Með engan áhuga á kynlífi og vill ekki ræða það Aldís Þorbjörg Ólafsdóttir skrifar 11. mars 2025 20:01 Aldís Þorbjörg Ólafsdóttir er sálfræðingur frá Háskóla Íslands og para- og kynlífsráðgjafi frá Michigan Háskóla. Spurning barst frá lesanda: „Sambýlismaðurinn minn hefur hvorki áhuga á kynlífi, snertingu né kossum. Hann sefur ekki í sama rúmi og ég. Hann vill ekki ræða þetta. Engin börn á heimilinu sem gætu haft áhrif. Mig langar að leita annað eftir kynlífi og hef aðeins orðað það en ekki tekið ákvörðun. Er þetta algengt hjá körlum sem komnir eru á miðjan aldur? Ég er oft að bugast en geymi þetta aðeins með sjálfri mér.“ - 53 ára kona. Það er eðlilegt að þrá snertingu, nánd, kynlíf og samtal við maka. Flest gerum við ráð fyrir því að sambandið okkar komi til með að þróast og breytast með árunum. Fæst búast þó við því að einn daginn líði okkur eins og við búum með ókunnugri manneskju. Um miðjan aldur getur ýmislegt tengt kynlífi breyst en staðan eins og þú lýsir henni hljómar flóknari en einfaldar skýringar geta náð utan um. Kynlífið með Aldísi, sálfræðingi og kynlífsráðgjafa, er vikulegur liður á Vísi. Í honum fræðir Aldís lesendur um kynlíf og svarar spurningum frá lesendum. Lesendur eru hvattir til þess að senda Aldísi spurningar í spurningaformi sem er neðar í greininni. Það er ýmislegt sem getur komið upp í samskiptum fólks sem hefur verið í lengri tíma í sambandi. Vísir/Getty Þar sem ég hef í raun engar frekari upplýsingar er erfitt að meta þær aðstæður sem uppi eru núna. Ýmsar spurningar koma upp í hugann; hvenær byrjaði þessi fjarlægð? Kom eitthvað upp á sem þú tengir við upphaf þessa tímabils? Hafið þið nýverið upplifað áföll? Hvernig er andleg og líkamleg heilsa hans? Ef þú værir að lýsa skyndilegri breytingu sem tengist bara kynlífi myndi ég velta ýmsu fyrir mér; hormónum, þunglyndi/kvíða, risvanda, streitu eða vandamál sem tengjast parasambandinu. Allt ofan talið kemur til greina en sennilega býr fleira að baki þar sem hann er búinn að draga sig í hlé frá allri líkamlegri nánd. Viðbragðsleysi Þegar við erum að takast á við streituvekjandi aðstæður, hvort sem þær tengjast sambandinu beint eða óbeint getur verið að við endum í viðbragðsleysi. Þegar ósjálfráða taugakerfið telur öruggast fyrir okkur að dofna, aftengjast umhverfinu okkar, einangra okkur og reyna ekki að hafa áhrif á stöðuna- má segja að við séum í viðbragðsleysi. Þetta birtist oft eins og þunglyndi þar sem viðkomandi á erfitt með að tjá líða sína og er áhuga- og orkulaus. Þetta viðbragð er leið líkamans til að takast á við yfirþyrmandi eða sársaukafullar tilfinningar. Í langtíma sambandi þar sem ekki hefur tekist að vinna úr erfiðleikum getur verið að annar eða báðir aðilar enda í uppgjöf eða viðbragðsleysi. Því velti ég því fyrir mér hvort þið hafið lent í erfiðleikum sem ykkur hafi ekki tekist að leysa úr? Það er gott að staldra við og skoða hvernig samskipti ykkar hafa verið fram að þessu? Einkennast samskiptin af mikilli gagnrýni, höfnun eða gerið þið lítið úr líðan hvors annars? Er mikið um ágreining? Farið þið í vörn í samskiptum ykkar? Hversu öruggt er að berskjalda sig í sambandinu? Ýmis ráð eru í boði í slíkum aðstæðum. Vísir/Getty Hvað get ég gert? Hverju tókst þú eftir hjá þér þegar þú byrjaðir að finna þessa fjarlægð? Þegar maki dregur sig í hlé kemur