Dagur og Jónas Reynir fá ekki starfslaun Jakob Bjarnar skrifar 3. desember 2024 11:00 Einn af öðrum týnast þeir til listamennirnir sem greina frá því að þeir hafi ekkert fengið og þurfi nú að snúa sér að öðru. Dagur Hjartarson og Jónas Reynir, báðir vel metnir höfundar, greina frá því að þeir hafi fengið 0 krónur úr launasjóði rithöfunda. vísir/vilhelm/Elín Inga Menningarmálaráðuneytið mun ekki gefa út um formlega úthlutun listamannalauna 2025 fyrr en næstkomandi fimmtudag. En bréf hafa hins vegar verið send til umsækjenda – hvort þeir hafi fengið eða ekki. Það að fjölmiðlar fái ekki svigrúm til að greina frá því hverjir verði fyrir valinu þýðir að á samfélagsmiðlum tínast þeir listamenn til einn af öðrum og greina vinum sínum frá því að þeir hafi verið „í náðinni“ eins og rithöfundurinn Halldór Armand, sem ekki hlaut starfslaun að þessu sinni, orðar það. Mikla athygli vakti þegar Elísabet Jökulsdóttir greindi frá því að hún hafi í fyrsta skipti í tuttugu ár ekki hlotið starfslaun, en þessi starfslaun skipta listamenn öllu máli. Þeir Dagur Hjartarson og Jónas Reynir, vel metnir rithöfundar báðir tveir og margverðlaunaðir, eru meðal þeirra sem hafa tilkynnt að þeir hafi ekki hlotið náð fyrir augum nefndarinnar. Dagur var að tilkynna þetta nú fyrir nokkrum mínútum. „Síðustu sjö árin hef ég fengið listamannalaun, í níu og sex mánuði á ári. Þetta hefur gert mér kleift að sinna skrifum samhliða því að ala upp tvö lítil börn og borga af húsnæðisláni. Fyrir það er ég mjög þakklátur. Í gær fékk ég hins vegar höfnun frá sjóðnum,“ segir Dagur. Hann greinir jafnframt frá því að hann hafi talið umsókn sína bæði vandaða og sterka. „Henni fylgdi ítarleg greinargerð og tvö fylgiskjöl, sýnishorn upp á samtals 68 blaðsíður. Síðasta skáldsaga mín fékk tilnefningu til Íslensku bókmenntaverðlaunanna, ég hef alltaf staðið skil á mínu. En hér verð ég að játa mig sigraðan: Ég skil ekki hvernig þetta kerfi virkar, hvernig það er hugsað. Blóm og kransar afþakkaðir en þeim sem vilja minnast skáldsins er bent á skáldsöguna Sporðdreka, sem var tíunda bók höfundar.“ Jónas Reynir er annar höfundur sem auglýsir eftir vinnu. „Þá er komin niðurstaða frá sjóði listamannalauna og lenti ég í því óláni að fara úr 9 mánuðum niður í 0. Ég auglýsi því hér eftir vinnu.“ Jónas segir að honum sé ýmislegt til lista lagt: „Ég hef mikla reynslu af skrifum, hef reyndar helgað mig þeim algjörlega síðan ég varð stór, og skrifað skáldsögur, ljóðabækur, leikrit, sjónvarpsþátta- og kvikmyndahandrit, unnið í skrifteymum að vinnslu stórra verkefna og ritstýrt handritum. Þið vitið af mér, bransafólk - skrif, kannski þýðingar, það væri gaman.“ Hvorki Jónas Reynir né Dagur hafa neinar haldbærar skýringar á því hvers vegna þeim var hafnað að þessu sinni. Listamannalaun Bókmenntir Bókaútgáfa Tengdar fréttir Fyrsti karlinn í fjölskyldunni sem hefur ekki átt mótorhjól Ein er sú bók í jólabókaflóðinu sem áhugafólk um bókmenntir ætti alls ekki að láta fram hjá sér fara: Dauði skógar eftir Jónas Reyni Gunnarsson. 19. desember 2020 08:00 Einlægnin er aldrei einföld Dagur Hjartarson skáld og rithöfundur er að senda frá sér nýja vísindaskáldsögu sem heitir Ljósagangur. Hún er aðeins gefin út í 69 eintökum og það sem ekki selst í kvöld verður brennt á báli. 20. október 2021 13:47 Mest lesið Fögnuðu 181 milljarðs samningi með því að sýna Trump á typpinu Lífið Ása Ninna kveður Bylgjuna Lífið Vók Ofurmenni slaufað Gagnrýni „Hefði ekki getað óskað mér fallegri dags“ Lífið Will Smith við Davíð Goða: „Haltu áfram að skapa“ Lífið „Við viljum alls ekki fá of marga“ Lífið Þungaður LeBron leggst þungt á LeBron Lífið