Enginn ætti að lesa skilaboðin sem honum hafi borist Magnús Jochum Pálsson skrifar 8. desember 2024 15:51 Keoghan hefur gert Instagram-aðgang sinn óvirkan eftir sambandsslitin við Sabrinu Carpenter. Hann hefur fengið sig fullsaddan af tröllunum í netheimum. Getty Írski leikarinn Barry Keoghan hefur fengið sig fullsaddan af hatri í hans garð á netinu. Hann sættir sig ekki við að fólk sitji um heimili sonar hans og dreifi fölskum sögusögnum. Keoghan hætti nýlega með bandarísku söngkonunni Sabrinu Carpenter en sá orðrómur gekk að hann hefði haldið framhjá henni. Keoghan birti yfirlýsingu á X á laugardagskvöld þar sem hann brást við umfjöllun og fréttum síðustu daga. „Vinsamlegast sýnið virðingu,“ skrifar hann við færsluna og birti þar mynd með löngum texta. Keoghan og Carpenter tilkynntu 4. desember að þau ætluðu að taka hlé hvort frá öðru eftir tæplega árs samband. Nettröllin fóru í kjölfarið á fullt að dreifa þeim orðrómi að Keoghan hefði haldið framhjá Carpenter með bandaríska áhrifavaldinum Breckie Hill eftir að til þeirra sást á hóteli í Hollywood. Keoghan gerði Instagram-reikning sinn síðan óvirkan laugardaginn 7. desember og birti í kjölfarið fyrrnefnda yfirlýsingu þar sem hann sagðist ekki þola meira. „Nafn mitt hefur verið troðið niður í svaðið á netinu á þann hátt sem ég bregst yfirleitt ekki við. Nú þarf ég að bregðast vegna þess að það er komið á stað þar sem búið er að fara langt yfir strikið,“ skrifar hann í færslunni. Please be respectful x pic.twitter.com/N03eHAIbC8— Barry Keoghan (@BarryKeoghan) December 7, 2024 Setið um heimili sonarins Hann segist hafa gert aðgang sinn óvirkan þar sem hann geti ekki lengur látið slíkar sögusagnir hafa áhrif á fjölskyldu hans og vinnu. „Engin manneskja ætti að þurfa að lesa skilaboðin sem mér hafa borist. Hreinar lygar, hatur, viðbjóðsleg ummæli um útlit mitt, persónu, hvernig ég er sem foreldri og hvers konar ómannúðleiki sem hægt er að ímynda sér,“ skrifar hann einnig í færslunni. Keoghan segir fólk hafa lýst honum sem heróín-barni og talað fjálglega um uppeldi hans. Þá segir hann fólk hafa bankað upp á hjá ömmu hans, setið um heimili sonar hans og ógnað fjölskyldu hans. „Þar er farið yfir strikið,“ skrifar hann. Hann segist leggja hart að sér á hverjum degi til að vera sem heilbrigðastur og sterkastur fyrir son sinn. Hann vilji skapa honum tækifæri til að læra, mistakast og vaxa. „Ég vil að hann geti horft á föður sinn, haft algjört traust á mér og vitað að ég muni passa hann sama hvað.“ Ekki fjarverandi faðir Keoghan var til viðtals í hlaðvarpi fjölmiðlamannsins Louis Theroux í síðasta mánuði þar sem hann fjallaði um reynslu sína af fósturheimilum og móður sinni sem lést eftir harða baráttu við vímuefnaneyslu. Hann geti ekki setið undir því að vera kallaður ónytjungsfaðir (e. deadbeat dad). „Ef ég hefði ekki þykkan skráp og styrkinn sem ég bý yfir, stæði ég ekki hérna,“ sagði hann í viðtalinu. Æska sín hefði auðvitað litað föðurhlutverkið