oft upp ótta tilfinning hjá þeim sem skilin er eftir. Það er ekki óalgengt að við reynum allt til að fá samtal, svör eða til að finna aftur tengingu við maka. Það eru eðlileg viðbrögð við þeim aðstæðum sem þú lýsir. Þegar ég les að þú hafir orðað það við hann að leita annað eftir kynlífi, velti ég því fyrir mér hvort þú hafir í raun verið að þrá viðbragð frá honum! Loks myndi hann snúa sér að þér og biðja þig um að gera það ekki! Oft reynum við allt til að fá eitthvað viðbragð eða svar. Finndu leiðir til að ná betri ró Þó að það sé skiljanlegt að vilja reyna allt til að að fá einhver svör er mikilvægt að finna leiðir til að róa niður þitt taugakerfi þegar á reynir. Notaðu aðferðir sem kjarna þig í augnablikinu; einblíndu á skynfærin þín; hvaða hluti sérðu í kringum þig, hvaða hljóð heyrirðu, hvaða hluti getur þú snert, hvaða lykt og hvaða bragð finnur þú? Andaðu djúpt í magann, því djúp öndun er góð leið til hægja á. Gerðu hluti fyrir þig Ég veit að það er ekki það sama að fara út með vinkonum eins og að finna nánd frá maka. En reyndu að rækta þau tengsl sem þú hefur fyrir utan sambandið, hreyfðu þig og gerðu skemmtilega hluti eða prófaðu eitthvað nýtt. Það er klárt að þið þurfið aðstoð; pararáðgjöf og/eða einstaklings meðferð. Hann þarf að skoða hvaða þættir eru að hafa þessi áhrif á hann og byrja að ræða sína líðan. Saman þurfið þið að skoða ykkar samband og samskipti. Viljið þið halda áfram að vera saman og vinna í sambandinu eða eru þið komin á þann stað að vilja leita annarra leiða? Hugsaðu um hvað þú vilt fyrir sjálfa þig næstu árin. Hvernig gæti lífið litið út ef þú fengir ást, hlýju og snertingu? Ef maki þinn er ekki tilbúinn að breyta neinu eða ræða málið, þá ertu ekki föst – þú hefur val. Þú átt skilið að finna gleði og nánd í lífinu, á þann hátt sem nærir þig. Það er mjög skiljanlegt að vilja meira. Gangi ykkur vel <3 Allar greinar eftir Aldísi má finna á sama stað á Vísi. Kynlífið með Aldísi Kynlíf Tengdar fréttir 38 ára hreinn sveinn: Er til leið út úr þessum vítahring? Spurning barst frá lesenda: Ég er 38 ára maður sem hefur aldrei átt maka eða upplifað kynlíf. Ég sé sjálfan mig ekki sem kynveru, hef enga reynslu og hef enga trú á því að nokkur kona muni einhvern tíma vilja mig. Sem ég veit að er sjálfrætandi spádómur. Veistu um leið út úr þessum vítahring? 25. febrúar 2025 20:01 Tilhugsun um kynlíf á ný óbærileg Spurning barst frá lesenda: „Eftir að hafa endað 3 ára samband með fyrrverandi kærasta mínum finnst mér ómögulegt að nálgast kynlíf með öðru fólki. Sambandið var ekki að neinu leyti ofbeldisfullt en samt er það eins og að leggja höndina á heita hellu að hugsa um nánd með öðru fólki. Hvað get ég gert í þessu?“ - 31 árs karl. 11. febrúar 2025 20:02 40 ára kona: Er of seint að deita konur? Spurning barst frá lesenda: „Ég hef alltaf verið hrifin af konum en samt alltaf verið með karlmönnum. Eftir mörg ár ein er ég samt hrædd við að deita konur þó ég finni að ég vil alls ekki deita karlmenn. Er smá hrædd um að þær nenni ekki 40 ára nýgræðingi“ - 40 ára kona. 3. desember 2024 20:00 Mest lesið Skotin flakka milli Enoks og Birgittu: „Settu franskarnar í pokann“ Lífið Gellur fjölmenntu í sumarpartý Ingu Lindar Lífið Sinnir sjúklingum í sama herbergi og hún fékk greiningu Lífið Ósérhlífinn starfsmaður bjargaði ómvölum frá