Sýn, Síminn og RÚV standa að baki nýjum sjónvarpsverðlaunum Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 21. nóvember 2024 16:40 Síðast voru veitt verðlaun fyrir sjónvarpsþáttagerð hér á landi á Eddunni 2022. Hulda Margrét Ólafsdóttir Ljósvakamiðlarnir Sýn, Sjónvarp Símans og Ríkisútvarpið hafa stofnað til sérstakra íslenskra sjónvarpsverðlauna. Stefnt er að því að verðlaunin verði afhent í fyrsta sinn maí næstkomandi á sérstökum viðburði. Á viðburðinum verða veitt verðlaun fyrir sjónvarpsefni sem frumsýnt er á sjónvarpsstöðvum miðlanna. Í fréttatilkynningu segir að stofnað hafi verið til verðlaunanna eftir að ÍKSA ákvað að aðskilja afhendingu verðlauna fyrir sjónvarpsefni og kvikmyndir á hinni árlegu Eddu-verðlaunahátíð. Fyrr á þessu ári voru því í fyrsta sinn eingöngu afhent verðlaun fyrir kvikmyndir á Eddunni og er það í fyrsta sinn sem sá háttur hefur verið á frá stofnun ÍKSA fyrir 25 árum. Enn liggur ekki fyrir hvað verðlaunahátíðin kemur til með að heita. Fram kemur í tilkynningu að sökum þess hve langt sé liðið frá því að verðlaun fyrir sjónvarpsefni voru síðast afhent verði á fyrsta viðburðinum afhent verðlaun fyrir lengra tímabil en verður að jafnaði. Þannig standi til á þessari fyrstu sjónvarpshátíð að afhenda verðlaun fyrir sjónvarpsefni sem frumsýnt var á árunum 2023 og 2024. Áætlað sé að verðlaunin verði árlegur liður og að í framtíðinni verði þau afhent fyrir efni sem frumsýnt er á hverjum sjónvarpsvetri. Bíó og sjónvarp Kvikmyndagerð á Íslandi Sýn Ríkisútvarpið Síminn Mest lesið Fiðluleikari kærir Will Smith fyrir kynferðislega áreitni Lífið Steinhissa á því að fyrsta barnið sé fyrsta barn ársins Lífið Þarf alltaf „eitthvað til að kjamsa á“ daginn eftir skaup Lífið Marvel-stjarna varð fyrir heilaskaða Bíó og sjónvarp Áramótaheit landsmanna: Hætta að segja six-seven og lifa af Lífið Búinn að sturta sig með fötu síðan í nóvember Lífið Enginn formaður Sjalla, Kaffi Vest-samsærið og vinir skoðanabræðra Menning Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Enduðu Stranger Things í Þjórsárdal Bíó og sjónvarp Opnar sig um augnlokaaðgerðina Lífið Fleiri fréttir Marvel-stjarna varð fyrir heilaskaða Enduðu Stranger Things í Þjórsárdal Fyrsta stiklan úr Íslandsstórvirki Nolan mætt á netið Wire-stjarna látin langt fyrir aldur fram Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2025 Framhald af Napóleonsskjölunum í vinnslu Enginn Óskar til Íslands 2026 Bestu myndir Robs Reiner Dick van Dyke á hundrað ára afmæli Pulp Fiction leikarinn Peter Greene látinn Frumsýning á Vísi: „Sýna fólki hver Bubbi er í raun og veru“ Nágrannar kveðja endanlega í dag Lawrence og Hutcherson snúa aftur í Hungurleikana Ósáttur við framhaldið: „Skildu ekki hvað gerði þá fyrstu sérstaka“ „Það er hægt að búa til alvöru hasarmyndir á Íslandi“ Yrsa, Hannes og Björg í eina sæng með Thule Sjá meira
Á viðburðinum verða veitt verðlaun fyrir sjónvarpsefni sem frumsýnt er á sjónvarpsstöðvum miðlanna. Í fréttatilkynningu segir að stofnað hafi verið til verðlaunanna eftir að ÍKSA ákvað að aðskilja afhendingu verðlauna fyrir sjónvarpsefni og kvikmyndir á hinni árlegu Eddu-verðlaunahátíð. Fyrr á þessu ári voru því í fyrsta sinn eingöngu afhent verðlaun fyrir kvikmyndir á Eddunni og er það í fyrsta sinn sem sá háttur hefur verið á frá stofnun ÍKSA fyrir 25 árum. Enn liggur ekki fyrir hvað verðlaunahátíðin kemur til með að heita. Fram kemur í tilkynningu að sökum þess hve langt sé liðið frá því að verðlaun fyrir sjónvarpsefni voru síðast afhent verði á fyrsta viðburðinum afhent verðlaun fyrir lengra tímabil en verður að jafnaði. Þannig standi til á þessari fyrstu sjónvarpshátíð að afhenda verðlaun fyrir sjónvarpsefni sem frumsýnt var á árunum 2023 og 2024. Áætlað sé að verðlaunin verði árlegur liður og að í framtíðinni verði þau afhent fyrir efni sem frumsýnt er á hverjum sjónvarpsvetri.
Bíó og sjónvarp Kvikmyndagerð á Íslandi Sýn Ríkisútvarpið Síminn Mest lesið Fiðluleikari kærir Will Smith fyrir kynferðislega áreitni Lífið Steinhissa á því að fyrsta barnið sé fyrsta barn ársins Lífið Þarf alltaf „eitthvað til að kjamsa á“ daginn eftir skaup Lífið Marvel-stjarna varð fyrir heilaskaða Bíó og sjónvarp Áramótaheit landsmanna: Hætta að segja six-seven og lifa af Lífið Búinn að sturta sig með fötu síðan í nóvember Lífið Enginn formaður Sjalla, Kaffi Vest-samsærið og vinir skoðanabræðra Menning Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Enduðu Stranger Things í Þjórsárdal Bíó og sjónvarp Opnar sig um augnlokaaðgerðina Lífið Fleiri fréttir Marvel-stjarna varð fyrir heilaskaða Enduðu Stranger Things í Þjórsárdal Fyrsta stiklan úr Íslandsstórvirki Nolan mætt á netið Wire-stjarna látin langt fyrir aldur fram Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2025 Framhald af Napóleonsskjölunum í vinnslu Enginn Óskar til Íslands 2026 Bestu myndir Robs Reiner Dick van Dyke á hundrað ára afmæli Pulp Fiction leikarinn Peter Greene látinn Frumsýning á Vísi: „Sýna fólki hver Bubbi er í raun og veru“ Nágrannar kveðja endanlega í dag Lawrence og Hutcherson snúa aftur í Hungurleikana Ósáttur við framhaldið: „Skildu ekki hvað gerði þá fyrstu sérstaka“ „Það er hægt að búa til alvöru hasarmyndir á Íslandi“ Yrsa, Hannes og Björg í eina sæng með Thule Sjá meira