Støre lét sig ekki vanta í Sundhöllina Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 29. október 2024 12:10 Støre hefur aldrei verið betri. Jonas Gahr Støre forsætisráðherra Noregs lét sig ekki vanta í Sundhöll Reykjavíkur þegar hún opnaði í morgun. Hann skellti sér í heita pottinn eldsnemma og var eftir ferðina tilbúinn í fundardag með leiðtogum hinna Norðurlandanna. Forsætisráðherrann birti myndir úr sundinu á samfélagsmiðlinum Instagram. Støre er líklega stærsti aðdáandi íslenskrar sundmenningar utan landsteinanna en hann fer í sund í hvert einasta skiptið sem hann sækir klakann heim. Hann er staddur hér á landi til að sækja Norðurlandaráðsþing sem haldið er í Reykjavík í þetta skiptið. Það hefur raunar vakið athygli í Noregi hvað Støre elskar íslenskar sundlaugar og var aðdáunin umfjöllunarefni norska ríkisútvarpsins í maí í fyrra þegar Støre sótti leiðtogafund Evrópuráðsins í Reykjavík. Þá tók fréttamaður NRK viðtal við Støre þar sem hann var staddur í heitasta potti Sundhallarinnar um íslensku sundmenninguna. „Ég kem alltaf hingað þegar ég er á Íslandi, þetta er íslensk hefð að skella sér í þessi böð,“ sagði ráðherrann við NRK í fyrra. Hann sagði við tækifærið að Ísland ætti sérstakan stað í hjörtum Norðmanna. Haft var eftir Støre að það séu ákveðnar samskiptareglur og hefðir þegar kemur að því að slaka á í heita pottinum á Íslandi. Það mikilvægasta sé að slaka á og spjalla, ef þess sé kostur. Svona byrjar Støre daginn í Reykjavík. Støre hefur aldrei verið betri. „Nú er ég klár í að hitta góða norræna kollega!“ segir forsætisráðherrann. Sundlaugar Reykjavík Noregur Íslandsvinir Þing Norðurlandaráðs í Reykjavík 2024 Mest lesið „Þetta er svo ósanngjarnt og enn mjög óraunverulegt fyrir okkur fjölskylduna“ Lífið Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2025 Bíó og sjónvarp Rakel María hætt komin: „Þið verðið drepin ef þið farið þarna upp“ Lífið Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Menning „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Menning Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Menning Nóg pláss fyrir tvo í sturtunni Lífið Bestu vinir sem fá að vinna við það sem þeir elska Tónlist Gert að halda öllum gögnum um „Nicepool“ Lífið Ofurfæðis súkkulaðikaka slær í gegn í skammdeginu Uppskriftir Fleiri fréttir „Þetta er svo ósanngjarnt og enn mjög óraunverulegt fyrir okkur fjölskylduna“ Nóg pláss fyrir tvo í sturtunni Kynferðisleg stífla hjá húsfélaginu Rakel María hætt komin: „Þið verðið drepin ef þið farið þarna upp“ Linda Nolan látin Gert að halda öllum gögnum um „Nicepool“ „Í rauninni fyrsti íslenski samfélagsmiðillinn“ Snýst ekki bara um að vera með flottan rass Segist á batavegi og heimsækir sjúkrahúsið sem hún dvaldi á Makinn hélt framhjá: „Ég get ekki fyrirgefið“ Servíettur á hausnum á árshátíð borgarstjórnar „Ég borða allt nema lík og líkamsvessa“ Hringur á fingur og pabbi hefur tröllatrú „Mikið djamm“ fylgdi Séð & heyrt Heitasti leikarinn í Hollywood Setja börnin í forgang og slíta hjónabandinu Ferðalaginu með hugvíkkandi efnin lauk á upphafsstað Sigursteinn Másson lykillinn að fullkominni fæðingu Guðrún losnaði við uppþemdan maga og léttist líka Fimmtán daga föstu Reynis að ljúka Sonur Gretu Salomé og Elvars kominn með nafn Segir tímann ekki lækna sorgina Eldar í Hollywood: Hneyksla sig á tryggingum, leigu og launum Stjörnulífið: Framlengdi jólin í Paradís og stórafmæli á Tenerife Fjölbreyttar leiðir til að fara inn í nýtt ár Fjölmenni í fimmtugsafmæli Ásgeirs Kolbeins á Tenerife Krakkatían: Sólskin, dýr og gönguleiðir Bjargvætturinn birtist óvænt og Hilmar brast í grát Þefaði ómvölurnar uppi í snjónum Valgeir afhenti Ingu textabrot úr laginu Sigurjón digri Sjá meira