þegar hann hefði enga föðurímynd til að byggja á. Af því hann birti sjaldan myndir af syni sínum þá haldi fólk því fram að hann sé fjarverandi sem faðir. Raunin væri að frægðin hafi gert það að verkum að hann vilji síður deila syninum með heiminum. Keoghan á Brando, með fyrrverandi kærustu sinni Alysson Kierans. Hollywood Bandaríkin Írland Bíó og sjónvarp Samfélagsmiðlar Tengdar fréttir Barry Keoghan leikur Bítil Stórleikarinn írski Barry Keoghan mun leika trommarann fræga Ringo Starr í ævisögulegri kvikmyndaröð Sam Mendes um ævi og störf Bítlanna. Stefnt er að því að hver Bítill fái sína mynd. 27. nóvember 2024 20:56 Þvertekur fyrir að typpið hafi verið stækkað Leikarinn Barry Keoghan þvertekur fyrir það að hafa verið með gervityppi við tökur á kvikmyndinni Saltburn. Í lokaatriði myndarinnar dansar Oliver Quick, karakter Keoghan, um nakinn og segir leikarinn að honum hafi ekki þótt það neitt óþægilegt. 5. nóvember 2024 15:55 Gísli Pálmi í fótbolta með Barry Keoghan Rapparinn Gísli Pálmi Sigurðsson birti mynd af sér og írska stórleikaranum Barry Keoghan á Instagram í gær þar sem þeir voru í fótbolta saman. Félagarnir, sem eru báðir búsettir í Lundúnum, hittast á vikulegum fótboltaæfingum. 17. júlí 2024 13:54 Mest lesið Litlu munaði að þyrlan hrapaði Lífið „Fólk hló og grét til skiptis“ Lífið Tíu stellingar sem örva G-blettinn Lífið Glæsihús augnlæknis til sölu Lífið Fréttatía vikunnar: Staða íslenskunnar, ríkislögreglustjóri og formannskjör Lífið Af og frá að fimmti þáttur hafi verið klipptur extra mikið Lífið Bubba svarað og „barnaleg vitleysa“ í Borgó Menning Ólöf Skafta og Kristín dannaðar í miðborginni Lífið Seld sú hugmynd að grannur líkami sé það eina sem er aðlaðandi Lífið Vörur sem börnin geta erft Tíska og hönnun Fleiri fréttir Litlu munaði að þyrlan hrapaði „Fólk hló og grét til skiptis“ Fréttatía vikunnar: Staða íslenskunnar, ríkislögreglustjóri og formannskjör Tíu stellingar sem örva G-blettinn Einstök íslensk verk sem hlutu hönnunarverðlaunin Fleiri lög berjast um farseðilinn þrátt fyrir óvissuna Glæsihús augnlæknis til sölu Ólöf Skafta og Kristín dannaðar í miðborginni Af og frá að fimmti þáttur hafi verið klipptur extra mikið Áföll og samskiptamynstur erfast milli kynslóða Tíu töff pelsar fyrir veturinn „Mjög pirruð út í hvort annað eftir frumsýninguna“ Ölgerðin lítur Orkutal „öfgahægrisins“ alvarlegum augum Spennandi fiski-takkó fyrir alla fjölskylduna Kastaði sér niður fimmtán stiga: „Marinn, þjáður og aumkunarverður“ „Get ekki hætt að hlusta og gráta“ Lögmálið um lítil typpi Dansandi bræður slá í gegn á stóra sviðinu Safaríkur kjúklingaréttur sem slær alltaf í gegn Smart og stílíseruð í Sigvaldablokk Stórstjörnur í snjóbrettasenunni fögnuðu Fann engin önnur ráð en „að ganga í söfnuð Votta Jehóva“ Einbýlishús í Garðabænum eftir miklar framkvæmdir Sérstök og sjaldgæf íslensk nöfn: „Vitanlega var mér strítt“ „Konan hans hlýtur að taka á honum þegar hún heyrir þetta“ Slær á sögusagnirnar með lúmskum skilaboðum Eins og sebrahestur umkringdur ljónum Sjáðu nýtt og stærðarinnar veitingasvæði í Smáralind Löggunni ekki boðið en mætti tvisvar til Jenner Binni ætlaði að sjóða kartöflur í hraðsuðukatli Sjá meira
