Íslensku myndlistarverðlaunin: Pétur, Helena og Erró heiðruð Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 20. mars 2025 21:11 Pétur, Helena og Erró voru meðal þeirra sem heiðruð voru í kvöld. Íslensku myndlistarverðlaunin voru afhent í áttunda skipti í Iðnó í kvöld. Þar var bæði fjölmennt og fjörugt enda tilefnið gleðilegt, að því er segir í tilkynningu frá skipuleggjendum. Pétur Thomsen ljósmyndari (f.1973) var í kvöld sæmdur titlinum Myndlistarmaður ársins 2025, á verðlaunaafhendingunni. Logi Einarsson, menningar- nýsköpunar- og háskólaráðherra afhenti verðlaunin. Verðlaunin hlýtur Pétur fyrir sýninguna Landnám sem stóð yfir í Hafnarborg í vetur. Það var mat dómnefndar að sýningin hafi verið einstaklega vel útfærð og að í henni hafi mátt skynja vitund um náttúruna og umhyggju fyrir henni. Með djúpri þekkingu á ljósmyndamiðlinum hafi Pétri tekist að skapa samtal milli sýningarinnar og áhorfandans á áhrifaríkan hátt. Hlaut Pétur eina milljón króna í verðlaunafé. Helena Margrét Jónsdóttir myndlistarmaður (f.1996) hlaut Hvatningarverðlaun Íslensku myndlistarverðlaunanna 2025 og var það listakonan Shoplifter sem afhenti verðlaunin. Það var mat dómnefndar að málverk Helenu Margrétar væru forvitnileg og slægju áhugaverðan tón í myndlistinni. Verk hennar væru vönduð og kyrrlát en á sama tíma með nýstárlegan undirtón sem virkjaði ímyndunaraflið og færðu áhorfandann inn í draumkenndan hugarheim. Hlaut Helena Margrét 500.000 króna í verðlaunafé. Heiðursviðurkenningu myndlistarráðs árið 2024 hlýtur Erró, öðru nafni Guðmundur Guðmundsson, fæddur í Ólafsvík árið 1932. Erró er í fremstu röð myndlistarmanna sem Ísland hefur átt og hlýtur viðurkenningu fyrir höfundarverk sitt á ferli sem spannar rúmlega sex áratugi og er einstakt í íslensku og alþjóðlegu samhengi. Heiða Björg Hilmisdóttir, borgarstjóri, afhenti heiðursviðurkenninguna, en við henni tók Ari Trausti Guðmundsson, bróðir listamannsins. Erró er búsettur í París og átti ekki heimangengt, en sendi stutta kveðju í myndskilaboðum. Að auki voru veittar þrjár aðrar viðurkenningar: - Viðurkenningu myndlistarráðs fyrir áhugaverðasta endurlit ársins 2024 hlýtur sýningin Hamskipti | Listsköpun Gerðar Helgadóttur. Sýningin var sett upp í tilefni 30 ára afmælis Gerðarsafns í Kópavogi. - Viðurkenningu myndlistarráðs fyrir áhugaverðustu samsýningu ársins hlýtur Textílfélagið fyrir 50/100/55. Titill sýningarinnar vísar til þess að 50 ár eru frá stofnun félagsins en á sýningunni mátti sjá 100 verk eftir 55 sýnendur. - Viðurkenningu myndlistarráðs fyrir útgáfu ársins 2024 hlýtur ljósmyndabókin FÖR eftir Agnieszku Sosnowska. Bókin er einstakt verk þar sem náttúra, samfélag og persónuleg saga mætast í áhrifaríkri heild. Myndlistarráð stendur að baki verðlaunanna sem hafa það að meginmarkmiði að vekja athygli á því sem vel var gert á sviði myndlistar á liðnu ári. Myndlist Mest lesið Justin Bieber nýtur sín norður í landi Lífið Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Lífið Risa fataherbergi í glæsilegri íbúð Patriks sem nú er til sölu Lífið Segir netheima kexruglaðra hafa gert sig að mennskum boxpúða Lífið Gengst við kókaínfíkn sinni Lífið Jamie XX, De La Soul og Joy Anonymous á nýrri tónlistarhátíð í Laugardal Lífið Hver myndi vinna í slag, hundrað gaurar eða ein górilla? Lífið Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Tónlist Hafa náð að auka ráðstöfunartekjur sínar um 37 prósent Lífið Getum verið gröð án þess að blotna eða fá ris Lífið Fleiri fréttir „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Arngunnur Ýr er bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2025 Lóa Hlín, Rán, Mars og Elías Rúni fá Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Bjarni Ben lét sig ekki vanta á Fjallabak „Ég verð dauður áður en kvikmyndahúsin loka“ Lovísa Ósk nýr listdansstjóri Íslenska dansflokksins Vonar að tæknin taki aldrei yfir innsæi og ástríðu Tekur við sem verkefnastjóri dagskrárgerðar í Hörpu Íslensku myndlistarverðlaunin: Pétur, Helena og Erró heiðruð „List er okkar eina von“ Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Sjá meira