endurvinnslu Lífið Gimbur borin með svart hjarta á bakinu Lífið Frumsýning á Cannes og gullhamrar Bill Murray: „Nú er ég búin að toppa mig algjörlega“ Lífið Segja Freddie Mercury eiga laundóttur Lífið Var hent í ljónagryfjuna þegar hann fór inn á Vog Lífið Eva Laufey og Haraldur selja húsið á Skaganum Lífið Á spítala eftir samfarir við 583 menn Lífið Fleiri fréttir Segja Freddie Mercury eiga laundóttur Skotin flakka milli Enoks og Birgittu: „Settu franskarnar í pokann“ Sinnir sjúklingum í sama herbergi og hún fékk greiningu Fréttatía vikunnar: Evrópudeildin, kappakstur og sólmyrkvi Billy Joel greindist með heilasjúkdóm Gimbur borin með svart hjarta á bakinu Eva Laufey og Haraldur selja húsið á Skaganum Gellur fjölmenntu í sumarpartý Ingu Lindar Nadía og Arnar selja fallegt hús í Hafnarfirði „Hæ allir saman, kjósið New Day Will Rise“ „Erum við að reyna fá fólk til þess að vera svikara“ Á spítala eftir samfarir við 583 menn Hjálmar með upplyftandi morgunkveðju Níu ára toppaði Hvannadalshnjúk og renndi sér niður Ósérhlífinn starfsmaður bjargaði ómvölum frá endurvinnslu Kim „loksins“ útskrifuð Frumsýning á Cannes og gullhamrar Bill Murray: „Nú er ég búin að toppa mig algjörlega“ Sigurvegarinn vill banna Ísrael Tilkynna um 29 ný atriði á Iceland Airwaves Rúrik fellur í skuggann á kynþokkafullum Jóni Var hent í ljónagryfjuna þegar hann fór inn á Vog Color Run flytur úr Laugardal og í Kópavog Dunda dömurnar fögnuðu í bongó blíðu Baltasar Kormákur og Ólafur Jóhann saman í Þjóðleikhúsinu Dulúðug hvít andlit: „Nú horfi ég á þetta allt öðruvísi“ Keyptu glæsihús Atlanta-hjónanna á undirverði Eggert Gunnþór og Elsa selja einbýlið Eitt fallegasta hús Reykjavíkur komið á sölu Sagði að hún kæmist aldrei á forsíðu Vogue Bakslag í veikindi Valgeirs Sjá meira
Það er eðlilegt að þrá snertingu, nánd, kynlíf og samtal við maka. Flest gerum við ráð fyrir því að sambandið okkar komi til með að þróast og breytast með árunum. Fæst búast þó við því að einn daginn líði okkur eins og við búum með ókunnugri manneskju. Um miðjan aldur getur ýmislegt tengt kynlífi breyst en staðan eins og þú lýsir henni hljómar flóknari en einfaldar skýringar geta náð utan um. Kynlífið með Aldísi, sálfræðingi og kynlífsráðgjafa, er vikulegur liður á Vísi. Í honum fræðir Aldís lesendur um kynlíf og svarar spurningum frá lesendum. Lesendur eru hvattir til þess að senda Aldísi spurningar í spurningaformi sem er neðar í greininni. Það er ýmislegt sem getur komið upp í samskiptum fólks sem hefur verið í lengri tíma í sambandi. Vísir/Getty Þar sem ég hef í raun engar frekari upplýsingar er erfitt að meta þær aðstæður sem uppi eru núna. Ýmsar spurningar koma upp í hugann; hvenær byrjaði þessi fjarlægð? Kom eitthvað upp á sem þú tengir við upphaf þessa tímabils? Hafið þið nýverið upplifað áföll? Hvernig er andleg og líkamleg heilsa hans? Ef þú værir að lýsa skyndilegri breytingu sem tengist bara kynlífi myndi ég velta ýmsu fyrir mér; hormónum, þunglyndi/kvíða, risvanda, streitu eða vandamál sem tengjast parasambandinu. Allt ofan talið kemur til greina en sennilega býr fleira að baki þar sem hann er búinn að draga sig í hlé frá allri líkamlegri nánd. Viðbragðsleysi Þegar við erum að takast á við streituvekjandi aðstæður, hvort sem þær tengjast sambandinu beint eða óbeint getur verið að við endum