Cheryl kvartar yfir fjölmiðlaumfjöllun um Liam Payne Jón Ísak Ragnarsson skrifar 18. október 2024 21:53 Liam og Cheryl voru par 2016 til 2018, og saman eiga þau strákinn Bear. Getty Cheryl Ann Tweedy, söng- og sjónvarpskona og barnsmóðir Liam Payne, hefur tjáð sig í fyrsta sinn um dauða Liams í færslu á Instagram í dag. Nú muni sonur þeirra aldrei sjá föður sinn aftur. Liam Payne, fyrrverandi söngvari strákahljómsveitarinnar One direction, lést í fyrradag eftir að hafa fallið undir áhrifum áfengis og fíkniefna fram af svölum þriðju hæðar hótels í argentísku höfuðborginni Buenos Aires. Liam og Cheryl voru saman árin 2016 til 2018, og eiga saman sjö ára strák sem heitir Bear. „Nú þegar heimurinn hefur hrunið og ég reyni að feta mig áfram á þessum skelfilega tíma vil ég minna fólk vinsamlegast á það að við höfum tapað mannslífi,“ segir hún á Instagram, í lauslegri þýðingu. View this post on Instagram A post shared by Cheryl (@cherylofficial) „Liam var ekki bara poppstjarna, hann var sonur, bróðir, frændi, kær vinur og faðir sonar síns. Sonar sem fær aldrei að sjá föður sinn á ný,“ segir hún. „Það sem truflar mig mest er sú staðreynd að sonur okkar Bear mun hafa aðgang að öllum þessum ógeðslegu fréttum sem skrifaðar hafa verið undanfarna daga, og það brýtur í mér hjartað að ég geti ekki verndað hann frá því að sjá það í framtíðinni,“ segir Cheryl. Hún biðlar til fjölmiðla að íhuga vandlega hvaða tilgangi slíkar fréttir þjóna, öðrum en að særa fólk sem stóð honum nærri. Simon Cowell miður sín Simon Cowell, frægi dómarinn í X-factor, minnist Liams einnig í færslu á Instagram í dag. Liam Payne tók tvisvar sinnum þátt í X-factor sem unglingur, áður en hljómsveitin One direction varð til. „Liam, ég er algjörlega miður mín. Ég er tómur að innan. Ég vil að allir viti hversu mikið ég virði þig og elska,“ segir hann meðal annars. „Ég þurfti að segja þér þegar þú varst 14 ára að þetta væri ekki þinn tími, og við lofuðum báðir að við myndum hittast aftur. Margir hefðu gefist upp. Það gerðir þú ekki. Þú komst aftur og nokkrum mánuðum síðar þekktu allir Liam Payne,“ segir Simon. View this post on Instagram A post shared by Simon Cowell (@simoncowell) Andlát Liam Payne Hollywood Bretland Mest lesið „Þetta er lúmskt skrímsli“ Lífið Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Lífið 50+: Tómleikatilfinningin þegar börnin fljúga úr hreiðrinu Áskorun Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Forsalan sögð slá öll fyrri met Lífið Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Lífið Justin Bieber nýtur sín norður í landi Lífið Segir netheima kexruglaðra hafa gert sig að mennskum boxpúða Lífið Getum verið gröð án þess að blotna eða fá ris Lífið Gengst við kókaínfíkn sinni Lífið Fleiri fréttir Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns „Þetta er lúmskt skrímsli“ Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Forsalan sögð slá öll fyrri met „Burtu með fordóma“ tónleikar á Selfossi 1. maí Hafa náð að auka ráðstöfunartekjur sínar um 37 prósent Segir netheima kexruglaðra hafa gert sig að mennskum boxpúða Hver myndi vinna í slag, hundrað gaurar eða ein górilla? Með flygil Halldórs Laxness inni í stofu Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Jamie XX, De La Soul og Joy Anonymous á nýrri tónlistarhátíð í Laugardal Gengst við kókaínfíkn sinni Justin Bieber nýtur sín norður í landi Risa fataherbergi í glæsilegri íbúð Patriks sem nú er til sölu Getum verið gröð án þess að blotna eða fá ris Hélt lítill kall í stjörnustríði væri Obi-Wan Kenobi Jón Gnarr birtir sönnunargagn A um ADHD Sveppi og Auddi í fallhlífarstökki yfir Dúbaí Nýtur lífsins í viktorísku koti í London Snorri og Nadine eignuðust son Íris Svava og Arnþór selja fallega íbúð á besta stað Harry Potter stjarna tveggja barna faðir Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Ástfangnar í fjörutíu ár Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Infocapital Íslandsmeistari eftir æsispennandi keppni Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Veittu verðlaun fyrir dónalegasta orðið á Íslandsmeistaramóti í skrafli Sjá meira
