Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar 21. janúar 2025 22:06 Donald Trump með eina af fjölmörgum tilskipunum sem hann undirritaði í gær. AP/Matt Rourke Ríkissaksóknarar í 22 ríkjum í Bandaríkjunum hafa lagt fram kæru til að koma í veg fyrir tilskipun Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, sem afnemur ríkisborgararétt barna innflytjenda. Eins og kveður á í fjórtándu grein stjórnarskrá Bandaríkjanna fá börn sem fæðast í landinu sjálfkrafa bandarískan ríkisborgararétt við fæðingu, óháð því hvort foreldrar þeirra séu með ríkisborgararétt. Í gær, fyrsta degi sínum sem forseti, skrifaði Trump undir tilskipun um afnám sjálfkrafa réttar barna innflytjenda sem fæðast í Bandaríkjunum til ríkisborgararéttar. Ríkissaksóknarar átján ríkja stefndu forsetanum en þau eru New Jersey, Massachusetts, Kalifornía, Colorado, Connecticut, Delaware, Hawaii, Maine, Maryland, Michigan, Minnesota, Nevada, New Mexcio, New York, Norður-Karólína, Rhode Island, Vermont og Wisconsin ásamt því að ríkissaksóknara borganna San Francisco og Washington DC tóku þátt. Þá stefndu ríkissaksóknarar ríkjanna Washington, Arizona, Illinois og Oregon einnig ákvörðuninni í annari kæru. Matthew J. Platkin, ríkissaksóknari New Jersey kallar ákvörðun Trump „einstaka og róttæka.“ Hann sagði forseta vera valdamikla en þeir séu ekki kóngar. „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki,“ segir Platkin í umfjöllun New York Times. Nick Brown, ríkissaksóknari Washington-ríkis, segir að um 150 þúsund börn í þessari stöðu fæðist í landinu á hverju ári. Brown ætlar að halda áfram að fylgjast með tilskipunum Trump og býst við fleiri málaferlum. Ríkið myndi því ekki höfða mál vegna hneykslanlegra ákvarðana sem eru löglegar. Brown tekur sem dæmi ákvörðun Trump um að náða þá sem dæmdir voru vegna árásarinnar á þinghús Bandaríkjanna 6. janúar 2021. „Ég hef engan áhuga á því að halda áfram að kæra forseta Bandaríkjanna, hvort það er Donald Trump eða hver það er sem verður næsti forseti, en ég hef svarið eið að því að verja stjórnarskrána,“ sagði Brown. Tilskipunin tekur gildi eftir þrjátíu daga. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 var farið yfir nokkura tugi tilskipana sem Trump undirritaði í gær. Donald Trump Bandaríkin Innflytjendamál Tengdar fréttir Fjárfesta 70 billjónum í gervigreind Donald Trump hefur tilkynnt um stofnun Stargate, nýs bandarísks fyrirtækis, sem er samstarfsverkefni fyrirtækjanna OpenAI, Softbank og Oracle, og áform þeirra um stórfellda uppbyggingu gagnavera fyrir gervigreind. Stefnt er að fjárfestingu upp á að minnsta kosti 500 milljarða bandaríkjadollara, sem samsvarar um 70 billjónum íslenskra króna. 21. janúar 2025 23:30 Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Linda Fagan, yfirmaður bandarísku strandgæslunnar, hefur verið látin taka pokann sinn. Í uppsagnarbréfinu er sagt að henni hafi mistekist að tryggja öryggi á landamærunum og að framtíðarsýn nýrrar ríkisstjórnar samrýmist ekki áherslum hennar á fjölbreytileika og inngildingu. Trump segir að til standi að reka fleiri en þúsund embættismenn frá fyrri ríkisstjórn á næstu dögum. 21. janúar 2025 21:53 Tilnefning Hegseths samþykkt úr nefnd Tilnefning sjónvarpsmannsins Petes Hegseth til embættis varnarmálaráðherra var samþykkt úr nefnd í öldungadeild Bandaríkjaþings í gærkvöldi. Atkvæðagreiðslan fylgdi flokkslínum, 14-13, og er búist við miklum deilum þegar tilnefningin fer fyrir öldungadeildina í heild. 