Pétur Thomsen ljósmyndari (f.1973) var í kvöld sæmdur titlinum Myndlistarmaður ársins 2025, á verðlaunaafhendingunni. Logi Einarsson, menningar- nýsköpunar- og háskólaráðherra afhenti verðlaunin. Verðlaunin hlýtur Pétur fyrir sýninguna Landnám sem stóð yfir í Hafnarborg í vetur. Það var mat dómnefndar að sýningin hafi verið einstaklega vel útfærð og að í henni hafi mátt skynja vitund um náttúruna og umhyggju fyrir henni. Með djúpri þekkingu á ljósmyndamiðlinum hafi Pétri tekist að skapa samtal milli sýningarinnar og áhorfandans á áhrifaríkan hátt. Hlaut Pétur eina milljón króna í verðlaunafé. Helena Margrét Jónsdóttir myndlistarmaður (f.1996) hlaut Hvatningarverðlaun Íslensku myndlistarverðlaunanna 2025 og var það listakonan Shoplifter sem afhenti verðlaunin. Það var mat dómnefndar að málverk Helenu Margrétar væru forvitnileg og slægju áhugaverðan tón í myndlistinni. Verk hennar væru vönduð og kyrrlát en á sama tíma með nýstárlegan undirtón sem virkjaði ímyndunaraflið og færðu áhorfandann inn í draumkenndan hugarheim. Hlaut Helena Margrét 500.000 króna í verðlaunafé. Heiðursviðurkenningu myndlistarráðs árið 2024 hlýtur Erró, öðru nafni Guðmundur Guðmundsson, fæddur í Ólafsvík árið 1932. Erró er í fremstu röð myndlistarmanna sem Ísland hefur átt og hlýtur viðurkenningu fyrir höfundarverk sitt á ferli sem spannar rúmlega sex áratugi og er einstakt í íslensku og alþjóðlegu samhengi. Heiða Björg Hilmisdóttir, borgarstjóri, afhenti heiðursviðurkenninguna, en við henni tók Ari Trausti Guðmundsson, bróðir listamannsins. Erró er búsettur í París og átti ekki heimangengt, en sendi stutta kveðju í myndskilaboðum. Að auki voru veittar þrjár aðrar viðurkenningar: - Viðurkenningu myndlistarráðs fyrir áhugaverðasta endurlit ársins 2024 hlýtur sýningin Hamskipti | Listsköpun Gerðar Helgadóttur. Sýningin var sett upp í tilefni 30 ára afmælis Gerðarsafns í Kópavogi. - Viðurkenningu myndlistarráðs fyrir áhugaverðustu samsýningu ársins hlýtur Textílfélagið fyrir 50/100/55. Titill sýningarinnar vísar til þess að 50 ár eru frá stofnun félagsins en á sýningunni mátti sjá 100 verk eftir 55 sýnendur. - Viðurkenningu myndlistarráðs fyrir útgáfu ársins 2024 hlýtur ljósmyndabókin FÖR eftir Agnieszku Sosnowska. Bókin er einstakt verk þar sem náttúra, samfélag og persónuleg saga mætast í áhrifaríkri heild. Myndlistarráð stendur að baki verðlaunanna sem hafa það að meginmarkmiði að vekja athygli á því sem vel var gert á sviði myndlistar á liðnu ári.
Myndlist Mest lesið Justin Bieber nýtur sín norður í landi Lífið Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Lífið Risa fataherbergi í glæsilegri íbúð Patriks sem nú er til sölu Lífið Segir netheima kexruglaðra hafa gert sig að mennskum boxpúða Lífið Gengst við kókaínfíkn sinni Lífið Jamie XX, De La Soul og Joy Anonymous á nýrri tónlistarhátíð í Laugardal Lífið Hver myndi vinna í slag, hundrað gaurar eða ein górilla? Lífið Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Tónlist Hafa náð að auka ráðstöfunartekjur sínar um 37 prósent Lífið Getum verið gröð án þess að blotna eða fá ris Lífið Fleiri fréttir „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Arngunnur Ýr er bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2025 Lóa Hlín, Rán, Mars og Elías Rúni fá Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Bjarni Ben lét sig ekki vanta á Fjallabak „Ég verð dauður áður en kvikmyndahúsin loka“ Lovísa Ósk nýr listdansstjóri Íslenska dansflokksins Vonar að tæknin taki aldrei yfir innsæi og ástríðu Tekur við sem verkefnastjóri dagskrárgerðar í Hörpu Íslensku myndlistarverðlaunin: Pétur, Helena og Erró heiðruð „List er okkar eina von“ Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Sjá meira