Ákvörðun öryggisráðsins til marks um enn frekari stigmögnun Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 8. ágúst 2025 16:19 Ákvörðun öryggisráðs Ísraels og stefna Netanjahú-stjórnarinnar hefur vakið hörð viðbrögð, bæði innanland og utan. AP/Ariel Schalit Öryggisráð Ísrael hefur ákveðið að taka yfir Gasa-borg en ákvörðunin er umdeild í Ísrael. Hún þykir til marks um enn frekari stigmögnun átaka á svæðinu að sögn alþjóðastjórnmálafræðings. Benjamín Netanyahu forsætisráðherra hafði áður lýst því yfir að til stæði að hernema allt Gasasvæðið í einhverja mánuði. Ákvörðunina um að taka aðeins yfir Gasa-borg, að minnsta kosti í bili, má mögulega rekja til ósættis milli stjórnvalda og hersins um þær fyrirætlanir Netanjahú að taka yfir allt Gasasvæðið. Ákvörðunin er umdeild. Hundruðir mótmælenda söfnuðust saman við skrifstofu forsætisráðherrans í gær til að mótmæla og krefjast þess að stjórnvöld berjist fyrir frelsi þeirra gísla sem enn eru í haldi Hamas. Leiðtogi stjórnarandstöðunnar hefur fordæmt ákvörðunina og yfirmaður hjá hernum er sagður hafa varað við því að hernám Gasa myndi steypa Ísrael í "svarthol" skæruátaka og mannúðarkrísu. Áformin verið í farvatninu Svanhildur Þorvaldsdóttir er dósent við stjórnmálafræðideild Háskóla Íslands og sérfræðingur í alþjóðastjórnmálum. Svanhildur Þorvaldsdóttir er dósent við stjórnmálafræðideild Háskóla Íslands.Vísir „Þetta er náttúrlega stigmögnun á því sem er búið að vera í gangi, og er verið að bæta við og ýta undir að Ísrael sé að taka yfir Gasasvæðið aftur og taka stjórnina af Hamas í rauninni. Þetta er eitthvað sem við erum búin að sjá á leiðinni að gerast, það er búið að tala um þetta lengi og nú er þetta í rauninni komið í gegn. Viðbrögð alþjóðasamfélagsins, hjá mögum en ekki öllum kannski, harkaleg. En nú þurfum við bara að sjá hvernig þetta kemur til með að þróast á næstu vikum og mánuðum,“ segir Svanhildur. Vanmáttur alþjóðakerfisins ekki nýr af nálinni Ákvörðunin er umdeild bæði innan Ísrael og utan. Vanmáttur alþjóðakerfisins til að hafa áhrif á stöðuna er ekki nýr af nálinni að sögn Svanhildar. Alþjóðleg samstaða hafi ekki verið til staðar hvað varðar málefni Ísraels og Palestínu áratugum saman. „Alþjóðakerfið er samráðsvettvangur ríkja og til þess að það geti virkað þá þurfa ríki að vera samstíga í því hvernig á að bregðast við og vinna samkvæmt alþjóðalögum og alþjóðlegri samstöðu. Og hún hefur ekki verið til staðar þegar kemur að málefnum Ísraels og Palestínu,“ segir Svanhildur. Stefna Netanjahú sé ekki til þess fallin að því verði breytt. „Netanjahú er harður í þessum átökum sem hafa verið í gangi undanfarin ár og það hefur haft þessi áhrif. Hann er ekki vinsæll fyrir það, hvorki innanlands né utan. En meðan að hann er með þessa afstöðu og á meðan það er ekki samstaða í alþjóðasamfélaginu að taka á því, að þá er bara mjög takmarkað sem alþjóðasamfélagið getur gert.“ Ísrael Palestína Átök í Ísrael og Palestínu Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Stofna ný samtök gegn ESB aðild Innlent Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Erlent Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Innlent Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Fleiri fréttir Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Sjá meira
Benjamín Netanyahu forsætisráðherra hafði áður lýst því yfir að til stæði að hernema allt Gasasvæðið í einhverja mánuði. Ákvörðunina um að taka aðeins yfir Gasa-borg, að minnsta kosti í bili, má mögulega rekja til ósættis milli stjórnvalda og hersins um þær fyrirætlanir Netanjahú að taka yfir allt Gasasvæðið. Ákvörðunin er umdeild. Hundruðir mótmælenda söfnuðust saman við skrifstofu forsætisráðherrans í gær til að mótmæla og krefjast þess að stjórnvöld berjist fyrir frelsi þeirra gísla sem enn eru í haldi Hamas. Leiðtogi stjórnarandstöðunnar hefur fordæmt ákvörðunina og yfirmaður hjá hernum er sagður hafa varað við því að hernám Gasa myndi steypa Ísrael í "svarthol" skæruátaka og mannúðarkrísu. Áformin verið í farvatninu Svanhildur Þorvaldsdóttir er dósent við stjórnmálafræðideild Háskóla Íslands og sérfræðingur í alþjóðastjórnmálum. Svanhildur Þorvaldsdóttir er dósent við stjórnmálafræðideild Háskóla Íslands.Vísir „Þetta er náttúrlega stigmögnun á því sem er búið að vera í gangi, og er verið að bæta við og ýta undir að Ísrael sé að taka yfir Gasasvæðið aftur og taka stjórnina af Hamas í rauninni. Þetta er eitthvað sem við erum búin að sjá á leiðinni að gerast, það er búið að tala um þetta lengi og nú er þetta í rauninni komið í gegn. Viðbrögð alþjóðasamfélagsins, hjá mögum en ekki öllum kannski, harkaleg. En nú þurfum við bara að sjá hvernig þetta kemur til með að þróast á næstu vikum og mánuðum,“ segir Svanhildur. Vanmáttur alþjóðakerfisins ekki nýr af nálinni Ákvörðunin er umdeild bæði innan Ísrael og utan. Vanmáttur alþjóðakerfisins til að hafa áhrif á stöðuna er ekki nýr af nálinni að sögn Svanhildar. Alþjóðleg samstaða hafi ekki verið til staðar hvað varðar málefni Ísraels og Palestínu áratugum saman. „Alþjóðakerfið er samráðsvettvangur ríkja og til þess að það geti virkað þá þurfa ríki að vera samstíga í því hvernig á að bregðast við og vinna samkvæmt alþjóðalögum og alþjóðlegri samstöðu. Og hún hefur ekki verið til staðar þegar kemur að málefnum Ísraels og Palestínu,“ segir Svanhildur. Stefna Netanjahú sé ekki til þess fallin að því verði breytt. „Netanjahú er harður í þessum átökum sem hafa verið í gangi undanfarin ár og það hefur haft þessi áhrif. Hann er ekki vinsæll fyrir það, hvorki innanlands né utan. En meðan að hann er með þessa afstöðu og á meðan það er ekki samstaða í alþjóðasamfélaginu að taka á því, að þá er bara mjög takmarkað sem alþjóðasamfélagið getur gert.“
Ísrael Palestína Átök í Ísrael og Palestínu Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Stofna ný samtök gegn ESB aðild Innlent Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Erlent Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Innlent Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Fleiri fréttir Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Sjá meira