Sigga Ózk verður Ariana Grande og flytur til Noregs Dóra Júlía Agnarsdóttir skrifar 17. september 2024 14:30 Sigga Ózk talar og syngur íslensku útgáfuna fyrir karakter Ariönu Grande í Wicked. SAMSETT Söngvakeppnisstjarnan Sigga Ózk birti á dögunum mikla gleðifærslu á Instagram þar sem hún tilkynnir um nýtt og spennandi talsetningarhlutverk. „Tilkynning: ég mun tala og syngja fyrir GLINDU (aka Miss Grande) í íslensku talsetningunni á WICKED!“ skrifar Sigga og birtir með nokkrar myndir þar sem hún virðist vera í sjöunda himni með tíðindin. Stórstjarnan Ariana Grande leikur Glindu í kvikmyndinni og mun Sigga tjá karakternum sína rödd í íslensku útgáfunni. Cynthia Erivo og Ariana Grande fara með aðalhlutverkin í Wicked.Matthew Stockman/Getty Images Hamingjuóskunum rignir yfir Siggu á Instagram frá stórstjörnum á borð við Selmu Björns og Patrek Jaime. Selma skrifar meðal annars að Sigga sé enda langbest til verksins. View this post on Instagram A post shared by SIGGA ÓZK (@siggaozk) Það er margt spennandi á döfinni hjá Siggu Ózk sem tilkynnti sömuleiðis á dögunum að hún sé flutt til Noregs, nánar tiltekið Lillehammer í nám. View this post on Instagram A post shared by SIGGA ÓZK (@siggaozk) Wicked hefur í yfir tvo áratugi verið vinsæll og sögulegur söngleikur á Broadway og er söguþráðurinn lauslega byggður á Galdrakarlinum í Oz. Kvikmyndin Wicked verður frumsýnd 18. nóvember í Bretlandi og 22. nóvember um allan heim. View this post on Instagram A post shared by Wicked Movie (@wickedmovie) Þá mun annar reynslubolti úr Söngvakeppninni, tónlistarkonan Elísabet Ormslev, tala og syngja fyrir karakterinn Elphaba í kvikmyndinni sem Cynthia Erivo leikur. Sigga Ózk og Elísabet eru báðar eru afburða söngkonur og verður spennandi að heyra sígild lög kvikmyndarinnar á íslensku tali. View this post on Instagram A post shared by ELÍSABET ORMSLEV (@elisabetormslev) Tónlist Bíó og sjónvarp Íslendingar erlendis Mest lesið Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Lífið Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Lífið Eyjólfur og Suzanne eignuðust stúlku Lífið Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Lífið Maðurinn sem vann með Elton John, ABBA og Donnu Summer Bíó og sjónvarp Snorri Másson leggi hornin á hilluna Lífið Smurði kúk um allt stofugólfið þar til hann kafnaði úti í horni Lífið Sonurinn kominn með nafn Lífið Móðguð fyrir hönd ferðaþjónustunnar Lífið Skotin ganga á víxl um „eitraðan mömmuhóp“ Lífið Fleiri fréttir Vinsælustu lögin á Bylgjunni 2025 Heitustu lögin á FM árið 2025 Afþakka miðann til Vínar vinni þeir undankeppnina Prikið vekur athygli út fyrir landsteinana Abba skilar 350 milljörðum í kassann Ísraelar fá að vera með í Eurovision Halda aðra tónleika á Íslandi fyrir þá sem misstu af Allt alltaf alls staðar í allra besta lagi Miley Cyrus trúlofuð Þau þykja skara fram úr í íslenskri tónlist Þau hlutu verðlaun Dags íslenskrar tónlistar Bein útsending: Hver hlýtur viðurkenningu á Degi íslenskrar tónlistar? Sjá meira
„Tilkynning: ég mun tala og syngja fyrir GLINDU (aka Miss Grande) í íslensku talsetningunni á WICKED!“ skrifar Sigga og birtir með nokkrar myndir þar sem hún virðist vera í sjöunda himni með tíðindin. Stórstjarnan Ariana Grande leikur Glindu í kvikmyndinni og mun Sigga tjá karakternum sína rödd í íslensku útgáfunni. Cynthia Erivo og Ariana Grande fara með aðalhlutverkin í Wicked.Matthew Stockman/Getty Images Hamingjuóskunum rignir yfir Siggu á Instagram frá stórstjörnum á borð við Selmu Björns og Patrek Jaime. Selma skrifar meðal annars að Sigga sé enda langbest til verksins. View this post on Instagram A post shared by SIGGA ÓZK (@siggaozk) Það er margt spennandi á döfinni hjá Siggu Ózk sem tilkynnti sömuleiðis á dögunum að hún sé flutt til Noregs, nánar tiltekið Lillehammer í nám. View this post on Instagram A post shared by SIGGA ÓZK (@siggaozk) Wicked hefur í yfir tvo áratugi verið vinsæll og sögulegur söngleikur á Broadway og er söguþráðurinn lauslega byggður á Galdrakarlinum í Oz. Kvikmyndin Wicked verður frumsýnd 18. nóvember í Bretlandi og 22. nóvember um allan heim. View this post on Instagram A post shared by Wicked Movie (@wickedmovie) Þá mun annar reynslubolti úr Söngvakeppninni, tónlistarkonan Elísabet Ormslev, tala og syngja fyrir karakterinn Elphaba í kvikmyndinni sem Cynthia Erivo leikur. Sigga Ózk og Elísabet eru báðar eru afburða söngkonur og verður spennandi að heyra sígild lög kvikmyndarinnar á íslensku tali. View this post on Instagram A post shared by ELÍSABET ORMSLEV (@elisabetormslev)
Tónlist Bíó og sjónvarp Íslendingar erlendis Mest lesið Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Lífið Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Lífið Eyjólfur og Suzanne eignuðust stúlku Lífið Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Lífið Maðurinn sem vann með Elton John, ABBA og Donnu Summer Bíó og sjónvarp Snorri Másson leggi hornin á hilluna Lífið Smurði kúk um allt stofugólfið þar til hann kafnaði úti í horni Lífið Sonurinn kominn með nafn Lífið Móðguð fyrir hönd ferðaþjónustunnar Lífið Skotin ganga á víxl um „eitraðan mömmuhóp“ Lífið Fleiri fréttir Vinsælustu lögin á Bylgjunni 2025 Heitustu lögin á FM árið 2025 Afþakka miðann til Vínar vinni þeir undankeppnina Prikið vekur athygli út fyrir landsteinana Abba skilar 350 milljörðum í kassann Ísraelar fá að vera með í Eurovision Halda aðra tónleika á Íslandi fyrir þá sem misstu af Allt alltaf alls staðar í allra besta lagi Miley Cyrus trúlofuð Þau þykja skara fram úr í íslenskri tónlist Þau hlutu verðlaun Dags íslenskrar tónlistar Bein útsending: Hver hlýtur viðurkenningu á Degi íslenskrar tónlistar? Sjá meira