HM í bakgarðshlaupum: Mari hleypur með rifinn liðþófa | „Veit ekki hvað bíður mín“ Aron Guðmundsson skrifar 19. október 2024 08:02 Ofurhlauparinn Mari Järsk er ein af fulltrúum Íslands á heimsmeistaramóti landsliða í bakgarðshlaupum sem hefst klukkan 12:00 í dag. Hulda Margrét Heimsmeistaramót landsliða í bakgarðshlaupum hefst í dag og Ísland sendir vaska sveit til leiks. Þeirra á meðal er stuðpinninn Mari Järsk sem lætur rifu í liðþófa ekki standa í vegi fyrir þátttöku sinni á mótinu. Fimmtán fulltrúar Íslands hefja keppni á heimsmeistaramótinu í Elliðaárdalnum klukkan tólf í dag og verður sýnt frá hlaupinu í beinni útsendingu á Vísi. Rúmlega sextíu lönd senda lið til leiks á mótið, hvert lið mun hlaupa í heimalandi sínu. Allt snýst þetta um hvaða land og hlaupari ná að tóra lengst í því að klára rétt rúmlega 6,7 kílómetra hring á innan við klukkutíma á hverjum klukkutíma en ræst verður út í hringina á heila tímanum. Íslandsmethafinn Mari Järsk er ein af fulltrúum Íslands á heimsmeistaramóti helgarinnar. Hún er klár í slaginn en mætir þó meidd til leiks. „Ég er ótrúlega vel stemmd fyrir þessu en er vel meidd líka. Er að glíma við mikil meiðsli. Ég er sem sagt með rifinn liðþófa en ætla samt að reyna níðast á mér og sjá hversu langt ég næ að komast á meðan að ég glími við þessi ömurlegu meiðsli. Ég er samt ótrúlega vel stemmd. Svo snýst þetta bara um það hversu góð ég verð í því að trekkja mig í gagn fyrir hvern hring. Það kemur í ljós. Ég get ekki ímyndað mér hvað mín bíður. Fólk er að spyrja mig hversu langt ég ætla. Ég bara get ekki vitað hversu langt ég kemst. Ég gæti verið dottin út eftir hundrað kílómetra. Ég bara hef ekki hugmynd. En mér finnst ég samt eiga það skilið að vera hérna og fá að vera með.“ Líkt og reynslan hefur sýnt okkur getur keppni staðið yfir í nokkra sólarhringa og mun landsliðsfólk Íslands fá að hreiðra um sig í Elliðaárstöð og þar er Mari búin að gera allt klárt. Fatnaður, rétt næring, bætiefni. Allt skipulagt eftir kúnstarinnar reglum og meira að segja verðlaun þegar ákveðnum áfanga er náð í hlaupinu. Þetta heimsmeistaramót hefur hið minnsta tvíþætta merkingu fyrir hlauparana. Því ekki snýst þetta bara um að íslenska landsliðið nái að hlaupa eins marga hringi og það getur. Því það er einnig gulrót fyrir þann hlaupara sem að hleypur flesta hringi. Þeir hlauparar sem hlaupa flesta hringi fyrir sitt landslið munu tryggja sér þátttökurétt á heimsmeistaramóti einstaklinga í bakgarðshlaupum sem fer fram í október á næsta ári. „Þetta er ógeðslega flókið fyrir okkur en á sama tíma get ég sjálf sagt frá minni reynslu frá þessu fyrirkomulagi. Ég keppti á þessu móti fyrir tveimur árum síðan og þá leið mér ekki eins og mér líður núna. Við erum með frábært lið. Allir þessir hlauparar eru vinir mínir. Mér þykir ógeðslega vænt um þetta fólk og ég hlakka til að fara hlaupa með þeim. Ég er alveg viss um að við verðum öll hérna saman í því að reyna að koma okkur öllum sem lengst. Sem lið trúi ég því að við getum komist lengra en áður hefur verið gert. Það er þó spurning hvort að við náum að slá Íslandsmetið. Það er mjög löng vegalengd sem við verðum að hlaupa til að slá það.“ Heimsmeistaramót landsliða í bakgarðshlaupum hefst klukkan tólf í dag. Þá hefur íslenska landsliðið keppni í Elliðaárdalnum og sýnt verður beint frá keppninni á Vísi. Bakgarðshlaup Mest lesið Gagnrýna meðferðina á Gylfa Sig: „Mér finnst þetta vera óskiljanlegt“ Íslenski boltinn Eiginkona Gunnhildar Yrsu kvaddi með tárin í augunum Fótbolti „Ísland á að vera fordæmi fyrir önnur lið á EM“ Körfubolti Uppgjör: Stjarnan - Valur 27-32 | Ágúst Þór fékk óskabyrjun með Valsliðið Handbolti Gummi Ben reiður: „Hvað í andskotanum er að hjá Stjörnunni?