Sló 24 ára gamalt met Kára Steins, aftur Valur Páll Eiríksson skrifar 21. september 2024 13:30 Sindri Karl Sigurjónsson eftir hlaup dagsins. Samsett/Vísir/Hjartadagshlaupið Sindri Karl Sigurjónsson, 15 ára hlaupari úr Borgarfirði, sló 24 ára gamalt aldurflokkamet Kára Steins Reynissonar í 10 kílómetra götuhlaupi í dag. Þetta er í annað sinn sem hann slær metið, en í fyrra skiptið var það ekki gilt. Greint var frá því á Vísi í síðasta mánuði að Sindri hefði slegið Kára Steini við þegar hann fór 10 kílómetra á 35:49 mínútum í Reykjavíkurmaraþoninu. Það met var hins vegar ekki gilt þar sem hlaupið í Reykjavíkurmaraþoninu var ekki vottað. Deilur hafa verið á milli Íþróttabandalags Reykjavíkur, sem heldur Reykjavíkurmaraþonið, og langhlaupanefndar Frjálsíþróttasambands Íslands, um kostnað við vottun hlaupsins. „Það er algjörlega ákvörðun hlaupahaldara hvort sóst er eftir vottun Frjálsíþróttasambandsins,“ sagði Friðleifur Friðleifsson, formaður langhlaupanefndar Frjálsíþróttasambands Íslands, í Bítinu á Bylgjunni um málið. Sindri var í kjölfarið boðinn hjartanlega velkominn í Hjartadagshlaupið sem fór fram í Kópavogi í dag. Það hlaup var í ár vottað í fyrsta sinn. Um árlegt hlaup er að ræða sem er forvarnarhlaup Hjartaverndar. Sindri þáði boðið og þrátt fyrir að hafa verið á örlítið lakari tíma en í Reykjavíkurmaraþoninu fyrir tæpum mánuði síðan tókst honum, öðru sinni, að bæta tíma Kára Steins, í þetta skipti í vottuðu hlaupi og metið því hans. Sindri kom í mark á 36 mínútum og þremur sekúndum og bætti fyrra met um þrjár sekúndur. Hlaup Reykjavíkurmaraþon Mest lesið „Ég er eiginlega farinn að hata smá Dag Sigurðsson“ Handbolti Hneig niður á sviðinu eftir að hafa náð vigt Sport Sú besta í heimi er ólétt Sport Mismælti sig harkalega í beinni útsendingu Handbolti Úlfurinn hans Alfreðs Gísla át skotin hjá Norðmönnum Handbolti Sló eitt elsta heimsmetið í frjálsum íþróttum Sport Danskur landsliðsmaður greindist með krabbamein Körfubolti EM í dag: Helgarpabbar og dvalarheimili Handbolti Liverpool-vandræðin halda áfram og Bournemouth með sigurmark í blálokin Enski boltinn Sævar um Keflavík: Eins og allir vilji ekki fá brunasár eða marbletti Körfubolti Fleiri fréttir „Eitt besta lið í heimi“ Danskur landsliðsmaður greindist með krabbamein Sú besta í heimi er ólétt Dagskráin: Barist um sæti í Super Bowl og stórleikur Arsenal og Man Utd Hneig niður á sviðinu eftir að hafa náð vigt Sló eitt elsta heimsmetið í frjálsum íþróttum Sævar um Keflavík: Eins og allir vilji ekki fá brunasár eða marbletti Tryggvi og félagar sluppu með skrekkinn á móti botnliðinu „Ég er eiginlega farinn að hata smá Dag Sigurðsson“ Mbappé skaut Real Madrid upp í toppsætið Úlfurinn hans Alfreðs Gísla át skotin hjá Norðmönnum NBA-leik frestað vegna óeirða í Minneapolis Van Dijk segir að það hafi „klárlega verið brotið á sér“ í sigurmarkinu „Sigurmark undir lokin er fullkomið fyrir okkur“ Liverpool-vandræðin halda áfram og Bournemouth með sigurmark í blálokin Hákon framlengdi við Lille til 2030 Alberti og félögum mistókst að komast upp úr fallsæti Danir komnir í gang á EM EM í dag: Helgarpabbar og dvalarheimili „Það vantaði baráttuna“ Stórbrotið sigurmark hjá Harry Wilson Haaland fékk smá hvíld í kærkomnum sigri City Víkingur og Þróttur mætast í úrslitaleik Reykjavíkurmótsins Elvar og félagar köstuðu frá sér sigrinum Bayern tapaði deildarleik í fyrsta sinn á tímabilinu Markamet slegið þegar Frakkar pökkuðu Portúgölum saman Haukur heill heilsu: „Þetta var svakalegt högg“ Valskonur sóttu sigur til Eyja í toppslagnum Alfons fer aftur til Hollands Njarðvík nær í nýjan miðherja eftir meiðslin Sjá meira
