„En við munum sjá til þess að allt fari vel“ Samúel Karl Ólason skrifar 26. febrúar 2025 23:02 Donald Trump, forseti, ásamt þeim Marco Rubio og Pete Hegseth, sem gegna embættum utanríkis- og varnarmálaráðherra. AP Búist er við því að Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, muni ferðast til Washington DC á föstudaginn og skrifa undir samkomulag við Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, um samstarf á sviði efnahagsmála. Samkomulagið þykir mikilvægt og Trump sagði í dag að það gæti fært Bandaríkjamönnum fúlgur fjár en frekari viðræður eru þó nauðsynlegar. Í stuttu máli sagt snýst samkomulagið um að stofna sameiginlegan sjóð en þangað munu fara helmingur af framtíðartekjum ríkisrekinna fyrirtækja sem vinna olíu, gas og málma úr jörðu, og tengdum innviðum. Þessi sjóður yrði svo notaður til að fjárfesta í öðrum verkefnum í Úkraínu og uppbyggingu. Sjá einnig: Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Samkomulagið segir ekki til um hvernig eignarhlutum sjóðsins verður skipt upp og á að ræða það frekar seinna. Einnig eru ekki ákvæði um öryggistryggingar handa Úkraínumönnum, eins og þeir hafa reynt að fá. Neitaði fyrst að skrifa undir Selenskí neitaði að skrifa undir fyrstu tillögu Bandaríkjamanna en þar krafðist Trump þess að Bandaríkin stjórnuðu sjóðnum að fullu og að nota ætti hann til að greiða fyrir þá hernaðaraðstoð sem Úkraínumenn hafa fengið. Trump hélt því fram að um væri að ræða fimm hundruð milljarða dala, sem er ekki rétt. Forsetinn bandaríski brást reiður við því þegar Selenskí neitaði að skrifa undir. Sjá einnig: Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Viðræður héldu þó áfram og hafa þær skilað áðurnefndum árangri á undanförnum dögum. Trump sagði fyrr í dag að Bandaríkjamenn myndu hagnast á samkomulaginu en hann væri ekki tilbúinn til að koma að öryggistryggingum og sagði það á ábyrgð Evrópuríkja. „En við munum sjá til þess að allt fari vel,“ sagði Trump, samkvæmt Wall Street Journal. Trump sagði einnig að Úkraínumenn gætu gleymt aðild að Atlantshafsbandalaginu, sem er helsta ósk þeirra varðandi öryggistryggingar. Ýjaði Trump enn og aftur að því að möguleg aðild Úkraínu að NATO væri ástæðan fyrir innrás Rússa. Ráðamenn í Evrópu hafa sagst tilbúnir til að senda hermenn til Úkraínu til að tryggja að mögulegu friðarsamkomulagi eða vopnahléi verði framfylgt. Þeir segja þó að Bandaríkjamenn yrðu að koma að slíku fyrirkomulagi með loforði um að skerast í leikinn ef í harðbakkann slær. Keir Starmer, forsætisráðherra Bretlands, er í Bandaríkjunum, þar sem hann ætlar að kynna drög að áætlun Evrópuríkja um að senda þrjátíu þúsund hermenn til Úkraínu. Sú áætlun byggir á áðurnefndu loforði Bandaríkjanna og mögulegri aðstoð varðandi eftirlit, loftvarnir og annað. Ekkert vopnahlé án öryggistrygginga Ein klausa í samkomulaginu fjallar um það að Bandaríkin styðji viðleitni Úkraínumanna til að öðlast öryggistryggingar sem ætlað sé að tryggja varanlegan frið. Í samkomulaginu stendur einnig að Bandaríkin myndu taka skref til að „verja sameiginlegar fjárfestingar“ ríkjanna, samkvæmt frétt New York Times. Heimildarmenn New York Times segja bandaríska erindreka hafa sett mikið púður í það að losna við orðalag um einhvers konar öryggistryggingar úr samkomulaginu. Óljósum setningum um mögulega aðkomu Bandaríkjanna var bætt við í lokin. Lengi hefur verið ljóst að Úkraínumenn séu tilbúnir til að gefa eftir landsvæði fyrir frið. Þeir segja þó að slíkum samningum þurfi að fylgja góðar og bindandi öryggistryggingar, til að tryggja að Rússar verji ekki næstu árum í að byggja upp heri sína á nýjan leik og gera aðra innrás. Selenskí hefur varað við því að án aðkomu Bandaríkjanna eigi ríki Evrópu erfitt með að veita Úkraínumönnum góðar öryggistryggingar. Án slíkra ráðstafana er, eins og áður hefur komið fram, fátt sem kemur í veg fyrir að Rússar byggi upp her sinn að nýju á nokkrum árum og geri aftur innrás í Úkraínu. Rússar væru í betri stöðu en Úkraínumenn til að byggja upp efnahag sinn og her á nýjan leik, vegna þeirra miklu skemmda sem árásir Rússa hafa valdið í Úkraínu. Erfitt gæti verið fyrir