Keoghan birti yfirlýsingu á X á laugardagskvöld þar sem hann brást við umfjöllun og fréttum síðustu daga. „Vinsamlegast sýnið virðingu,“ skrifar hann við færsluna og birti þar mynd með löngum texta. Keoghan og Carpenter tilkynntu 4. desember að þau ætluðu að taka hlé hvort frá öðru eftir tæplega árs samband. Nettröllin fóru í kjölfarið á fullt að dreifa þeim orðrómi að Keoghan hefði haldið framhjá Carpenter með bandaríska áhrifavaldinum Breckie Hill eftir að til þeirra sást á hóteli í Hollywood. Keoghan gerði Instagram-reikning sinn síðan óvirkan laugardaginn 7. desember og birti í kjölfarið fyrrnefnda yfirlýsingu þar sem hann sagðist ekki þola meira. „Nafn mitt hefur verið troðið niður í svaðið á netinu á þann hátt sem ég bregst yfirleitt ekki við. Nú þarf ég að bregðast vegna þess að það er komið á stað þar sem búið er að fara langt yfir strikið,“ skrifar hann í færslunni. Please be respectful x pic.twitter.com/N03eHAIbC8— Barry Keoghan (@BarryKeoghan) December 7, 2024 Setið um heimili sonarins Hann segist hafa gert aðgang sinn óvirkan þar sem hann geti ekki lengur látið slíkar sögusagnir hafa áhrif á fjölskyldu hans og vinnu. „Engin manneskja ætti að þurfa að lesa skilaboðin sem mér hafa borist. Hreinar lygar, hatur, viðbjóðsleg ummæli um útlit mitt, persónu, hvernig ég er sem foreldri og hvers konar ómannúðleiki sem hægt er að ímynda sér,“ skrifar hann einnig í færslunni. Keoghan segir fólk hafa lýst honum sem heróín-barni og talað fjálglega um uppeldi hans. Þá segir hann fólk hafa bankað upp á hjá ömmu hans, setið um heimili sonar hans og ógnað fjölskyldu hans. „Þar er farið yfir strikið,“ skrifar hann. Hann segist leggja hart að sér á hverjum degi til að vera sem heilbrigðastur og sterkastur fyrir son sinn. Hann vilji skapa honum tækifæri til að læra, mistakast og vaxa. „Ég vil að hann geti horft á föður sinn, haft algjört traust á mér og vitað að ég muni passa hann sama hvað.“ Ekki fjarverandi faðir Keoghan var til viðtals í hlaðvarpi fjölmiðlamannsins Louis Theroux í síðasta mánuði þar sem hann fjallaði um reynslu sína af fósturheimilum og móður sinni sem lést eftir harða baráttu við vímuefnaneyslu. Hann geti ekki setið undir því að vera kallaður ónytjungsfaðir (e. deadbeat dad). „Ef ég hefði ekki þykkan skráp og styrkinn sem ég bý yfir, stæði ég ekki hérna,“ sagði hann í viðtalinu. Æska sín hefði auðvitað litað föðurhlutverkið þegar hann hefði enga föðurímynd til að byggja á. Af því hann birti sjaldan myndir af syni sínum þá haldi fólk því fram að hann sé fjarverandi sem faðir. Raunin væri að frægðin hafi gert það að verkum að hann vilji síður deila syninum með heiminum. Keoghan á Brando, með fyrrverandi kærustu sinni Alysson Kierans.
