„Haukar hefðu alveg eins getað unnið þennan leik“ Andri Már Eggertsson skrifar 2. febrúar 2025 19:32 Lárus Jónsson, þjálfari Þórs, var ánægður með sigurinn Vísir/ Jón Gautur Þór Þorlákshöfn vann Hauka með minnsta mun 99-100 á útivelli. Lárus Jónsson, þjálfari Þórs Þorlákshafnar var afar ánægður með sigurinn og þá staðreynd að þetta var fyrsti sigur Þórs á útivelli síðan 24. október. „Við erum búnir að tapa með þremur stigum eða minna á móti Njarðvík, KR og ÍR. Það var sætt að vinna einn jafnan leik og við vorum búnir að tapa tveimur í röð og það var gott að vinna Hauka í Ólafssal og þetta er lið sem vann Tindastól á heimavelli,“ sagði Lárus ánægður með sigurinn. Fyrri hálfleikur var kaflaskiptur þar sem Haukar gerðu 37 stig í fyrsta leikhluta en aðeins 15 stig í öðrum leikhluta. „Það var meiri ákefð varnarlega. Við vorum að gefa ákveðnum leikmönnum skot sem voru að hitta. Ég held að þeir hafi verið með 75 prósent skotnýtingu eftir fyrsta leikhluta og við spiluðum betri vörn í öðrum leikhluta. Þriðji leikhluti var síðan góður fyrir utan síðustu tvær mínúturnar sem varð til þess að Haukar komust aftur inn í leikinn.“ Lárus fór yfir æsispennandi lokamínútu þar sem Þór hafði öllu að tapa að hans mati á meðan Haukar höfðu engu að tapa. „Þetta var naglbítur. Þeir voru komnir með blóð á tennurnar í fjórða leikhluta og þeir eru að reyna að bjarga sér frá falli og þetta er lið sem hefur engu að tapa og við höfðum öllu að tapa.“ „Við vorum orðnir stressaðir um það hvort við myndum ná að klára þetta eða ekki. Þeir voru að sækja sigurinn og höfðum engu að tapa. Þeim fannst þetta gaman, hjá okkur var þetta erfitt og svona eru bara íþróttir og það var meiri pressa á okkur í fjórða leikhluta.“ Nikolas Tomsick var hetja Þórs þar sem hann gerði sigurkörfuna ásamt því að gera 20 stig í fyrri hálfleik „Það voru margar stórar körfur í lokin. Mér fannst Mustapha Heron gera vel líka og hann setti fjögur stig þegar við þurftum á því að halda. Það var flott hjá Tomisck að klára þetta en Haukar hefðu alveg eins getað unnið þennan leik,“ sagði Lárus að lokum. Þór Þorlákshöfn Bónus-deild karla Mest lesið Lætur ekki einn slæman leik hafa áhrif á verkefnið Fótbolti Uppgjörið: KR - Stjarnan 102-98 | Meistararnir töpuðu í Vesturbænum Körfubolti „Var í vímu þarna í smá stund af gleði og æsingi“ Körfubolti Uppgjörið: Keflavík - ÍR 92-83| Breyttir tímar hjá Keflvíkingum? Körfubolti Uppgjörið: ÍA - Þór Þ. 102-92 | Gulir og glaðir byrja á sigri Körfubolti „Fannst þetta full mikil brekka“ Körfubolti „Þá er erfitt að spila hér“ Körfubolti Elías Rafn stóð vaktina í sigri Midtjylland á Nottingham Forest Fótbolti Féll á lyfjaprófi á HM íslenska hestsins og missir silfur: „Eins og ég sé glæpamaður“ Sport Afturelding áfram með fullt hús stiga Handbolti Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Verður Breiðablik loks Íslandsmeistari? Lætur ekki einn slæman leik hafa áhrif á verkefnið Uppgjörið: KR - Stjarnan 102-98 | Meistararnir töpuðu í Vesturbænum „Var í vímu þarna í smá stund af gleði og æsingi“ Uppgjörið: ÍA - Þór Þ. 102-92 | Gulir og glaðir byrja á sigri „Þá er erfitt að spila hér“ Uppgjörið: Keflavík - ÍR 92-83| Breyttir tímar hjá Keflvíkingum? „Fannst þetta full mikil brekka“ „Við ætlum ekki að sætta okkur við áttunda sæti eins og í fyrra“ Uppgjörið: Álftanes - Ármann 121-69 | Löng bið gestanna ekki þess virði Afturelding áfram með fullt hús stiga Elías Rafn stóð vaktina í sigri Midtjylland á Nottingham Forest Markaflóð á Akureyri Palace neitar að tapa „Örugglega enginn sem nennir að hlusta á það“ Viktor Gísli og félagar í Barcelona heimsmeistarar félagsliða Lausanne - Breiðablik 3-0 | Enn stigalausir á stóra sviðinu Sævar Atli neitar að fara úr markaskónum Hákon Arnar skoraði sigurmarkið en Özer stal fyrirsögninni Gömlu United-mennirnir blómstruðu í Meistaradeildinni Hófí Dóra vann Suður-Ameríkubikarinn Tíu íslensk mörk þegar Magdeburg tók bronsið Ekkert þriggja stiga skot þegar Ármann spilaði síðast í efstu deild Fannst Þórsarar og Lárus þurfa frí frá hvor öðrum Benedikt gefur Stjörnunni ráð: Alls ekki hringja í eldri bróðurinn Gullboltahafinn ekki til Íslands Íranar mega ekki mæta á HM-dráttinn Þorsteinn fær annan aðstoðarmann frá Þrótti „Vorum eiginlega búnar að reka hana í hálfleik“ Pirraður yfir marki undir vegg: „Hann leggst bara í einhverja fósturstellingu“ Sjá meira
