Liljan er vinsælasta lagið á Dalvík Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 17. október 2024 09:04 Það er alltaf mjög góð þátttaka í söngstundunum á Dalbæ enda skemmtileg hefð á heimilinu. Magnús Hlynur Hreiðarsson Eitt það allra skemmtilegasta sem heimilisfólkið á hjúkrunarheimilinu Dalbæ á Dalvík gerir er að taka þátt í söngstund einu sinni viku þar sem allir syngja með sínu nefi og njóta lífsins og samverunnar við hvert annað um leið. Það var yndislegt að fá að taka þátt í söngstund á Dalbæ þar sem fólkið er með sína söngbók og svo er bara sungið og sungið, stundum með undirspili og stundum hópurinn saman án undirspils. Starfsfólkið hefur ekki síður gaman af þessum stundum. Þetta gefur fólkinu greinilega mikið? „Já, mjög mikið, það eru alltaf allir mjög mikið brosandi, sem koma. Það er kaffi beint eftir söngstundina og það eru allir mjög mikið brosandi eftir þetta. Það er alltaf full stofan, allir að syngja með,” segir Selma Rut Guðmundsdóttir, starfsmaður á Dalbæ. Selma Rut Guðmundsdóttir, starfsmaður á Dalbæ, sem segir söngstundirnar gefa fólkinu mikið á heimilinu.Magnús Hlynur Hreiðarsson Hvað segir þú, er ekki gaman hér í söngstundinni ? „Jú, jú, þetta er mjög gaman, við erum að syngja allt mögulegt upp úr þessari bók,” segir Ástdís Lilja Óskarsdóttir heimilismaður á Dalbæ en hún frá Kóngsstöðum í Skíðadal . Ástdís Lilja Óskarsdóttir, heimilismaður á Dalbæ en hún frá Kóngsstöðum í Skíðadal og tekur alltaf þátt í söngstundinni.Magnús Hlynur Hreiðarsson Eins og gefur að skilja heyrist mis vel í söngfólkinu, sumir beita sér mjög mikið á meðan aðrir eru rólegri. Og þú syngur manna hæst eða hvað? „Já, ég geri það, þessa rödd fékk hjá föður mínum. Það er alltaf gaman að syngja, ég bíð eftir þessum stundum,” segir Þóra Jóna Finnsdóttir íbúi á Dalvík, sem er í dagdvöl á Dalbæ. Þóra Jóna Finnsdóttir íbúi á Dalvík, sem er í dagdvöl á Dalbæ og bíður alltaf eftir söngstundinni í hverri viku enda að syngja er það skemmtilegasta sem hún gerir.Magnús Hlynur Hreiðarsson En rétt að skjóta inn í ótengt söngnum, veðurklúbburinn á Dalbæ er örugglega langþekktasti veðurklúbbur landsins og þó víðar væri leitað en klúbburinn spáði einmitt í lok sumars góðu hausti og vetri fram að jólum, að það virðist allt vera að rætast. „Það er nú ótrúlega oft, sem þau eru glúrin og kemur eitthvað skemmtilegt frá þeim en þau verða líka spæld þegar spáin rætist illa,” segir Elísa Rán Ingvarsdóttir, hjúkrunarframkvæmdastjóri á Dalbæ. Elísa Rán Ingvarsdóttir, hjúkrunarframkvæmdastjóri á Dalbæ.Magnús Hlynur Hreiðarsson En aftur að sönghópnum, ef eitthvað lag er vinsælt á Dalbæ þá er það Liljan, það er sungið á hverri einustu söngstund. Dalvíkurbyggð Hjúkrunarheimili Eldri borgarar Menning Tónlist Mest lesið Theodór Elmar og Pattra í sundur Lífið Þurfa að staðfesta á fimm ára fresti að dóttir þeirra sé enn með Downs Lífið Simmi Vill í meðferð Lífið Íslensk mæðgin slá í gegn í herferð Zöru Tíska og hönnun Eru