Hollywood Bandaríkin Írland Bíó og sjónvarp Samfélagsmiðlar Tengdar fréttir Barry Keoghan leikur Bítil Stórleikarinn írski Barry Keoghan mun leika trommarann fræga Ringo Starr í ævisögulegri kvikmyndaröð Sam Mendes um ævi og störf Bítlanna. Stefnt er að því að hver Bítill fái sína mynd. 27. nóvember 2024 20:56 Þvertekur fyrir að typpið hafi verið stækkað Leikarinn Barry Keoghan þvertekur fyrir það að hafa verið með gervityppi við tökur á kvikmyndinni Saltburn. Í lokaatriði myndarinnar dansar Oliver Quick, karakter Keoghan, um nakinn og segir leikarinn að honum hafi ekki þótt það neitt óþægilegt. 5. nóvember 2024 15:55 Gísli Pálmi í fótbolta með Barry Keoghan Rapparinn Gísli Pálmi Sigurðsson birti mynd af sér og írska stórleikaranum Barry Keoghan á Instagram í gær þar sem þeir voru í fótbolta saman. Félagarnir, sem eru báðir búsettir í Lundúnum, hittast á vikulegum fótboltaæfingum. 17. júlí 2024 13:54 Mest lesið Litlu munaði að þyrlan hrapaði Lífið „Fólk hló og grét til skiptis“ Lífið Tíu stellingar sem örva G-blettinn Lífið Glæsihús augnlæknis til sölu Lífið Fréttatía vikunnar: Staða íslenskunnar, ríkislögreglustjóri og formannskjör Lífið Af og frá að fimmti þáttur hafi verið klipptur extra mikið Lífið Bubba svarað og „barnaleg vitleysa“ í Borgó Menning Ólöf Skafta og Kristín dannaðar í miðborginni Lífið Seld sú hugmynd að grannur líkami sé það eina sem er aðlaðandi Lífið Vörur sem börnin geta erft Tíska og hönnun Fleiri fréttir Litlu munaði að þyrlan hrapaði „Fólk hló og grét til skiptis“ Fréttatía vikunnar: Staða íslenskunnar, ríkislögreglustjóri og formannskjör Tíu stellingar sem örva G-blettinn Einstök íslensk verk sem hlutu hönnunarverðlaunin Fleiri lög berjast um farseðilinn þrátt fyrir óvissuna Glæsihús augnlæknis til sölu Ólöf Skafta og Kristín dannaðar í miðborginni Af og frá að fimmti þáttur hafi verið klipptur extra mikið Áföll og samskiptamynstur erfast milli kynslóða Tíu töff pelsar fyrir veturinn „Mjög pirruð út í hvort annað eftir frumsýninguna“ Ölgerðin lítur Orkutal „öfgahægrisins“ alvarlegum augum Spennandi fiski-takkó fyrir alla fjölskylduna Kastaði sér niður fimmtán stiga: „Marinn, þjáður og aumkunarverður“ „Get ekki hætt að hlusta og gráta“ Lögmálið um lítil typpi Dansandi bræður slá í gegn á stóra sviðinu Safaríkur kjúklingaréttur sem slær alltaf í gegn Smart og stílíseruð í Sigvaldablokk Stórstjörnur í snjóbrettasenunni fögnuðu Fann engin önnur ráð en „að ganga í söfnuð Votta Jehóva“ Einbýlishús í Garðabænum eftir miklar framkvæmdir Sérstök og sjaldgæf íslensk nöfn: „Vitanlega var mér strítt“ „Konan hans hlýtur að taka á honum þegar hún heyrir þetta“ Slær á sögusagnirnar með lúmskum skilaboðum Eins og sebrahestur umkringdur ljónum Sjáðu nýtt og stærðarinnar veitingasvæði í Smáralind Löggunni ekki boðið en mætti tvisvar til Jenner Binni ætlaði að sjóða kartöflur í hraðsuðukatli Sjá meira
Barry Keoghan leikur Bítil Stórleikarinn írski Barry Keoghan mun leika trommarann fræga Ringo Starr í ævisögulegri kvikmyndaröð Sam Mendes um ævi og störf Bítlanna. Stefnt er að því að hver Bítill fái sína mynd. 27. nóvember 2024 20:56
Þvertekur fyrir að typpið hafi verið stækkað Leikarinn Barry Keoghan þvertekur fyrir það að hafa verið með gervityppi við tökur á kvikmyndinni Saltburn. Í lokaatriði myndarinnar dansar Oliver Quick, karakter Keoghan, um nakinn og segir leikarinn að honum hafi ekki þótt það neitt óþægilegt. 5. nóvember 2024 15:55
Gísli Pálmi í fótbolta með Barry Keoghan Rapparinn Gísli Pálmi Sigurðsson birti mynd af sér og írska stórleikaranum Barry Keoghan á Instagram í gær þar sem þeir voru í fótbolta saman. Félagarnir, sem eru báðir búsettir í Lundúnum, hittast á vikulegum fótboltaæfingum. 17. júlí 2024 13:54