Mannauðsstjórinn segir einnig upp Lífið Streitulaust fjölskyldufrí í stað stress og álags Áskorun Love Island-stjörnur komnar í hóp Íslandsvina Lífið Fleiri fréttir Ása Ninna kveður Bylgjuna Will Smith við Davíð Goða: „Haltu áfram að skapa“ Fögnuðu 181 milljarðs samningi með því að sýna Trump á typpinu Love Island-stjörnur komnar í hóp Íslandsvina „Við viljum alls ekki fá of marga“ Mannauðsstjórinn segir einnig upp Þungaður LeBron leggst þungt á LeBron „Hefði ekki getað óskað mér fallegri dags“ Litríkur karakter sem var engum líkur Hulk Hogan er látinn Fyrsta stiklan úr miðaldaþáttum Balta Rene Kirby er látinn Pamela smellti kossi á Neeson Beittu listamönnum sem leynivopni í kalda stríðinu Hlutabréfin rjúka upp eftir að Sweeney fór í gallabuxurnar „Grunar að hann hafi bara vitað upp á hár hvað væri að fara að gerast“ Stjörnubarnið komið í heiminn Telja Ozzy endurfæddan sem Aquaman Skotheld og skemmtileg hlauparáð Devin Booker á Íslandi Hiti þjóðarsálarinnar mældur: „Allt frá hatrinu á Þjóðhátíðarlögum til vinstriumferðar og píkulistar“ Samfélagsmiðlar sýna ekki einmanaleikann Tuttugu ára aldursmunur og ástin blómstrar Robbie verður fimmtíu feta tröllkonan Ein heitasta söngkona landsins á lausu Svona verða stórtónleikar Kaleo í Vaglaskógi Gaf eistum kærastans gælunafn „Þetta hefur öfug áhrif og fólki líður bara verr“ Vera Illuga leiðir áhorfendur gegnum skilnað Ástin sveif yfir ítölskum vötnum Sjá meira
Það að fjölmiðlar fái ekki svigrúm til að greina frá því hverjir verði fyrir valinu þýðir að á samfélagsmiðlum tínast þeir listamenn til einn af öðrum og greina vinum sínum frá því að þeir hafi verið „í náðinni“ eins og rithöfundurinn Halldór Armand, sem ekki hlaut starfslaun að þessu sinni, orðar það. Mikla athygli vakti þegar Elísabet Jökulsdóttir greindi frá því að hún hafi í fyrsta skipti í tuttugu ár ekki hlotið starfslaun, en þessi starfslaun skipta listamenn öllu máli. Þeir Dagur Hjartarson og Jónas Reynir, vel metnir rithöfundar báðir tveir og margverðlaunaðir, eru meðal þeirra sem hafa tilkynnt að þeir hafi ekki hlotið náð fyrir augum nefndarinnar. Dagur var að tilkynna þetta nú fyrir nokkrum mínútum. „Síðustu sjö árin hef ég fengið listamannalaun, í níu og sex mánuði á ári. Þetta hefur gert mér kleift að sinna skrifum samhliða því að ala upp tvö lítil börn og borga af húsnæðisláni. Fyrir það er ég mjög þakklátur. Í gær fékk ég hins vegar höfnun frá sjóðnum,“ segir Dagur. Hann greinir jafnframt frá því að hann hafi talið umsókn sína bæði vandaða og sterka. „Henni fylgdi ítarleg greinargerð og tvö fylgiskjöl, sýnishorn upp á samtals 68 blaðsíður. Síðasta skáldsaga mín fékk tilnefningu til Íslensku bókmenntaverðlaunanna, ég hef alltaf staðið skil á mínu. En hér verð ég að játa mig sigraðan: Ég skil ekki hvernig þetta kerfi virkar, hvernig það er hugsað. Blóm og kransar afþakkaðir en þeim sem vilja minnast skáldsins er bent á skáldsöguna Sporðdreka, sem var tíunda bók höfundar.“ Jónas Reynir er annar höfundur sem auglýsir eftir vinnu. „Þá er komin niðurstaða frá sjóði listamannalauna og lenti ég í því óláni að fara úr 9 mánuðum niður í 0. Ég auglýsi því hér eftir vinnu.“ Jónas segir að honum sé ýmislegt til lista lagt: „Ég hef mikla reynslu af skrifum, hef reyndar helgað mig þeim algjörlega síðan ég varð stór, og skrifað skáldsögur, ljóðabækur, leikrit, sjónvarpsþátta- og kvikmyndahandrit, unnið í skrifteymum að vinnslu stórra verkefna og ritstýrt handritum. Þið vitið af mér, bransafólk - skrif, kannski þýðingar, það væri gaman.“ Hvorki Jónas Reynir né Dagur hafa neinar haldbærar skýringar á því hvers vegna þeim var hafnað að þessu sinni.
