Haldið í hefðina í Hafnarfirði eftir óhapp Ólafs Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 2. október 2024 09:01 Ólafur hefur svo sannarlega orðið áhrifavaldur mikill í Hafnarfjarðarhöfn. Rafmagnskassar í Hafnarfjarðarhöfn hafa um árabil verið málaðir gulir. Það er hefð sem tíðkast hvergi annars staðar í höfnum landsins. Ástæðuna má rekja til óhapps sem varð þegar tölvunarfræðingurinn og samfélagsmiðlastjarnan Ólafur Waage var þar við málningarvinnu fyrir þó nokkrum árum síðan. „Það var einn sem sendi mér skilaboð sem vinnur fyrir hafnir í höfuðborginni, hefur málað þetta nokkrum sinnum og hann vissi aldrei af hverju þetta væri öðruvísi í Hafnarfirði,“ segir Ólafur í samtali við Vísi. Hann tekur fram að fyrst og fremst sé um skemmtilega sögu að ræða, en töluverður tími er liðinn eða yfir 25 ár. Ólafur sagði fyrst frá málinu á vinsælum samfélagsmiðlareikningi sínum „That Nordic Guy“ þar sem hann er með þúsundir fylgjenda á Instagram, TikTok og Youtube. Ekkert slíkt í öðrum höfnum Ólafur er nú búsettur í Noregi og hefur þar öðlast töluverðar vinsældir fyrir hispurslaust grín sitt, þar sem Norðurlöndin eru honum innblástur. Hann er uppalinn í Hafnarfirði þar sem hann var við vinnu í Hafnarfjarðarhöfn eitt örlagaríkt sumar við að mála kantinn í höfninni gulan. „Hér er venjuleg höfn á Íslandi,“ segir Ólafur í myndbandinu sínu. Þar sýnir hann myndir frá nokkrum öðrum íslenskum höfnum þar sem má sjá að kanturinn er ávallt gulur en rafmagnskassarnir gráir líkt og tíðkast um land allt. „Þegar ég var ungur og vitlaus var ég ráðinn af bænum til þess að mála einn kant gulan. Og af því að ég var ungur og vitlaus gerði ég allt sem ég gat til að auðvelda mér vinnuna, eins og að setja málningardolluna á kassann á meðan ég var að mála,“ útskýrir Ólafur. „Eins og þið getið búist við rakst ég í dolluna og hellti gulri málningu yfir allan gráa kassann. Verandi ungur og vitlaus ákvað ég að mála kassann gulan því ég hélt að enginn myndi taka eftir þessu og hér er kassinn í dag. Já, þeir halda áfram að mála hann gulan og það er ekki gert í neinni annarri höfn. Svo er svo langt liðið að þeir vita líklega ekki af hverju þeir mála kassana gula. Þeir gera það bara.“ Grín og gaman Hafnarfjörður Hafnarmál Mest lesið Kynlífssena sautján ára stúlku hafi splundrað samstarfi bræðranna Bíó og sjónvarp Íslenskur tónlistarmaður í lykilhlutverki Tónlist Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Lífið „Ég er óléttur“ Lífið Klæðist því sem eykur sjálfstraustið Tíska og hönnun Fékk leyfi Nóbelskálds fyrir heiti nýrrar bókabúðar í Hamraborg Menning Sló í gegn sem barn en nú fyrsta konan á toppi listans frá aldamótum Lífið „Pabbi hefði snúið sér við í gröfinni hefði ég hætt við” Lífið Högni hjálpar fólki að slaka á Tónlist Skilnaður „ógeðslega erfitt fyrirbæri“ en til eru verkfæri sem hjálpa Lífið samstarf Fleiri fréttir Gert til að efla hvatberana og frumurnar Sló í gegn sem barn en nú fyrsta konan á toppi listans frá aldamótum „Ég er óléttur“ „Pabbi hefði snúið sér við í gröfinni hefði ég hætt við” Bullandi stemning hjá Blikum Elskaði Elvis áður en hann byrjaði að labba Palli og Edgar fagna sambandsafmæli Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Kepptu í því að kveikja eld og klifra upp klifurturn Ráðherrann brunar af þingfundi til að horfa á leikinn Á móti vasapeningum og gæfi barni aldrei debetkort Sweeney í vanda fyrir að klæða Hollywood-skiltið í brjóstahaldara Í öndunarvél eftir blóðeitrun Eins og gangandi beinagrindur með húðflygsur á sér Draugur Lilju svífur yfir vötnum Þórdís og Júlí eiga von á öðru barni Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“ Forritara stærðfræðileiks tekið eins og rokkstjörnu „Amma sagði alltaf að við værum líkir“ Kristrún, Sólrún Diego og Jón Jónsson sáu Galdrakarlinn í Oz Fréttatían: Pólitíkin, flug og söngleikir Sveppi þvoði hnausþykkt hár Eiðs Smára Féll eftir tuttugu ára edrúmennsku Ragga Theó fann ástina hjá Davíð Þór Ólst upp með lítið á milli handanna og fór ung að vinna í fiski Stjörnulífið: Fáklædd í fimbulkulda Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum „Er eðlilegt að kynlíf taki af mér stjórn og að ég sé upptekinn af kynlífi flesta daga?“ Gisti þar sem Verdi andaðist fyrir hreina tilviljun Dagurinn þegar Bessastaðatjörn varð vettvangur harmleiks Sjá meira
