Gat ekki kastað því liðsfélaginn ældi á boltann Valur Páll Eiríksson skrifar 16. september 2024 11:32 Það var ekki séns fyrir Willis að kasta boltanum sem var þakinn í ælu. Stacy Revere/Getty Images Furðulegt atvik átti sér stað í leik Green Bay Packers og Indianapolis Colts í NFL-deildinni vestanhafs í gær. Magapest sóknarlínumanns fyrrnefnda liðsins hafði áhrif á leikinn. Josh Myers spilar fyrir miðju í sóknarlínu Green Bay liðsins sem vann 16-10 sigur í gærkvöld. Spennan jókst eftir því sem leið á leikinn þegar gestirnir unnu sig inn í hann og veikindi Myers á mikilvægum tímapunkti hefðu getað reynst dýrkeypt. Myers var slæmur í maganum í gær, virðist vera.Pedro Vilela/Getty Images Green Bay var á þriðju tilraun og þurfti að komast 10 stikur fyrir endurnýjun þegar Myers kastaði hressilega upp skömmu áður en hann losaði boltann á leikstjórnandann Malik Willis. Willis lék í fjarveru aðal leikstjórnanda Packers, Jordan Love, sem var frá vegna meiðsla. Lítil hjálp var í uppkasti liðsfélaga hans í þessari stöðu. Matt LaFleur: “I asked Malik why he didn’t throw the ball on that 3rd down and he told me Josh threw up on the ball. That’s the first time I ever heard that”😂😭😂 pic.twitter.com/echFVpkuSX— Hogg (@HoggNFL) September 15, 2024 Aldrei lent í þessu áður Teiknað hafði verið upp kastkerfi til að komast stikurnar 10 en Willis gat ekki kastað boltanum þar sem Myers hafði kastað upp á boltann. Willis hljóp þá með hann og afleiðingarnar að Packers tókst ekki að fá endurnýjun. „Ég spurði Malik hvers vegna hann kastaði boltanum ekki á þriðju tilrauninni og hann sagði það vegna þess að Josh ældi á boltann. Þetta er í fyrsta skipti sem ég hef heyrt um það,“ sagði Matt Lafleur, þjálfari Packers, um atvikið eftir leik. #Packers center Josh Myers vomited on the football before a 3rd down but still snapped it to Malik Willis. Willis had no choice but to run with it.This is a wild story.(🎥 @packers)pic.twitter.com/FgPvz4bhWx— Ari Meirov (@MySportsUpdate) September 15, 2024 „Við þetta má bæta að dómarinn, Shawn Hochuli, kom til mín og sagðist hafa séð leikmanninn æla á boltann. „Eigum við að taka hann út af næst?“ Ég svaraði: „Já, endilega gerið það.“ Því þetta var mikilvæg staða og ég hef aldrei lent í því að einhver æli á boltann,“ bætti Lafleur við. Packers eru á sigurbraut eftir að hafa tapað naumlega fyrir Philadelphia Eagles í fyrsta leik. Colts liðið er án sigurs eftir fyrstu tvo leikina. NFL Mest lesið Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport Róbert hættir hjá HSÍ Handbolti Kastaði stól í Eyjum og fékk þriggja leikja bann Handbolti Enduðu á nærbuxunum og gátu ekki flogið Fótbolti Sjáðu dramatíkina á Anfield: Van Dijk skoraði og Simeone brjálaðist Fótbolti Fékk viljandi rautt og gæti misst af úrslitaleiknum Íslenski boltinn Uppgjörið: FH - ÍBV 36-30 | Sigur FH var aldrei í hættu gegn flötu liði ÍBV Handbolti „Þessi viðbrögð eru auðvitað ekki í lagi“ Fótbolti Erfið endurkoma hjá De Bruyne Fótbolti Tvenna Rashford tryggði þrjú stig Fótbolti Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri „Reyndum allt en ekkert gekk upp“ „Hugur fylgdi máli í okkar aðgerðum“ Langfljótastur í fimmtíu mörkin Markaveislur hjá Frankfurt og Sporting Uppgjörið: FH - ÍBV 36-30 | Sigur FH var aldrei í hættu gegn flötu liði ÍBV Erfið endurkoma hjá De Bruyne Tvenna Rashford tryggði þrjú stig Ómar markahæstur og Gísli skoraði sigurmarkið Haukar völtuðu yfir ÍR Amanda spilar í Meistaradeildinni Sluppu með stig eftir stórkostlegt mark og annað óheppilegt Orri skilaði þremur úr horninu í miklum markaleik Fyrst til að verða heimsmeistari í báðum greinum Sædís og Arna í Meistaradeild Evrópu Fékk viljandi rautt og gæti misst af úrslitaleiknum Mourinho strax kominn með nýtt starf Ólöf Helga tekur við stjórninni: „Orðnar mjög spenntar fyrir fyrsta þætti“ Skylda að klippa vel neglur í handbolta Messi að framlengja við Inter Miami Róbert hættir hjá HSÍ Enduðu á nærbuxunum og gátu ekki flogið Wildcard hugleiðingar Fantasýn: Haaland inn, Salah út og bíða með Isak Kastaði stól í Eyjum og fékk þriggja leikja bann Fær nýjan þriggja ára samning þrátt fjögur töp í fyrstu fjórum leikjunum Ísland stendur í stað þrátt fyrir stórsigur Fimm sigurmörk á síðustu sjö mínútunum Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Vann Ólympíubrons en ætlar að keppa á Steraleikunum og slá heimsmetið „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ Sjá meira