“ Íslenski boltinn HM-hetja hvarf eftir að hafa fengið sér kaffi Fótbolti Mætti sköllótt til baka aðeins fimm dögum eftir lyfjameðferð Handbolti Með flest fráköst og varin skot og bestu nýtinguna inni í teig á EM Körfubolti Tárvotur Antony: Rosalega erfitt að vera hjá Man United Fótbolti Konurnar þurfa að fara í kynjapróf fyrir HM í frjálsum en prófið er bannað Sport Fleiri fréttir Styðja þrettán ára strák sem var kýldur af pabba mótherja Ferðaþreyta, tilfinningarússíbani og lærdómur Blindraþraut fyrir risaleik: „Þetta er svo vandræðalegt“ „Gott að ná í tvö stig strax í byrjun“ Chiesa og Tel ekki valdir í Meistaradeild en Dowman gæti slegið met Uppgjör: Stjarnan - Valur 27-32 | Ágúst Þór fékk óskabyrjun með Valsliðið Fjögur einvígi klár: Jokic réði ekki við Tyrki og Þjóðverjar óstöðvandi Mætti út með stálplötu í hálsinum: „Reyni að öskra eitthvað“ Ómar með átta úr átta og Donni allt í öllu í sigri „Taugalaus“ Óðinn með þrettán mörk Viggó lék stóra rullu þegar lærisveinar Arnórs frusu Sædís kom að dýrmætu marki „Lítum á þennan leik sem leik sem við verðum að vinna“ „Hélt að það yrði erfiðara að dekka Doncic“ Tölurnar á bak við hundrað landsleiki Ægis Freyr ósáttur við Bodø/Glimt og sakar þá um hroka EM í dag: Dansinn við Doncic gerður upp og Baldur truflaði þáttinn Martin sló met Jóns Arnórs og Hauks Helga en Tryggvi náði Hlyni Besta sætið: „Þetta er Martin sem við þekkjum“ Leikir U-21 árs strákanna í opinni dagskrá á Sýn Sport Með flest fráköst og varin skot og bestu nýtinguna inni í teig á EM HM-hetja hvarf eftir að hafa fengið sér kaffi Tárvotur Antony: Rosalega erfitt að vera hjá Man United „Ísland á að vera fordæmi fyrir önnur lið á EM“ Eiginkona Gunnhildar Yrsu kvaddi með tárin í augunum Slá hvern annan utan undir fyrir hvern leik á EM Klippti af sér „dreddana“ og samdi við Keflavík Er þetta Tryggvi eða kannski Shaquille O'Nealason? Nýi kani Keflavíkur spilaði með Maryland, Marquette og í sumardeild NBA Gummi Ben reiður: „Hvað í andskotanum er að hjá Stjörnunni?“ Sjá meira
Fimmtán fulltrúar Íslands hefja keppni á heimsmeistaramótinu í Elliðaárdalnum klukkan tólf í dag og verður sýnt frá hlaupinu í beinni útsendingu á Vísi. Rúmlega sextíu lönd senda lið til leiks á mótið, hvert lið mun hlaupa í heimalandi sínu. Allt snýst þetta um hvaða land og hlaupari ná að tóra lengst í því að klára rétt rúmlega 6,7 kílómetra hring á innan við klukkutíma á hverjum klukkutíma en ræst verður út í hringina á heila tímanum. Íslandsmethafinn Mari Järsk er ein af fulltrúum Íslands á heimsmeistaramóti helgarinnar. Hún er klár í slaginn en mætir þó meidd til leiks. „Ég er ótrúlega vel stemmd fyrir þessu en er vel meidd líka. Er að glíma við mikil meiðsli. Ég er sem sagt með rifinn liðþófa en ætla samt að reyna níðast á mér og sjá hversu langt ég næ að komast á meðan að ég glími við þessi ömurlegu meiðsli. Ég er samt ótrúlega vel stemmd. Svo snýst þetta bara um það hversu góð ég verð í því að trekkja mig í gagn fyrir hvern hring. Það kemur í ljós. Ég get ekki ímyndað mér hvað mín bíður. Fólk er að spyrja mig hversu langt ég ætla. Ég bara get ekki vitað hversu langt ég kemst. Ég gæti verið dottin út eftir hundrað kílómetra. Ég bara hef ekki hugmynd. En mér finnst ég samt eiga það skilið að vera hérna og fá að vera með.