Keypti skyrtu rétt fyrir útsendingu: „Er í veseni með brjóstin“ Valur Páll Eiríksson skrifar 10. september 2024 15:00 Eftir vandræði í aðdragandanum komst Kelce vel frá útsendingu gærkvöldsins. Hér er hann í skyrtunni frægu í gær. Getty Fyrrum sóknarlínumaðurinn Jason Kelce þreytti frumraun sína í umfjöllun um NFL-deildina á ESPN vestanhafs í gærkvöld en það var ekki áfallalaust. Hann gleymdi jakkafötunum sínum heima. Kelce var sóknarlínumaður hjá Philadelphia Eagles við góðan orðstír í áraraðir en ákvað að leggja skóna á hilluna eftir síðustu leiktíð. Margir sóttust eftir kröftum hans í sjónvarpsútsendingar í kringum NFL-deildina enda hefur hlaðvarp hans og bróður hans, Travis Kelce, sem leikur með Kansas City Chiefs, orðið gríðarlega vinsælt á skömmum tíma. ESPN samdi við Kelce fyrir nýhafna leiktíð í NFL-deildinni og hans fyrsta útsending var í kringum leik San Francisco 49ers og New York Jets sem fram fór í gærkvöld. Scott van Pelt kynnti Jason Kelce til leiks í frumraun hans með ESPN í gær. Þar rakti hann frábæran árangur Kelce innan vallar og sagði hann framtíðarmann í frægðarhöll NFL-deildarinnar. „Hafandi sagt það er Jason Kelce í skyrtu sem hann keypti í verslunarmiðstöð vegna þess að hann gleymdi að taka fötin sín með,“ sagði van Pelt. „Skyrtan passar yfir magann, ég er búinn að skafa aðeins af mér. En brjóstin mín eru í vandræðum,“ sagði Kelce léttur og augljóslega mátti sjá að skyrtan passaði ekki vel yfir brjóstkassa hans. 49ers unnu sterkan 32-19 sigur á Aaron Rodgers og félögum í Jets í gær, þrátt fyrir að vera án stjörnuleikmanns síns, Christian McCaffrey. Andri Ólafsson, Henry Birgir Gunnarsson og Eiríkur Stefán Ásgeirsson munu fara yfir þann leik og allt það helsta í fyrstu umferð NFL-deildarinnar í Lokasókninni sem verður sýnd klukkan 20:00 á Stöð 2 Sport 2 í kvöld. NFL Mest lesið Þóra grætur í koddann ef Þorsteinn verður áfram með liðið Fótbolti Segir dóttur sína hafa gert mistök með því að velja íslenska landsliðið Fótbolti Mátti ekki kaupa íbúð Babe Ruth Sport „Þetta snýst ekki bara um Sveindísi og Karólínu“ Fótbolti Sjáðu þáttinn um N1 mótið: Sprungnar vindsængur, lukkuljón og Ronaldo hárgreiðsla Fótbolti Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Enski boltinn Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Hneig niður tvisvar á risamóti í golfi Golf Tók fjóra daga þegar hún var tíu ára en getur nú unnið fimmta árið í röð Sport Viðurkenndi sök og má ekki keppa í CrossFit í fjögur ár Sport Fleiri fréttir Kærkominn endurkomusigur Grindvíkinga Liverpool leggur númerið hans Jota á hilluna að eilífu Segir hitann á HM hættulegan Belgar kveðja EM með sigri Spánn áfram með fullt hús stiga Djokovic varð að játa sig sigraðan Giorgi Dikhaminjia aftur til Íslands Áframhaldandi NBA tengingar í Bónus deildinni Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Lárus Orri byrjaður að bæta við sig Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Crystal Palace fær ekki að spila í Evrópudeildinni Alcaraz í úrslit Wimbledon þriðja árið í röð Tók fjóra daga þegar hún var tíu ára en getur nú unnið fimmta árið í röð Ragnhildur fyrst Íslendinga til að vinna LET Access mót Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Krabbameinslyf felldi fótboltamann á lyfjaprófi Þorsteinn Gauti semur við Sandefjord Fyrst Íslendinga til að skora og leggja upp í sama leik á EM Taka einn efnilegasta leikmanninn frá Íslandsmeisturum Hauka EM í dag: Nóg komið af leiðindum, kveðjustund og Copacabana „Þetta snýst ekki bara um Sveindísi og Karólínu“ Sjáðu þáttinn um N1 mótið: Sprungnar vindsængur, lukkuljón og Ronaldo hárgreiðsla Julio de Assis og Luka Gasic í Stjörnuna Ísak Snær lánaður til Lyngby Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Arsenal og Liverpool að slá heimsmetið Þóra grætur í koddann ef Þorsteinn verður áfram með liðið Viðurkenndi sök og má ekki keppa í CrossFit í fjögur ár Segir dóttur sína hafa gert mistök með því að velja íslenska landsliðið Sjá meira
