Ákvörðun öryggisráðsins til marks um enn frekari stigmögnun Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 8. ágúst 2025 16:19 Ákvörðun öryggisráðs Ísraels og stefna Netanjahú-stjórnarinnar hefur vakið hörð viðbrögð, bæði innanland og utan. AP/Ariel Schalit Öryggisráð Ísrael hefur ákveðið að taka yfir Gasa-borg en ákvörðunin er umdeild í Ísrael. Hún þykir til marks um enn frekari stigmögnun átaka á svæðinu að sögn alþjóðastjórnmálafræðings. Benjamín Netanyahu forsætisráðherra hafði áður lýst því yfir að til stæði að hernema allt Gasasvæðið í einhverja mánuði. Ákvörðunina um að taka aðeins yfir Gasa-borg, að minnsta kosti í bili, má mögulega rekja til ósættis milli stjórnvalda og hersins um þær fyrirætlanir Netanjahú að taka yfir allt Gasasvæðið. Ákvörðunin er umdeild. Hundruðir mótmælenda söfnuðust saman við skrifstofu forsætisráðherrans í gær til að mótmæla og krefjast þess að stjórnvöld berjist fyrir frelsi þeirra gísla sem enn eru í haldi Hamas. Leiðtogi stjórnarandstöðunnar hefur fordæmt ákvörðunina og yfirmaður hjá hernum er sagður hafa varað við því að hernám Gasa myndi steypa Ísrael í "svarthol" skæruátaka og mannúðarkrísu. Áformin verið í farvatninu Svanhildur Þorvaldsdóttir er dósent við stjórnmálafræðideild Háskóla Íslands og sérfræðingur í alþjóðastjórnmálum. Svanhildur Þorvaldsdóttir er dósent við stjórnmálafræðideild Háskóla Íslands.Vísir „Þetta er náttúrlega stigmögnun á því sem er búið að vera í gangi, og er verið að bæta við og ýta undir að Ísrael sé að taka yfir Gasasvæðið aftur og taka stjórnina af Hamas í rauninni. Þetta er eitthvað sem við erum búin að sjá á leiðinni að gerast, það er búið að tala um þetta lengi og nú er þetta í rauninni komið í gegn. Viðbrögð alþjóðasamfélagsins, hjá mögum en ekki öllum kannski, harkaleg. En nú þurfum við bara að sjá hvernig þetta kemur til með að þróast á næstu vikum og mánuðum,“ segir Svanhildur. Vanmáttur alþjóðakerfisins ekki nýr af nálinni Ákvörðunin er umdeild bæði innan Ísrael og utan. Vanmáttur alþjóðakerfisins til að hafa áhrif á stöðuna er ekki nýr af nálinni að sögn Svanhildar. Alþjóðleg samstaða hafi ekki verið til staðar hvað varðar málefni Ísraels og Palestínu áratugum saman. „Alþjóðakerfið er samráðsvettvangur ríkja og til þess að það geti virkað þá þurfa ríki að vera samstíga í því hvernig á að bregðast við og vinna samkvæmt alþjóðalögum og alþjóðlegri samstöðu. Og hún hefur ekki verið til staðar þegar kemur að málefnum Ísraels og Palestínu,“ segir Svanhildur. Stefna Netanjahú sé ekki til þess fallin að því verði breytt. „Netanjahú er harður í þessum átökum sem hafa verið í gangi undanfarin ár og það hefur haft þessi áhrif. Hann er ekki vinsæll fyrir það, hvorki innanlands né utan. En meðan að hann er með þessa afstöðu og á meðan það er ekki samstaða í alþjóðasamfélaginu að taka á því, að þá er bara mjög takmarkað sem alþjóðasamfélagið getur gert.“ Ísrael Palestína Átök í Ísrael og Palestínu Mest lesið Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Jóhanna ætlar ekki aftur fram Innlent Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Erlent Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Erlent Loka Breiðholtsbraut alla helgina Innlent Tortryggnir í garð tolla Trumps Erlent Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Innlent Fleiri fréttir Pútín sagður beina kúgunartækjum sínum að eigin stuðningsmönnum Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Belgar kalla saman þjóðaröryggisráð vegna drónaflugs við flugvelli Tala látinna hækkar á Filippseyjum Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Tortryggnir í garð tolla Trumps Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Hver er Zohran Mamdani og hvað vill hann? Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Evrópuríki ná saman um verulega útþynnt loftslagsmarkmið Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Tugir látnir eftir fellibyl á Filippseyjum „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Féll til jarðar rétt eftir flugtak Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Náðu myndum af háhyrningum að velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Fer fram og til baka með SNAP Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Sjá meira
