„Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Ólafur Björn Sverrisson skrifar 3. desember 2024 18:17 Þorgrímur Þráinsson. Vísir/Vilhelm „Mér hefur verið hafnað sem rithöfundi, af stjórn listamannalauna, í 33 ár þrátt fyrir að hafa 9 sinnum hlotið bókmenntaverðlaun. Og notið vinsælda. Höfnunin er mér hvatning, enda er ég keppnismaður. Enginn brotsjór.“ Þetta segir Þorgrímur Þráinsson rithöfundur með meiru um úthlutun listamannalauna þetta árið. Formleg úthlutun menningarráðuneytis og Rannís verður kynnt á fimmtudag, en þeir listamenn sem sóttu um hafa fengið bréf og margir tjáð sig um úthlutunina. Þeirra meðal eru svekktir listamenn á borð við Elísabetu Jökulsdóttur, Guðrún Arndís Tryggvadóttir og Halldór Armand. Sá síðastnefndi lýsti launakerfinu sem útsettu fyrir klíkuskap, þó hann hafi verið tregur til að kvarta yfir því, enda þegið laun úr sjóðnum í fleiri ár. Fyrrnefndur Þorgrímur hefur á hinn bóginn aldrei fengið úthlutað úr sjóðnum fé til skrifta. Hann skrifar pistil á Facebook þar sem hann þakkar þeim listamönnum sem auðga andann. „Guði sé lof fyrir fólkið sem helgar sig listsköpun. Björk Guðmundsdóttir söngkona sagði á sínum tíma að ,,tónlist væri allsberar tilfinningar“. Ég tengi við það þegar ég spila mín eftirlætislög og felli tár. Sálin öðlast vængi,“ skrifar Þorgrímur. Réttu kokteilboðin Hann vilji sífellt njóta meiri listar. „Sjálfur hef ég skrifað 44 bækur á 35 árum, oftast barna- og ungmennabækur. Ekki veitir af í ljósi þess sem blasir við okkur. Mér hefur verið hafnað sem rithöfundi, af stjórn listamannalauna, í 33 ár þrátt fyrir að hafa 9 sinnum hlotið bókmenntaverðlaun. Og notið vinsælda. Höfnunin er mér hvatning, enda er ég keppnismaður. Enginn brotsjór,“ segir Þorgrímur sem fagnar þeim sem fá laun. „Og vonandi halda þeir áfram að skrifa - sem var líka hafnað. Kannski spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin. Kærar þakkir, þið dásamlegu listamenn, sem látið ekki deigan síga, gefist ekki upp og haldið áfram að auðga anda okkar allra. Við eigum að lifa lífinu í lit, hafa hugrekki til að fylgja ástríðunni, þótt á móti blási og gera góðverk, eins oft og við getum. Áfram listamenn!“ Töluverðar breytingar virðast vera á úthlutun launa í ár en á meðal þeirra sem ekki hljóta náð fyrir augum nefndarinnar eru vel metnir og margverðlaunaðir rithöfundar á borð við Dag Hjartarson og Jónas Reynir Gunnarsson. Þá vakti það mikla athygli vakti þegar Elísabet Jökulsdóttir greindi frá því að hún hafi í fyrsta skipti í tuttugu ár ekki hlotið starfslaun, en þessi starfslaun skipta listamenn öllu máli. Bókmenntir Listamannalaun Bókaútgáfa Menning Tengdar fréttir Hafnað í fyrsta sinn í tuttugu ár Tilfinningarnar eru blendnar hjá listamönnum landsins sem í dag fengu að vita hvort þeir hefðu hlotið starfslaun listamanna fyrir árið 2025. Elísabet Jökulsdóttir rithöfundur fær ekki laun í fyrsta sinn í tuttugu ár. Hulda Vilhjálmsdóttir myndlistarkona fékk neitun og segist ekki vita hvað hún eigi til bragðs að taka. 2. desember 2024 14:11 Dagur og Jónas Reynir fá ekki starfslaun Menningarmálaráðuneytið mun ekki gefa út um formlega úthlutun listamannalauna 2025 fyrr en næstkomandi fimmtudag. En bréf hafa hins vegar verið send til umsækjenda – hvort þeir hafi fengið eða ekki. 3. desember 2024 11:00 Mest lesið Galopnar sig og segist ætla að breyta hlutunum Lífið Freðinn faðir, fáránlegir fasistar og fyrsta flokks bíó Gagnrýni Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Tónlist „Ákvað að skilja hana eftir þar og athuga hversu