Stefni á tilraun með kjarnorkuknúna eldflaug á norðurslóðum Samúel Karl Ólason skrifar 8. ágúst 2025 13:46 Vladimír Pútin, forseti Rússlands, opinberaði kjarnorkuknúnar stýriflaugar Rússlands árið 2018. EPA/VYACHESLAV PROKOFIEV Rússar eru taldir líklegir til að gera á næstu dögum tilraun með nýja tegund stýriflauga sem getur bæði borið kjarnorkuvopn og er knúin af kjarnorku. Eldflaugin ber heitið „Burevestnik“ en er kölluð SSC-X-9 Skyfall á Vesturlöndum og hafa fregnir borist af því að skjóta eigi henni á loft á norðurslóðum. Þar sem stýriflaugin á að vera knúin með kjarnorku á drægni hennar að vera svo gott sem ótakmörkuð. Sérfræðingar hafa þó áhyggjur af því að slys geti valdið mikilli geislavirkni. Samkvæmt frétt Barents Observer hafa Rússar lokað stóru svæði undan ströndum eyjaklasans Novaya Zemlya en vísindamenn Rosatom, rússnesku kjarnorkustofnunarinnar, hafa gert þar tilraunir í áratugi. Tilraunir með Skyfall hafa staðið þar yfir frá 2017 og hafa fregnir borist af stækkun tilraunasvæðisins á undanförnum árum. Árið 2019 létust nokkrir starfsmenn Rosatom á eyjaklasanum vegna geislavirkni eftir að eldflaug sprakk á tilraunasvæði stofnunarinnar. Sjá einnig: Fimm látnir eftir kjarnorkuslys í Rússlandi Þá hafa Rússar einnig komið fjórum skipum og tveimur flugvélum fyrir á svæðinu, auk þess sem Bandaríkjamenn flugu nýverið sérstakri flugvél sem hönnuð er til að greina geislavirkni af gífurlegri nákvæmni yfir svæðið. Kort sem sýnir hvar Novaya Zemlya eyjarnar eru.Google Eins og fram kemur í frétt Newsweek er flugvél þessi sérstaklega hönnuð til að greina samsætur í andrúmsloftinu og er hún í daglegu tali kölluð „kjarnorkusprengjuþefarinn“. Bæði Bandaríkjamenn og Bretar hafa sent eftirlitsvélar að Barentshafinu á undanförnum vikum. Meðal þeirra sem hafa áhyggjur af tilraunum Rússa með kjarnorkuknúnar eldflaugar og kjarnorkuknúin tundurskeyti eru Norðmenn. Leyniþjónusta Noregs birti í fyrra skýrslu þar sem fram kom að hætta væri á geislamengun vegna slysa við tilraunirnar. Þar kom einnig fram að Rússar væru ekki líklegir til að hætta þessum tilraunum. Deilt um eldflaugasáttmála Ráðamenn í Rússlandi lýstu því yfir á dögunum að þeir væru hættir að fylgja eftir eldflaugasáttmála sem gerður var milli Rússlands og Bandaríkjanna á árum áður. Samkomulag þetta kallaðist Intermediate-Range Nuclear Treaty (INF) og fól í sér bann við framleiðslu og notkun meðaldrægra eldflauga og stýriflauga (Fimm hundruð til fimm þúsund kílómetrar) sem skotið er af jörðu niðri og geta borið kjarnorkuvopn. Sáttmálinn bannaði ekki eldflaugar sem skotið er frá skipum, kafbátum eða flugvélum. Bandaríkjamenn riftu samkomulaginu árið 2019 eftir að hafa um árabil sakað Rússa um að brjóta gegn því. Meðal annars var vísað til þess að Rússar væru að nota stýriflaugar sem sáttmálinn bannaði. Þegar Barack Obama var forseti sökuðu Bandaríkjamenn einnig Rússa um að brjóta gegn sáttmálanum. Sjá einnig: Bandaríkin slíta eldflaugasáttmála við Rússland Í byrjun þessarar viku sendi utanríkisráðuneyti Rússlands út yfirlýsingu um að ríkið væri ekki lengur bundið sáttmálanum og var vísað til þess að Bandaríkjamenn væru að flytja eldflaugar til Evrópu og Asíu. Ekki var nefnt í yfirlýsingunni að Rússar hefðu skotið Oreshnik skotflaugum að Úkraínu í nóvember. Notkun þeirra var bönnuð í INF-sáttmálanum. Rússland Vladimír Pútín Noregur Norðurslóðir Kjarnorka Hernaður Bandaríkin Mest lesið Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Innlent Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Innlent Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Maður féll í Vestari-Jökulsá Innlent Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Innlent Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Innlent Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Erlent Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Erlent Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Innlent Fleiri fréttir Skipar hernum í hart við glæpasamtök Stefni á tilraun með kjarnorkuknúna eldflaug á norðurslóðum Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Sakaði „sveppamorðingjann“ um að hafa eitrað fyrir sér í þrígang Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Fúlsaði við þriggja forseta fundi Segja enn og aftur brotið gegn Folbigg Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Segist eiga fund með Pútín Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Fimm hermenn skotnir á herstöð Tvöfaldar tolla á Indland vegna kaupa á rússneskri olíu Stefnir í kjördæmastríð í Bandaríkjunum? Nýr forseti Póllands vill draga úr áhrifum ESB Stendur í vegi rannsóknar á milljarða svikamyllu Birtist óvænt á þaki Hvíta hússins Yfir 400.000 tilkynningar um kynferðisofbeldi Sjá meira