„Við erum búnir að tapa með þremur stigum eða minna á móti Njarðvík, KR og ÍR. Það var sætt að vinna einn jafnan leik og við vorum búnir að tapa tveimur í röð og það var gott að vinna Hauka í Ólafssal og þetta er lið sem vann Tindastól á heimavelli,“ sagði Lárus ánægður með sigurinn. Fyrri hálfleikur var kaflaskiptur þar sem Haukar gerðu 37 stig í fyrsta leikhluta en aðeins 15 stig í öðrum leikhluta. „Það var meiri ákefð varnarlega. Við vorum að gefa ákveðnum leikmönnum skot sem voru að hitta. Ég held að þeir hafi verið með 75 prósent skotnýtingu eftir fyrsta leikhluta og við spiluðum betri vörn í öðrum leikhluta. Þriðji leikhluti var síðan góður fyrir utan síðustu tvær mínúturnar sem varð til þess að Haukar komust aftur inn í leikinn.“ Lárus fór yfir æsispennandi lokamínútu þar sem Þór hafði öllu að tapa að hans mati á meðan Haukar höfðu engu að tapa. „Þetta var naglbítur. Þeir voru komnir með blóð á tennurnar í fjórða leikhluta og þeir eru að reyna að bjarga sér frá falli og þetta er lið sem hefur engu að tapa og við höfðum öllu að tapa.“ „Við vorum orðnir stressaðir um það hvort við myndum ná að klára þetta eða ekki. Þeir voru að sækja sigurinn og höfðum engu að tapa. Þeim fannst þetta gaman, hjá okkur var þetta erfitt og svona eru bara íþróttir og það var meiri pressa á okkur í fjórða leikhluta.“ Nikolas Tomsick var hetja Þórs þar sem hann gerði sigurkörfuna ásamt því að gera 20 stig í fyrri hálfleik „Það voru margar stórar körfur í lokin. Mér fannst Mustapha Heron gera vel líka og hann setti fjögur stig þegar við þurftum á því að halda. Það var flott hjá Tomisck að klára þetta en Haukar hefðu alveg eins getað unnið þennan leik,“ sagði Lárus að lokum.
Þór Þorlákshöfn Bónus-deild karla Mest lesið Lætur ekki einn slæman leik hafa áhrif á verkefnið Fótbolti Uppgjörið: KR - Stjarnan 102-98 | Meistararnir töpuðu í Vesturbænum Körfubolti „Var í vímu þarna í smá stund af gleði og æsingi“ Körfubolti Uppgjörið: Keflavík - ÍR 92-83| Breyttir tímar hjá Keflvíkingum? Körfubolti Uppgjörið: ÍA - Þór Þ. 102-92 | Gulir og glaðir byrja á sigri Körfubolti „Fannst þetta full mikil brekka“ Körfubolti „Þá er erfitt að spila hér“ Körfubolti Elías Rafn stóð vaktina í sigri Midtjylland á Nottingham Forest Fótbolti Féll á lyfjaprófi á HM íslenska hestsins og missir silfur: „Eins og ég sé glæpamaður“ Sport Afturelding áfram með fullt hús stiga Handbolti Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Verður Breiðablik loks Íslandsmeistari? Lætur ekki einn slæman leik hafa áhrif á verkefnið Uppgjörið: KR - Stjarnan 102-98 | Meistararnir töpuðu í Vesturbænum „Var í vímu þarna í smá stund af gleði og æsingi“ Uppgjörið: ÍA - Þór Þ. 102-92 | Gulir og glaðir byrja á sigri „Þá er erfitt að spila hér“ Uppgjörið: Keflavík - ÍR 92-83| Breyttir tímar hjá Keflvíkingum? „Fannst þetta full mikil brekka“ „Við ætlum ekki að sætta okkur við áttunda sæti eins og í fyrra“ Uppgjörið: Álftanes - Ármann 121-69 | Löng bið gestanna ekki þess virði Afturelding áfram með fullt hús stiga Elías Rafn stóð vaktina í sigri Midtjylland á Nottingham Forest Markaflóð á Akureyri Palace neitar að tapa „Örugglega enginn sem nennir að hlusta á það“ Viktor Gísli og félagar í Barcelona heimsmeistarar félagsliða Lausanne - Breiðablik 3-0 | Enn stigalausir á stóra sviðinu Sævar Atli neitar að fara úr markaskónum Hákon Arnar skoraði sigurmarkið en Özer stal fyrirsögninni Gömlu United-mennirnir blómstruðu í Meistaradeildinni Hófí Dóra vann Suður-Ameríkubikarinn Tíu íslensk mörk þegar Magdeburg tók bronsið Ekkert þriggja stiga skot þegar Ármann spilaði síðast í efstu deild Fannst Þórsarar og Lárus þurfa frí frá hvor öðrum Benedikt gefur Stjörnunni ráð: Alls ekki hringja í eldri bróðurinn Gullboltahafinn ekki til Íslands Íranar mega ekki mæta á HM-dráttinn Þorsteinn fær annan aðstoðarmann frá Þrótti „Vorum eiginlega búnar að reka hana í hálfleik“ Pirraður yfir marki undir vegg: „Hann leggst bara í einhverja fósturstellingu“ Sjá meira