Ekkert fordæmi fyrir því að fólk kjósi taktískt í alþingiskosningum Lovísa Arnardóttir skrifar 7. nóvember 2024 22:02 Ólafur Þ. Harðarson prófessor í stjórnmálafræði segir margt áhugavert í nýrri Maskínukönnun. Vísir/Vilhelm Prófessor í stjórnmálafræði segir fylgi flokkanna enn á mikilli hreyfinu. Það sé ekki fordæmi fyrir því að fólk kjósi taktískt í alþingiskosningum en það gæti gerst núna. Hann segir að möguleiki sé á að sett verði nýtt Íslandsmet í dauðum atkvæðum. „Helsta breytingin í þessari könnun er að Viðreisn er að bæta vel við sig,“ segir Ólafur Þ. Harðarson prófessor í stjórnmálafræði í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. Fylgi flokkanna er á töluverðri hreyfingu nú þegar einungis rúmar þrjár vikur eru til kosninga, samkvæmt nýrri könnun Maskínu. Viðreisn er á mikilli siglingu og bætir við sig þremur prósentustigum á milli kannana. Fylgið hefur ríflega tvöfaldast frá síðustu kosningum og stendur nú í 19,4 prósentum. Hann segir erfitt að vita hvað valdi. Það geti verið stefnumál eins og Evrópumál eða jafnvel framganga Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur, formanns flokksins, í kappræðum á Stöð 2 og RÚV. „Við vitum hins vegar hvaðan fylgi Viðreisnar er að koma miðað við síðustu kosningar,“ segir Ólafur. Ríflega þriðjungur sem ætli að kjósa flokkinn hafi gert það líka síðast, þriðjungur hafi kosið Sjálfstæðisflokk eða Framsóknarflokk og svo hafi þriðjungur kosið Vinstri græn, Samfylkingu eða Pírata. „Viðreisn er að fá fylgið víða að.“ Ólafur segir að í könnuninni megi einnig sjá að fylgið flakki á milli Sjálfstæðisflokks og Miðflokks. Það sé samhljómur meðal þessara flokka. Auk þess hafi það sést vel í kappræðum á RÚV síðustu helgi að Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, og Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, lögðu báðir mikla áherslu á klassíska markaðshyggju, lítil ríkisafskipti og lága skatta. Fólk kjósi yfirleitt það sem það vill kjósa Í könnuninni má einnig sjá að margir flokkar eru enn að berjast við það að ná inn á þing. Það eru Sósíalistaflokkurinn, Vinstri græn og Píratar. Ólafur segir hugsanlegt að kjósendur þessara flokka kjósi taktískt svo að atkvæði þeirra falli ekki í glæ. Það sé hins vegar ekkert fordæmi fyrir því að kjósendur kjósi taktískt í alþingiskosningum. „Þeir hafa yfirleitt bara kosið það sem þeir vilja.“ Það hafi sést taktísk kosning forsetakosningunum í vor og því megi alveg vera að kjósendur ákveði að gera það sama í lok nóvember. „Ef að niðurstöðurnar yrðu eins og könnunin með þessa þrjá flokka, þá myndu 15 prósent atkvæða verða dauð í kosningunum, og það yrði nýtt Íslandsmet.“ Viðreisn Sjálfstæðisflokkurinn Píratar Framsóknarflokkurinn Sósíalistaflokkurinn Vinstri græn Alþingiskosningar 2024 Skoðanakannanir Tengdar fréttir Píratar vilja stofnun til að rannsaka spillingu á Íslandi Þingflokksformaður Pírata segir hreyfinguna stefna á að komast í stjórnarsamstarf án Sjálfstæðisflokksins þótt á brattan hafi verið að sækja í könnunum. Í Samtalinu með Heimi Má segir hún enn nauðsynlegra en áður að taka upp viðræður um aðild að Evrópusambandinu eftir að Donald Trump var endurkjörinn forseti Bandaríkjanna. 7. nóvember 2024 19:50 „Hafi eitthvað borið í milli, þá bar í milli þar“ Jakob Frímann Magnússon, frambjóðandi Miðflokksins, segir að hafi eitthvað borið í milli í aðdraganda þess að hann sagði sig úr Flokki fólksins, hafi borið í milli hvað varðaði listamannalaun. Hann hafi viljað fjölga listamönnum á launum en ekki þingflokkurinn. 7. nóvember 2024 08:39 Fjörutíu prósent kjósenda Miðflokks vilja Trump Afgerandi meirihluti Íslendinga vill að Kamala Harris vinni kosningarnar vestanhafs í dag. 41 prósent þeirra sem segjast munu kjósa Miðflokkinn í komandi alþingiskosningum vilja aftur á móti sjá Trump vinna. 