„Það var einn sem sendi mér skilaboð sem vinnur fyrir hafnir í höfuðborginni, hefur málað þetta nokkrum sinnum og hann vissi aldrei af hverju þetta væri öðruvísi í Hafnarfirði,“ segir Ólafur í samtali við Vísi. Hann tekur fram að fyrst og fremst sé um skemmtilega sögu að ræða, en töluverður tími er liðinn eða yfir 25 ár. Ólafur sagði fyrst frá málinu á vinsælum samfélagsmiðlareikningi sínum „That Nordic Guy“ þar sem hann er með þúsundir fylgjenda á Instagram, TikTok og Youtube. Ekkert slíkt í öðrum höfnum Ólafur er nú búsettur í Noregi og hefur þar öðlast töluverðar vinsældir fyrir hispurslaust grín sitt, þar sem Norðurlöndin eru honum innblástur. Hann er uppalinn í Hafnarfirði þar sem hann var við vinnu í Hafnarfjarðarhöfn eitt örlagaríkt sumar við að mála kantinn í höfninni gulan. „Hér er venjuleg höfn á Íslandi,“ segir Ólafur í myndbandinu sínu. Þar sýnir hann myndir frá nokkrum öðrum íslenskum höfnum þar sem má sjá að kanturinn er ávallt gulur en rafmagnskassarnir gráir líkt og tíðkast um land allt. „Þegar ég var ungur og vitlaus var ég ráðinn af bænum til þess að mála einn kant gulan. Og af því að ég var ungur og vitlaus gerði ég allt sem ég gat til að auðvelda mér vinnuna, eins og að setja málningardolluna á kassann á meðan ég var að mála,“ útskýrir Ólafur. „Eins og þið getið búist við rakst ég í dolluna og hellti gulri málningu yfir allan gráa kassann. Verandi ungur og vitlaus ákvað ég að mála kassann gulan því ég hélt að enginn myndi taka eftir þessu og hér er kassinn í dag. Já, þeir halda áfram að mála hann gulan og það er ekki gert í neinni annarri höfn. Svo er svo langt liðið að þeir vita líklega ekki af hverju þeir mála kassana gula. Þeir gera það bara.“
Grín og gaman Hafnarfjörður Hafnarmál Mest lesið Kynlífssena sautján ára stúlku hafi splundrað samstarfi bræðranna Bíó og sjónvarp Íslenskur tónlistarmaður í lykilhlutverki Tónlist Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Lífið „Ég er óléttur“ Lífið Klæðist því sem eykur sjálfstraustið Tíska og hönnun Fékk leyfi Nóbelskálds fyrir heiti nýrrar bókabúðar í Hamraborg Menning Sló í gegn sem barn en nú fyrsta konan á toppi listans frá aldamótum Lífið „Pabbi hefði snúið sér við í gröfinni hefði ég hætt við” Lífið Högni hjálpar fólki að slaka á Tónlist Skilnaður „ógeðslega erfitt fyrirbæri“ en til eru verkfæri sem hjálpa Lífið samstarf Fleiri fréttir Gert til að efla hvatberana og frumurnar Sló í gegn sem barn en nú fyrsta konan á toppi listans frá aldamótum „Ég er óléttur“ „Pabbi hefði snúið sér við í gröfinni hefði ég hætt við” Bullandi stemning hjá Blikum Elskaði Elvis áður en hann byrjaði að labba Palli og Edgar fagna sambandsafmæli Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Kepptu í því að kveikja eld og klifra upp klifurturn Ráðherrann brunar af þingfundi til að horfa á leikinn Á móti vasapeningum og gæfi barni aldrei debetkort Sweeney í vanda fyrir að klæða Hollywood-skiltið í brjóstahaldara Í öndunarvél eftir blóðeitrun Eins og gangandi beinagrindur með húðflygsur á sér Draugur Lilju svífur yfir vötnum Þórdís og Júlí eiga von á öðru barni Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“ Forritara stærðfræðileiks tekið eins og rokkstjörnu „Amma sagði alltaf að við værum líkir“ Kristrún, Sólrún Diego og Jón Jónsson sáu Galdrakarlinn í Oz Fréttatían: Pólitíkin, flug og söngleikir Sveppi þvoði hnausþykkt hár Eiðs Smára Féll eftir tuttugu ára edrúmennsku Ragga Theó fann ástina hjá Davíð Þór Ólst upp með lítið á milli handanna og fór ung að vinna í fiski Stjörnulífið: Fáklædd í fimbulkulda Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum „Er eðlilegt að kynlíf taki af mér stjórn og að ég sé upptekinn af kynlífi flesta daga?“ Gisti þar sem Verdi andaðist fyrir hreina tilviljun Dagurinn þegar Bessastaðatjörn varð vettvangur harmleiks Sjá meira
Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“