Ástralir hyggjast viðurkenna sjálfstæða Palestínu Atli Ísleifsson skrifar 11. ágúst 2025 06:28 Anthony Albanese er forsætisráðherra Ástralíu. EPA Áströlsk stjórnvöld hyggjast viðurkenna sjálfstætt ríki Palesínu á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna í næsta mánuði. Þetta segir Anthony Albanese, forsætisráðherra Ástralíu, en tilkynningin kemur í kjölfar sömu fyrirætlana stjórnvalda í Bretlandi, Frakklandi, Nýja-Sjálandi, Japan og Kanada. Albanese segir að áströlsk stjórnvöld hafi fengið loforð frá heimastjórn Palesínumanna, meðal annars um að afvopnast, að fram fari frjálsar þingkosningar og að palestínsk stjórnvöld haldi áfram að viðurkenna tilvist Ísraelsríkis. „Tveggja ríkja lausn er besta von mannkyns til að brjótast úr vítahring ofbeldis í Miðausturlöndum og binda enda á átökin, þjáninguna og hungursneyðina á Gasa,“ sagði Albanese fyrr í dag. Síaukinn þrýstingur BBC segir frá því að fulltrúar Ísraelsríkis, sem eru nú undir síauknum þrýstingi að binda enda á stríðsrekstur sinn í Palestínu, segi að með ákvörðun um að viðurkenna sjálfstætt ríki Palestínumanna sé verið að „umbuna hryðjuverk“. Samkvæmt upplýsingum frá heilbrigðisráðuneyti Palestínumanna hafa nú rúmlega 61 þúsund manns látið lífið frá upphafi stríðsreksturs Ísraelsmanna sem hófst í kjölfar hryðjuverkaárásar Hamas-liða í október 2023 þar sem 1.200 manns létu lífið og rúmlega 250 manns voru teknir í gíslingu. Þá segja fulltrúar heilbrigðisráðuneytisins að fimm manns hafi látið lífið af völdum hungurs og næringarskorts síðan á laugardag og er heildarfjöldi þeirra sem hafi látist vegna hungursneyðarinnar kominn í 217. Án aðkomu Hamas Anthonu Albanese segir að Mahmoud Abbas, forseti palestínsku heimastjórnarinnar, hafi fullvissað hann um að Hamas-samtökin muni ekki koma að framtíðarríki Palestínumanna. Slík fullvissa hafi áhrif á ákvörðun Ástralíustjórnar. „Nú er tækifæri og Ástralía mun vinna með alþjóðasamfélaginu að því að grípa það,“ segir Albanese. Ástralía Sameinuðu þjóðirnar Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Palestína Tengdar fréttir Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Tveir fréttaritarar Al-Jazeera og þrír myndatökumenn voru drepnir í loftárás Ísraelshers í dag. Þeir dvöldu í tjaldi ætluðu fréttamönnum við Al-Shifa-sjúkrahúsið í Gasaborg. Ísraelsher segir annan blaðamannanna hafa verið Hamasliði. 10. ágúst 2025 23:00 Átta utanríkisráðherrar fordæma hernámið á Gasa Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra er meðal utanríkisráðherra átta landa sem hafa gefið út sameiginlega yfirlýsingu þar sem ákvörðun ísraelskra stjórnvalda að útvíkka hernaðaraðgerðir sínar og hernám á Gasa er fordæmd. Kallað er eftir lausn allra gísla og að Hamas láti af stjórn Gasa. 10. ágúst 2025 14:02 Mest lesið „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Innlent „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Innlent Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Erlent Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Erlent „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Fleiri fréttir Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Fundu flöskuskeyti frá tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Þriðju kosningarnar á fjórum árum Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Sjá meira
