Taka sér hlé hvort frá öðru Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 4. desember 2024 10:52 Barry Keoghan og Sabrina Carpenter saman á rauða dreglinum á Met Gala í maí. Kevin Mazur/MG24/Getty Images Bandaríska söngkonan Sabrina Carpenter og írski leikarinn Barry Keoghan hafa ákveðið að taka sér hlé hvort frá öðru. Þau hafa verið að stinga saman nefjum í tæpt ár. Þetta kemur fram í umfjöllun People. Þar er haft eftir ónefndum vini þeirra að þau hafi ákveðið að kalla þetta gott en þau sáust fyrst saman á stefnumóti í desember í fyrra. „Þau eru bæði ung og að einbeita sér að sínum ferli, þannig þau hafa ákveðið að taka sér hlé frá sambandinu,“ segir vinurinn. Ofurparið kynntist fyrst í september í fyrra í tískuviku í París þar sem þau mættu bæði á sýningu Givenchy tískuhússins. Þau hafa síðan reglulega sést saman og verið dugleg að tjá sig um hvort annað á samfélagsmiðlum og í kjötheimum. Þannig mætti Írinn á Coachella þar sem hans kona var að spila og gegndi síðar aðalhlutverki í tónlistarmyndbandi hennar við lagið Please Please Please sem kom út í júní. Valdi Keoghan því hann sat við hliðina á henni Carpenter hefur áður tjáð sig um veru leikarans þar og sagt að hún hafi verið að velta fyrir sér hvaða stórleikara hún gæti fengið í myndbandið. Það hafi verið einfaldast að velja Keoghan þar sem hann hafi setið við hliðina á henni þegar hún var að velta þessu fyrir sér. Hún hafi lagt þetta til og hann slegið til. Keoghan hefur síðar hrósað henni í hástert á opinberum vettvangi. Þannig ræddi hann í hlaðvarpsþætti í nóvember að hann væri stoltur af Carpenter eftir að hún var tilnefnd til sex verðlauna. Þá sagðist hann þurfa að drífa sig í símann til að ná á hana. „Ég veit ekki um neinn sem leggur harðar að sér. Maður er kjaftstopp þegar maður fylgist með henni vinna og þeim viðmiðum sem hún setur sér. Sérstaklega í þessu tónlistarmyndbandi, hún bara er með þessa sýn. Hún veit hvað hún vill.“ Hollywood Ástin og lífið Mest lesið Á eiginmann og kærasta og allir sáttir Lífið Ein glæsilegasta kona landsins á lausu Lífið Hildur Vala og Mikael Kaaber í aðalhlutverkum Moulin Rouge Lífið Sérfræðingar deila um typpi refilsins en Sigríður Hagalín er búin að telja Lífið Vonast til að fá fullkomna sundlaug í Reykjadal Lífið Ekkert sundfataatriði í Ungfrú Ísland unglinga Lífið Frægustu vinslit Íslandssögunnar Lífið Glæsihús á Seltjarnarnesi á 240 milljónir Lífið Laufey og Júnía fögnuðu afmælisdeginum í Disney-garðinum Lífið Fór í tvær lýtaaðgerðir á sama deginum Lífið Fleiri fréttir Hildur Vala og Mikael Kaaber í aðalhlutverkum Moulin Rouge Vonast til að fá fullkomna sundlaug í Reykjadal Raf- og danstónlistarveisla í Austurbæjarbíó Ekkert sundfataatriði í Ungfrú Ísland unglinga Sérfræðingar deila um typpi refilsins en Sigríður Hagalín er búin að telja Ein glæsilegasta kona landsins á lausu Glæsihús á Seltjarnarnesi á 240 milljónir Fór í tvær lýtaaðgerðir á sama deginum Á eiginmann og kærasta og allir sáttir Öskurdrottningin Lar Park Lincoln er látin Sautján langveik börn fengu ferðastyrk Syngja Húsavík á Húsavík með stúlknakórnum Laufey og Júnía fögnuðu afmælisdeginum í Disney-garðinum Egill Logi Jónasson valinn bæjarlistamaður Akureyrar Frægustu vinslit Íslandssögunnar Stefán Einar og Sara Lind í sundur Bíllinn fannst þremur vikum eftir þjófnaðinn og þá lögfræðibók með Tólf og þrettán ára fatahönnuðir á Akureyri slá í gegn Taka ákvörðun á hverjum degi að elska hvort annað Ósamþykkt kjallaraíbúð á rúmar 44 milljónir Hélt að Sálin hafi hvatt fólk til að horfa til himins með höfuðið hátt Hátíð sem er skipulögð í kringum yngstu kynslóðina Laufey Lín skartaði íslenska fánanum á Coachella Viðar Örn og Sylvía Rós eiga von á barni Heillandi hús við Laugalæk úr smiðju Kjartans Sveinssonar Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Hafa aldrei rifist Stjörnulífið: Frumsýnir kærastann á Tenerife Stóri plokkdagurinn haldinn á sunnudaginn Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Sjá meira
