Ábyrgðin liggi fyrst og fremst hjá foreldrum Vésteinn Örn Pétursson skrifar 30. ágúst 2024 21:00 Guðmundur Fylkisson lögreglumaður hefur starfað með ungmennum í viðkvæmri stöðu í að verða áratug. Vísir/Ívar Drengurinn sem er í haldi vegna stunguárásar á menningarnótt hefur verið fluttur á Hólmsheiði vegna líflátshótana. Ráðamenn vilja auka sýnileika lögreglu vegna ofbeldis unglinga en lögreglumaður ítrekar að foreldrar beri fyrst og síðast ábyrgð á börnum sínum. Sextán ára drengurinn sem grunaður er um að hafa stungið þrjú á menningarnótt hefur verið vistaður í fangelsinu á Hólmsheiði. Fyrir það var hann í barnaverndarúrræði á Stuðlum, en vegna líflátshótana í hans garð var tekin ákvörðun um að færa hann milli staða. Fyrr í dag var gæsluvarðhaldsúrskurður yfir honum framlengdur til 26. september, en hann hefði annars runnið út í dag. Sautján ára stúlka sem varð fyrir árásinni er enn í lífshættu að sögn lögreglu, sem tjáir sig ekki um rannsóknina að öðru leyti en að henni miði vel. Kalla eftir þjóðarátaki Ráðherrar ríkisstjórnar telja að ráðast þurfi í mikið átak til að bregðast við auknu ofbeldi og vopnaburði meðal barna og unglinga „Í aðgerðaráætlunum okkar hefur til dæmis verið gert ráð fyrir meiri sýnileika lögreglu, og við erum að velta fyrir okkur hvort við getum hraðað aðgerðum eins og þeirri,“ sagði Bjarni Benediktsson forsætisráðherra að loknum ríkisstjórnarfundi í dag, þar sem drjúgur tími fór í að ræða þessi mál. Dómsmálaráðherra kallar eftir þjóðarátaki og segir að þegar sé búið að ráðast í einhverjar þeirra aðgerða sem stefnt er að, meðal annars með því að efla samfélagslöggæslu. „Ég myndi vitaskuld vilja sjá fleiri samfélagslögreglumenn, sem gætu verið í þéttu samtali við skólana, félagsmiðstöðvarnar og sömuleiðis heimilin,“ sagði Guðrún Hafsteinsdóttir dómsmálaráðherra. Félags- og barnamálaráðerra segir samfélagið allt þurfa að koma að málum. „Hvort sem eru ríki, sveitarfélög, lögregla, skólar, félagsmiðstöðvar, foreldrar og heimili, við þurfum öll að stíga inn sem einn aðili,“ sagði Ásmundur Einar Daðason félags- og barnamálaráðerra. Lögreglan ekki óþrjótandi auðlind Lögreglumaður sem hefur unnið með börnum og ungmennum í um áratug segir vopnaburðinn sjálfan ekkert nýmæli. „En fyrir tveimur, þremur árum síðan fór ég að tala um að það væri nýtt að þau væru farin að beita þessu hvert á annað. Það er kannski það sem er að breytast og hefur aukist of mikið,“ segir lögreglumaðurinn Guðmundur Fylkisson. Aðkomu fleiri en ráðherra og lögreglu sé þörf. „Ætli við foreldrar þurfum ekki að byrja? Það þarf að byrja þar. Að við áttum okkur á að við erum að búa til börn og við berum ábyrgð á þeim næstu 18 árin, en ekki kerfið eða ríkið eða kennarar,“ segir Guðmundur. „Samfélagslögreglan virkar vel, og vonandi ná menn að fókusera sig þannig að hún sé á þeim stað þar sem þörf er á henni. Því lögreglan er ekki óþrjótandi auðlind.“ Þó verði að varast að láta mál sem þessi lita alfarið umræðuna um ungt fólk. „Við megum ekki gleyma því, að stærsti hlutinn af unga fólkinu okkar er í góðu lagi. En þetta er aftur á móti ört stækkandi, lítill hópur,“ segir Guðmundur. Stunguárás við Skúlagötu Lögreglumál Börn og uppeldi Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Málefni Stuðla Mest lesið Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Innlent Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Innlent Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Erlent Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Erlent Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Innlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Erlent Grunaðir um að hafa komið til landsins til þess eins að stela Innlent Fleiri fréttir Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Spáir enn desembergosi Ný fjármögnunarleið að ryðja sér til rúms og friðaráætlun í Úkraínu gagnrýnd Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Játaði líkamsárás en sleppur í bili vegna tölvubréfs dómara Bílvelta og árekstur í hálkunni Vísbendingar um að færri unglingar drekki áfengi Ráðin bæjarritari í Hveragerði Vilja tryggja stöðu ungs fólks í prófkjöri Samfylkingarinnar Kanna hug Grindvíkinga til framtíðar í Grindavík Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Grunaðir um að hafa komið til landsins til þess eins að stela Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Skildi vegabréfið eftir „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Ísland útsöluvara í norrænum samanburði Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Miðflokkur skákar Sjálfstæðisflokknum: „Stórmerkileg niðurstaða“ Sjá meira