Úkraínu að stöðva aðra innrás við slíkar kringumstæður. Úkraínumenn óttast líka að án góðra öryggistrygginga muni reynast erfitt að fá þá fjölmörgu Úkraínumenn sem hafa flúið land aftur heim. Selenskí sjálfur ítrekaði það í Kænugarði í dag. Vopnahlé kæmi ekki til greina án öryggistrygginga. Úkraínumenn þyrftu að vera fullvissir um að rússneski herinn sneri ekki aftur til Úkraínu. "A ceasefire without security guarantees - this will not happen." – Zelensky.The President of Ukraine emphasized that Ukrainians must be certain that "the war will not start again tomorrow." pic.twitter.com/rmp0SWufKP— WarTranslated (@wartranslated) February 26, 2025 Bandaríkin Donald Trump Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Tengdar fréttir Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Prófessor í lögfræði telur að í ljósi breyttra aðstæðna í alþjóðamálum þurfi að grípa til aðgerða án tafar. Hann leggur til stofnun íslensks hers og leyniþjónustu, herskyldu og innlenda hergagnaframleiðslu. 26. febrúar 2025 11:03 Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Vladimir Pútín Rússlandsforseti virðist hafa í hyggju að kaupa sér velþóknun Donald Trump Bandaríkjaforseta með því að bjóða honum gull og græna skóga. 25. febrúar 2025 08:08 Macron vinsamlegur en ákveðinn á fundi með Trump Ólík afstaða stjórnvalda í Evrópu annars vegar og Bandaríkjunum hins vegar kom bersýnilega í ljós þegar Donald Trump Bandaríkjaforseti tók á móti Emmanuel Macron Frakklandsforseta í Hvíta húsinu í gær. 25. febrúar 2025 06:59 Drónaframleiðsla, sprengjuleit og innviðauppbygging meðal þess sem Ísland styrkir Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra ítrekaði stuðning Íslands við Úkraínu og gerði málefni barna, kvenna og hinsegin fólks að umræðuefni í ávarpi í Mannréttindaráði Sameinuðu þjóðanna í Genf í dag. Þorgerður segir að aukinn stuðningur Íslands við Úkraínu nýtist með fjölbreyttum hætti í takt við þarfir Úkraínumanna, meðal annars við áframhaldandi jarðsprengjuleit, uppbyggingu orkuinnviða og færanlegra sjúkrahúsa og til beinna vopnakaupa og -framleiðslu til dæmist með því að styðja við drónaframleiðslu í Úkraínu. 24. febrúar 2025 21:15 Mest lesið Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Erlent Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Innlent Síðasti fuglinn floginn Innlent Gekk berserksgang og beraði sig Innlent Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Innlent Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Innlent Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Erlent Símafrí en ekki símabann Innlent Fleiri fréttir Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Þrjátíu særðust í drónaárás á farþegalest Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Þrettán ára grunaður um aðild að skotárás Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Loftárásir í kjölfar ákalls Trumps Flogið á ný í München eftir mögulegt drónaflug Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Hótar helvíti á jörð samþykki Hamas ekki tillögurnar Vísa frá máli á hendur skipverjum sem voru taldir hafa slitið sæstrengi „Það vill enginn spila eftir reglum sem eru samdar annars staðar“ Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Fyrsta konan sem verður erkibiskupinn af Kantaraborg Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Einn hinna látnu skotinn af lögreglu og annar særður Finna mikla nálykt frá rústunum Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Hamas liðar vilja ekki afvopnast Flugvellinum í München lokað vegna drónaumferðar Nafngreina árásarmanninn í Manchester Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Árásin í Manchester skilgreind sem hryðjuverk Sjá meira
