Sýn, Síminn og RÚV standa að baki nýjum sjónvarpsverðlaunum Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 21. nóvember 2024 16:40 Síðast voru veitt verðlaun fyrir sjónvarpsþáttagerð hér á landi á Eddunni 2022. Hulda Margrét Ólafsdóttir Ljósvakamiðlarnir Sýn, Sjónvarp Símans og Ríkisútvarpið hafa stofnað til sérstakra íslenskra sjónvarpsverðlauna. Stefnt er að því að verðlaunin verði afhent í fyrsta sinn maí næstkomandi á sérstökum viðburði. Á viðburðinum verða veitt verðlaun fyrir sjónvarpsefni sem frumsýnt er á sjónvarpsstöðvum miðlanna. Í fréttatilkynningu segir að stofnað hafi verið til verðlaunanna eftir að ÍKSA ákvað að aðskilja afhendingu verðlauna fyrir sjónvarpsefni og kvikmyndir á hinni árlegu Eddu-verðlaunahátíð. Fyrr á þessu ári voru því í fyrsta sinn eingöngu afhent verðlaun fyrir kvikmyndir á Eddunni og er það í fyrsta sinn sem sá háttur hefur verið á frá stofnun ÍKSA fyrir 25 árum. Enn liggur ekki fyrir hvað verðlaunahátíðin kemur til með að heita. Fram kemur í tilkynningu að sökum þess hve langt sé liðið frá því að verðlaun fyrir sjónvarpsefni voru síðast afhent verði á fyrsta viðburðinum afhent verðlaun fyrir lengra tímabil en verður að jafnaði. Þannig standi til á þessari fyrstu sjónvarpshátíð að afhenda verðlaun fyrir sjónvarpsefni sem frumsýnt var á árunum 2023 og 2024. Áætlað sé að verðlaunin verði árlegur liður og að í framtíðinni verði þau afhent fyrir efni sem frumsýnt er á hverjum sjónvarpsvetri. Bíó og sjónvarp Kvikmyndagerð á Íslandi Sýn Ríkisútvarpið Síminn Mest lesið Staðalímyndir í sjávarútvegi: „Hvar er maðurinn þinn?“ Lífið Landsliðshetjur elta drauminn til Ólafsvíkur Lífið Bakslag í veikindi Valgeirs Lífið Hvernig á að klæða sig fyrir körfuboltaleik? Tíska og hönnun Eitt fallegasta hús Reykjavíkur komið á sölu Lífið „Hélt að við værum að trufla verðandi bónorð hjá öðrum“ Lífið Einn heitasti plötusnúður í heimi á leið til landsins Tónlist Sagði að hún kæmist aldrei á forsíðu Vogue Lífið Nauðsynlegt að gera upp fortíðina Tónlist Eggert Gunnþór og Elsa selja einbýlið Lífið Fleiri fréttir Staupasteinsstjarna er látin Gurra og Georg hafa eignast litla systur Joe Don Baker látinn Frumsýning: Ólafur Darri og Hera Hilmar í glænýrri seríu Óskarsverðlaunaleikstjórinn Robert Benton látinn Tom Cruise stökk úr þyrlu með myndavél Íslendinga Trump tollar kvikmyndir: „Eins og reiður, fullur pabbi sem ætlar að hætta við jólin“ Fyrsta íslenska myndin í Cannes Premiere-flokki Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Viðræður hafnar um framhald á Adolescence Rísandi stórstjarna og alvöru hjartaknúsari Bestu myndir Vals Kilmer og verstu floppin Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Sjá meira
Á viðburðinum verða veitt verðlaun fyrir sjónvarpsefni sem frumsýnt er á sjónvarpsstöðvum miðlanna. Í fréttatilkynningu segir að stofnað hafi verið til verðlaunanna eftir að ÍKSA ákvað að aðskilja afhendingu verðlauna fyrir sjónvarpsefni og kvikmyndir á hinni árlegu Eddu-verðlaunahátíð. Fyrr á þessu ári voru því í fyrsta sinn eingöngu afhent verðlaun fyrir kvikmyndir á Eddunni og er það í fyrsta sinn sem sá háttur hefur verið á frá stofnun ÍKSA fyrir 25 árum. Enn liggur ekki fyrir hvað verðlaunahátíðin kemur til með að heita. Fram kemur í tilkynningu að sökum þess hve langt sé liðið frá því að verðlaun fyrir sjónvarpsefni voru síðast afhent verði á fyrsta viðburðinum afhent verðlaun fyrir lengra tímabil en verður að jafnaði. Þannig standi til á þessari fyrstu sjónvarpshátíð að afhenda verðlaun fyrir sjónvarpsefni sem frumsýnt var á árunum 2023 og 2024. Áætlað sé að verðlaunin verði árlegur liður og að í framtíðinni verði þau afhent fyrir efni sem frumsýnt er á hverjum sjónvarpsvetri.
Bíó og sjónvarp Kvikmyndagerð á Íslandi Sýn Ríkisútvarpið Síminn Mest lesið Staðalímyndir í sjávarútvegi: „Hvar er maðurinn þinn?“ Lífið Landsliðshetjur elta drauminn til Ólafsvíkur Lífið Bakslag í veikindi Valgeirs Lífið Hvernig á að klæða sig fyrir körfuboltaleik? Tíska og hönnun Eitt fallegasta hús Reykjavíkur komið á sölu Lífið „Hélt að við værum að trufla verðandi bónorð hjá öðrum“ Lífið Einn heitasti plötusnúður í heimi á leið til landsins Tónlist Sagði að hún kæmist aldrei á forsíðu Vogue Lífið Nauðsynlegt að gera upp fortíðina Tónlist Eggert Gunnþór og Elsa selja einbýlið Lífið Fleiri fréttir Staupasteinsstjarna er látin Gurra og Georg hafa eignast litla systur Joe Don Baker látinn Frumsýning: Ólafur Darri og Hera Hilmar í glænýrri seríu Óskarsverðlaunaleikstjórinn Robert Benton látinn Tom Cruise stökk úr þyrlu með myndavél Íslendinga Trump tollar kvikmyndir: „Eins og reiður, fullur pabbi sem ætlar að hætta við jólin“ Fyrsta íslenska myndin í Cannes Premiere-flokki Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Viðræður hafnar um framhald á Adolescence Rísandi stórstjarna og alvöru hjartaknúsari Bestu myndir Vals Kilmer og verstu floppin Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Sjá meira