Listamannalaun Bókmenntir Bókaútgáfa Tengdar fréttir Fyrsti karlinn í fjölskyldunni sem hefur ekki átt mótorhjól Ein er sú bók í jólabókaflóðinu sem áhugafólk um bókmenntir ætti alls ekki að láta fram hjá sér fara: Dauði skógar eftir Jónas Reyni Gunnarsson. 19. desember 2020 08:00 Einlægnin er aldrei einföld Dagur Hjartarson skáld og rithöfundur er að senda frá sér nýja vísindaskáldsögu sem heitir Ljósagangur. Hún er aðeins gefin út í 69 eintökum og það sem ekki selst í kvöld verður brennt á báli. 20. október 2021 13:47 Mest lesið Fögnuðu 181 milljarðs samningi með því að sýna Trump á typpinu Lífið Ása Ninna kveður Bylgjuna Lífið Vók Ofurmenni slaufað Gagnrýni „Hefði ekki getað óskað mér fallegri dags“ Lífið Will Smith við Davíð Goða: „Haltu áfram að skapa“ Lífið „Við viljum alls ekki fá of marga“ Lífið Þungaður LeBron leggst þungt á LeBron Lífið Mannauðsstjórinn segir einnig upp Lífið Streitulaust fjölskyldufrí í stað stress og álags Áskorun Love Island-stjörnur komnar í hóp Íslandsvina Lífið Fleiri fréttir Ása Ninna kveður Bylgjuna Will Smith við Davíð Goða: „Haltu áfram að skapa“ Fögnuðu 181 milljarðs samningi með því að sýna Trump á typpinu Love Island-stjörnur komnar í hóp Íslandsvina „Við viljum alls ekki fá of marga“ Mannauðsstjórinn segir einnig upp Þungaður LeBron leggst þungt á LeBron „Hefði ekki getað óskað mér fallegri dags“ Litríkur karakter sem var engum líkur Hulk Hogan er látinn Fyrsta stiklan úr miðaldaþáttum Balta Rene Kirby er látinn Pamela smellti kossi á Neeson Beittu listamönnum sem leynivopni í kalda stríðinu Hlutabréfin rjúka upp eftir að Sweeney fór í gallabuxurnar „Grunar að hann hafi bara vitað upp á hár hvað væri að fara að gerast“ Stjörnubarnið komið í heiminn Telja Ozzy endurfæddan sem Aquaman Skotheld og skemmtileg hlauparáð Devin Booker á Íslandi Hiti þjóðarsálarinnar mældur: „Allt frá hatrinu á Þjóðhátíðarlögum til vinstriumferðar og píkulistar“ Samfélagsmiðlar sýna ekki einmanaleikann Tuttugu ára aldursmunur og ástin blómstrar Robbie verður fimmtíu feta tröllkonan Ein heitasta söngkona landsins á lausu Svona verða stórtónleikar Kaleo í Vaglaskógi Gaf eistum kærastans gælunafn „Þetta hefur öfug áhrif og fólki líður bara verr“ Vera Illuga leiðir áhorfendur gegnum skilnað Ástin sveif yfir ítölskum vötnum Sjá meira
Fyrsti karlinn í fjölskyldunni sem hefur ekki átt mótorhjól Ein er sú bók í jólabókaflóðinu sem áhugafólk um bókmenntir ætti alls ekki að láta fram hjá sér fara: Dauði skógar eftir Jónas Reyni Gunnarsson. 19. desember 2020 08:00
Einlægnin er aldrei einföld Dagur Hjartarson skáld og rithöfundur er að senda frá sér nýja vísindaskáldsögu sem heitir Ljósagangur. Hún er aðeins gefin út í 69 eintökum og það sem ekki selst í kvöld verður brennt á báli. 20. október 2021 13:47
Hiti þjóðarsálarinnar mældur: „Allt frá hatrinu á Þjóðhátíðarlögum til vinstriumferðar og píkulistar“