þetta bestu gamanmyndir sögunnar? Bíó og sjónvarp „Mér líður eins og plottið í bókinni sé að raungerast“ Menning Sjóðheitar skvísur í feldsfíling Tíska og hönnun Kristján Guðmundsson látinn Lífið „Mér finnst þessi vegferð okkar ótrúlega glæsileg“ Lífið Sögufrægt hús falt fyrir tvö hundruð milljónir Lífið Fleiri fréttir „Mér finnst þessi vegferð okkar ótrúlega glæsileg“ Sögufrægt hús falt fyrir tvö hundruð milljónir Máttu ekkert gera og fóru þá að trufla Sunna Ben og Andri Freyr héldu „ponsulítið brúðkaup“ Helgi Ómars nú Heilsu-Helgi Þurfa að staðfesta á fimm ára fresti að dóttir þeirra sé enn með Downs Theodór Elmar og Pattra í sundur Kristján Guðmundsson látinn Simmi Vill í meðferð Sambærilegt því að spila með Real Madrid Fyrirmynd Lucy úr Narníu látin Tískukóngur og húðdrottning ástfangin Nína Björk og Aron selja einbýlið við Grettisgötu Unnur Eggerts kom íslenska innsoginu á kortið Tók á móti dóttur sinni á bílaplaninu: „Allt er gott sem endar vel‘“ Ástin blómstrar hjá Kristínu Ruth og Arnari Snæ Hvers vegna halda 9/11-samsæriskenningar enn velli? Stjörnulífið: „Ég kikna í hnjánum“ Ójöfn verkaskipting: Ég er útkeyrð og hef engan áhuga á kynlífi Hjúkrunarfræðingurinn sem gerðist kúabóndi Íslenskir kórar sungu í Kristjánsborgarhallarkirkju Hulunni svipt af nýjum Íþróttaálfi Þegar Dorrit var forsetafrú Krakkatían: Þakkargjörðarhátíð, Wicked og aðventukrans „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Katrín Halldóra snýr aftur til Tenerife „Ég var búinn að syrgja þetta líf“ Fréttatía vikunnar: Golfklúbbur, Fossvogsbrú og fasteignasali 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Eyddu sleikjufærslum spjallmennis: „Ég er feitur fæðingarhálfviti“ Sjá meira
Það var yndislegt að fá að taka þátt í söngstund á Dalbæ þar sem fólkið er með sína söngbók og svo er bara sungið og sungið, stundum með undirspili og stundum hópurinn saman án undirspils. Starfsfólkið hefur ekki síður gaman af þessum stundum. Þetta gefur fólkinu greinilega mikið? „Já, mjög mikið, það eru alltaf allir mjög mikið brosandi, sem koma. Það er kaffi beint eftir söngstundina og það eru allir mjög mikið brosandi eftir þetta. Það er alltaf full stofan, allir að syngja með,” segir Selma Rut Guðmundsdóttir, starfsmaður á Dalbæ. Selma Rut Guðmundsdóttir, starfsmaður á Dalbæ, sem segir söngstundirnar gefa fólkinu mikið á heimilinu.Magnús Hlynur Hreiðarsson Hvað segir þú, er ekki gaman hér í söngstundinni ? „Jú, jú, þetta er mjög gaman, við erum að syngja allt mögulegt upp úr þessari bók,” segir Ástdís Lilja Óskarsdóttir heimilismaður á Dalbæ en hún frá Kóngsstöðum í Skíðadal . Ástdís Lilja Óskarsdóttir, heimilismaður á Dalbæ en hún frá Kóngsstöðum í Skíðadal og tekur alltaf þátt í söngstundinni.Magnús Hlynur Hreiðarsson Eins og gefur að skilja heyrist mis vel í söngfólkinu, sumir beita sér mjög mikið á meðan aðrir eru rólegri. Og þú syngur manna hæst eða hvað? „Já, ég geri það, þessa rödd fékk hjá föður mínum. Það er