langt ég kæmist“ Lífið Skilin að borði og sæng eftir 28 ára hjónaband Lífið Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Lífið Útbjó lágkolvetna prógram fyrir systur sína sem léttist strax og fékk meiri orku Lífið „Rétturinn sem fjölskyldan þín mun elska og biðja um aftur og aftur“ Lífið Frumsýning á Vísi: Iceguys trylla þjóðina enn og aftur í nýju myndbandi Tónlist Markmiðið að græða ekkert og „helst tapa pening“ Menning Fleiri fréttir Markmiðið að græða ekkert og „helst tapa pening“ Heiður að fá að segja sögu kvennanna sem ruddu brautina „Kunna ekki að reikna, kunna svo ekki að skammast sín“ „Stefán er að hengja bakara fyrir að vera ekki smiður“ Sveppi, Ari Eldjárn og Valdimar minnast Róberts Arnar á tónleikum Sakar rithöfunda um að vilja forðast umræðuna Norræni skálinn á heimssýningunni í Osaka hlaut gullverðlaun Fólk vilji ekki bara sjá þetta á Instagram Með Banksy í stofunni heima Afgangsgler fær nýtt líf á sýningu í HAKK gallerý Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Innblástur frá handanheiminum Kynorkan alltumlykjandi hjá óléttu óperusöngkonunni Skortur á viðtengingarhætti hjá Laufeyju sé hluti af stærri þróun Uppselt á fimmtíu sýningar á Línu Langsokk Óbeisluð rómantík á örlagaríku stefnumóti Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Sjá meira
Þetta segir Þorgrímur Þráinsson rithöfundur með meiru um úthlutun listamannalauna þetta árið. Formleg úthlutun menningarráðuneytis og Rannís verður kynnt á fimmtudag, en þeir listamenn sem sóttu um hafa fengið bréf og margir tjáð sig um úthlutunina. Þeirra meðal eru svekktir listamenn á borð við Elísabetu Jökulsdóttur, Guðrún Arndís Tryggvadóttir og Halldór Armand. Sá síðastnefndi lýsti launakerfinu sem útsettu fyrir klíkuskap, þó hann hafi verið tregur til að kvarta yfir því, enda þegið laun úr sjóðnum í fleiri ár. Fyrrnefndur Þorgrímur hefur á hinn bóginn aldrei fengið úthlutað úr sjóðnum fé til skrifta. Hann skrifar pistil á Facebook þar sem hann þakkar þeim listamönnum sem auðga andann. „Guði sé lof fyrir fólkið sem helgar sig listsköpun. Björk Guðmundsdóttir söngkona sagði á sínum tíma að ,,tónlist væri allsberar tilfinningar“. Ég tengi við það þegar ég spila mín eftirlætislög og felli tár. Sálin öðlast vængi,“ skrifar Þorgrímur. Réttu kokteilboðin Hann vilji sífellt njóta meiri listar. „Sjálfur hef ég skrifað 44 bækur á 35 árum, oftast barna- og ungmennabækur. Ekki veitir af í ljósi þess sem blasir við okkur. Mér hefur verið hafnað sem rithöfundi, af stjórn listamannalauna, í 33 ár þrátt fyrir að hafa 9 sinnum hlotið bókmenntaverðlaun. Og notið vinsælda. Höfnunin er mér hvatning, enda er ég keppnismaður. Enginn brotsjór,“ segir Þorgrímur sem fagnar þeim sem fá laun. „Og vonandi halda þeir áfram að skrifa - sem var líka hafnað. Kannski spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin. Kærar þakkir, þið dásamlegu listamenn, sem látið ekki deigan síga, gefist ekki upp og haldið áfram að auðga anda okkar allra. Við eigum að lifa lífinu í lit, hafa hugrekki til að fylgja ástríðunni, þótt á móti blási og gera góðverk, eins oft og við getum. Áfram listamenn!“ Töluverðar breytingar virðast vera á úthlutun launa í ár en á meðal þeirra sem ekki hljóta náð fyrir augum nefndarinnar eru vel metnir og margverðlaunaðir rithöfundar á borð við Dag Hjartarson og Jónas Reynir Gunnarsson. Þá vakti það mikla athygli vakti þegar Elísabet Jökulsdóttir greindi frá því að hún hafi í fyrsta skipti í tuttugu ár ekki hlotið starfslaun, en þessi starfslaun skipta listamenn öllu máli.