Þetta kemur fram í umfjöllun People. Þar er haft eftir ónefndum vini þeirra að þau hafi ákveðið að kalla þetta gott en þau sáust fyrst saman á stefnumóti í desember í fyrra. „Þau eru bæði ung og að einbeita sér að sínum ferli, þannig þau hafa ákveðið að taka sér hlé frá sambandinu,“ segir vinurinn. Ofurparið kynntist fyrst í september í fyrra í tískuviku í París þar sem þau mættu bæði á sýningu Givenchy tískuhússins. Þau hafa síðan reglulega sést saman og verið dugleg að tjá sig um hvort annað á samfélagsmiðlum og í kjötheimum. Þannig mætti Írinn á Coachella þar sem hans kona var að spila og gegndi síðar aðalhlutverki í tónlistarmyndbandi hennar við lagið Please Please Please sem kom út í júní. Valdi Keoghan því hann sat við hliðina á henni Carpenter hefur áður tjáð sig um veru leikarans þar og sagt að hún hafi verið að velta fyrir sér hvaða stórleikara hún gæti fengið í myndbandið. Það hafi verið einfaldast að velja Keoghan þar sem hann hafi setið við hliðina á henni þegar hún var að velta þessu fyrir sér. Hún hafi lagt þetta til og hann slegið til. Keoghan hefur síðar hrósað henni í hástert á opinberum vettvangi. Þannig ræddi hann í hlaðvarpsþætti í nóvember að hann væri stoltur af Carpenter eftir að hún var tilnefnd til sex verðlauna. Þá sagðist hann þurfa að drífa sig í símann til að ná á hana. „Ég veit ekki um neinn sem leggur harðar að sér. Maður er kjaftstopp þegar maður fylgist með henni vinna og þeim viðmiðum sem hún setur sér. Sérstaklega í þessu tónlistarmyndbandi, hún bara er með þessa sýn. Hún veit hvað hún vill.“
Hollywood Ástin og lífið Mest lesið Á eiginmann og kærasta og allir sáttir Lífið Ein glæsilegasta kona landsins á lausu Lífið Hildur Vala og Mikael Kaaber í aðalhlutverkum Moulin Rouge Lífið Sérfræðingar deila um typpi refilsins en Sigríður Hagalín er búin að telja Lífið Vonast til að fá fullkomna sundlaug í Reykjadal Lífið Ekkert sundfataatriði í Ungfrú Ísland unglinga Lífið Frægustu vinslit Íslandssögunnar Lífið Glæsihús á Seltjarnarnesi á 240 milljónir Lífið Laufey og Júnía fögnuðu afmælisdeginum í Disney-garðinum Lífið Fór í tvær lýtaaðgerðir á sama deginum Lífið Fleiri fréttir Hildur Vala og Mikael Kaaber í aðalhlutverkum Moulin Rouge Vonast til að fá fullkomna sundlaug í Reykjadal Raf- og danstónlistarveisla í Austurbæjarbíó Ekkert sundfataatriði í Ungfrú Ísland unglinga Sérfræðingar deila um typpi refilsins en Sigríður Hagalín er búin að telja Ein glæsilegasta kona landsins á lausu Glæsihús á Seltjarnarnesi á 240 milljónir Fór í tvær lýtaaðgerðir á sama deginum Á eiginmann og kærasta og allir sáttir Öskurdrottningin Lar Park Lincoln er látin Sautján langveik börn fengu ferðastyrk Syngja Húsavík á Húsavík með stúlknakórnum Laufey og Júnía fögnuðu afmælisdeginum í Disney-garðinum Egill Logi Jónasson valinn bæjarlistamaður Akureyrar Frægustu vinslit Íslandssögunnar Stefán Einar og Sara Lind í sundur Bíllinn fannst þremur vikum eftir þjófnaðinn og þá lögfræðibók með Tólf og þrettán ára fatahönnuðir á Akureyri slá í gegn Taka ákvörðun á hverjum degi að elska hvort annað Ósamþykkt kjallaraíbúð á rúmar 44 milljónir Hélt að Sálin hafi hvatt fólk til að horfa til himins með höfuðið hátt Hátíð sem er skipulögð í kringum yngstu kynslóðina Laufey Lín skartaði íslenska fánanum á Coachella Viðar Örn og Sylvía Rós eiga von á barni Heillandi hús við Laugalæk úr smiðju Kjartans Sveinssonar Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Hafa aldrei rifist Stjörnulífið: Frumsýnir kærastann á Tenerife Stóri plokkdagurinn haldinn á sunnudaginn Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Sjá meira