Viðgerð hafin og enn allt keyrt á varaafli í Vík Atli Ísleifsson skrifar 11. desember 2024 12:17 Viðgerð hófst í gær með því að boruð voru mjó göng undir árfarveg Skógár og rör dregin í gegnum þau. Rarik Enn er allt keyrt á varaafli í Vík og Mýrdal eftir að Víkurstrengur bilaði aðfaranótt mánudags þar sem strengurinn liggur plægður ofan í Skógá. Viðgerð hófst í gær og er áætlað að hún taki tvo daga. Þetta kemur fram í tilkynningu frá RARIK. Þar segir að vegna þess hversu hár álagstoppur gærdagsins hafi verið hafi varaflsvél verið send af stað frá Þórshöfn í gær til að betur væri hægt að anna álagi dagsins í dag. „Viðgerð hófst í gær með því að boruð voru mjó göng undir árfarveg Skógár og rör dregin í gegnum þau. Jarðstrengirnir verða svo dregnir þar í gegn. Samstarfsaðilar okkar hjá verktakafyrirtækinu Þjótanda hófu borunina rétt eftir hádegi í gær og luku verkefninu um klukkan 5 í nótt. Starfsfólk framkvæmdaflokka RARIK mun í dag hefja vinnuna við að draga strengi í gegnum rörin og tengja, þannig að hægt verða að koma rafmagni aftur á svæðið eftir strengjum. Við nýtum einnig tækifærið og leggjum í rörið 11 kV streng sem liggur á sama stað yfir ána. Áætlað er að viðgerðin taki u.þ.b. tvo daga með prófunum. Bilun út frá spennistöð RARIK við Ytri-Sólheima, sem fór hálf á kaf í vatnsveðrinu á sunnudag og mánudag, er fundin og er viðgerð þar hafin. Vonast er til að hún klárist í kvöld eða á morgun. Bilunin olli töfum við uppbyggingu varaafls í Mýrdal seinni hluta mánudags en hún er staðsett í streng sem sér sendi Neyðarlínunnar fyrir rafmagni. Strengurinn skemmdist vegna mikils vatnsálags og hefur sendirinn verið keyrður áfram með varaflsvél Neyðarlínunnar á meðan. Um borunina: Borun undir árfarvegi er ekki ný af nálinni en aðferðin hefur þróast mikið á undanförnum árum svo nú þykir öruggt að bora í gegnum jafn lausan jarðveg og þarna er. Á mjög einfölduðu máli eru göngin fóðruð með sementsblöndu jafnóðum og þau eru boruð sem heldur þeim opnum. Þegar borinn er kominn í gegn eru rör fest í hann og hann dreginn til baka. Þannig leggjast göngin að rörunum en falla ekki saman þegar borinn er fjarlægður. Ef vel tekst til munum við skoða hvort skynsamlegt sé að skipuleggja samskonar boranir undir fleiri árfarvegi á þessu svæði vegna fenginnar reynslu okkar af ágangi ánna á strengina í haust og vetur. Slíkar viðhaldsframkvæmdir myndu þó alltaf falla á framkvæmdaáætlun sumarsins,“ segir í tilkynningunni frá RARIK. Mýrdalshreppur Orkumál Mest lesið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Innlent Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Innlent Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Innlent Haraldur Jóhannsson er látinn Innlent Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Innlent Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Innlent Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Innlent Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Erlent Ber fyrir sig minnisleysi á verknaðarstundu Innlent Samhjálp í kapphlaupi við tímann Innlent Fleiri fréttir Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Slæmur frágangur akkerisins olli slysinu Níðingarnir treysta á skömmina í kynlífskúgunarmálum Ber fyrir sig minnisleysi á verknaðarstundu Gæsluvarðhaldsfangar dúsa í einangrun vegna plássleysis Þau sóttu um þrjú embætti skólameistara á Norðurlandi Haraldur Jóhannsson er látinn Ráðin í starf verkefnastjóra í atvinnuvegaráðuneytinu Fyrsta mastrið í Suðurnesjalínu 2 risið Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Hefja átak í HPV-bólusetningu í vetur Seðlabankinn heldur áfram að lækka vexti og mótmæli við utanríkisráðuneytið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Samhjálp í kapphlaupi við tímann Gefa sér þrjá mánuði til að leggja drög að Coda-stöð á Bakka Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Mótmæla við utanríkisráðuneytið Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi SÍS tekur undir kröfu Borgarbyggðar um kostnað vegna flóttamanna Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Fæstir bera nægilega mikið af sólarvörn á sig Neyðarástand hjá Villiköttum sem senda frá sér ákall Vita upp á hár hvernig lýðræði virkar eftir krakkakosningar