Sló 24 ára gamalt met Kára Steins, aftur Valur Páll Eiríksson skrifar 21. september 2024 13:30 Sindri Karl Sigurjónsson eftir hlaup dagsins. Samsett/Vísir/Hjartadagshlaupið Sindri Karl Sigurjónsson, 15 ára hlaupari úr Borgarfirði, sló 24 ára gamalt aldurflokkamet Kára Steins Reynissonar í 10 kílómetra götuhlaupi í dag. Þetta er í annað sinn sem hann slær metið, en í fyrra skiptið var það ekki gilt. Greint var frá því á Vísi í síðasta mánuði að Sindri hefði slegið Kára Steini við þegar hann fór 10 kílómetra á 35:49 mínútum í Reykjavíkurmaraþoninu. Það met var hins vegar ekki gilt þar sem hlaupið í Reykjavíkurmaraþoninu var ekki vottað. Deilur hafa verið á milli Íþróttabandalags Reykjavíkur, sem heldur Reykjavíkurmaraþonið, og langhlaupanefndar Frjálsíþróttasambands Íslands, um kostnað við vottun hlaupsins. „Það er algjörlega ákvörðun hlaupahaldara hvort sóst er eftir vottun Frjálsíþróttasambandsins,“ sagði Friðleifur Friðleifsson, formaður langhlaupanefndar Frjálsíþróttasambands Íslands, í Bítinu á Bylgjunni um málið. Sindri var í kjölfarið boðinn hjartanlega velkominn í Hjartadagshlaupið sem fór fram í Kópavogi í dag. Það hlaup var í ár vottað í fyrsta sinn. Um árlegt hlaup er að ræða sem er forvarnarhlaup Hjartaverndar. Sindri þáði boðið og þrátt fyrir að hafa verið á örlítið lakari tíma en í Reykjavíkurmaraþoninu fyrir tæpum mánuði síðan tókst honum, öðru sinni, að bæta tíma Kára Steins, í þetta skipti í vottuðu hlaupi og metið því hans. Sindri kom í mark á 36 mínútum og þremur sekúndum og bætti fyrra met um þrjár sekúndur. Hlaup Reykjavíkurmaraþon Mest lesið Sumir hneykslast á hegðun heimsmeistarans Sport Mourinho grætti Cristiano Ronaldo í klefanum Fótbolti Van Veen síðastur inn í undanúrslit: „Hætti ekki að brosa næstu 24 tímana“ Sport Giftu sig á gamlársdag Handbolti Áfall fyrir Heimi Hallgríms og drauminn um að komast á HM Fótbolti Kemst bakdyramegin inn í sína bestu grein á Ólympíuleikunum Sport Varar íþróttafólk við ákveðinni tegund áfengis Sport „Mjög svekkjandi“ Enski boltinn Öll augu á Ally Pally þegar barist er um sæti í úrslitaleiknum Sport Arsenal græddi á mistökum dómarans í 1-0 sigrinum á Everton Enski boltinn Fleiri fréttir Strákurinn fékk VAR í jólagjöf Öll augu á Ally Pally þegar barist er um sæti í úrslitaleiknum Mourinho grætti Cristiano Ronaldo í klefanum Sunderland hjálpaði Arsenal með því að taka stig af Man. City Van Veen síðastur inn í undanúrslit: „Hætti ekki að brosa næstu 24 tímana“ Metár fyrir danskt íþróttafólk Kemst bakdyramegin inn í sína bestu grein á Ólympíuleikunum Luke Littler reykspólaði yfir Pólverjann og inn í undanúrslitin „Mjög svekkjandi“ Líklegast að Chelsea ráði stjóra Strassborg Fyrsta mark Mateta í langan tíma dugði ekki Palace til að taka öll stigin Bitlausir meistarar byrjuðu árið á því að tapa stigum á heimavelli Arsenal græddi á mistökum dómarans í 1-0 sigrinum á Everton Sumir hneykslast á hegðun heimsmeistarans Sjáðu Mateta skora fyrsta mark ársins 2026 Biðin mikla hjá Unai Emery tók aðeins nokkrar sekúndur Tók báða Íslendingana út af í hálfleik Mesta áhorfið á jólaleiki NBA í fimmtán ár „Ekki jólin sem ég bjóst við“ Skotinn fljúgandi endaði öskubuskuævintýri Hood Ríkisstjórn Gabon setti fótboltalandsliðið sitt í bann Andri Lucas missti af þriðja leiknum í röð og áfram markaleysi án hans Aganefndin í fríi og Romero fær að spila í dag Enginn getur slökkt á þungarokkinu á HM í pílu Áfall fyrir Heimi Hallgríms og drauminn um að komast á HM Varar íþróttafólk við ákveðinni tegund áfengis Chelsea búið að reka Enzo Maresca Anthony Joshua útskrifaður af spítalanum Dæmd úr leik vegna skósóla Roberto Carlos sendur í hjartaaðgerð Sjá meira