Liam Payne, fyrrverandi söngvari strákahljómsveitarinnar One direction, lést í fyrradag eftir að hafa fallið undir áhrifum áfengis og fíkniefna fram af svölum þriðju hæðar hótels í argentísku höfuðborginni Buenos Aires. Liam og Cheryl voru saman árin 2016 til 2018, og eiga saman sjö ára strák sem heitir Bear. „Nú þegar heimurinn hefur hrunið og ég reyni að feta mig áfram á þessum skelfilega tíma vil ég minna fólk vinsamlegast á það að við höfum tapað mannslífi,“ segir hún á Instagram, í lauslegri þýðingu. View this post on Instagram A post shared by Cheryl (@cherylofficial) „Liam var ekki bara poppstjarna, hann var sonur, bróðir, frændi, kær vinur og faðir sonar síns. Sonar sem fær aldrei að sjá föður sinn á ný,“ segir hún. „Það sem truflar mig mest er sú staðreynd að sonur okkar Bear mun hafa aðgang að öllum þessum ógeðslegu fréttum sem skrifaðar hafa verið undanfarna daga, og það brýtur í mér hjartað að ég geti ekki verndað hann frá því að sjá það í framtíðinni,“ segir Cheryl. Hún biðlar til fjölmiðla að íhuga vandlega hvaða tilgangi slíkar fréttir þjóna, öðrum en að særa fólk sem stóð honum nærri. Simon Cowell miður sín Simon Cowell, frægi dómarinn í X-factor, minnist Liams einnig í færslu á Instagram í dag. Liam Payne tók tvisvar sinnum þátt í X-factor sem unglingur, áður en hljómsveitin One direction varð til. „Liam, ég er algjörlega miður mín. Ég er tómur að innan. Ég vil að allir viti hversu mikið ég virði þig og elska,“ segir hann meðal annars. „Ég þurfti að segja þér þegar þú varst 14 ára að þetta væri ekki þinn tími, og við lofuðum báðir að við myndum hittast aftur. Margir hefðu gefist upp. Það gerðir þú ekki. Þú komst aftur og nokkrum mánuðum síðar þekktu allir Liam Payne,“ segir Simon. View this post on Instagram A post shared by Simon Cowell (@simoncowell)
Andlát Liam Payne Hollywood Bretland Mest lesið „Þetta er lúmskt skrímsli“ Lífið Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Lífið 50+: Tómleikatilfinningin þegar börnin fljúga úr hreiðrinu Áskorun Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Forsalan sögð slá öll fyrri met Lífið Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Lífið Justin Bieber nýtur sín norður í landi Lífið Segir netheima kexruglaðra hafa gert sig að mennskum boxpúða Lífið Getum verið gröð án þess að blotna eða fá ris Lífið Gengst við kókaínfíkn sinni Lífið Fleiri fréttir Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns „Þetta er lúmskt skrímsli“ Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Forsalan sögð slá öll fyrri met „Burtu með fordóma“ tónleikar á Selfossi 1. maí Hafa náð að auka ráðstöfunartekjur sínar um 37 prósent Segir netheima kexruglaðra hafa gert sig að mennskum boxpúða Hver myndi vinna í slag, hundrað gaurar eða ein górilla? Með flygil Halldórs Laxness inni í stofu Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Jamie XX, De La Soul og Joy Anonymous á nýrri tónlistarhátíð í Laugardal Gengst við kókaínfíkn sinni Justin Bieber nýtur sín norður í landi Risa fataherbergi í glæsilegri íbúð Patriks sem nú er til sölu Getum verið gröð án þess að blotna eða fá ris Hélt lítill kall í stjörnustríði væri Obi-Wan Kenobi Jón Gnarr birtir sönnunargagn A um ADHD Sveppi og Auddi í fallhlífarstökki yfir Dúbaí Nýtur lífsins í viktorísku koti í London Snorri og Nadine eignuðust son Íris Svava og Arnþór selja fallega íbúð á besta stað Harry Potter stjarna tveggja barna faðir Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Ástfangnar í fjörutíu ár Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Infocapital Íslandsmeistari eftir æsispennandi keppni Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Veittu verðlaun fyrir dónalegasta orðið á Íslandsmeistaramóti í skrafli Sjá meira