Bókmenntir Listamannalaun Bókaútgáfa Menning Tengdar fréttir Hafnað í fyrsta sinn í tuttugu ár Tilfinningarnar eru blendnar hjá listamönnum landsins sem í dag fengu að vita hvort þeir hefðu hlotið starfslaun listamanna fyrir árið 2025. Elísabet Jökulsdóttir rithöfundur fær ekki laun í fyrsta sinn í tuttugu ár. Hulda Vilhjálmsdóttir myndlistarkona fékk neitun og segist ekki vita hvað hún eigi til bragðs að taka. 2. desember 2024 14:11 Dagur og Jónas Reynir fá ekki starfslaun Menningarmálaráðuneytið mun ekki gefa út um formlega úthlutun listamannalauna 2025 fyrr en næstkomandi fimmtudag. En bréf hafa hins vegar verið send til umsækjenda – hvort þeir hafi fengið eða ekki. 3. desember 2024 11:00 Mest lesið Galopnar sig og segist ætla að breyta hlutunum Lífið Freðinn faðir, fáránlegir fasistar og fyrsta flokks bíó Gagnrýni Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Tónlist „Ákvað að skilja hana eftir þar og athuga hversu langt ég kæmist“ Lífið Skilin að borði og sæng eftir 28 ára hjónaband Lífið Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Lífið Útbjó lágkolvetna prógram fyrir systur sína sem léttist strax og fékk meiri orku Lífið „Rétturinn sem fjölskyldan þín mun elska og biðja um aftur og aftur“ Lífið Frumsýning á Vísi: Iceguys trylla þjóðina enn og aftur í nýju myndbandi Tónlist Markmiðið að græða ekkert og „helst tapa pening“ Menning Fleiri fréttir Markmiðið að græða ekkert og „helst tapa pening“ Heiður að fá að segja sögu kvennanna sem ruddu brautina „Kunna ekki að reikna, kunna svo ekki að skammast sín“ „Stefán er að hengja bakara fyrir að vera ekki smiður“ Sveppi, Ari Eldjárn og Valdimar minnast Róberts Arnar á tónleikum Sakar rithöfunda um að vilja forðast umræðuna Norræni skálinn á heimssýningunni í Osaka hlaut gullverðlaun Fólk vilji ekki bara sjá þetta á Instagram Með Banksy í stofunni heima Afgangsgler fær nýtt líf á sýningu í HAKK gallerý Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Innblástur frá handanheiminum Kynorkan alltumlykjandi hjá óléttu óperusöngkonunni Skortur á viðtengingarhætti hjá Laufeyju sé hluti af stærri þróun Uppselt á fimmtíu sýningar á Línu Langsokk Óbeisluð rómantík á örlagaríku stefnumóti Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Sjá meira
Hafnað í fyrsta sinn í tuttugu ár Tilfinningarnar eru blendnar hjá listamönnum landsins sem í dag fengu að vita hvort þeir hefðu hlotið starfslaun listamanna fyrir árið 2025. Elísabet Jökulsdóttir rithöfundur fær ekki laun í fyrsta sinn í tuttugu ár. Hulda Vilhjálmsdóttir myndlistarkona fékk neitun og segist ekki vita hvað hún eigi til bragðs að taka. 2. desember 2024 14:11
Dagur og Jónas Reynir fá ekki starfslaun Menningarmálaráðuneytið mun ekki gefa út um formlega úthlutun listamannalauna 2025 fyrr en næstkomandi fimmtudag. En bréf hafa hins vegar verið send til umsækjenda – hvort þeir hafi fengið eða ekki. 3. desember 2024 11:00