alltaf gaman að syngja, ég bíð eftir þessum stundum,” segir Þóra Jóna Finnsdóttir íbúi á Dalvík, sem er í dagdvöl á Dalbæ. Þóra Jóna Finnsdóttir íbúi á Dalvík, sem er í dagdvöl á Dalbæ og bíður alltaf eftir söngstundinni í hverri viku enda að syngja er það skemmtilegasta sem hún gerir.Magnús Hlynur Hreiðarsson En rétt að skjóta inn í ótengt söngnum, veðurklúbburinn á Dalbæ er örugglega langþekktasti veðurklúbbur landsins og þó víðar væri leitað en klúbburinn spáði einmitt í lok sumars góðu hausti og vetri fram að jólum, að það virðist allt vera að rætast. „Það er nú ótrúlega oft, sem þau eru glúrin og kemur eitthvað skemmtilegt frá þeim en þau verða líka spæld þegar spáin rætist illa,” segir Elísa Rán Ingvarsdóttir, hjúkrunarframkvæmdastjóri á Dalbæ. Elísa Rán Ingvarsdóttir, hjúkrunarframkvæmdastjóri á Dalbæ.Magnús Hlynur Hreiðarsson En aftur að sönghópnum, ef eitthvað lag er vinsælt á Dalbæ þá er það Liljan, það er sungið á hverri einustu söngstund.
Dalvíkurbyggð Hjúkrunarheimili Eldri borgarar Menning Tónlist Mest lesið Theodór Elmar og Pattra í sundur Lífið Þurfa að staðfesta á fimm ára fresti að dóttir þeirra sé enn með Downs Lífið Simmi Vill í meðferð Lífið Íslensk mæðgin slá í gegn í herferð Zöru Tíska og hönnun Eru þetta bestu gamanmyndir sögunnar? Bíó og sjónvarp „Mér líður eins og plottið í bókinni sé að raungerast“ Menning Sjóðheitar skvísur í feldsfíling Tíska og hönnun Kristján Guðmundsson látinn Lífið „Mér finnst þessi vegferð okkar ótrúlega glæsileg“ Lífið Sögufrægt hús falt fyrir tvö hundruð milljónir Lífið Fleiri fréttir „Mér finnst þessi vegferð okkar ótrúlega glæsileg“ Sögufrægt hús falt fyrir tvö hundruð milljónir Máttu ekkert gera og fóru þá að trufla Sunna Ben og Andri Freyr héldu „ponsulítið brúðkaup“ Helgi Ómars nú Heilsu-Helgi Þurfa að staðfesta á fimm ára fresti að dóttir þeirra sé enn með Downs Theodór Elmar og Pattra í sundur Kristján Guðmundsson látinn Simmi Vill í meðferð Sambærilegt því að spila með Real Madrid Fyrirmynd Lucy úr Narníu látin Tískukóngur og húðdrottning ástfangin Nína Björk og Aron selja einbýlið við Grettisgötu Unnur Eggerts kom íslenska innsoginu á kortið Tók á móti dóttur sinni á bílaplaninu: „Allt er gott sem endar vel‘“ Ástin blómstrar hjá Kristínu Ruth og Arnari Snæ Hvers vegna halda 9/11-samsæriskenningar enn velli? Stjörnulífið: „Ég kikna í hnjánum“ Ójöfn verkaskipting: Ég er útkeyrð og hef engan áhuga á kynlífi Hjúkrunarfræðingurinn sem gerðist kúabóndi Íslenskir kórar sungu í Kristjánsborgarhallarkirkju Hulunni svipt af nýjum Íþróttaálfi Þegar Dorrit var forsetafrú Krakkatían: Þakkargjörðarhátíð, Wicked og aðventukrans „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Katrín Halldóra snýr aftur til Tenerife „Ég var búinn að syrgja þetta líf“ Fréttatía vikunnar: Golfklúbbur, Fossvogsbrú og fasteignasali 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Eyddu sleikjufærslum spjallmennis: „Ég er feitur fæðingarhálfviti“ Sjá meira