“ Líkt og reynslan hefur sýnt okkur getur keppni staðið yfir í nokkra sólarhringa og mun landsliðsfólk Íslands fá að hreiðra um sig í Elliðaárstöð og þar er Mari búin að gera allt klárt. Fatnaður, rétt næring, bætiefni. Allt skipulagt eftir kúnstarinnar reglum og meira að segja verðlaun þegar ákveðnum áfanga er náð í hlaupinu. Þetta heimsmeistaramót hefur hið minnsta tvíþætta merkingu fyrir hlauparana. Því ekki snýst þetta bara um að íslenska landsliðið nái að hlaupa eins marga hringi og það getur. Því það er einnig gulrót fyrir þann hlaupara sem að hleypur flesta hringi. Þeir hlauparar sem hlaupa flesta hringi fyrir sitt landslið munu tryggja sér þátttökurétt á heimsmeistaramóti einstaklinga í bakgarðshlaupum sem fer fram í október á næsta ári. „Þetta er ógeðslega flókið fyrir okkur en á sama tíma get ég sjálf sagt frá minni reynslu frá þessu fyrirkomulagi. Ég keppti á þessu móti fyrir tveimur árum síðan og þá leið mér ekki eins og mér líður núna. Við erum með frábært lið. Allir þessir hlauparar eru vinir mínir. Mér þykir ógeðslega vænt um þetta fólk og ég hlakka til að fara hlaupa með þeim. Ég er alveg viss um að við verðum öll hérna saman í því að reyna að koma okkur öllum sem lengst. Sem lið trúi ég því að við getum komist lengra en áður hefur verið gert. Það er þó spurning hvort að við náum að slá Íslandsmetið. Það er mjög löng vegalengd sem við verðum að hlaupa til að slá það.“ Heimsmeistaramót landsliða í bakgarðshlaupum hefst klukkan tólf í dag. Þá hefur íslenska landsliðið keppni í Elliðaárdalnum og sýnt verður beint frá keppninni á Vísi.
Bakgarðshlaup Mest lesið Gagnrýna meðferðina á Gylfa Sig: „Mér finnst þetta vera óskiljanlegt“ Íslenski boltinn Eiginkona Gunnhildar Yrsu kvaddi með tárin í augunum Fótbolti „Ísland á að vera fordæmi fyrir önnur lið á EM“ Körfubolti Uppgjör: Stjarnan - Valur 27-32 | Ágúst Þór fékk óskabyrjun með Valsliðið Handbolti Gummi Ben reiður: „Hvað í andskotanum er að hjá Stjörnunni?“ Íslenski boltinn HM-hetja hvarf eftir að hafa fengið sér kaffi Fótbolti Mætti sköllótt til baka aðeins fimm dögum eftir lyfjameðferð Handbolti Með flest fráköst og varin skot og bestu nýtinguna inni í teig á EM Körfubolti Tárvotur Antony: Rosalega erfitt að vera hjá Man United Fótbolti Konurnar þurfa að fara í kynjapróf fyrir HM í frjálsum en prófið er bannað Sport Fleiri fréttir Styðja þrettán ára strák sem var kýldur af pabba mótherja Ferðaþreyta, tilfinningarússíbani og lærdómur Blindraþraut fyrir risaleik: „Þetta er svo vandræðalegt“ „Gott að ná í tvö stig strax í byrjun“ Chiesa og Tel ekki valdir í Meistaradeild en Dowman gæti slegið met Uppgjör: Stjarnan - Valur 27-32 | Ágúst Þór fékk óskabyrjun með Valsliðið Fjögur einvígi klár: Jokic réði ekki við Tyrki og Þjóðverjar óstöðvandi Mætti út með stálplötu í hálsinum: „Reyni að öskra eitthvað“ Ómar með átta úr átta og Donni allt í öllu í sigri „Taugalaus“ Óðinn með þrettán mörk Viggó lék stóra rullu þegar lærisveinar Arnórs frusu Sædís kom að dýrmætu marki „Lítum á þennan leik sem leik sem við verðum að vinna“ „Hélt að það yrði erfiðara að dekka Doncic“ Tölurnar á bak við hundrað landsleiki Ægis Freyr ósáttur við Bodø/Glimt og sakar þá um hroka EM í dag: Dansinn við Doncic gerður upp og Baldur truflaði þáttinn Martin sló met Jóns Arnórs og Hauks Helga en Tryggvi náði Hlyni Besta sætið: „Þetta er Martin sem við þekkjum“ Leikir U-21 árs strákanna í opinni dagskrá á Sýn Sport Með flest fráköst og varin skot og bestu nýtinguna inni í teig á EM HM-hetja hvarf eftir að hafa fengið sér kaffi Tárvotur Antony: Rosalega erfitt að vera hjá Man United „Ísland á að vera fordæmi fyrir önnur lið á EM“ Eiginkona Gunnhildar Yrsu kvaddi með tárin í augunum Slá hvern annan utan undir fyrir hvern leik á EM Klippti af sér „dreddana“ og samdi við Keflavík Er þetta Tryggvi eða kannski Shaquille O'Nealason? Nýi kani Keflavíkur spilaði með Maryland, Marquette og í sumardeild NBA Gummi Ben reiður: „Hvað í andskotanum er að hjá Stjörnunni?“ Sjá meira