Sextán ára dómur fyrir manndráp í Drangahrauni stendur Jón Þór Stefánsson skrifar 26. september 2024 15:07 Maciej Jakub Talik kom fyrir Héraðsdóm Reykjaness síðasta haust klæddur bol með áletruninni „welcome to gangland“ sem mætti þýða „velkomin í land gengjanna“. Vísir/Vilhelm Landsréttur hefur staðfest sextán ára fangelsisdóm Maciej Jakub Talik fyrir að verða herbergisfélaga sínum, Jaroslaw Kaminski, að bana í Drangahrauni í Hafnarfirði sumarið 2023. Honum var gert að greiða þrjár og hálfa milljón króna í áfrýjunarkostnað. Maciej var gefið að sök að svipta Jaroslaw, meðleigjenda sinn, lífi aðfaranótt þjóðhátíðardagsins 17. júní árið 2023. Hann hafi stungið hann fimm sinnum með hnífi í höfuð, háls og búk, en samkvæmt ákæru lét Jaroslaw lífið vegna áverka á hjarta. Landsréttur sagði Maciej eiga sér engar málsbætur sem geti haft þýðingu við úrlausn málsins. Honum hafði í héraði verið gert að greiða tveimur aðstandenum hins látna samtals tæplega fjörutíu milljónir króna. Landsréttur staðfesti þær upphæðir. Sjá einnig: Ekki fallist á neyðarvörn og Talik dæmdur í sextán ára fangelsi Fyrir dómi viðurkenndi Maciej að hafa stungið Jaroslaw, en neitaði sök og bar fyrir sig að um sjálfsvörn hefði verið að ræða. Þó sagðist hann taka hvaða refsingu sem er, en gagnrýndi málatilbúnað lögreglu. „Eitt sem ég get ekki tekið undir er að lögreglan hafi snúið málinu við svo það væri eins og ég hefði drepið hann eins og rottu.“ Þeir tveir hafi farið út á lífið í Hafnarfirði kvöldið örlagaríka og verið fram á morgun. Þegar þeir hafi komið heim hafi Maciej verið ákveðinn og sagt að hann myndi ekki greiða honum umfram það sem þeir höfðu samið um í leigu. „Hann var með hníf í hendinni, ég veit ekki hvaðan hann kom, við fórum að hrinda hvor öðrum. Ég veit ekki hvernig ég náði hnífnum af honum eða hvort hann hafi misst hann. Ég stakk hann.“ Hann sagðist hafa orðið mjög hræddur eftir að hafa stungið meðleigjenda sinn ítrekað. Hann hafi flúið íbúðina og athugað hvort honum væri veitt eftirför. „Ég var rosa hræddur og vissi ekki hvað ég átti að gera. Ég hef aldrei verið svona hræddur.“ „Fyrst drep ég hann svo hengi ég mig“ Á meðal gagna málsins voru skilaboð sem Maciej sendi vini sínum sama kvöld. Þar hótaði hann að myrða Jaroslaw. „Þessi vitleysingur, fyrst drep ég hann svo hengi ég mig,“ stóð í umræddum skilaboðum. Hann sagðist oft hafa sent skilaboð sem þessi úti í Póllandi. Hann hefði ekkert meint með þeim. „Ég var pirraður út í Jaroslaw en ég vildi ekki drepa hann. Ég var rosalega stressaður, ég hef aldrei verið með svona mikið adrenalín.“ Fréttin var uppfærð eftir að dómur Landsréttar var birtur. Manndráp í Drangahrauni Dómsmál Hafnarfjörður Mest lesið Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Innlent Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Innlent Valhöll auglýst til sölu Innlent Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Sjá meira
Maciej var gefið að sök að svipta Jaroslaw, meðleigjenda sinn, lífi aðfaranótt þjóðhátíðardagsins 17. júní árið 2023. Hann hafi stungið hann fimm sinnum með hnífi í höfuð, háls og búk, en samkvæmt ákæru lét Jaroslaw lífið vegna áverka á hjarta. Landsréttur sagði Maciej eiga sér engar málsbætur sem geti haft þýðingu við úrlausn málsins. Honum hafði í héraði verið gert að greiða tveimur aðstandenum hins látna samtals tæplega fjörutíu milljónir króna. Landsréttur staðfesti þær upphæðir. Sjá einnig: Ekki fallist á neyðarvörn og Talik dæmdur í sextán ára fangelsi Fyrir dómi viðurkenndi Maciej að hafa stungið Jaroslaw, en neitaði sök og bar fyrir sig að um sjálfsvörn hefði verið að ræða. Þó sagðist hann taka hvaða refsingu sem er, en gagnrýndi málatilbúnað lögreglu. „Eitt sem ég get ekki tekið undir er að lögreglan hafi snúið málinu við svo það væri eins og ég hefði drepið hann eins og rottu.“ Þeir tveir hafi farið út á lífið í Hafnarfirði kvöldið örlagaríka og verið fram á morgun. Þegar þeir hafi komið heim hafi Maciej verið ákveðinn og sagt að hann myndi ekki greiða honum umfram það sem þeir höfðu samið um í leigu. „Hann var með hníf í hendinni, ég veit ekki hvaðan hann kom, við fórum að hrinda hvor öðrum. Ég veit ekki hvernig ég náði hnífnum af honum eða hvort hann hafi misst hann. Ég stakk hann.“ Hann sagðist hafa orðið mjög hræddur eftir að hafa stungið meðleigjenda sinn ítrekað. Hann hafi flúið íbúðina og athugað hvort honum væri veitt eftirför. „Ég var rosa hræddur og vissi ekki hvað ég átti að gera. Ég hef aldrei verið svona hræddur.“ „Fyrst drep ég hann svo hengi ég mig“ Á meðal gagna málsins voru skilaboð sem Maciej sendi vini sínum sama kvöld. Þar hótaði hann að myrða Jaroslaw. „Þessi vitleysingur, fyrst drep ég hann svo hengi ég mig,“ stóð í umræddum skilaboðum. Hann sagðist oft hafa sent skilaboð sem þessi úti í Póllandi. Hann hefði ekkert meint með þeim. „Ég var pirraður út í Jaroslaw en ég vildi ekki drepa hann. Ég var rosalega stressaður, ég hef aldrei verið með svona mikið adrenalín.“ Fréttin var uppfærð eftir að dómur Landsréttar var birtur.
Manndráp í Drangahrauni Dómsmál Hafnarfjörður Mest lesið Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Innlent Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Innlent Valhöll auglýst til sölu Innlent Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Sjá meira