Kelce var sóknarlínumaður hjá Philadelphia Eagles við góðan orðstír í áraraðir en ákvað að leggja skóna á hilluna eftir síðustu leiktíð. Margir sóttust eftir kröftum hans í sjónvarpsútsendingar í kringum NFL-deildina enda hefur hlaðvarp hans og bróður hans, Travis Kelce, sem leikur með Kansas City Chiefs, orðið gríðarlega vinsælt á skömmum tíma. ESPN samdi við Kelce fyrir nýhafna leiktíð í NFL-deildinni og hans fyrsta útsending var í kringum leik San Francisco 49ers og New York Jets sem fram fór í gærkvöld. Scott van Pelt kynnti Jason Kelce til leiks í frumraun hans með ESPN í gær. Þar rakti hann frábæran árangur Kelce innan vallar og sagði hann framtíðarmann í frægðarhöll NFL-deildarinnar. „Hafandi sagt það er Jason Kelce í skyrtu sem hann keypti í verslunarmiðstöð vegna þess að hann gleymdi að taka fötin sín með,“ sagði van Pelt. „Skyrtan passar yfir magann, ég er búinn að skafa aðeins af mér. En brjóstin mín eru í vandræðum,“ sagði Kelce léttur og augljóslega mátti sjá að skyrtan passaði ekki vel yfir brjóstkassa hans. 49ers unnu sterkan 32-19 sigur á Aaron Rodgers og félögum í Jets í gær, þrátt fyrir að vera án stjörnuleikmanns síns, Christian McCaffrey. Andri Ólafsson, Henry Birgir Gunnarsson og Eiríkur Stefán Ásgeirsson munu fara yfir þann leik og allt það helsta í fyrstu umferð NFL-deildarinnar í Lokasókninni sem verður sýnd klukkan 20:00 á Stöð 2 Sport 2 í kvöld.
NFL Mest lesið Þóra grætur í koddann ef Þorsteinn verður áfram með liðið Fótbolti Segir dóttur sína hafa gert mistök með því að velja íslenska landsliðið Fótbolti Mátti ekki kaupa íbúð Babe Ruth Sport „Þetta snýst ekki bara um Sveindísi og Karólínu“ Fótbolti Sjáðu þáttinn um N1 mótið: Sprungnar vindsængur, lukkuljón og Ronaldo hárgreiðsla Fótbolti Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Enski boltinn Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Hneig niður tvisvar á risamóti í golfi Golf Tók fjóra daga þegar hún var tíu ára en getur nú unnið fimmta árið í röð Sport Viðurkenndi sök og má ekki keppa í CrossFit í fjögur ár Sport Fleiri fréttir Kærkominn endurkomusigur Grindvíkinga Liverpool leggur númerið hans Jota á hilluna að eilífu Segir hitann á HM hættulegan Belgar kveðja EM með sigri Spánn áfram með fullt hús stiga Djokovic varð að játa sig sigraðan Giorgi Dikhaminjia aftur til Íslands Áframhaldandi NBA tengingar í Bónus deildinni Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Lárus Orri byrjaður að bæta við sig Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Crystal Palace fær ekki að spila í Evrópudeildinni Alcaraz í úrslit Wimbledon þriðja árið í röð Tók fjóra daga þegar hún var tíu ára en getur nú unnið fimmta árið í röð Ragnhildur fyrst Íslendinga til að vinna LET Access mót Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Krabbameinslyf felldi fótboltamann á lyfjaprófi Þorsteinn Gauti semur við Sandefjord Fyrst Íslendinga til að skora og leggja upp í sama leik á EM Taka einn efnilegasta leikmanninn frá Íslandsmeisturum Hauka EM í dag: Nóg komið af leiðindum, kveðjustund og Copacabana „Þetta snýst ekki bara um Sveindísi og Karólínu“ Sjáðu þáttinn um N1 mótið: Sprungnar vindsængur, lukkuljón og Ronaldo hárgreiðsla Julio de Assis og Luka Gasic í Stjörnuna Ísak Snær lánaður til Lyngby Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Arsenal og Liverpool að slá heimsmetið Þóra grætur í koddann ef Þorsteinn verður áfram með liðið Viðurkenndi sök og má ekki keppa í CrossFit í fjögur ár Segir dóttur sína hafa gert mistök með því að velja íslenska landsliðið Sjá meira