Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 24. desember 2024 07:01 Maríanna ásamt foreldrum sínum, þeim Páli Valgeirssyni og Sigríði Jónsdóttur. Maríanna Pálsdóttir eigandi Snyrtistofu Reykjavíkur segir árið sem er að líða hafa kennt henni að lífið sé stutt og að foreldrar hennar séu ekki eins ódauðleg og hún hélt. Bæði mamma hennar og pabbi börðust fyrir lífi sínu á Landspítalanum í lok árs en eru nú á batavegi. „Jólaboðskapurinn sem fer aldrei úr tísku,“ segir Maríanna á samfélagsmiðlinum Facebook þar sem hún segir að árið hafi verið erfitt og einkennst af rússíbanareið, tilfinningalegum áskorunum og sigrum sem líkist kraftaverki. Hún segist hafa lært að elska lífið upp á nýtt. Fólkið sem skipti öllu Í færslunni lýsir Maríanna því hvernig foreldrar hennar hafi verið hætt komin síðustu tvo mánuði. Þau hafi bæði gengið í gengum dimman dal, faðir hennar dottið niður stiga og barist við mikla líkamlega skerðingu í kjölfarið á meðan móðir Maríönnu hefur glímt við flóknar líffærabilanir sem skert hafi lífsgæði hennar til muna. „Þau hafa saman sýnt ótrúlegan styrk, þrautseigju og eru nú bæði á batavegi og sýna okkur það á hverjum degi hvað ástin er sterk. Það er lang stærsta og besta jólagjöfin sem ég mun fá þetta árið að sjá þau rísa upp á ný, komast heim og fái lífið sitt til baka.“ Hún segir ekki hægt að lýsa með orðum hvað hún hafi verið hrædd um að missa báða foreldra sína. Þetta hafi verið hennar stærsti lærdómur að ganga í gegnum þessar raunir með þeim. „Þessi áskorun hefur kennt mér að lífið er stutt og foreldrar mínir eru ekki ódauðleg eins og mér hefur alltaf þótt þau vera! Ég fékk tækifæri til að læra að elska allt lífið upp á nýtt. Fjölskyldan skiptir mig öllu máli í lífinu og það er sama hvar ég verð í heiminum þá slær hjartað þitt heitast þar sem rótin mín er, hjá fólkinu mínu.“ Þakklát starfsfólki heilbrigðisstofnanna Maríanna segist hafa mýkst um heilan helling vegna þessarar lífsreynslu. Kærleikurinn og einlægnin hafi verið hennar leynivopn. Hún tekur fram þakklæti til Borgarspítalans, Landspítalans og Heilbrigðisstofnunar Suðurlands. „Læknateymið, hjúkrunarfræðingarnir, sjúkraliðarnir og sjúkraþjálfararnir. Þvílíkur eðalmannskapur sem á þúsundfalt hrós fyrir.“ Maríanna segist sérlega þakklát kærastanum sínum Guðmundi Inga Hjartarsyni sem hafi staðið við bak hennar eins og klettur. Hún hlakkar til komandi árs. „Árið 2025 markar upphaf á einhverju mjög fallegu hja okkur fjölskyldunni. Ég hlakka til að deila með ykkur fréttum fljótlega af nýju upphafi en við ætlum að búa til töfra á nýju ári niður við sjó á Seltjarnanesi.“ Ástin og lífið Tengdar fréttir „Margoft verið haldið framhjá mér“ Maríanna Pálsdóttir eigandi Snyrtistofu Reykjavíkur segir gríðarlega mikilvægt að pör ræði eins fljótt og hægt er sín á milli um framhjáhald í upphafi sambandsins. Mikilvægt sé að gildin séu á hreinu en Maríanna segist sjálf hafa velt því fyrir sér um tíma hvort hún væri með mastersgráðu í að láta halda framhjá sér. 20. júní 2024 10:30 Mest lesið „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ Lífið „Yndislegir vinir gáfu okkur saman í plötubúð“ Lífið „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Lífið „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Lífið Stjörnulífið: „Engar áhyggjur við erum ekki skilin“ Lífið Óútgefinni tónlist Beyoncé stolið úr bíl danshöfundar Lífið Sögulegt sveitaball í hundrað ár Lífið Boxari selur íbúð með heitum potti og Esju útsýni Lífið Endaði á geðdeild eftir notkun MDMA í sálfræðimeðferð Lífið „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Lífið Fleiri fréttir „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Óútgefinni tónlist Beyoncé stolið úr bíl danshöfundar „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ „Yndislegir vinir gáfu okkur saman í plötubúð“ Sögulegt sveitaball í hundrað ár Boxari selur íbúð með heitum potti og Esju útsýni Telur að 511 kílómetra hlaupið styrki hlauparann „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Ómissandi gönguleiðir sem þú verður að prófa Stjörnulífið: „Engar áhyggjur við erum ekki skilin“ Riddarar kærleikans í hringferð um landið Endaði á geðdeild eftir notkun MDMA í sálfræðimeðferð Reykvíkingur ársins tileinkar samstarfsfólki útnefninguna Nágrannar kveðja sjónvarpsskjáinn „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Krakkatían: Narnía, krónprins og sundlaugar Klay Thompson og Megan Thee Stallion nýtt par Börnin læra að sauma út, baka og elda í Hússtjórnarskólanum „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Ragga Holm og Elma trúlofaðar Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Bieber gefur út óvænta plötu Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Sjá meira