Forsætisráðherrann birti myndir úr sundinu á samfélagsmiðlinum Instagram. Støre er líklega stærsti aðdáandi íslenskrar sundmenningar utan landsteinanna en hann fer í sund í hvert einasta skiptið sem hann sækir klakann heim. Hann er staddur hér á landi til að sækja Norðurlandaráðsþing sem haldið er í Reykjavík í þetta skiptið. Það hefur raunar vakið athygli í Noregi hvað Støre elskar íslenskar sundlaugar og var aðdáunin umfjöllunarefni norska ríkisútvarpsins í maí í fyrra þegar Støre sótti leiðtogafund Evrópuráðsins í Reykjavík. Þá tók fréttamaður NRK viðtal við Støre þar sem hann var staddur í heitasta potti Sundhallarinnar um íslensku sundmenninguna. „Ég kem alltaf hingað þegar ég er á Íslandi, þetta er íslensk hefð að skella sér í þessi böð,“ sagði ráðherrann við NRK í fyrra. Hann sagði við tækifærið að Ísland ætti sérstakan stað í hjörtum Norðmanna. Haft var eftir Støre að það séu ákveðnar samskiptareglur og hefðir þegar kemur að því að slaka á í heita pottinum á Íslandi. Það mikilvægasta sé að slaka á og spjalla, ef þess sé kostur. Svona byrjar Støre daginn í Reykjavík. Støre hefur aldrei verið betri. „Nú er ég klár í að hitta góða norræna kollega!“ segir forsætisráðherrann.
Sundlaugar Reykjavík Noregur Íslandsvinir Þing Norðurlandaráðs í Reykjavík 2024 Mest lesið „Þetta er svo ósanngjarnt og enn mjög óraunverulegt fyrir okkur fjölskylduna“ Lífið Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2025 Bíó og sjónvarp Rakel María hætt komin: „Þið verðið drepin ef þið farið þarna upp“ Lífið Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Menning „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Menning Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Menning Nóg pláss fyrir tvo í sturtunni Lífið Bestu vinir sem fá að vinna við það sem þeir elska Tónlist Gert að halda öllum gögnum um „Nicepool“ Lífið Ofurfæðis súkkulaðikaka slær í gegn í skammdeginu Uppskriftir Fleiri fréttir „Þetta er svo ósanngjarnt og enn mjög óraunverulegt fyrir okkur fjölskylduna“ Nóg pláss fyrir tvo í sturtunni Kynferðisleg stífla hjá húsfélaginu Rakel María hætt komin: „Þið verðið drepin ef þið farið þarna upp“ Linda Nolan látin Gert að halda öllum gögnum um „Nicepool“ „Í rauninni fyrsti íslenski samfélagsmiðillinn“ Snýst ekki bara um að vera með flottan rass Segist á batavegi og heimsækir sjúkrahúsið sem hún dvaldi á Makinn hélt framhjá: „Ég get ekki fyrirgefið“ Servíettur á hausnum á árshátíð borgarstjórnar „Ég borða allt nema lík og líkamsvessa“ Hringur á fingur og pabbi hefur tröllatrú „Mikið djamm“ fylgdi Séð & heyrt Heitasti leikarinn í Hollywood Setja börnin í forgang og slíta hjónabandinu Ferðalaginu með hugvíkkandi efnin lauk á upphafsstað Sigursteinn Másson lykillinn að fullkominni fæðingu Guðrún losnaði við uppþemdan maga og léttist líka Fimmtán daga föstu Reynis að ljúka Sonur Gretu Salomé og Elvars kominn með nafn Segir tímann ekki lækna sorgina Eldar í Hollywood: Hneyksla sig á tryggingum, leigu og launum Stjörnulífið: Framlengdi jólin í Paradís og stórafmæli á Tenerife Fjölbreyttar leiðir til að fara inn í nýtt ár Fjölmenni í fimmtugsafmæli Ásgeirs Kolbeins á Tenerife Krakkatían: Sólskin, dýr og gönguleiðir Bjargvætturinn birtist óvænt og Hilmar brast í grát Þefaði ómvölurnar uppi í snjónum Valgeir afhenti Ingu textabrot úr laginu Sigurjón digri Sjá meira