Þar sem stýriflaugin á að vera knúin með kjarnorku á drægni hennar að vera svo gott sem ótakmörkuð. Sérfræðingar hafa þó áhyggjur af því að slys geti valdið mikilli geislavirkni. Samkvæmt frétt Barents Observer hafa Rússar lokað stóru svæði undan ströndum eyjaklasans Novaya Zemlya en vísindamenn Rosatom, rússnesku kjarnorkustofnunarinnar, hafa gert þar tilraunir í áratugi. Tilraunir með Skyfall hafa staðið þar yfir frá 2017 og hafa fregnir borist af stækkun tilraunasvæðisins á undanförnum árum. Árið 2019 létust nokkrir starfsmenn Rosatom á eyjaklasanum vegna geislavirkni eftir að eldflaug sprakk á tilraunasvæði stofnunarinnar. Sjá einnig: Fimm látnir eftir kjarnorkuslys í Rússlandi Þá hafa Rússar einnig komið fjórum skipum og tveimur flugvélum fyrir á svæðinu, auk þess sem Bandaríkjamenn flugu nýverið sérstakri flugvél sem hönnuð er til að greina geislavirkni af gífurlegri nákvæmni yfir svæðið. Kort sem sýnir hvar Novaya Zemlya eyjarnar eru.Google Eins og fram kemur í frétt Newsweek er flugvél þessi sérstaklega hönnuð til að greina samsætur í andrúmsloftinu og er hún í daglegu tali kölluð „kjarnorkusprengjuþefarinn“. Bæði Bandaríkjamenn og Bretar hafa sent eftirlitsvélar að Barentshafinu á undanförnum vikum. Meðal þeirra sem hafa áhyggjur af tilraunum Rússa með kjarnorkuknúnar eldflaugar og kjarnorkuknúin tundurskeyti eru Norðmenn. Leyniþjónusta Noregs birti í fyrra skýrslu þar sem fram kom að hætta væri á geislamengun vegna slysa við tilraunirnar. Þar kom einnig fram að Rússar væru ekki líklegir til að hætta þessum tilraunum. Deilt um eldflaugasáttmála Ráðamenn í Rússlandi lýstu því yfir á dögunum að þeir væru hættir að fylgja eftir eldflaugasáttmála sem gerður var milli Rússlands og Bandaríkjanna á árum áður. Samkomulag þetta kallaðist Intermediate-Range Nuclear Treaty (INF) og fól í sér bann við framleiðslu og notkun meðaldrægra eldflauga og stýriflauga (Fimm hundruð til fimm þúsund kílómetrar) sem skotið er af jörðu niðri og geta borið kjarnorkuvopn. Sáttmálinn bannaði ekki eldflaugar sem skotið er frá skipum, kafbátum eða flugvélum. Bandaríkjamenn riftu samkomulaginu árið 2019 eftir að hafa um árabil sakað Rússa um að brjóta gegn því. Meðal annars var vísað til þess að Rússar væru að nota stýriflaugar sem sáttmálinn bannaði. Þegar Barack Obama var forseti sökuðu Bandaríkjamenn einnig Rússa um að brjóta gegn sáttmálanum. Sjá einnig: Bandaríkin slíta eldflaugasáttmála við Rússland Í byrjun þessarar viku sendi utanríkisráðuneyti Rússlands út yfirlýsingu um að ríkið væri ekki lengur bundið sáttmálanum og var vísað til þess að Bandaríkjamenn væru að flytja eldflaugar til Evrópu og Asíu. Ekki var nefnt í yfirlýsingunni að Rússar hefðu skotið Oreshnik skotflaugum að Úkraínu í nóvember. Notkun þeirra var bönnuð í INF-sáttmálanum.
Rússland Vladimír Pútín Noregur Norðurslóðir Kjarnorka Hernaður Bandaríkin Mest lesið Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Innlent Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Innlent Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Maður féll í Vestari-Jökulsá Innlent Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Innlent Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Innlent Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Erlent Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Erlent Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Innlent Fleiri fréttir Skipar hernum í hart við glæpasamtök Stefni á tilraun með kjarnorkuknúna eldflaug á norðurslóðum Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Sakaði „sveppamorðingjann“ um að hafa eitrað fyrir sér í þrígang Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Fúlsaði við þriggja forseta fundi Segja enn og aftur brotið gegn Folbigg Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Segist eiga fund með Pútín Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Fimm hermenn skotnir á herstöð Tvöfaldar tolla á Indland vegna kaupa á rússneskri olíu Stefnir í kjördæmastríð í Bandaríkjunum? Nýr forseti Póllands vill draga úr áhrifum ESB Stendur í vegi rannsóknar á milljarða svikamyllu Birtist óvænt á þaki Hvíta hússins Yfir 400.000 tilkynningar um kynferðisofbeldi Sjá meira