21. janúar 2025 16:19 Náðaði fólk sem beitti lögregluþjóna ofbeldi Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, náðaði í gærkvöldi alla sem hafa verið dæmdir eða felldi niður mál gegn þeim sem hafa verið ákærðir vegna árásarinnar á þinghús Bandaríkjanna þann 6. janúar 2021. Þar á meðal eru menn sem dæmdir voru fyrir að ráðast á lögregluþjóna og meðlimir Proud boys og Oath keepers hópanna svokölluðu, sem voru meðal annars dæmdir fyrir uppreisnaráróður. 21. janúar 2025 13:59 Mest lesið Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent Engin byssa reyndist vera í bílnum Innlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Innlent Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Erlent 27 daga frostlausum kafla lokið Veður Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Erlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Sæti Artúrs logar Erlent Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Innlent Fleiri fréttir Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Eyðilegging eftir skjálfta í Tyrklandi Ástralir hyggjast viðurkenna sjálfstæða Palestínu Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Sæti Artúrs logar Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Stór skjálfti reið yfir í Tyrklandi Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Skotárás á Times Square Nyrsta olíuvinnslusvæði Noregs formlega opnað Eldur kviknaði í sögufrægri dómkirkju Gefur ekkert landsvæði eftir Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Geimfari Apollo 13 látinn Trump og Pútín funda í Alaska næsta föstudag Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Ákvörðun öryggisráðsins til marks um enn frekari stigmögnun Skipar hernum í hart við glæpasamtök Stefni á tilraun með kjarnorkuknúna eldflaug á norðurslóðum Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Sjá meira
Eins og kveður á í fjórtándu grein stjórnarskrá Bandaríkjanna fá börn sem fæðast í landinu sjálfkrafa bandarískan ríkisborgararétt við fæðingu, óháð því hvort foreldrar þeirra séu með ríkisborgararétt. Í gær, fyrsta degi sínum sem forseti, skrifaði Trump undir tilskipun um afnám sjálfkrafa réttar barna innflytjenda sem fæðast í Bandaríkjunum til ríkisborgararéttar. Ríkissaksóknarar átján ríkja stefndu forsetanum en þau eru New Jersey, Massachusetts, Kalifornía, Colorado, Connecticut, Delaware, Hawaii, Maine, Maryland, Michigan, Minnesota, Nevada, New Mexcio, New York, Norður-Karólína, Rhode Island, Vermont og Wisconsin ásamt því að ríkissaksóknara borganna San Francisco og Washington DC tóku þátt. Þá stefndu ríkissaksóknarar ríkjanna Washington, Arizona, Illinois og Oregon einnig ákvörðuninni í annari kæru. Matthew J. Platkin, ríkissaksóknari New Jersey kallar ákvörðun Trump „einstaka og róttæka.“ Hann sagði forseta vera valdamikla en þeir séu ekki kóngar. „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki,“ segir Platkin í umfjöllun New York Times. Nick Brown, ríkissaksóknari Washington-ríkis, segir að um 150 þúsund börn í þessari stöðu fæðist í landinu á hverju ári. Brown ætlar að halda áfram að fylgjast með tilskipunum Trump og býst við fleiri málaferlum. Ríkið myndi því ekki höfða mál vegna hneykslanlegra ákvarðana sem eru löglegar. Brown tekur sem dæmi ákvörðun Trump um að náða þá sem dæmdir voru vegna árásarinnar á þinghús Bandaríkjanna 6. janúar 2021. „Ég hef engan áhuga á því að halda áfram að kæra forseta Bandaríkjanna, hvort það er Donald Trump eða hver það er sem verður næsti forseti, en ég hef svarið eið að því að verja stjórnarskrána,“ sagði Brown. Tilskipunin tekur gildi eftir þrjátíu daga. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 var farið yfir nokkura tugi tilskipana sem Trump undirritaði í gær.