Sextán ára drengurinn sem grunaður er um að hafa stungið þrjú á menningarnótt hefur verið vistaður í fangelsinu á Hólmsheiði. Fyrir það var hann í barnaverndarúrræði á Stuðlum, en vegna líflátshótana í hans garð var tekin ákvörðun um að færa hann milli staða. Fyrr í dag var gæsluvarðhaldsúrskurður yfir honum framlengdur til 26. september, en hann hefði annars runnið út í dag. Sautján ára stúlka sem varð fyrir árásinni er enn í lífshættu að sögn lögreglu, sem tjáir sig ekki um rannsóknina að öðru leyti en að henni miði vel. Kalla eftir þjóðarátaki Ráðherrar ríkisstjórnar telja að ráðast þurfi í mikið átak til að bregðast við auknu ofbeldi og vopnaburði meðal barna og unglinga „Í aðgerðaráætlunum okkar hefur til dæmis verið gert ráð fyrir meiri sýnileika lögreglu, og við erum að velta fyrir okkur hvort við getum hraðað aðgerðum eins og þeirri,“ sagði Bjarni Benediktsson forsætisráðherra að loknum ríkisstjórnarfundi í dag, þar sem drjúgur tími fór í að ræða þessi mál. Dómsmálaráðherra kallar eftir þjóðarátaki og segir að þegar sé búið að ráðast í einhverjar þeirra aðgerða sem stefnt er að, meðal annars með því að efla samfélagslöggæslu. „Ég myndi vitaskuld vilja sjá fleiri samfélagslögreglumenn, sem gætu verið í þéttu samtali við skólana, félagsmiðstöðvarnar og sömuleiðis heimilin,“ sagði Guðrún Hafsteinsdóttir dómsmálaráðherra. Félags- og barnamálaráðerra segir samfélagið allt þurfa að koma að málum. „Hvort sem eru ríki, sveitarfélög, lögregla, skólar, félagsmiðstöðvar, foreldrar og heimili, við þurfum öll að stíga inn sem einn aðili,“ sagði Ásmundur Einar Daðason félags- og barnamálaráðerra. Lögreglan ekki óþrjótandi auðlind Lögreglumaður sem hefur unnið með börnum og ungmennum í um áratug segir vopnaburðinn sjálfan ekkert nýmæli. „En fyrir tveimur, þremur árum síðan fór ég að tala um að það væri nýtt að þau væru farin að beita þessu hvert á annað. Það er kannski það sem er að breytast og hefur aukist of mikið,“ segir lögreglumaðurinn Guðmundur Fylkisson. Aðkomu fleiri en ráðherra og lögreglu sé þörf. „Ætli við foreldrar þurfum ekki að byrja? Það þarf að byrja þar. Að við áttum okkur á að við erum að búa til börn og við berum ábyrgð á þeim næstu 18 árin, en ekki kerfið eða ríkið eða kennarar,“ segir Guðmundur. „Samfélagslögreglan virkar vel, og vonandi ná menn að fókusera sig þannig að hún sé á þeim stað þar sem þörf er á henni. Því lögreglan er ekki óþrjótandi auðlind.“ Þó verði að varast að láta mál sem þessi lita alfarið umræðuna um ungt fólk. „Við megum ekki gleyma því, að stærsti hlutinn af unga fólkinu okkar er í góðu lagi. En þetta er aftur á móti ört stækkandi, lítill hópur,“ segir Guðmundur.
Stunguárás við Skúlagötu Lögreglumál Börn og uppeldi Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Málefni Stuðla Mest lesið Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Innlent Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Innlent Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Erlent Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Erlent Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Innlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Erlent Grunaðir um að hafa komið til landsins til þess eins að stela Innlent Fleiri fréttir Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Spáir enn desembergosi Ný fjármögnunarleið að ryðja sér til rúms og friðaráætlun í Úkraínu gagnrýnd Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Játaði líkamsárás en sleppur í bili vegna tölvubréfs dómara Bílvelta og árekstur í hálkunni Vísbendingar um að færri unglingar drekki áfengi Ráðin bæjarritari í Hveragerði Vilja tryggja stöðu ungs fólks í prófkjöri Samfylkingarinnar Kanna hug Grindvíkinga til framtíðar í Grindavík Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Grunaðir um að hafa komið til landsins til þess eins að stela Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Skildi vegabréfið eftir „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Ísland útsöluvara í norrænum samanburði Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Miðflokkur skákar Sjálfstæðisflokknum: „Stórmerkileg niðurstaða“ Sjá meira
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent