Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Jón Ísak Ragnarsson skrifar 19. janúar 2025 20:56 Bob Dylan er án nokkurs vafa einn fremsti laga- og textahöfundur sögunnar. Getty/Juliens Auctions Upprunalegt handrit af textanum í einu frægasta lagi Bob Dylan, Mr. Tambourine man, seldist fyrir 508.000 bandaríkjadali, eða rúmlega 70 milljónir króna á uppboði í Nashville á laugardaginn. Um er að ræða þrjár vélritaðar blaðsíður með handskrifuðum glósum á tveimur A4 blöðum. Handritið eða drögin að laginu voru í eigu bandaríska tónlistarblaðamannsins Al Aronowitz, sem seldi um 50 dýrgripi í sinni eigu á uppboðinu um helgina. The Guardian segir söguna af því hvernig blöðin komust í eigu hans. Í mars 1964 vaknaði Aronowitz og sá Dylan, sem var í heimsókn hjá honum, sofandi í sófanum og rak augun í samankrumpuð blöð í ruslatunnunni nálægt. Dylan, sem þá var 22 ára, hafði eytt nóttinni í að skrifa textann nokkrum sinnum í mismunandi útgáfum og svo hent eldri útgáfunum. Aronowitz hirti blöðin. Bakhlið annars blaðsins.Juliens Auctions Bob Dylan byrjaði að semja Mr. Tambourine man í febrúar 1964, og markar lagið að vissu leyti vatnaskil í hans ferli, þar sem hann segir skilið við pólitíska ádeilu og baráttusöngva upp að vissu marki og fer að semja óræðari, súrrealískari og innhverfari texta. Lagið er eitt hans frægasta verk og hafa ótal tónlistarmenn tekið upp og gefið út ábreiður af því. Á uppboðinu seldist einnig málverk eftir Dylan frá árinu 1968 á 36 milljónir, og telecaster árgerð 1983 sem hafði verið í hans eigu seldist á 31 milljón. Vefsíða uppboðsins býður upp á frekari upplýsingar. Tónlist Bandaríkin Mest lesið Margbraut á sér ökklann á Snæfellsjökli Lífið Langar að berjast við OnlyFans-stelpur Lífið Söngkonan Jill Sobule lést í húsbruna Lífið Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns Lífið Biðin langa: Rúmt ár í herlegheitin Leikjavísir Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf 50+: Tómleikatilfinningin þegar börnin fljúga úr hreiðrinu Áskorun Dóttir De Niro kemur út sem trans Lífið Aldrei verið eins einfalt að bóka tíma Lífið samstarf Tork gaur: BMW neglir fallegan framenda Lífið samstarf Fleiri fréttir Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Sjá meira
Um er að ræða þrjár vélritaðar blaðsíður með handskrifuðum glósum á tveimur A4 blöðum. Handritið eða drögin að laginu voru í eigu bandaríska tónlistarblaðamannsins Al Aronowitz, sem seldi um 50 dýrgripi í sinni eigu á uppboðinu um helgina. The Guardian segir söguna af því hvernig blöðin komust í eigu hans. Í mars 1964 vaknaði Aronowitz og sá Dylan, sem var í heimsókn hjá honum, sofandi í sófanum og rak augun í samankrumpuð blöð í ruslatunnunni nálægt. Dylan, sem þá var 22 ára, hafði eytt nóttinni í að skrifa textann nokkrum sinnum í mismunandi útgáfum og svo hent eldri útgáfunum. Aronowitz hirti blöðin. Bakhlið annars blaðsins.Juliens Auctions Bob Dylan byrjaði að semja Mr. Tambourine man í febrúar 1964, og markar lagið að vissu leyti vatnaskil í hans ferli, þar sem hann segir skilið við pólitíska ádeilu og baráttusöngva upp að vissu marki og fer að semja óræðari, súrrealískari og innhverfari texta. Lagið er eitt hans frægasta verk og hafa ótal tónlistarmenn tekið upp og gefið út ábreiður af því. Á uppboðinu seldist einnig málverk eftir Dylan frá árinu 1968 á 36 milljónir, og telecaster árgerð 1983 sem hafði verið í hans eigu seldist á 31 milljón. Vefsíða uppboðsins býður upp á frekari upplýsingar.
Tónlist Bandaríkin Mest lesið Margbraut á sér ökklann á Snæfellsjökli Lífið Langar að berjast við OnlyFans-stelpur Lífið Söngkonan Jill Sobule lést í húsbruna Lífið Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns Lífið Biðin langa: Rúmt ár í herlegheitin Leikjavísir Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf 50+: Tómleikatilfinningin þegar börnin fljúga úr hreiðrinu Áskorun Dóttir De Niro kemur út sem trans Lífið Aldrei verið eins einfalt að bóka tíma Lífið samstarf Tork gaur: BMW neglir fallegan framenda Lífið samstarf Fleiri fréttir Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Sjá meira