í viðbragðsleysi. Þegar ósjálfráða taugakerfið telur öruggast fyrir okkur að dofna, aftengjast umhverfinu okkar, einangra okkur og reyna ekki að hafa áhrif á stöðuna- má segja að við séum í viðbragðsleysi. Þetta birtist oft eins og þunglyndi þar sem viðkomandi á erfitt með að tjá líða sína og er áhuga- og orkulaus. Þetta viðbragð er leið líkamans til að takast á við yfirþyrmandi eða sársaukafullar tilfinningar. Í langtíma sambandi þar sem ekki hefur tekist að vinna úr erfiðleikum getur verið að annar eða báðir aðilar enda í uppgjöf eða viðbragðsleysi. Því velti ég því fyrir mér hvort þið hafið lent í erfiðleikum sem ykkur hafi ekki tekist að leysa úr? Það er gott að staldra við og skoða hvernig samskipti ykkar hafa verið fram að þessu? Einkennast samskiptin af mikilli gagnrýni, höfnun eða gerið þið lítið úr líðan hvors annars? Er mikið um ágreining? Farið þið í vörn í samskiptum ykkar? Hversu öruggt er að berskjalda sig í sambandinu? Ýmis ráð eru í boði í slíkum aðstæðum. Vísir/Getty Hvað get ég gert? Hverju tókst þú eftir hjá þér þegar þú byrjaðir að finna þessa fjarlægð? Þegar maki dregur sig í hlé kemur oft upp ótta tilfinning hjá þeim sem skilin er eftir. Það er ekki óalgengt að við reynum allt til að fá samtal, svör eða til að finna aftur tengingu við maka. Það eru eðlileg viðbrögð við þeim aðstæðum sem þú lýsir. Þegar ég les að þú hafir orðað það við hann að leita annað eftir kynlífi, velti ég því fyrir mér hvort þú hafir í raun verið að þrá viðbragð frá honum! Loks myndi hann snúa sér að þér og biðja þig um að gera það ekki! Oft reynum við allt til að fá eitthvað viðbragð eða svar. Finndu leiðir til að ná betri ró Þó að það sé skiljanlegt að vilja reyna allt til að að fá einhver svör er mikilvægt að finna leiðir til að róa niður þitt taugakerfi þegar á reynir. Notaðu aðferðir sem kjarna þig í augnablikinu; einblíndu á skynfærin þín; hvaða hluti sérðu í kringum þig, hvaða hljóð heyrirðu, hvaða hluti getur þú snert, hvaða lykt og hvaða bragð finnur þú? Andaðu djúpt í magann, því djúp öndun er góð leið til hægja á. Gerðu hluti fyrir þig Ég veit að það er ekki það sama að fara út með vinkonum eins og að finna nánd frá maka. En reyndu að rækta þau tengsl sem þú hefur fyrir utan sambandið, hreyfðu þig og gerðu skemmtilega hluti eða prófaðu eitthvað nýtt. Það er klárt að þið þurfið aðstoð; pararáðgjöf og/eða einstaklings meðferð. Hann þarf að skoða hvaða þættir eru að hafa þessi áhrif á hann og byrja að ræða sína líðan. Saman þurfið þið að skoða ykkar samband og samskipti. Viljið þið halda áfram að vera saman og vinna í sambandinu eða eru þið komin á þann stað að vilja leita annarra leiða? Hugsaðu um hvað þú vilt fyrir sjálfa þig næstu árin. Hvernig gæti lífið litið út ef þú fengir ást, hlýju og snertingu? Ef maki þinn er ekki tilbúinn að breyta neinu eða ræða málið, þá ertu ekki föst – þú hefur val. Þú átt skilið að finna gleði og nánd í lífinu, á þann hátt sem nærir þig. Það er mjög skiljanlegt að vilja meira. Gangi ykkur vel <3 Allar greinar eftir Aldísi má finna á sama stað á Vísi.
Kynlífið með Aldísi, sálfræðingi og kynlífsráðgjafa, er vikulegur liður á Vísi. Í honum fræðir Aldís lesendur um kynlíf og svarar spurningum frá lesendum. Lesendur eru hvattir til þess að senda Aldísi spurningar í spurningaformi sem er neðar í greininni.