Óbreytt ástand kemur ekki til greina „Það er bara dýrt að vera fátækur“ Smáskjálftahrina á Reykjanesskaga Viðbúnaður í Djúpinu, böndum komið á áfengissölu og stútfull herbergi af köttum Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu frá RARIK. Þar segir að vegna þess hversu hár álagstoppur gærdagsins hafi verið hafi varaflsvél verið send af stað frá Þórshöfn í gær til að betur væri hægt að anna álagi dagsins í dag. „Viðgerð hófst í gær með því að boruð voru mjó göng undir árfarveg Skógár og rör dregin í gegnum þau. Jarðstrengirnir verða svo dregnir þar í gegn. Samstarfsaðilar okkar hjá verktakafyrirtækinu Þjótanda hófu borunina rétt eftir hádegi í gær og luku verkefninu um klukkan 5 í nótt. Starfsfólk framkvæmdaflokka RARIK mun í dag hefja vinnuna við að draga strengi í gegnum rörin og tengja, þannig að hægt verða að koma rafmagni aftur á svæðið eftir strengjum. Við nýtum einnig tækifærið og leggjum í rörið 11 kV streng sem liggur á sama stað yfir ána. Áætlað er að viðgerðin taki u.þ.b. tvo daga með prófunum. Bilun út frá spennistöð RARIK við Ytri-Sólheima, sem fór hálf á kaf í vatnsveðrinu á sunnudag og mánudag, er fundin og er viðgerð þar hafin. Vonast er til að hún klárist í kvöld eða á morgun. Bilunin olli töfum við uppbyggingu varaafls í Mýrdal seinni hluta mánudags en hún er staðsett í streng sem sér sendi Neyðarlínunnar fyrir rafmagni. Strengurinn skemmdist vegna mikils vatnsálags og hefur sendirinn verið keyrður áfram með varaflsvél Neyðarlínunnar á meðan. Um borunina: Borun undir árfarvegi er ekki ný af nálinni en aðferðin hefur þróast mikið á undanförnum árum svo nú þykir öruggt að bora í gegnum jafn lausan jarðveg og þarna er. Á mjög einfölduðu máli eru göngin fóðruð með sementsblöndu jafnóðum og þau eru boruð sem heldur þeim opnum. Þegar borinn er kominn í gegn eru rör fest í hann og hann dreginn til baka. Þannig leggjast göngin að rörunum en falla ekki saman þegar borinn er fjarlægður. Ef vel tekst til munum við skoða hvort skynsamlegt sé að skipuleggja samskonar boranir undir fleiri árfarvegi á þessu svæði vegna fenginnar reynslu okkar af ágangi ánna á strengina í haust og vetur. Slíkar viðhaldsframkvæmdir myndu þó alltaf falla á framkvæmdaáætlun sumarsins,“ segir í tilkynningunni frá RARIK.
Mýrdalshreppur Orkumál Mest lesið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Innlent Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Innlent Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Innlent Haraldur Jóhannsson er látinn Innlent Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Innlent Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Innlent Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Innlent Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Erlent Ber fyrir sig minnisleysi á verknaðarstundu Innlent Samhjálp í kapphlaupi við tímann Innlent Fleiri fréttir Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Slæmur frágangur akkerisins olli slysinu Níðingarnir treysta á skömmina í kynlífskúgunarmálum Ber fyrir sig minnisleysi á verknaðarstundu Gæsluvarðhaldsfangar dúsa í einangrun vegna plássleysis Þau sóttu um þrjú embætti skólameistara á Norðurlandi Haraldur Jóhannsson er látinn Ráðin í starf verkefnastjóra í atvinnuvegaráðuneytinu Fyrsta mastrið í Suðurnesjalínu 2 risið Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Hefja átak í HPV-bólusetningu í vetur Seðlabankinn heldur áfram að lækka vexti og mótmæli við utanríkisráðuneytið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Samhjálp í kapphlaupi við tímann Gefa sér þrjá mánuði til að leggja drög að Coda-stöð á Bakka Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Mótmæla við utanríkisráðuneytið Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi SÍS tekur undir kröfu Borgarbyggðar um kostnað vegna flóttamanna Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Fæstir bera nægilega mikið af sólarvörn á sig Neyðarástand hjá Villiköttum sem senda frá sér ákall Vita upp á hár hvernig lýðræði virkar eftir krakkakosningar Óbreytt ástand kemur ekki til greina „Það er bara dýrt að vera fátækur“ Smáskjálftahrina á Reykjanesskaga Viðbúnaður í Djúpinu, böndum komið á áfengissölu og stútfull herbergi af köttum Sjá meira