Í stuttu máli sagt snýst samkomulagið um að stofna sameiginlegan sjóð en þangað munu fara helmingur af framtíðartekjum ríkisrekinna fyrirtækja sem vinna olíu, gas og málma úr jörðu, og tengdum innviðum. Þessi sjóður yrði svo notaður til að fjárfesta í öðrum verkefnum í Úkraínu og uppbyggingu. Sjá einnig: Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Samkomulagið segir ekki til um hvernig eignarhlutum sjóðsins verður skipt upp og á að ræða það frekar seinna. Einnig eru ekki ákvæði um öryggistryggingar handa Úkraínumönnum, eins og þeir hafa reynt að fá. Neitaði fyrst að skrifa undir Selenskí neitaði að skrifa undir fyrstu tillögu Bandaríkjamanna en þar krafðist Trump þess að Bandaríkin stjórnuðu sjóðnum að fullu og að nota ætti hann til að greiða fyrir þá hernaðaraðstoð sem Úkraínumenn hafa fengið. Trump hélt því fram að um væri að ræða fimm hundruð milljarða dala, sem er ekki rétt. Forsetinn bandaríski brást reiður við því þegar Selenskí neitaði að skrifa undir. Sjá einnig: Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Viðræður héldu þó áfram og hafa þær skilað áðurnefndum árangri á undanförnum dögum. Trump sagði fyrr í dag að Bandaríkjamenn myndu hagnast á samkomulaginu en hann væri ekki tilbúinn til að koma að öryggistryggingum og sagði það á ábyrgð Evrópuríkja. „En við munum sjá til þess að allt fari vel,“ sagði Trump, samkvæmt Wall Street Journal. Trump sagði einnig að Úkraínumenn gætu gleymt aðild að Atlantshafsbandalaginu, sem er helsta ósk þeirra varðandi öryggistryggingar. Ýjaði Trump enn og aftur að því að möguleg aðild Úkraínu að NATO væri ástæðan fyrir innrás Rússa. Ráðamenn í Evrópu hafa sagst tilbúnir til að senda hermenn til Úkraínu til að tryggja að mögulegu friðarsamkomulagi eða vopnahléi verði framfylgt. Þeir segja þó að Bandaríkjamenn yrðu að koma að slíku fyrirkomulagi með loforði um að skerast í leikinn ef í harðbakkann slær. Keir Starmer, forsætisráðherra Bretlands, er í Bandaríkjunum, þar sem hann ætlar að kynna drög að áætlun Evrópuríkja um að senda þrjátíu þúsund hermenn til Úkraínu. Sú áætlun byggir á áðurnefndu loforði Bandaríkjanna og mögulegri aðstoð varðandi eftirlit, loftvarnir og annað. Ekkert vopnahlé án öryggistrygginga Ein klausa í samkomulaginu fjallar um það að Bandaríkin styðji viðleitni Úkraínumanna til að öðlast öryggistryggingar sem ætlað sé að tryggja varanlegan frið. Í samkomulaginu stendur einnig að Bandaríkin myndu taka skref til að „verja sameiginlegar fjárfestingar“ ríkjanna, samkvæmt frétt New York Times. Heimildarmenn New York Times segja bandaríska erindreka hafa sett mikið púður í það að losna við orðalag um einhvers konar öryggistryggingar úr samkomulaginu. Óljósum setningum um mögulega aðkomu Bandaríkjanna var bætt við í lokin. Lengi hefur verið ljóst að Úkraínumenn séu tilbúnir til að gefa eftir landsvæði fyrir frið. Þeir segja þó að slíkum samningum þurfi að fylgja góðar og bindandi öryggistryggingar, til að tryggja að Rússar verji ekki næstu árum í að byggja upp heri sína á nýjan leik og gera aðra innrás. Selenskí hefur varað við því að án aðkomu Bandaríkjanna eigi ríki Evrópu erfitt með að veita Úkraínumönnum góðar öryggistryggingar. Án slíkra ráðstafana er, eins og áður hefur komið fram, fátt sem kemur í veg fyrir að Rússar byggi upp her sinn að nýju á nokkrum árum og geri aftur innrás í Úkraínu. Rússar væru í betri stöðu en Úkraínumenn til að byggja upp efnahag sinn og her á nýjan leik, vegna þeirra miklu skemmda sem árásir Rússa hafa valdið í Úkraínu. Erfitt gæti verið fyrir Úkraínu að stöðva aðra innrás við slíkar kringumstæður. Úkraínumenn óttast líka að án góðra öryggistrygginga muni reynast erfitt að fá þá fjölmörgu Úkraínumenn sem hafa flúið land aftur heim. Selenskí sjálfur ítrekaði það í Kænugarði í dag. Vopnahlé kæmi ekki til greina án öryggistrygginga. Úkraínumenn þyrftu að vera fullvissir um að rússneski herinn sneri ekki aftur til Úkraínu. "A ceasefire without security guarantees - this will not happen." – Zelensky.The President of Ukraine emphasized that Ukrainians must be certain that "the war will not start again tomorrow." pic.twitter.com/rmp0SWufKP— WarTranslated (@wartranslated) February 26, 2025