Þetta segir Anthony Albanese, forsætisráðherra Ástralíu, en tilkynningin kemur í kjölfar sömu fyrirætlana stjórnvalda í Bretlandi, Frakklandi, Nýja-Sjálandi, Japan og Kanada. Albanese segir að áströlsk stjórnvöld hafi fengið loforð frá heimastjórn Palesínumanna, meðal annars um að afvopnast, að fram fari frjálsar þingkosningar og að palestínsk stjórnvöld haldi áfram að viðurkenna tilvist Ísraelsríkis. „Tveggja ríkja lausn er besta von mannkyns til að brjótast úr vítahring ofbeldis í Miðausturlöndum og binda enda á átökin, þjáninguna og hungursneyðina á Gasa,“ sagði Albanese fyrr í dag. Síaukinn þrýstingur BBC segir frá því að fulltrúar Ísraelsríkis, sem eru nú undir síauknum þrýstingi að binda enda á stríðsrekstur sinn í Palestínu, segi að með ákvörðun um að viðurkenna sjálfstætt ríki Palestínumanna sé verið að „umbuna hryðjuverk“. Samkvæmt upplýsingum frá heilbrigðisráðuneyti Palestínumanna hafa nú rúmlega 61 þúsund manns látið lífið frá upphafi stríðsreksturs Ísraelsmanna sem hófst í kjölfar hryðjuverkaárásar Hamas-liða í október 2023 þar sem 1.200 manns létu lífið og rúmlega 250 manns voru teknir í gíslingu. Þá segja fulltrúar heilbrigðisráðuneytisins að fimm manns hafi látið lífið af völdum hungurs og næringarskorts síðan á laugardag og er heildarfjöldi þeirra sem hafi látist vegna hungursneyðarinnar kominn í 217. Án aðkomu Hamas Anthonu Albanese segir að Mahmoud Abbas, forseti palestínsku heimastjórnarinnar, hafi fullvissað hann um að Hamas-samtökin muni ekki koma að framtíðarríki Palestínumanna. Slík fullvissa hafi áhrif á ákvörðun Ástralíustjórnar. „Nú er tækifæri og Ástralía mun vinna með alþjóðasamfélaginu að því að grípa það,“ segir Albanese.
Ástralía Sameinuðu þjóðirnar Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Palestína Tengdar fréttir Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Tveir fréttaritarar Al-Jazeera og þrír myndatökumenn voru drepnir í loftárás Ísraelshers í dag. Þeir dvöldu í tjaldi ætluðu fréttamönnum við Al-Shifa-sjúkrahúsið í Gasaborg. Ísraelsher segir annan blaðamannanna hafa verið Hamasliði. 10. ágúst 2025 23:00 Átta utanríkisráðherrar fordæma hernámið á Gasa Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra er meðal utanríkisráðherra átta landa sem hafa gefið út sameiginlega yfirlýsingu þar sem ákvörðun ísraelskra stjórnvalda að útvíkka hernaðaraðgerðir sínar og hernám á Gasa er fordæmd. Kallað er eftir lausn allra gísla og að Hamas láti af stjórn Gasa. 10. ágúst 2025 14:02 Mest lesið „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Innlent „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Innlent Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Erlent Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Erlent „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Fleiri fréttir Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Fundu flöskuskeyti frá tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Þriðju kosningarnar á fjórum árum Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Sjá meira
Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Tveir fréttaritarar Al-Jazeera og þrír myndatökumenn voru drepnir í loftárás Ísraelshers í dag. Þeir dvöldu í tjaldi ætluðu fréttamönnum við Al-Shifa-sjúkrahúsið í Gasaborg. Ísraelsher segir annan blaðamannanna hafa verið Hamasliði. 10. ágúst 2025 23:00
Átta utanríkisráðherrar fordæma hernámið á Gasa Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra er meðal utanríkisráðherra átta landa sem hafa gefið út sameiginlega yfirlýsingu þar sem ákvörðun ísraelskra stjórnvalda að útvíkka hernaðaraðgerðir sínar og hernám á Gasa er fordæmd. Kallað er eftir lausn allra gísla og að Hamas láti af stjórn Gasa. 10. ágúst 2025 14:02