Donald Trump Bandaríkin Innflytjendamál Tengdar fréttir Fjárfesta 70 billjónum í gervigreind Donald Trump hefur tilkynnt um stofnun Stargate, nýs bandarísks fyrirtækis, sem er samstarfsverkefni fyrirtækjanna OpenAI, Softbank og Oracle, og áform þeirra um stórfellda uppbyggingu gagnavera fyrir gervigreind. Stefnt er að fjárfestingu upp á að minnsta kosti 500 milljarða bandaríkjadollara, sem samsvarar um 70 billjónum íslenskra króna. 21. janúar 2025 23:30 Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Linda Fagan, yfirmaður bandarísku strandgæslunnar, hefur verið látin taka pokann sinn. Í uppsagnarbréfinu er sagt að henni hafi mistekist að tryggja öryggi á landamærunum og að framtíðarsýn nýrrar ríkisstjórnar samrýmist ekki áherslum hennar á fjölbreytileika og inngildingu. Trump segir að til standi að reka fleiri en þúsund embættismenn frá fyrri ríkisstjórn á næstu dögum. 21. janúar 2025 21:53 Tilnefning Hegseths samþykkt úr nefnd Tilnefning sjónvarpsmannsins Petes Hegseth til embættis varnarmálaráðherra var samþykkt úr nefnd í öldungadeild Bandaríkjaþings í gærkvöldi. Atkvæðagreiðslan fylgdi flokkslínum, 14-13, og er búist við miklum deilum þegar tilnefningin fer fyrir öldungadeildina í heild. 21. janúar 2025 16:19 Náðaði fólk sem beitti lögregluþjóna ofbeldi Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, náðaði í gærkvöldi alla sem hafa verið dæmdir eða felldi niður mál gegn þeim sem hafa verið ákærðir vegna árásarinnar á þinghús Bandaríkjanna þann 6. janúar 2021. Þar á meðal eru menn sem dæmdir voru fyrir að ráðast á lögregluþjóna og meðlimir Proud boys og Oath keepers hópanna svokölluðu, sem voru meðal annars dæmdir fyrir uppreisnaráróður. 21. janúar 2025 13:59 Mest lesið Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent Engin byssa reyndist vera í bílnum Innlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Innlent Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Erlent 27 daga frostlausum kafla lokið Veður Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Erlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Sæti Artúrs logar Erlent Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Innlent Fleiri fréttir Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Eyðilegging eftir skjálfta í Tyrklandi Ástralir hyggjast viðurkenna sjálfstæða Palestínu Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Sæti Artúrs logar Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Stór skjálfti reið yfir í Tyrklandi Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Skotárás á Times Square Nyrsta olíuvinnslusvæði Noregs formlega opnað Eldur kviknaði í sögufrægri dómkirkju Gefur ekkert landsvæði eftir Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Geimfari Apollo 13 látinn Trump og Pútín funda í Alaska næsta föstudag Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Ákvörðun öryggisráðsins til marks um enn frekari stigmögnun Skipar hernum í hart við glæpasamtök Stefni á tilraun með kjarnorkuknúna eldflaug á norðurslóðum Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Sjá meira
Fjárfesta 70 billjónum í gervigreind Donald Trump hefur tilkynnt um stofnun Stargate, nýs bandarísks fyrirtækis, sem er samstarfsverkefni fyrirtækjanna OpenAI, Softbank og Oracle, og áform þeirra um stórfellda uppbyggingu gagnavera fyrir gervigreind. Stefnt er að fjárfestingu upp á að minnsta kosti 500 milljarða bandaríkjadollara, sem samsvarar um 70 billjónum íslenskra króna. 21. janúar 2025 23:30
Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Linda Fagan, yfirmaður bandarísku strandgæslunnar, hefur verið látin taka pokann sinn. Í uppsagnarbréfinu er sagt að henni hafi mistekist að tryggja öryggi á landamærunum og að framtíðarsýn nýrrar ríkisstjórnar samrýmist ekki áherslum hennar á fjölbreytileika og inngildingu. Trump segir að til standi að reka fleiri en þúsund embættismenn frá fyrri ríkisstjórn á næstu dögum. 21. janúar 2025 21:53
Tilnefning Hegseths samþykkt úr nefnd Tilnefning sjónvarpsmannsins Petes Hegseth til embættis varnarmálaráðherra var samþykkt úr nefnd í öldungadeild Bandaríkjaþings í gærkvöldi. Atkvæðagreiðslan fylgdi flokkslínum, 14-13, og er búist við miklum deilum þegar tilnefningin fer fyrir öldungadeildina í heild. 21. janúar 2025 16:19
Náðaði fólk sem beitti lögregluþjóna ofbeldi Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, náðaði í gærkvöldi alla sem hafa verið dæmdir eða felldi niður mál gegn þeim sem hafa verið ákærðir vegna árásarinnar á þinghús Bandaríkjanna þann 6. janúar 2021. Þar á meðal eru menn sem dæmdir voru fyrir að ráðast á lögregluþjóna og meðlimir Proud boys og Oath keepers hópanna svokölluðu, sem voru meðal annars dæmdir fyrir uppreisnaráróður. 21. janúar 2025 13:59