Bandaríkin Donald Trump Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Tengdar fréttir Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Prófessor í lögfræði telur að í ljósi breyttra aðstæðna í alþjóðamálum þurfi að grípa til aðgerða án tafar. Hann leggur til stofnun íslensks hers og leyniþjónustu, herskyldu og innlenda hergagnaframleiðslu. 26. febrúar 2025 11:03 Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Vladimir Pútín Rússlandsforseti virðist hafa í hyggju að kaupa sér velþóknun Donald Trump Bandaríkjaforseta með því að bjóða honum gull og græna skóga. 25. febrúar 2025 08:08 Macron vinsamlegur en ákveðinn á fundi með Trump Ólík afstaða stjórnvalda í Evrópu annars vegar og Bandaríkjunum hins vegar kom bersýnilega í ljós þegar Donald Trump Bandaríkjaforseti tók á móti Emmanuel Macron Frakklandsforseta í Hvíta húsinu í gær. 25. febrúar 2025 06:59 Drónaframleiðsla, sprengjuleit og innviðauppbygging meðal þess sem Ísland styrkir Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra ítrekaði stuðning Íslands við Úkraínu og gerði málefni barna, kvenna og hinsegin fólks að umræðuefni í ávarpi í Mannréttindaráði Sameinuðu þjóðanna í Genf í dag. Þorgerður segir að aukinn stuðningur Íslands við Úkraínu nýtist með fjölbreyttum hætti í takt við þarfir Úkraínumanna, meðal annars við áframhaldandi jarðsprengjuleit, uppbyggingu orkuinnviða og færanlegra sjúkrahúsa og til beinna vopnakaupa og -framleiðslu til dæmist með því að styðja við drónaframleiðslu í Úkraínu. 24. febrúar 2025 21:15 Mest lesið Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Erlent Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Innlent Síðasti fuglinn floginn Innlent Gekk berserksgang og beraði sig Innlent Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Innlent Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Innlent Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Erlent Símafrí en ekki símabann Innlent Fleiri fréttir Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Þrjátíu særðust í drónaárás á farþegalest Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Þrettán ára grunaður um aðild að skotárás Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Loftárásir í kjölfar ákalls Trumps Flogið á ný í München eftir mögulegt drónaflug Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Hótar helvíti á jörð samþykki Hamas ekki tillögurnar Vísa frá máli á hendur skipverjum sem voru taldir hafa slitið sæstrengi „Það vill enginn spila eftir reglum sem eru samdar annars staðar“ Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Fyrsta konan sem verður erkibiskupinn af Kantaraborg Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Einn hinna látnu skotinn af lögreglu og annar særður Finna mikla nálykt frá rústunum Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Hamas liðar vilja ekki afvopnast Flugvellinum í München lokað vegna drónaumferðar Nafngreina árásarmanninn í Manchester Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Árásin í Manchester skilgreind sem hryðjuverk Sjá meira
Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Prófessor í lögfræði telur að í ljósi breyttra aðstæðna í alþjóðamálum þurfi að grípa til aðgerða án tafar. Hann leggur til stofnun íslensks hers og leyniþjónustu, herskyldu og innlenda hergagnaframleiðslu. 26. febrúar 2025 11:03
Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Vladimir Pútín Rússlandsforseti virðist hafa í hyggju að kaupa sér velþóknun Donald Trump Bandaríkjaforseta með því að bjóða honum gull og græna skóga. 25. febrúar 2025 08:08
Macron vinsamlegur en ákveðinn á fundi með Trump Ólík afstaða stjórnvalda í Evrópu annars vegar og Bandaríkjunum hins vegar kom bersýnilega í ljós þegar Donald Trump Bandaríkjaforseti tók á móti Emmanuel Macron Frakklandsforseta í Hvíta húsinu í gær. 25. febrúar 2025 06:59
Drónaframleiðsla, sprengjuleit og innviðauppbygging meðal þess sem Ísland styrkir Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra ítrekaði stuðning Íslands við Úkraínu og gerði málefni barna, kvenna og hinsegin fólks að umræðuefni í ávarpi í Mannréttindaráði Sameinuðu þjóðanna í Genf í dag. Þorgerður segir að aukinn stuðningur Íslands við Úkraínu nýtist með fjölbreyttum hætti í takt við þarfir Úkraínumanna, meðal annars við áframhaldandi jarðsprengjuleit, uppbyggingu orkuinnviða og færanlegra sjúkrahúsa og til beinna vopnakaupa og -framleiðslu til dæmist með því að styðja við drónaframleiðslu í Úkraínu. 24. febrúar 2025 21:15