Hjartnæm orð Demi Moore um Bruce Willis vekja athygli Svava Marín Óskarsdóttir skrifar 20. mars 2025 15:30 Falleg vinátta er milli fyrrverandi hjónanna Bruce Willis og Demi Moore. Leikkonan Demi Moore birti hjartnæma færslu í tilefni 70 ára afmælis fyrrverandi eiginmanns síns, Bruce Willis. Færslan hefur vakið mikla athygli og sýnir náið vinasamband þeirra þrátt fyrir að rúmir tveir áratugir séu liðnir frá því að leiðir þeirra skildu. Moore og Willis voru gift frá árinu 1987 til 2000 og eiga saman þrjár dætur, Scout, Tallulah og Rumer. Í dag er Bruce Willis giftur fyrirsætunni Emmu Heming Willis, og saman eiga þau tvær dætur, Evelyn og Mabel. Elsta dóttir Willis, Rumer, eignaðist sitt fyrsta barn árið 2022, sem gerði Willis og Moore að afa og ömmu. Í færslu sem Moore birti á Instagram-síðu sinni í gær má sjá myndir af Bruce Willis fagna afmælinu sínu í faðmi fjölskyldunnar og er ljóst að mikil vinátta ríkir milli þeirra. „Til hamingju með afmælið, BW! Við elskum þig,“ skrifaði Moore. View this post on Instagram A post shared by Demi Moore (@demimoore) Dætur Willis birtu einnig hjartnæmar færslur á Instagram í tilefni afmælis föður síns, þar sem þær deildu myndum af honum og fjölskyldunni í gegnum árin. „Ég elska þig, pabbi. Til hamingju með 70 ára afmælið,“ skrifaði Rumer við skemmtilegt myndband af foreldrum sínum á góðri stundu." View this post on Instagram A post shared by Rumer Glenn Willis (@rumerwillis) „Á hverjum degi þakka ég Guði fyrir að helmingur erfðamengis míns sé frá honum,“ skrifaði Scout meðal annars í færslu sinni. View this post on Instagram A post shared by ☆ Scout Willis ☆ (@scoutlaruewillis) Tallulah deildi mynd á Instagram af föður sínum úr Die Hard frá 1988 og skrifaði: „Til hamingju með 70 ára afmælið, minn uppáhalds vinur! Þú ert ljósið sem aldrei mun slokkna. Ég elska þig og er svo stolt af því að vera dóttir þín. Með ást, Tallulah Belle Bruce Willis.“ View this post on Instagram A post shared by tallulah willis (@buuski) Árið 2022 var greint frá því að leikaraferill Willis væri á enda þar sem hann hafði greinst með málstol. Í febrúar árið 2023 kom svo tilkynning frá fjölskyldu leikarans um að hann hefði greinst með framheilabilun. Þau sögðu það vera mikinn létti að hann væri loksins kominn með skýra greiningu. Hollywood Tímamót Mest lesið „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Lífið Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Lífið Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað Lífið Menningarperlan aftur komin í sitt gamla horf Lífið Skoðanabræður hætta göngu sinni: „Takk fyrir okkur“ Lífið Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu Lífið Krakkatían: Litla hafmeyjan, Pollapönk og lundar Lífið Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Lífið „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Menning „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Lífið Fleiri fréttir Skoðanabræður hætta göngu sinni: „Takk fyrir okkur“ Menningarperlan aftur komin í sitt gamla horf Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Krakkatían: Litla hafmeyjan, Pollapönk og lundar Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Robert Wilson er látinn Gary Busey játar kynferðisbrot Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Einar og Milla eignuðust dreng Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Góðhjartaður dýrahirðir og tæknigúrú Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Ætlar í pásu frá giggum Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Katrín Edda selur í Hlíðunum Sjá meira
Moore og Willis voru gift frá árinu 1987 til 2000 og eiga saman þrjár dætur, Scout, Tallulah og Rumer. Í dag er Bruce Willis giftur fyrirsætunni Emmu Heming Willis, og saman eiga þau tvær dætur, Evelyn og Mabel. Elsta dóttir Willis, Rumer, eignaðist sitt fyrsta barn árið 2022, sem gerði Willis og Moore að afa og ömmu. Í færslu sem Moore birti á Instagram-síðu sinni í gær má sjá myndir af Bruce Willis fagna afmælinu sínu í faðmi fjölskyldunnar og er ljóst að mikil vinátta ríkir milli þeirra. „Til hamingju með afmælið, BW! Við elskum þig,“ skrifaði Moore. View this post on Instagram A post shared by Demi Moore (@demimoore) Dætur Willis birtu einnig hjartnæmar færslur á Instagram í tilefni afmælis föður síns, þar sem þær deildu myndum af honum og fjölskyldunni í gegnum árin. „Ég elska þig, pabbi. Til hamingju með 70 ára afmælið,“ skrifaði Rumer við skemmtilegt myndband af foreldrum sínum á góðri stundu." View this post on Instagram A post shared by Rumer Glenn Willis (@rumerwillis) „Á hverjum degi þakka ég Guði fyrir að helmingur erfðamengis míns sé frá honum,“ skrifaði Scout meðal annars í færslu sinni. View this post on Instagram A post shared by ☆ Scout Willis ☆ (@scoutlaruewillis) Tallulah deildi mynd á Instagram af föður sínum úr Die Hard frá 1988 og skrifaði: „Til hamingju með 70 ára afmælið, minn uppáhalds vinur! Þú ert ljósið sem aldrei mun slokkna. Ég elska þig og er svo stolt af því að vera dóttir þín. Með ást, Tallulah Belle Bruce Willis.“ View this post on Instagram A post shared by tallulah willis (@buuski) Árið 2022 var greint frá því að leikaraferill Willis væri á enda þar sem hann hafði greinst með málstol. Í febrúar árið 2023 kom svo tilkynning frá fjölskyldu leikarans um að hann hefði greinst með framheilabilun. Þau sögðu það vera mikinn létti að hann væri loksins kominn með skýra greiningu.
Hollywood Tímamót Mest lesið „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Lífið Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Lífið Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað Lífið Menningarperlan aftur komin í sitt gamla horf Lífið Skoðanabræður hætta göngu sinni: „Takk fyrir okkur“ Lífið Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu Lífið Krakkatían: Litla hafmeyjan, Pollapönk og lundar Lífið Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Lífið „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Menning „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Lífið Fleiri fréttir Skoðanabræður hætta göngu sinni: „Takk fyrir okkur“ Menningarperlan aftur komin í sitt gamla horf Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Krakkatían: Litla hafmeyjan, Pollapönk og lundar Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Robert Wilson er látinn Gary Busey játar kynferðisbrot Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Einar og Milla eignuðust dreng Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Góðhjartaður dýrahirðir og tæknigúrú Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Ætlar í pásu frá giggum Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Katrín Edda selur í Hlíðunum Sjá meira