Greint var frá því á Vísi í síðasta mánuði að Sindri hefði slegið Kára Steini við þegar hann fór 10 kílómetra á 35:49 mínútum í Reykjavíkurmaraþoninu. Það met var hins vegar ekki gilt þar sem hlaupið í Reykjavíkurmaraþoninu var ekki vottað. Deilur hafa verið á milli Íþróttabandalags Reykjavíkur, sem heldur Reykjavíkurmaraþonið, og langhlaupanefndar Frjálsíþróttasambands Íslands, um kostnað við vottun hlaupsins. „Það er algjörlega ákvörðun hlaupahaldara hvort sóst er eftir vottun Frjálsíþróttasambandsins,“ sagði Friðleifur Friðleifsson, formaður langhlaupanefndar Frjálsíþróttasambands Íslands, í Bítinu á Bylgjunni um málið. Sindri var í kjölfarið boðinn hjartanlega velkominn í Hjartadagshlaupið sem fór fram í Kópavogi í dag. Það hlaup var í ár vottað í fyrsta sinn. Um árlegt hlaup er að ræða sem er forvarnarhlaup Hjartaverndar. Sindri þáði boðið og þrátt fyrir að hafa verið á örlítið lakari tíma en í Reykjavíkurmaraþoninu fyrir tæpum mánuði síðan tókst honum, öðru sinni, að bæta tíma Kára Steins, í þetta skipti í vottuðu hlaupi og metið því hans. Sindri kom í mark á 36 mínútum og þremur sekúndum og bætti fyrra met um þrjár sekúndur.
Hlaup Reykjavíkurmaraþon Mest lesið „Ég er eiginlega farinn að hata smá Dag Sigurðsson“ Handbolti Hneig niður á sviðinu eftir að hafa náð vigt Sport Sú besta í heimi er ólétt Sport Mismælti sig harkalega í beinni útsendingu Handbolti Úlfurinn hans Alfreðs Gísla át skotin hjá Norðmönnum Handbolti Sló eitt elsta heimsmetið í frjálsum íþróttum Sport Danskur landsliðsmaður greindist með krabbamein Körfubolti EM í dag: Helgarpabbar og dvalarheimili Handbolti Liverpool-vandræðin halda áfram og Bournemouth með sigurmark í blálokin Enski boltinn Sævar um Keflavík: Eins og allir vilji ekki fá brunasár eða marbletti Körfubolti Fleiri fréttir „Eitt besta lið í heimi“ Danskur landsliðsmaður greindist með krabbamein Sú besta í heimi er ólétt Dagskráin: Barist um sæti í Super Bowl og stórleikur Arsenal og Man Utd Hneig niður á sviðinu eftir að hafa náð vigt Sló eitt elsta heimsmetið í frjálsum íþróttum Sævar um Keflavík: Eins og allir vilji ekki fá brunasár eða marbletti Tryggvi og félagar sluppu með skrekkinn á móti botnliðinu „Ég er eiginlega farinn að hata smá Dag Sigurðsson“ Mbappé skaut Real Madrid upp í toppsætið Úlfurinn hans Alfreðs Gísla át skotin hjá Norðmönnum NBA-leik frestað vegna óeirða í Minneapolis Van Dijk segir að það hafi „klárlega verið brotið á sér“ í sigurmarkinu „Sigurmark undir lokin er fullkomið fyrir okkur“ Liverpool-vandræðin halda áfram og Bournemouth með sigurmark í blálokin Hákon framlengdi við Lille til 2030 Alberti og félögum mistókst að komast upp úr fallsæti Danir komnir í gang á EM EM í dag: Helgarpabbar og dvalarheimili „Það vantaði baráttuna“ Stórbrotið sigurmark hjá Harry Wilson Haaland fékk smá hvíld í kærkomnum sigri City Víkingur og Þróttur mætast í úrslitaleik Reykjavíkurmótsins Elvar og félagar köstuðu frá sér sigrinum Bayern tapaði deildarleik í fyrsta sinn á tímabilinu Markamet slegið þegar Frakkar pökkuðu Portúgölum saman Haukur heill heilsu: „Þetta var svakalegt högg“ Valskonur sóttu sigur til Eyja í toppslagnum Alfons fer aftur til Hollands Njarðvík nær í nýjan miðherja eftir meiðslin Sjá meira