda sinn Algjörir yfirburðir PSG gegn Real Madrid United boðið að skrapa botninn á tunnunni Jokic framlengir ekki að sinni Samþykkja tilboð Tottenham í Kudus Frakkar sýndu styrk sinn Landsliðsþjálfaranum létt og spenna í hópnum Ancelotti dæmdur fyrir skattsvik Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Englendingar hrukku heldur betur í gang Skoraði yfir sex hundruð mörk á tímabilinu Lyon heldur sæti sínu í deildinni eftir allt saman Golflandsliðið í öðru sæti eftir fyrsta hring EM í dag: Of langt gengið að kalla mig nautheimskan „Vissulega eru það vonbrigði“ Ein stærsta stjarna NFL fær að heyra það: Þú ert feitur „Þetta er það sem að mann dreymdi um“ „Heimskuleg spurning og dónaleg“ Karlkyns leikmenn félagsins fá líka fæðingarorlof Staðfestir eina breytingu á byrjunarliðinu í leiknum á morgun Fattaði ekki að hún væri búin að vinna Svona var blaðamannafundurinn fyrir leikinn gegn Noregi Sláandi tölfræði Sveindísar: Eitt skot á markið á 419 mínútum á EM Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn „Að hlusta á ræður hjá henni gefur mér enn gæsahúð“ Þegar náttúran kallar í miðjum klíðum Sjá meira
Lífsferill íþróttamannsins: Við verðum að tala meira um sálina í íþróttunum „Íþróttir geta boðið ungu fólki upp á frábæra leið til að þroskast sem heilbrigðar manneskjur. Eða sem eigingjarnir asnar.“ Þetta sagði norski prófessorinn Stig Arve Sæther þegar við vorum að velta upp spurningunni hvort það væri til norræn leið í hæfileikamótun, með séreinkennum miðað við önnur svæði í heiminum. 26. mars 2025 11:33