Óvæntur afrakstur ástarævintýris á Grund gerði allt vitlaust Kristín Ólafsdóttir skrifar 28. janúar 2025 08:02 Jón fuglahvíslari segir allt hafa orðið vitlaust á Grund þegar unginn kom í heiminn. Páfagaukapar á dvalarheimilinu Grund eignaðist óvænt unga fyrir áramót, heimilisfólki til ómældrar gleði. Sérstakur fuglahirðir Grundar segir dýr ómetanlegan félagsskap á dvalarheimilum. Grundarparið Kókó og Kíkí, tveir glaðlegir gárar, eignuðust unga á dögunum. Kyn ungans var ekki komið í ljós þegar fréttastofu bar að garði en honum svipar til föður síns, er blár að lit, og nú er svo komið að hann er við það að fljúga úr hreiðrinu. Jón Ólafur Þorsteinsson sérstakur fuglahirðir Grundar var kallaður út til viðtals um málið, það er, eftir að hann lauk við harmonikkuleik á söngstund í hátíðarsalnum, eins og sýnt er í spilaranum hér fyrir neðan. En aftur að unganum. Þegar kvisaðist út að Kókó og Kíkí ættu von á afkvæmi greip um sig mikil spenna meðal heimilisfólks. „Það var verið að keyra fólk hérna niður til að fylgjast með, þetta var mikið, mikið, mikið, mikið gaman,“ segir Jón. Unginn klaktist svo loks úr egginu undir lok síðasta árs. „Það barst um allt hús, fólkið kom úr þessu og hinu húsinu til að fá að sjá, og allir að bíða eftir að hann ræki höfuðið út um lúguna.“ Dýr geta semsagt skipt svolítið sköpum á stöðum sem þessum? „Já, [þetta er] ótrúlegt, ótrúlegt,“ segir Jón. Mögulegt „dudd“ í gangi á nóttunni Unginn skreið svo loks úr varpkassanum 19. desember og nú í janúar tók hjúkrunarfræðingur á Grund hann að sér. Jón telur að foreldrarnir séu strax farnir að huga að sköpun nýs afkvæmis. „Maður hefur ekkert séð til þeirra svosem en það gæti vel verið að þau séu að dudda á nóttunni,“ segir Jón glettinn. Og þá verður ekki hjá því komist að veita athygli stærðarinnar húðflúri af fugli, sem fuglahvíslarinn Jón fékk sér á höndina sem ungur sjómaður. Sjómannatattú af gamla skólanum? „Já, maður þakkar bara fyrir að þetta hafi ekki farið á ennið á manni!“ segir Jón og hlær. Dýr Eldri borgarar Reykjavík Fuglar Mest lesið Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Lífið „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Tónlist Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Lífið Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Lífið Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Lífið Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Lífið Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Lífið Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Lífið Girnileg pizzaloka sem þú verður að prófa! Lífið samstarf „Töluvert álag á líkama sem nálgast sextugt“ Lífið samstarf Fleiri fréttir Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Einhver áhætta fylgi öllum atriðum í sirkusnum Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Markús nýr safnstjóri Listasafns Reykjavíkur Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Próteinbollur að hætti Gumma kíró Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Hanna Katrín heiðursgrillari á Kótelettunni „Pabbi minn vakir yfir mér“ Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Skákborðsréttir nýjasta matartískan Tímalausar og fallegar brúðargjafir Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Sumarsalat sem lætur bragðlaukana dansa Bjössi og Dísa í carnival stemningu í miðbænum Samdi CIA lag Scorpions, Wind of Change, til að fella Sovétríkin? Stjörnulífið: „Grín sem gekk allt of langt“ „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ „Það segir eitthvað að þetta sé fjórtánda sumarið“ Sjá meira
Grundarparið Kókó og Kíkí, tveir glaðlegir gárar, eignuðust unga á dögunum. Kyn ungans var ekki komið í ljós þegar fréttastofu bar að garði en honum svipar til föður síns, er blár að lit, og nú er svo komið að hann er við það að fljúga úr hreiðrinu. Jón Ólafur Þorsteinsson sérstakur fuglahirðir Grundar var kallaður út til viðtals um málið, það er, eftir að hann lauk við harmonikkuleik á söngstund í hátíðarsalnum, eins og sýnt er í spilaranum hér fyrir neðan. En aftur að unganum. Þegar kvisaðist út að Kókó og Kíkí ættu von á afkvæmi greip um sig mikil spenna meðal heimilisfólks. „Það var verið að keyra fólk hérna niður til að fylgjast með, þetta var mikið, mikið, mikið, mikið gaman,“ segir Jón. Unginn klaktist svo loks úr egginu undir lok síðasta árs. „Það barst um allt hús, fólkið kom úr þessu og hinu húsinu til að fá að sjá, og allir að bíða eftir að hann ræki höfuðið út um lúguna.“ Dýr geta semsagt skipt svolítið sköpum á stöðum sem þessum? „Já, [þetta er] ótrúlegt, ótrúlegt,“ segir Jón. Mögulegt „dudd“ í gangi á nóttunni Unginn skreið svo loks úr varpkassanum 19. desember og nú í janúar tók hjúkrunarfræðingur á Grund hann að sér. Jón telur að foreldrarnir séu strax farnir að huga að sköpun nýs afkvæmis. „Maður hefur ekkert séð til þeirra svosem en það gæti vel verið að þau séu að dudda á nóttunni,“ segir Jón glettinn. Og þá verður ekki hjá því komist að veita athygli stærðarinnar húðflúri af fugli, sem fuglahvíslarinn Jón fékk sér á höndina sem ungur sjómaður. Sjómannatattú af gamla skólanum? „Já, maður þakkar bara fyrir að þetta hafi ekki farið á ennið á manni!“ segir Jón og hlær.
Dýr Eldri borgarar Reykjavík Fuglar Mest lesið Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Lífið „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Tónlist Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Lífið Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Lífið Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Lífið Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Lífið Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Lífið Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Lífið Girnileg pizzaloka sem þú verður að prófa! Lífið samstarf „Töluvert álag á líkama sem nálgast sextugt“ Lífið samstarf Fleiri fréttir Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Einhver áhætta fylgi öllum atriðum í sirkusnum Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Markús nýr safnstjóri Listasafns Reykjavíkur Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Próteinbollur að hætti Gumma kíró Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Hanna Katrín heiðursgrillari á Kótelettunni „Pabbi minn vakir yfir mér“ Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Skákborðsréttir nýjasta matartískan Tímalausar og fallegar brúðargjafir Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Sumarsalat sem lætur bragðlaukana dansa Bjössi og Dísa í carnival stemningu í miðbænum Samdi CIA lag Scorpions, Wind of Change, til að fella Sovétríkin? Stjörnulífið: „Grín sem gekk allt of langt“ „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ „Það segir eitthvað að þetta sé fjórtánda sumarið“ Sjá meira