Kynlífið með Aldísi Kynlíf Tengdar fréttir 38 ára hreinn sveinn: Er til leið út úr þessum vítahring? Spurning barst frá lesenda: Ég er 38 ára maður sem hefur aldrei átt maka eða upplifað kynlíf. Ég sé sjálfan mig ekki sem kynveru, hef enga reynslu og hef enga trú á því að nokkur kona muni einhvern tíma vilja mig. Sem ég veit að er sjálfrætandi spádómur. Veistu um leið út úr þessum vítahring? 25. febrúar 2025 20:01 Tilhugsun um kynlíf á ný óbærileg Spurning barst frá lesenda: „Eftir að hafa endað 3 ára samband með fyrrverandi kærasta mínum finnst mér ómögulegt að nálgast kynlíf með öðru fólki. Sambandið var ekki að neinu leyti ofbeldisfullt en samt er það eins og að leggja höndina á heita hellu að hugsa um nánd með öðru fólki. Hvað get ég gert í þessu?“ - 31 árs karl. 11. febrúar 2025 20:02 40 ára kona: Er of seint að deita konur? Spurning barst frá lesenda: „Ég hef alltaf verið hrifin af konum en samt alltaf verið með karlmönnum. Eftir mörg ár ein er ég samt hrædd við að deita konur þó ég finni að ég vil alls ekki deita karlmenn. Er smá hrædd um að þær nenni ekki 40 ára nýgræðingi“ - 40 ára kona. 3. desember 2024 20:00 Mest lesið Skotin flakka milli Enoks og Birgittu: „Settu franskarnar í pokann“ Lífið Gellur fjölmenntu í sumarpartý Ingu Lindar Lífið Sinnir sjúklingum í sama herbergi og hún fékk greiningu Lífið Ósérhlífinn starfsmaður bjargaði ómvölum frá endurvinnslu Lífið Gimbur borin með svart hjarta á bakinu Lífið Frumsýning á Cannes og gullhamrar Bill Murray: „Nú er ég búin að toppa mig algjörlega“ Lífið Segja Freddie Mercury eiga laundóttur Lífið Var hent í ljónagryfjuna þegar hann fór inn á Vog Lífið Eva Laufey og Haraldur selja húsið á Skaganum Lífið Á spítala eftir samfarir við 583 menn Lífið Fleiri fréttir Segja Freddie Mercury eiga laundóttur Skotin flakka milli Enoks og Birgittu: „Settu franskarnar í pokann“ Sinnir sjúklingum í sama herbergi og hún fékk greiningu Fréttatía vikunnar: Evrópudeildin, kappakstur og sólmyrkvi Billy Joel greindist með heilasjúkdóm Gimbur borin með svart hjarta á bakinu Eva Laufey og Haraldur selja húsið á Skaganum Gellur fjölmenntu í sumarpartý Ingu Lindar Nadía og Arnar selja fallegt hús í Hafnarfirði „Hæ allir saman, kjósið New Day Will Rise“ „Erum við að reyna fá fólk til þess að vera svikara“ Á spítala eftir samfarir við 583 menn Hjálmar með upplyftandi morgunkveðju Níu ára toppaði Hvannadalshnjúk og renndi sér niður Ósérhlífinn starfsmaður bjargaði ómvölum frá endurvinnslu Kim „loksins“ útskrifuð Frumsýning á Cannes og gullhamrar Bill Murray: „Nú er ég búin að toppa mig algjörlega“ Sigurvegarinn vill banna Ísrael Tilkynna um 29 ný atriði á Iceland Airwaves Rúrik fellur í skuggann á kynþokkafullum Jóni Var hent í ljónagryfjuna þegar hann fór inn á Vog Color Run flytur úr Laugardal og í Kópavog Dunda dömurnar fögnuðu í bongó blíðu Baltasar Kormákur og Ólafur Jóhann saman í Þjóðleikhúsinu Dulúðug hvít andlit: „Nú horfi ég á þetta allt öðruvísi“ Keyptu glæsihús Atlanta-hjónanna á undirverði Eggert Gunnþór og Elsa selja einbýlið Eitt fallegasta hús Reykjavíkur komið á sölu Sagði að hún kæmist aldrei á forsíðu Vogue Bakslag í veikindi Valgeirs Sjá meira
38 ára hreinn sveinn: Er til leið út úr þessum vítahring? Spurning barst frá lesenda: Ég er 38 ára maður sem hefur aldrei átt maka eða upplifað kynlíf. Ég sé sjálfan mig ekki sem kynveru, hef enga reynslu og hef enga trú á því að nokkur kona muni einhvern tíma vilja mig. Sem ég veit að er sjálfrætandi spádómur. Veistu um leið út úr þessum vítahring? 25. febrúar 2025 20:01
Tilhugsun um kynlíf á ný óbærileg Spurning barst frá lesenda: „Eftir að hafa endað 3 ára samband með fyrrverandi kærasta mínum finnst mér ómögulegt að nálgast kynlíf með öðru fólki. Sambandið var ekki að neinu leyti ofbeldisfullt en samt er það eins og að leggja höndina á heita hellu að hugsa um nánd með öðru fólki. Hvað get ég gert í þessu?“ - 31 árs karl. 11. febrúar 2025 20:02
40 ára kona: Er of seint að deita konur? Spurning barst frá lesenda: „Ég hef alltaf verið hrifin af konum en samt alltaf verið með karlmönnum. Eftir mörg ár ein er ég samt hrædd við að deita konur þó ég finni að ég vil alls ekki deita karlmenn. Er smá hrædd um að þær nenni ekki 40 ára nýgræðingi“ - 40 ára kona. 3. desember 2024 20:00