Benjamín Netanyahu forsætisráðherra hafði áður lýst því yfir að til stæði að hernema allt Gasasvæðið í einhverja mánuði. Ákvörðunina um að taka aðeins yfir Gasa-borg, að minnsta kosti í bili, má mögulega rekja til ósættis milli stjórnvalda og hersins um þær fyrirætlanir Netanjahú að taka yfir allt Gasasvæðið. Ákvörðunin er umdeild. Hundruðir mótmælenda söfnuðust saman við skrifstofu forsætisráðherrans í gær til að mótmæla og krefjast þess að stjórnvöld berjist fyrir frelsi þeirra gísla sem enn eru í haldi Hamas. Leiðtogi stjórnarandstöðunnar hefur fordæmt ákvörðunina og yfirmaður hjá hernum er sagður hafa varað við því að hernám Gasa myndi steypa Ísrael í "svarthol" skæruátaka og mannúðarkrísu. Áformin verið í farvatninu Svanhildur Þorvaldsdóttir er dósent við stjórnmálafræðideild Háskóla Íslands og sérfræðingur í alþjóðastjórnmálum. Svanhildur Þorvaldsdóttir er dósent við stjórnmálafræðideild Háskóla Íslands.Vísir „Þetta er náttúrlega stigmögnun á því sem er búið að vera í gangi, og er verið að bæta við og ýta undir að Ísrael sé að taka yfir Gasasvæðið aftur og taka stjórnina af Hamas í rauninni. Þetta er eitthvað sem við erum búin að sjá á leiðinni að gerast, það er búið að tala um þetta lengi og nú er þetta í rauninni komið í gegn. Viðbrögð alþjóðasamfélagsins, hjá mögum en ekki öllum kannski, harkaleg. En nú þurfum við bara að sjá hvernig þetta kemur til með að þróast á næstu vikum og mánuðum,“ segir Svanhildur. Vanmáttur alþjóðakerfisins ekki nýr af nálinni Ákvörðunin er umdeild bæði innan Ísrael og utan. Vanmáttur alþjóðakerfisins til að hafa áhrif á stöðuna er ekki nýr af nálinni að sögn Svanhildar. Alþjóðleg samstaða hafi ekki verið til staðar hvað varðar málefni Ísraels og Palestínu áratugum saman. „Alþjóðakerfið er samráðsvettvangur ríkja og til þess að það geti virkað þá þurfa ríki að vera samstíga í því hvernig á að bregðast við og vinna samkvæmt alþjóðalögum og alþjóðlegri samstöðu. Og hún hefur ekki verið til staðar þegar kemur að málefnum Ísraels og Palestínu,“ segir Svanhildur. Stefna Netanjahú sé ekki til þess fallin að því verði breytt. „Netanjahú er harður í þessum átökum sem hafa verið í gangi undanfarin ár og það hefur haft þessi áhrif. Hann er ekki vinsæll fyrir það, hvorki innanlands né utan. En meðan að hann er með þessa afstöðu og á meðan það er ekki samstaða í alþjóðasamfélaginu að taka á því, að þá er bara mjög takmarkað sem alþjóðasamfélagið getur gert.“
Ísrael Palestína Átök í Ísrael og Palestínu Mest lesið Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Jóhanna ætlar ekki aftur fram Innlent Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Erlent Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Erlent Loka Breiðholtsbraut alla helgina Innlent Tortryggnir í garð tolla Trumps Erlent Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Innlent Fleiri fréttir Pútín sagður beina kúgunartækjum sínum að eigin stuðningsmönnum Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Belgar kalla saman þjóðaröryggisráð vegna drónaflugs við flugvelli Tala látinna hækkar á Filippseyjum Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Tortryggnir í garð tolla Trumps Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Hver er Zohran Mamdani og hvað vill hann? Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Evrópuríki ná saman um verulega útþynnt loftslagsmarkmið Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Tugir látnir eftir fellibyl á Filippseyjum „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Féll til jarðar rétt eftir flugtak Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Náðu myndum af háhyrningum að velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Fer fram og til baka með SNAP Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Sjá meira