Josh Myers spilar fyrir miðju í sóknarlínu Green Bay liðsins sem vann 16-10 sigur í gærkvöld. Spennan jókst eftir því sem leið á leikinn þegar gestirnir unnu sig inn í hann og veikindi Myers á mikilvægum tímapunkti hefðu getað reynst dýrkeypt. Myers var slæmur í maganum í gær, virðist vera.Pedro Vilela/Getty Images Green Bay var á þriðju tilraun og þurfti að komast 10 stikur fyrir endurnýjun þegar Myers kastaði hressilega upp skömmu áður en hann losaði boltann á leikstjórnandann Malik Willis. Willis lék í fjarveru aðal leikstjórnanda Packers, Jordan Love, sem var frá vegna meiðsla. Lítil hjálp var í uppkasti liðsfélaga hans í þessari stöðu. Matt LaFleur: “I asked Malik why he didn’t throw the ball on that 3rd down and he told me Josh threw up on the ball. That’s the first time I ever heard that”😂😭😂 pic.twitter.com/echFVpkuSX— Hogg (@HoggNFL) September 15, 2024 Aldrei lent í þessu áður Teiknað hafði verið upp kastkerfi til að komast stikurnar 10 en Willis gat ekki kastað boltanum þar sem Myers hafði kastað upp á boltann. Willis hljóp þá með hann og afleiðingarnar að Packers tókst ekki að fá endurnýjun. „Ég spurði Malik hvers vegna hann kastaði boltanum ekki á þriðju tilrauninni og hann sagði það vegna þess að Josh ældi á boltann. Þetta er í fyrsta skipti sem ég hef heyrt um það,“ sagði Matt Lafleur, þjálfari Packers, um atvikið eftir leik. #Packers center Josh Myers vomited on the football before a 3rd down but still snapped it to Malik Willis. Willis had no choice but to run with it.This is a wild story.(🎥 @packers)pic.twitter.com/FgPvz4bhWx— Ari Meirov (@MySportsUpdate) September 15, 2024 „Við þetta má bæta að dómarinn, Shawn Hochuli, kom til mín og sagðist hafa séð leikmanninn æla á boltann. „Eigum við að taka hann út af næst?“ Ég svaraði: „Já, endilega gerið það.“ Því þetta var mikilvæg staða og ég hef aldrei lent í því að einhver æli á boltann,“ bætti Lafleur við. Packers eru á sigurbraut eftir að hafa tapað naumlega fyrir Philadelphia Eagles í fyrsta leik. Colts liðið er án sigurs eftir fyrstu tvo leikina.
NFL Mest lesið Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport Róbert hættir hjá HSÍ Handbolti Kastaði stól í Eyjum og fékk þriggja leikja bann Handbolti Enduðu á nærbuxunum og gátu ekki flogið Fótbolti Sjáðu dramatíkina á Anfield: Van Dijk skoraði og Simeone brjálaðist Fótbolti Fékk viljandi rautt og gæti misst af úrslitaleiknum Íslenski boltinn Uppgjörið: FH - ÍBV 36-30 | Sigur FH var aldrei í hættu gegn flötu liði ÍBV Handbolti „Þessi viðbrögð eru auðvitað ekki í lagi“ Fótbolti Erfið endurkoma hjá De Bruyne Fótbolti Tvenna Rashford tryggði þrjú stig Fótbolti Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri „Reyndum allt en ekkert gekk upp“ „Hugur fylgdi máli í okkar aðgerðum“ Langfljótastur í fimmtíu mörkin Markaveislur hjá Frankfurt og Sporting Uppgjörið: FH - ÍBV 36-30 | Sigur FH var aldrei í hættu gegn flötu liði ÍBV Erfið endurkoma hjá De Bruyne Tvenna Rashford tryggði þrjú stig Ómar markahæstur og Gísli skoraði sigurmarkið Haukar völtuðu yfir ÍR Amanda spilar í Meistaradeildinni Sluppu með stig eftir stórkostlegt mark og annað óheppilegt Orri skilaði þremur úr horninu í miklum markaleik Fyrst til að verða heimsmeistari í báðum greinum Sædís og Arna í Meistaradeild Evrópu Fékk viljandi rautt og gæti misst af úrslitaleiknum Mourinho strax kominn með nýtt starf Ólöf Helga tekur við stjórninni: „Orðnar mjög spenntar fyrir fyrsta þætti“ Skylda að klippa vel neglur í handbolta Messi að framlengja við Inter Miami Róbert hættir hjá HSÍ Enduðu á nærbuxunum og gátu ekki flogið Wildcard hugleiðingar Fantasýn: Haaland inn, Salah út og bíða með Isak Kastaði stól í Eyjum og fékk þriggja leikja bann Fær nýjan þriggja ára samning þrátt fjögur töp í fyrstu fjórum leikjunum Ísland stendur í stað þrátt fyrir stórsigur Fimm sigurmörk á síðustu sjö mínútunum Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Vann Ólympíubrons en ætlar að keppa á Steraleikunum og slá heimsmetið „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ Sjá meira