Stefni á tilraun með kjarnorkuknúna eldflaug á norðurslóðum Samúel Karl Ólason skrifar 8. ágúst 2025 13:46 Vladimír Pútin, forseti Rússlands, opinberaði kjarnorkuknúnar stýriflaugar Rússlands árið 2018. EPA/VYACHESLAV PROKOFIEV Rússar eru taldir líklegir til að gera á næstu dögum tilraun með nýja tegund stýriflauga sem getur bæði borið kjarnorkuvopn og er knúin af kjarnorku. Eldflaugin ber heitið „Burevestnik“ en er kölluð SSC-X-9 Skyfall á Vesturlöndum og hafa fregnir borist af því að skjóta eigi henni á loft á norðurslóðum. Þar sem stýriflaugin á að vera knúin með kjarnorku á drægni hennar að vera svo gott sem ótakmörkuð. Sérfræðingar hafa þó áhyggjur af því að slys geti valdið mikilli geislavirkni. Samkvæmt frétt Barents Observer hafa Rússar lokað stóru svæði undan ströndum eyjaklasans Novaya Zemlya en vísindamenn Rosatom, rússnesku kjarnorkustofnunarinnar, hafa gert þar tilraunir í áratugi. Tilraunir með Skyfall hafa staðið þar yfir frá 2017 og hafa fregnir borist af stækkun tilraunasvæðisins á undanförnum árum. Árið 2019 létust nokkrir starfsmenn Rosatom á eyjaklasanum vegna geislavirkni eftir að eldflaug sprakk á tilraunasvæði stofnunarinnar. Sjá einnig: Fimm látnir eftir kjarnorkuslys í Rússlandi Þá hafa Rússar einnig komið fjórum skipum og tveimur flugvélum fyrir á svæðinu, auk þess sem Bandaríkjamenn flugu nýverið sérstakri flugvél sem hönnuð er til að greina geislavirkni af gífurlegri nákvæmni yfir svæðið. Kort sem sýnir hvar Novaya Zemlya eyjarnar eru.Google Eins og fram kemur í frétt Newsweek er flugvél þessi sérstaklega hönnuð til að greina samsætur í andrúmsloftinu og er hún í daglegu tali kölluð „kjarnorkusprengjuþefarinn“. Bæði Bandaríkjamenn og Bretar hafa sent eftirlitsvélar að Barentshafinu á undanförnum vikum. Meðal þeirra sem hafa áhyggjur af tilraunum Rússa með kjarnorkuknúnar eldflaugar og kjarnorkuknúin tundurskeyti eru Norðmenn. Leyniþjónusta Noregs birti í fyrra skýrslu þar sem fram kom að hætta væri á geislamengun vegna slysa við tilraunirnar. Þar kom einnig fram að Rússar væru ekki líklegir til að hætta þessum tilraunum. Deilt um eldflaugasáttmála Ráðamenn í Rússlandi lýstu því yfir á dögunum að þeir væru hættir að fylgja eftir eldflaugasáttmála sem gerður var milli Rússlands og Bandaríkjanna á árum áður. Samkomulag þetta kallaðist Intermediate-Range Nuclear Treaty (INF) og fól í sér bann við framleiðslu og notkun meðaldrægra eldflauga og stýriflauga (Fimm hundruð til fimm þúsund kílómetrar) sem skotið er af jörðu niðri og geta borið kjarnorkuvopn. Sáttmálinn bannaði ekki eldflaugar sem skotið er frá skipum, kafbátum eða flugvélum. Bandaríkjamenn riftu samkomulaginu árið 2019 eftir að hafa um árabil sakað Rússa um að brjóta gegn því. Meðal annars var vísað til þess að Rússar væru að nota stýriflaugar sem sáttmálinn bannaði. Þegar Barack Obama var forseti sökuðu Bandaríkjamenn einnig Rússa um að brjóta gegn sáttmálanum. Sjá einnig: Bandaríkin slíta eldflaugasáttmála við Rússland Í byrjun þessarar viku sendi utanríkisráðuneyti Rússlands út yfirlýsingu um að ríkið væri ekki lengur bundið sáttmálanum og var vísað til þess að Bandaríkjamenn væru að flytja eldflaugar til Evrópu og Asíu. Ekki var nefnt í yfirlýsingunni að Rússar hefðu skotið Oreshnik skotflaugum að Úkraínu í nóvember. Notkun þeirra var bönnuð í INF-sáttmálanum. Rússland Vladimír Pútín Noregur Norðurslóðir Kjarnorka Hernaður Bandaríkin Mest lesið „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent „Við bara svolítið sitjum uppi með þetta“ Innlent Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Innlent Börn niður í leikskólaaldur um helmingur þeirra sem slasast Innlent Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“ Innlent Árangur aðgerða ekki staðist væntingar almennings Innlent Þessir Íslendingar kvöddu á árinu 2025 Innlent Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Innlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Sátt við fyrsta árið og taka stöðuna vegna forfalla ráðherra á næstu dögum Innlent Fleiri fréttir Handtóku 357 meinta ISIS-liða í kjölfar mannskæðra átaka „Sannur Finni“ fær hæli í Rússlandi Sífellt fleiri hermenn falla á ári hverju Hvetur ESB til að svara refsiaðgerðunum Bandaríkjanna fullum hálsi Þrítugasta árásin á bát meintra smyglara TikTok-áskorun leiddi til banafalls af útvarpsmastri Blóðbaðið í El Fasher: Milljón manna borg orðin að „draugabæ“ Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Á lista yfir þrjú hlýjustu ár í mælingasögunni Selenskí sver af sér drónaárás á heimili Pútíns Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Sjá meira