„Jólaboðskapurinn sem fer aldrei úr tísku,“ segir Maríanna á samfélagsmiðlinum Facebook þar sem hún segir að árið hafi verið erfitt og einkennst af rússíbanareið, tilfinningalegum áskorunum og sigrum sem líkist kraftaverki. Hún segist hafa lært að elska lífið upp á nýtt. Fólkið sem skipti öllu Í færslunni lýsir Maríanna því hvernig foreldrar hennar hafi verið hætt komin síðustu tvo mánuði. Þau hafi bæði gengið í gengum dimman dal, faðir hennar dottið niður stiga og barist við mikla líkamlega skerðingu í kjölfarið á meðan móðir Maríönnu hefur glímt við flóknar líffærabilanir sem skert hafi lífsgæði hennar til muna. „Þau hafa saman sýnt ótrúlegan styrk, þrautseigju og eru nú bæði á batavegi og sýna okkur það á hverjum degi hvað ástin er sterk. Það er lang stærsta og besta jólagjöfin sem ég mun fá þetta árið að sjá þau rísa upp á ný, komast heim og fái lífið sitt til baka.“ Hún segir ekki hægt að lýsa með orðum hvað hún hafi verið hrædd um að missa báða foreldra sína. Þetta hafi verið hennar stærsti lærdómur að ganga í gegnum þessar raunir með þeim. „Þessi áskorun hefur kennt mér að lífið er stutt og foreldrar mínir eru ekki ódauðleg eins og mér hefur alltaf þótt þau vera! Ég fékk tækifæri til að læra að elska allt lífið upp á nýtt. Fjölskyldan skiptir mig öllu máli í lífinu og það er sama hvar ég verð í heiminum þá slær hjartað þitt heitast þar sem rótin mín er, hjá fólkinu mínu.“ Þakklát starfsfólki heilbrigðisstofnanna Maríanna segist hafa mýkst um heilan helling vegna þessarar lífsreynslu. Kærleikurinn og einlægnin hafi verið hennar leynivopn. Hún tekur fram þakklæti til Borgarspítalans, Landspítalans og Heilbrigðisstofnunar Suðurlands. „Læknateymið, hjúkrunarfræðingarnir, sjúkraliðarnir og sjúkraþjálfararnir. Þvílíkur eðalmannskapur sem á þúsundfalt hrós fyrir.“ Maríanna segist sérlega þakklát kærastanum sínum Guðmundi Inga Hjartarsyni sem hafi staðið við bak hennar eins og klettur. Hún hlakkar til komandi árs. „Árið 2025 markar upphaf á einhverju mjög fallegu hja okkur fjölskyldunni. Ég hlakka til að deila með ykkur fréttum fljótlega af nýju upphafi en við ætlum að búa til töfra á nýju ári niður við sjó á Seltjarnanesi.“
Ástin og lífið Tengdar fréttir „Margoft verið haldið framhjá mér“ Maríanna Pálsdóttir eigandi Snyrtistofu Reykjavíkur segir gríðarlega mikilvægt að pör ræði eins fljótt og hægt er sín á milli um framhjáhald í upphafi sambandsins. Mikilvægt sé að gildin séu á hreinu en Maríanna segist sjálf hafa velt því fyrir sér um tíma hvort hún væri með mastersgráðu í að láta halda framhjá sér. 20. júní 2024 10:30 Mest lesið „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ Lífið „Yndislegir vinir gáfu okkur saman í plötubúð“ Lífið „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Lífið „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Lífið Stjörnulífið: „Engar áhyggjur við erum ekki skilin“ Lífið Óútgefinni tónlist Beyoncé stolið úr bíl danshöfundar Lífið Sögulegt sveitaball í hundrað ár Lífið Boxari selur íbúð með heitum potti og Esju útsýni Lífið Endaði á geðdeild eftir notkun MDMA í sálfræðimeðferð Lífið „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Lífið Fleiri fréttir „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Óútgefinni tónlist Beyoncé stolið úr bíl danshöfundar „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ „Yndislegir vinir gáfu okkur saman í plötubúð“ Sögulegt sveitaball í hundrað ár Boxari selur íbúð með heitum potti og Esju útsýni Telur að 511 kílómetra hlaupið styrki hlauparann „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Ómissandi gönguleiðir sem þú verður að prófa Stjörnulífið: „Engar áhyggjur við erum ekki skilin“ Riddarar kærleikans í hringferð um landið Endaði á geðdeild eftir notkun MDMA í sálfræðimeðferð Reykvíkingur ársins tileinkar samstarfsfólki útnefninguna Nágrannar kveðja sjónvarpsskjáinn „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Krakkatían: Narnía, krónprins og sundlaugar Klay Thompson og Megan Thee Stallion nýtt par Börnin læra að sauma út, baka og elda í Hússtjórnarskólanum „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Ragga Holm og Elma trúlofaðar Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Bieber gefur út óvænta plötu Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Sjá meira
„Margoft verið haldið framhjá mér“ Maríanna Pálsdóttir eigandi Snyrtistofu Reykjavíkur segir gríðarlega mikilvægt að pör ræði eins fljótt og hægt er sín á milli um framhjáhald í upphafi sambandsins. Mikilvægt sé að gildin séu á hreinu en Maríanna segist sjálf hafa velt því fyrir sér um tíma hvort hún væri með mastersgráðu í að láta halda framhjá sér. 20. júní 2024 10:30