5. nóvember 2024 13:55 Mest lesið Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Erlent Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Innlent Svona verður Sæbraut í stokki Innlent Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Innlent Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Innlent Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Innlent Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Innlent Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Innlent Fleiri fréttir Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Grímur sjálfkjörinn í sæti Ingvars Tæp tvö þúsund ný leikskólapláss í Reykjavík á næstu fimm árum Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Blanda af „Mikka mús og íþróttaálfinum“ ógni lýðheilsu Sakar Guðrúnu um sjúklega þráhyggju Stokkur fjarlægi gjána sem skilji að Vogahverfin Hættir að taka krókinn um Háaleitisbraut og Miklubraut Vildu að skikkjan yrði rifin af öxlum Ómars Fjórtán ára piltur grunaður um að leggja hníf að hálsi annars við Hvaleyrarvatn „Þar sem vændi þrífst þar þrífst líka mansal“ Útburður manns úr Bríetartúni dreginn til baka Mjög alvarlegt tilfelli Viðbúnaður í Vesturbæ og nikótínumræður á Alþingi Guðrún segir ríkisstjórnina slá skjaldborg um Flokk fólksins Skera niður til að mæta launahækkunum Töluverður eldsvoði og þrír fluttir af vettvangi í sjúkrabíl Fjölga ferðum og auka tíðni ákveðinna leiða Strætó í haust Tekur sér leyfi frá Alþingi til að fara í áfengismeðferð Bein útsending: Afmælisráðstefna Afstöðu Kynntu fyrirhugaðan Sæbrautarstokk Sjá meira
„Helsta breytingin í þessari könnun er að Viðreisn er að bæta vel við sig,“ segir Ólafur Þ. Harðarson prófessor í stjórnmálafræði í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. Fylgi flokkanna er á töluverðri hreyfingu nú þegar einungis rúmar þrjár vikur eru til kosninga, samkvæmt nýrri könnun Maskínu. Viðreisn er á mikilli siglingu og bætir við sig þremur prósentustigum á milli kannana. Fylgið hefur ríflega tvöfaldast frá síðustu kosningum og stendur nú í 19,4 prósentum. Hann segir erfitt að vita hvað valdi. Það geti verið stefnumál eins og Evrópumál eða jafnvel framganga Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur, formanns flokksins, í kappræðum á Stöð 2 og RÚV. „Við vitum hins vegar hvaðan fylgi Viðreisnar er að koma miðað við síðustu kosningar,“ segir Ólafur. Ríflega þriðjungur sem ætli að kjósa flokkinn hafi gert það líka síðast, þriðjungur hafi kosið Sjálfstæðisflokk eða Framsóknarflokk og svo hafi þriðjungur kosið Vinstri græn, Samfylkingu eða Pírata. „Viðreisn er að fá fylgið víða að.“ Ólafur segir að í könnuninni megi einnig sjá að fylgið flakki á milli Sjálfstæðisflokks og Miðflokks. Það sé samhljómur meðal þessara flokka. Auk þess hafi það sést vel í kappræðum á RÚV síðustu helgi að Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, og Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, lögðu báðir mikla áherslu á klassíska markaðshyggju, lítil ríkisafskipti og lága skatta. Fólk kjósi yfirleitt það sem það vill kjósa Í könnuninni má einnig sjá að margir flokkar eru enn að berjast við það að ná inn á þing. Það eru Sósíalistaflokkurinn, Vinstri græn og Píratar. Ólafur segir hugsanlegt að kjósendur þessara flokka kjósi taktískt svo að atkvæði þeirra falli ekki í glæ. Það sé hins vegar ekkert fordæmi fyrir því að kjósendur kjósi taktískt í alþingiskosningum. „Þeir hafa yfirleitt bara kosið það sem þeir vilja.“ Það hafi sést taktísk kosning forsetakosningunum í vor og því megi alveg vera að kjósendur ákveði að gera það sama í lok nóvember. „Ef að niðurstöðurnar yrðu eins og könnunin með þessa þrjá flokka, þá myndu 15 prósent atkvæða verða dauð í kosningunum, og það yrði nýtt Íslandsmet.“