Þar sem stýriflaugin á að vera knúin með kjarnorku á drægni hennar að vera svo gott sem ótakmörkuð. Sérfræðingar hafa þó áhyggjur af því að slys geti valdið mikilli geislavirkni. Samkvæmt frétt Barents Observer hafa Rússar lokað stóru svæði undan ströndum eyjaklasans Novaya Zemlya en vísindamenn Rosatom, rússnesku kjarnorkustofnunarinnar, hafa gert þar tilraunir í áratugi. Tilraunir með Skyfall hafa staðið þar yfir frá 2017 og hafa fregnir borist af stækkun tilraunasvæðisins á undanförnum árum. Árið 2019 létust nokkrir starfsmenn Rosatom á eyjaklasanum vegna geislavirkni eftir að eldflaug sprakk á tilraunasvæði stofnunarinnar. Sjá einnig: Fimm látnir eftir kjarnorkuslys í Rússlandi Þá hafa Rússar einnig komið fjórum skipum og tveimur flugvélum fyrir á svæðinu, auk þess sem Bandaríkjamenn flugu nýverið sérstakri flugvél sem hönnuð er til að greina geislavirkni af gífurlegri nákvæmni yfir svæðið. Kort sem sýnir hvar Novaya Zemlya eyjarnar eru.Google Eins og fram kemur í frétt Newsweek er flugvél þessi sérstaklega hönnuð til að greina samsætur í andrúmsloftinu og er hún í daglegu tali kölluð „kjarnorkusprengjuþefarinn“. Bæði Bandaríkjamenn og Bretar hafa sent eftirlitsvélar að Barentshafinu á undanförnum vikum. Meðal þeirra sem hafa áhyggjur af tilraunum Rússa með kjarnorkuknúnar eldflaugar og kjarnorkuknúin tundurskeyti eru Norðmenn. Leyniþjónusta Noregs birti í fyrra skýrslu þar sem fram kom að hætta væri á geislamengun vegna slysa við tilraunirnar. Þar kom einnig fram að Rússar væru ekki líklegir til að hætta þessum tilraunum. Deilt um eldflaugasáttmála Ráðamenn í Rússlandi lýstu því yfir á dögunum að þeir væru hættir að fylgja eftir eldflaugasáttmála sem gerður var milli Rússlands og Bandaríkjanna á árum áður. Samkomulag þetta kallaðist Intermediate-Range Nuclear Treaty (INF) og fól í sér bann við framleiðslu og notkun meðaldrægra eldflauga og stýriflauga (Fimm hundruð til fimm þúsund kílómetrar) sem skotið er af jörðu niðri og geta borið kjarnorkuvopn. Sáttmálinn bannaði ekki eldflaugar sem skotið er frá skipum, kafbátum eða flugvélum. Bandaríkjamenn riftu samkomulaginu árið 2019 eftir að hafa um árabil sakað Rússa um að brjóta gegn því. Meðal annars var vísað til þess að Rússar væru að nota stýriflaugar sem sáttmálinn bannaði. Þegar Barack Obama var forseti sökuðu Bandaríkjamenn einnig Rússa um að brjóta gegn sáttmálanum. Sjá einnig: Bandaríkin slíta eldflaugasáttmála við Rússland Í byrjun þessarar viku sendi utanríkisráðuneyti Rússlands út yfirlýsingu um að ríkið væri ekki lengur bundið sáttmálanum og var vísað til þess að Bandaríkjamenn væru að flytja eldflaugar til Evrópu og Asíu. Ekki var nefnt í yfirlýsingunni að Rússar hefðu skotið Oreshnik skotflaugum að Úkraínu í nóvember. Notkun þeirra var bönnuð í INF-sáttmálanum.
Rússland Vladimír Pútín Noregur Norðurslóðir Kjarnorka Hernaður Bandaríkin Mest lesið „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent „Við bara svolítið sitjum uppi með þetta“ Innlent Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Innlent Börn niður í leikskólaaldur um helmingur þeirra sem slasast Innlent Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“ Innlent Árangur aðgerða ekki staðist væntingar almennings Innlent Þessir Íslendingar kvöddu á árinu 2025 Innlent Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Innlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Sátt við fyrsta árið og taka stöðuna vegna forfalla ráðherra á næstu dögum Innlent Fleiri fréttir Handtóku 357 meinta ISIS-liða í kjölfar mannskæðra átaka „Sannur Finni“ fær hæli í Rússlandi Sífellt fleiri hermenn falla á ári hverju Hvetur ESB til að svara refsiaðgerðunum Bandaríkjanna fullum hálsi Þrítugasta árásin á bát meintra smyglara TikTok-áskorun leiddi til banafalls af útvarpsmastri Blóðbaðið í El Fasher: Milljón manna borg orðin að „draugabæ“ Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Á lista yfir þrjú hlýjustu ár í mælingasögunni Selenskí sver af sér drónaárás á heimili Pútíns Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Sjá meira
Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“ Innlent
Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“ Innlent