Greint var frá því á Vísi í síðasta mánuði að Sindri hefði slegið Kára Steini við þegar hann fór 10 kílómetra á 35:49 mínútum í Reykjavíkurmaraþoninu. Það met var hins vegar ekki gilt þar sem hlaupið í Reykjavíkurmaraþoninu var ekki vottað. Deilur hafa verið á milli Íþróttabandalags Reykjavíkur, sem heldur Reykjavíkurmaraþonið, og langhlaupanefndar Frjálsíþróttasambands Íslands, um kostnað við vottun hlaupsins. „Það er algjörlega ákvörðun hlaupahaldara hvort sóst er eftir vottun Frjálsíþróttasambandsins,“ sagði Friðleifur Friðleifsson, formaður langhlaupanefndar Frjálsíþróttasambands Íslands, í Bítinu á Bylgjunni um málið. Sindri var í kjölfarið boðinn hjartanlega velkominn í Hjartadagshlaupið sem fór fram í Kópavogi í dag. Það hlaup var í ár vottað í fyrsta sinn. Um árlegt hlaup er að ræða sem er forvarnarhlaup Hjartaverndar. Sindri þáði boðið og þrátt fyrir að hafa verið á örlítið lakari tíma en í Reykjavíkurmaraþoninu fyrir tæpum mánuði síðan tókst honum, öðru sinni, að bæta tíma Kára Steins, í þetta skipti í vottuðu hlaupi og metið því hans. Sindri kom í mark á 36 mínútum og þremur sekúndum og bætti fyrra met um þrjár sekúndur.
Hlaup Reykjavíkurmaraþon Mest lesið Sumir hneykslast á hegðun heimsmeistarans Sport Mourinho grætti Cristiano Ronaldo í klefanum Fótbolti Van Veen síðastur inn í undanúrslit: „Hætti ekki að brosa næstu 24 tímana“ Sport Giftu sig á gamlársdag Handbolti Áfall fyrir Heimi Hallgríms og drauminn um að komast á HM Fótbolti Kemst bakdyramegin inn í sína bestu grein á Ólympíuleikunum Sport Varar íþróttafólk við ákveðinni tegund áfengis Sport „Mjög svekkjandi“ Enski boltinn Öll augu á Ally Pally þegar barist er um sæti í úrslitaleiknum Sport Arsenal græddi á mistökum dómarans í 1-0 sigrinum á Everton Enski boltinn Fleiri fréttir Strákurinn fékk VAR í jólagjöf Öll augu á Ally Pally þegar barist er um sæti í úrslitaleiknum Mourinho grætti Cristiano Ronaldo í klefanum Sunderland hjálpaði Arsenal með því að taka stig af Man. City Van Veen síðastur inn í undanúrslit: „Hætti ekki að brosa næstu 24 tímana“ Metár fyrir danskt íþróttafólk Kemst bakdyramegin inn í sína bestu grein á Ólympíuleikunum Luke Littler reykspólaði yfir Pólverjann og inn í undanúrslitin „Mjög svekkjandi“ Líklegast að Chelsea ráði stjóra Strassborg Fyrsta mark Mateta í langan tíma dugði ekki Palace til að taka öll stigin Bitlausir meistarar byrjuðu árið á því að tapa stigum á heimavelli Arsenal græddi á mistökum dómarans í 1-0 sigrinum á Everton Sumir hneykslast á hegðun heimsmeistarans Sjáðu Mateta skora fyrsta mark ársins 2026 Biðin mikla hjá Unai Emery tók aðeins nokkrar sekúndur Tók báða Íslendingana út af í hálfleik Mesta áhorfið á jólaleiki NBA í fimmtán ár „Ekki jólin sem ég bjóst við“ Skotinn fljúgandi endaði öskubuskuævintýri Hood Ríkisstjórn Gabon setti fótboltalandsliðið sitt í bann Andri Lucas missti af þriðja leiknum í röð og áfram markaleysi án hans Aganefndin í fríi og Romero fær að spila í dag Enginn getur slökkt á þungarokkinu á HM í pílu Áfall fyrir Heimi Hallgríms og drauminn um að komast á HM Varar íþróttafólk við ákveðinni tegund áfengis Chelsea búið að reka Enzo Maresca Anthony Joshua útskrifaður af spítalanum Dæmd úr leik vegna skósóla Roberto Carlos sendur í hjartaaðgerð Sjá meira