Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Bjarki Sigurðsson skrifar 4. mars 2025 11:41 Sigríður Júlía Brynleifsdóttir er bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar. Ísafjarðarbær Bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar segir slæmt fyrir allt samfélagið á Vestfjörðum verði ekkert áætlunarflug þangað. Hún var slegin eftir fréttir gærdagsins en fundar með Icelandair seinna í vikunni um málið. Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair, tilkynnti í gær að eftir sumarið 2026 myndi félagið hætta áætlunarflugi til Ísafjarðar. „Ástæðan er sú að við höfum verið að nota vélar af tegundinni Bombardier Dash-200 í þetta flug og höfum notað þær líka í flug til Grænlands. Aðstæður eru að breytast í Grænlandi, flugbrautir að lengjast, svo þær geta tekið við stærri flugvélum. Þessar vélar verða þá ekki samkeppnishæfar þar. Ísafjarðarflugið stendur ekki undir rekstri vélanna eitt og sér. Við þurfum því miður að taka þær úr flotanum. Við erum með aðrar vélar í innanlandsfluginu, Q-400, sem eru stærri. Við getum ekki flogið þeim inn á Ísafjörð,“ segir Bogi. Sigríður Júlía Brynleifsdóttir, bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar, segir tilkynningu Icelandair hafa komið mjög á óvart. „Mín fyrstu viðbrögð eru náttúrulega að maður er sleginn. Það er frekar þungt í mér hljóðið,“ segir Sigríður Júlía. „Við verðum að finna lausn á þessu, það er ekki í boði að hafa ekkert flug til Ísafjarðar. Þetta eru einu almenningssamgöngurnar hingað vestur þannig það er mikilvægt að við finnum einhverjar lausnir.“ Skoða alla möguleika Bæjar- og sveitarstjórar á Vestfjörðum funda með Icelandair um málið á fimmtudaginn. „Það eru fleiri flugfélög á landinu þannig það er spurning hvort það sjái sér einhver hag í því að fljúga hingað. Eða að ríkið styrki flugið hingað vestur, ég veit það ekki. Við þurfum að taka stöðuna og greina hvaða möguleika við höfum,“ segir Sigríður Júlía. Það hefði gríðarleg áhrif á samfélagið á Vestfjörðum í heild sinni að missa flugið. „Þetta bara kollvarpar mjög miklu fyrir íbúa og fyrirtæki hér,“ segir Sigríður Júlía. Samgöngur Fréttir af flugi Ísafjarðarbær Icelandair Sveitarstjórnarmál Mest lesið Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Innlent Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Innlent Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss Innlent Velti bílnum við Fjarðarhraun Innlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Innlent Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Innlent Fleiri fréttir Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Draga Dettifoss til Reykjavíkur Sleginn í andlitið með hnúajárni Sjá meira
Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair, tilkynnti í gær að eftir sumarið 2026 myndi félagið hætta áætlunarflugi til Ísafjarðar. „Ástæðan er sú að við höfum verið að nota vélar af tegundinni Bombardier Dash-200 í þetta flug og höfum notað þær líka í flug til Grænlands. Aðstæður eru að breytast í Grænlandi, flugbrautir að lengjast, svo þær geta tekið við stærri flugvélum. Þessar vélar verða þá ekki samkeppnishæfar þar. Ísafjarðarflugið stendur ekki undir rekstri vélanna eitt og sér. Við þurfum því miður að taka þær úr flotanum. Við erum með aðrar vélar í innanlandsfluginu, Q-400, sem eru stærri. Við getum ekki flogið þeim inn á Ísafjörð,“ segir Bogi. Sigríður Júlía Brynleifsdóttir, bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar, segir tilkynningu Icelandair hafa komið mjög á óvart. „Mín fyrstu viðbrögð eru náttúrulega að maður er sleginn. Það er frekar þungt í mér hljóðið,“ segir Sigríður Júlía. „Við verðum að finna lausn á þessu, það er ekki í boði að hafa ekkert flug til Ísafjarðar. Þetta eru einu almenningssamgöngurnar hingað vestur þannig það er mikilvægt að við finnum einhverjar lausnir.“ Skoða alla möguleika Bæjar- og sveitarstjórar á Vestfjörðum funda með Icelandair um málið á fimmtudaginn. „Það eru fleiri flugfélög á landinu þannig það er spurning hvort það sjái sér einhver hag í því að fljúga hingað. Eða að ríkið styrki flugið hingað vestur, ég veit það ekki. Við þurfum að taka stöðuna og greina hvaða möguleika við höfum,“ segir Sigríður Júlía. Það hefði gríðarleg áhrif á samfélagið á Vestfjörðum í heild sinni að missa flugið. „Þetta bara kollvarpar mjög miklu fyrir íbúa og fyrirtæki hér,“ segir Sigríður Júlía.
Samgöngur Fréttir af flugi Ísafjarðarbær Icelandair Sveitarstjórnarmál Mest lesið Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Innlent Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Innlent Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss Innlent Velti bílnum við Fjarðarhraun Innlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Innlent Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Innlent Fleiri fréttir Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Draga Dettifoss til Reykjavíkur Sleginn í andlitið með hnúajárni Sjá meira