Brást of harkalega við dyraati Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 23. desember 2024 11:27 Barnabarn konunnar, ung stelpa, var í heimsókn hjá henni. Hún sagði strákana hafa kastað steinum í húsið en strákarnir sögðu stelpuna hafa gert grín að sér út um gluggann. Vísir/Rakel Ósk Kona hefur verið sakfelld fyrir að draga ungan dreng sem hafði gert dyraat hjá henni frá leikvelli og upp tröppur að heimili hennar gegn vilja drengsins. Konan sagði háttsemina eins og þá sem viðhöfð sé í grunnskóla þar sem hún starfi en héraðsdómur sagði aðstæður ekki samanburðarhæfar. Það var dag nokkurn á höfuðborgarsvæðinu árið 2020 sem málið kom upp. Tveir drengir á grunnskólaaldri voru við leik á leikvelli við hlið heimilis konunnar. Hún hafði verið ökklabrotin og lent endurtekið í því að krakkar voru að gera dyraat hjá henni og fylgjast með henni koma til dyra á hækjum. Drengirnir léku sér með frisbídisk sem hafnaði á einhverjum tímapunkti á þaki við hús konunnar. Hún heyrði hljóð og um svipað leyti var bjöllunni hringt. Enginn var við útidyrnar en svo sá hún dreng fela sig. Hún fór til drengsins og dró hann í átt að húsi sínu. Drengurinn sagðist hafa barist á móti og grátið mikið en konan sagðist hafa beðið drenginn um að koma og ræða við sig, tekið í hönd hans og hann ekki hreyft við mótmælum. Framburður vitna studdi frásögn drengsins um að hann hefði ekki fylgt konunni sjálfviljugur og reynt að losna frá henni. Konan starfar sem grunnskólakennari og sagði fyrir dómi að sú háttsemi sem hún hefði viðhaft væri að öllu leyti í samræmi við vinnureglur í skóla þar sem hún starfi. Þar séu börn sem sýni af sér óæskilega hegðun leidd úr aðstæðum til samræðna. Héraðsdómur taldi aðstæður allt aðrar í þessu tilfelli. Konan hefði ekki umsjón með drengnum og var honum alveg ókunnug. Hann væri ungur drengur en hún fullorðin kona sem hefði þar af leiðandi mikla yfirburði í aðstæðunum. Skiljanlegt væri að konunni hefði gramist hátterni barna í hverfinu í hennar garð og haft ástæðu til að veita þeim tiltal. Háttsemi hennar hefði þó gengið of langt. Drengurinn hefði verið mjög skelkaður og grátið sáran. Engu að síður hafi konan ekki sleppt honum fyrr en fullorðin kona skarst í leikinn. Héraðsdómur ákvað þó að gera konunni ekki refsingu og skilorðsbinda dóminn til tveggja ára. Var litið til þess hve langt væri liðið frá atvikum en málið var látið niður falla áður en ríkissaksóknari sneri þeirri ákvörðun lögreglu við. Ákæra var ekki gefin út fyrr en fjórum árum eftir atvik. Konan var dæmd til að greiða drengnum 400 þúsund krónur í miskabætur. Líkamlegar afleiðingar hefðu verið minniháttar en þó nokkrar andlegar afleiðingar. Þetta er þriðji dómurinn á skömmum tíma á höfuðborgarsvæðinu þar sem fullorðinn einstaklingur er sakfelldur fyrir ofbeldi gagnvart börnum. Fréttir af hinum dómunum má sjá í tenglum hér að ofan. Dómsmál Reykjavík Ofbeldi gegn börnum Tengdar fréttir Ákærð fyrir að draga barn af leikvelli og upp tröppur Kona hefur verið ákærð fyrir ólögmæta nauðung og barnaverndarlagabrot fyrir að veitast með ofbeldi gagnvart dreng í Reykjavík þann 30. maí 2020. 23. október 2024 07:02 Mest lesið Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Innlent Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Erlent Fleiri fréttir Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Sjá meira
Það var dag nokkurn á höfuðborgarsvæðinu árið 2020 sem málið kom upp. Tveir drengir á grunnskólaaldri voru við leik á leikvelli við hlið heimilis konunnar. Hún hafði verið ökklabrotin og lent endurtekið í því að krakkar voru að gera dyraat hjá henni og fylgjast með henni koma til dyra á hækjum. Drengirnir léku sér með frisbídisk sem hafnaði á einhverjum tímapunkti á þaki við hús konunnar. Hún heyrði hljóð og um svipað leyti var bjöllunni hringt. Enginn var við útidyrnar en svo sá hún dreng fela sig. Hún fór til drengsins og dró hann í átt að húsi sínu. Drengurinn sagðist hafa barist á móti og grátið mikið en konan sagðist hafa beðið drenginn um að koma og ræða við sig, tekið í hönd hans og hann ekki hreyft við mótmælum. Framburður vitna studdi frásögn drengsins um að hann hefði ekki fylgt konunni sjálfviljugur og reynt að losna frá henni. Konan starfar sem grunnskólakennari og sagði fyrir dómi að sú háttsemi sem hún hefði viðhaft væri að öllu leyti í samræmi við vinnureglur í skóla þar sem hún starfi. Þar séu börn sem sýni af sér óæskilega hegðun leidd úr aðstæðum til samræðna. Héraðsdómur taldi aðstæður allt aðrar í þessu tilfelli. Konan hefði ekki umsjón með drengnum og var honum alveg ókunnug. Hann væri ungur drengur en hún fullorðin kona sem hefði þar af leiðandi mikla yfirburði í aðstæðunum. Skiljanlegt væri að konunni hefði gramist hátterni barna í hverfinu í hennar garð og haft ástæðu til að veita þeim tiltal. Háttsemi hennar hefði þó gengið of langt. Drengurinn hefði verið mjög skelkaður og grátið sáran. Engu að síður hafi konan ekki sleppt honum fyrr en fullorðin kona skarst í leikinn. Héraðsdómur ákvað þó að gera konunni ekki refsingu og skilorðsbinda dóminn til tveggja ára. Var litið til þess hve langt væri liðið frá atvikum en málið var látið niður falla áður en ríkissaksóknari sneri þeirri ákvörðun lögreglu við. Ákæra var ekki gefin út fyrr en fjórum árum eftir atvik. Konan var dæmd til að greiða drengnum 400 þúsund krónur í miskabætur. Líkamlegar afleiðingar hefðu verið minniháttar en þó nokkrar andlegar afleiðingar. Þetta er þriðji dómurinn á skömmum tíma á höfuðborgarsvæðinu þar sem fullorðinn einstaklingur er sakfelldur fyrir ofbeldi gagnvart börnum. Fréttir af hinum dómunum má sjá í tenglum hér að ofan.
Dómsmál Reykjavík Ofbeldi gegn börnum Tengdar fréttir Ákærð fyrir að draga barn af leikvelli og upp tröppur Kona hefur verið ákærð fyrir ólögmæta nauðung og barnaverndarlagabrot fyrir að veitast með ofbeldi gagnvart dreng í Reykjavík þann 30. maí 2020. 23. október 2024 07:02 Mest lesið Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Innlent Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Erlent Fleiri fréttir Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Sjá meira
Ákærð fyrir að draga barn af leikvelli og upp tröppur Kona hefur verið ákærð fyrir ólögmæta nauðung og barnaverndarlagabrot fyrir að veitast með ofbeldi gagnvart dreng í Reykjavík þann 30. maí 2020. 23. október 2024 07:02