Viðreisn Sjálfstæðisflokkurinn Píratar Framsóknarflokkurinn Sósíalistaflokkurinn Vinstri græn Alþingiskosningar 2024 Skoðanakannanir Tengdar fréttir Píratar vilja stofnun til að rannsaka spillingu á Íslandi Þingflokksformaður Pírata segir hreyfinguna stefna á að komast í stjórnarsamstarf án Sjálfstæðisflokksins þótt á brattan hafi verið að sækja í könnunum. Í Samtalinu með Heimi Má segir hún enn nauðsynlegra en áður að taka upp viðræður um aðild að Evrópusambandinu eftir að Donald Trump var endurkjörinn forseti Bandaríkjanna. 7. nóvember 2024 19:50 „Hafi eitthvað borið í milli, þá bar í milli þar“ Jakob Frímann Magnússon, frambjóðandi Miðflokksins, segir að hafi eitthvað borið í milli í aðdraganda þess að hann sagði sig úr Flokki fólksins, hafi borið í milli hvað varðaði listamannalaun. Hann hafi viljað fjölga listamönnum á launum en ekki þingflokkurinn. 7. nóvember 2024 08:39 Fjörutíu prósent kjósenda Miðflokks vilja Trump Afgerandi meirihluti Íslendinga vill að Kamala Harris vinni kosningarnar vestanhafs í dag. 41 prósent þeirra sem segjast munu kjósa Miðflokkinn í komandi alþingiskosningum vilja aftur á móti sjá Trump vinna. 5. nóvember 2024 13:55 Mest lesið Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Erlent Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Innlent Svona verður Sæbraut í stokki Innlent Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Innlent Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Innlent Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Innlent Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Innlent Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Innlent Fleiri fréttir Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Grímur sjálfkjörinn í sæti Ingvars Tæp tvö þúsund ný leikskólapláss í Reykjavík á næstu fimm árum Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Blanda af „Mikka mús og íþróttaálfinum“ ógni lýðheilsu Sakar Guðrúnu um sjúklega þráhyggju Stokkur fjarlægi gjána sem skilji að Vogahverfin Hættir að taka krókinn um Háaleitisbraut og Miklubraut Vildu að skikkjan yrði rifin af öxlum Ómars Fjórtán ára piltur grunaður um að leggja hníf að hálsi annars við Hvaleyrarvatn „Þar sem vændi þrífst þar þrífst líka mansal“ Útburður manns úr Bríetartúni dreginn til baka Mjög alvarlegt tilfelli Viðbúnaður í Vesturbæ og nikótínumræður á Alþingi Guðrún segir ríkisstjórnina slá skjaldborg um Flokk fólksins Skera niður til að mæta launahækkunum Töluverður eldsvoði og þrír fluttir af vettvangi í sjúkrabíl Fjölga ferðum og auka tíðni ákveðinna leiða Strætó í haust Tekur sér leyfi frá Alþingi til að fara í áfengismeðferð Bein útsending: Afmælisráðstefna Afstöðu Kynntu fyrirhugaðan Sæbrautarstokk Sjá meira
Píratar vilja stofnun til að rannsaka spillingu á Íslandi Þingflokksformaður Pírata segir hreyfinguna stefna á að komast í stjórnarsamstarf án Sjálfstæðisflokksins þótt á brattan hafi verið að sækja í könnunum. Í Samtalinu með Heimi Má segir hún enn nauðsynlegra en áður að taka upp viðræður um aðild að Evrópusambandinu eftir að Donald Trump var endurkjörinn forseti Bandaríkjanna. 7. nóvember 2024 19:50
„Hafi eitthvað borið í milli, þá bar í milli þar“ Jakob Frímann Magnússon, frambjóðandi Miðflokksins, segir að hafi eitthvað borið í milli í aðdraganda þess að hann sagði sig úr Flokki fólksins, hafi borið í milli hvað varðaði listamannalaun. Hann hafi viljað fjölga listamönnum á launum en ekki þingflokkurinn. 7. nóvember 2024 08:39
Fjörutíu prósent kjósenda Miðflokks vilja Trump Afgerandi meirihluti Íslendinga vill að Kamala Harris vinni kosningarnar vestanhafs í dag. 41 prósent þeirra sem segjast munu kjósa Miðflokkinn í komandi alþingiskosningum vilja aftur á móti sjá Trump vinna. 5. nóvember 2024 13:55