Hefja gagngerar endurbætur á Friðarsúlunni í Viðey Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 30. ágúst 2024 15:31 Skúli Helgason formaður menningar-, íþrótta og tómstundaráðs, segir að ljóssúlan muni eftir framkvæmdir verða þéttari og skína skærar. Vísir/Vilhelm Framkvæmdir við gagngerar endurbætur á Friðarsúlu í Viðey eru hafnar. Skúli Helgason, formaður menningar-, íþrótta og tómstundaráðs, segir í samtali við fréttastofu að Friðarsúlan sé þörf áminning um friðarboðskap, sérstaklega vegna þróun heimsmála undanfarin ár. „Við höfum ákveðið að ráðast í gagngerar endurbætur á friðarsúlunni í Viðey. Og verkefnið er í meginatriðum tvíþætt, annars vegar að gera upp tæknibúnaðinn, sérstaklega ljósin, sem Friðarsúlan snýst um og síðan lagfæra þennan grunn, eða óskabrunn sem svo heitir sem ljóssúlan rís upp úr sem er einmitt byggður úr þrennskonar íslensku grjóti.“ Breytingar verða einnig á ljóssúlunni sjálfri. „Það sem mun birtast borgarbúum, landsmönnum öllum og ferðamönnum er að friðarsúlan mun lýsa ennþá bjartar og þéttar heldur en áður þannig að þetta verður ennþá glæsilegra kennileiti í borginni og það sem kannski skiptir mestu máli, ennþá áhrifameiri áminning um þann friðarboðskap sem verið snýst um. Og það er ekki vanþörf á í heiminum eins og hann er í dag.“ Framvæmdir metnar á 33 milljónir króna Yfirhalningin og framkvæmdirnar munu kosta, samkvæmt kostnaðaráætlun um 33 milljónir króna. Skúli var spurður hvort hann óttaðist ekki að einhverjir teldu þetta bruðl, þrátt fyrir að um fallegt listaverk væri að ræða. „Það kæmi mér á óvart, því þetta er ekki ógnardýrt verkefni, þetta eru endurbætur sem munu kosta í kringum 33 milljónir og við erum mjög ánægð með að það eru sömu aðilar sem fjármagna og stóðu að gerð Friðarsúlunnar á sínum tíma, það er að segja Reykjavíkurborg, Orkuveita Reykjavíkur og síðan Yoko Ono sjálf, eða sjóður á hennar vegum. Þessir þrír aðilar skipta með sér þessum kostnaði og það sem er líka ánægjulegt við það að vera að skipta um ljósabúnaðinn er að orkuþörfin verður minni, viðhaldið verður auðveldara þannig að rekstrarkostnaðurinn á verkinu mun minnka frá því sem núna er, sem er auðvitað ánægjulegt.“ Friðarsúlan í Viðey Reykjavík Viðey Styttur og útilistaverk Tengdar fréttir Viðburði vegna tendrunar Friðarsúlunnar aflýst annað árið í röð Viðburði vegna tendrunar Friðarsúlunnar í Viðey, mánudaginn 9. október, hefur verið aflýst vegna veðurs. Sama viðburði var einnig frestað í fyrra vegna veðurs. 9. október 2023 11:17 Aflýsa viðburði við tendrun Friðarsúlunnar vegna veðurs Engin athöfn verður í Viðey þegar Friðarsúlan verður tendruð á sunnudag en ákveðið var að aflýsa viðburðinum vegna veðurs. Friðarsúlan verður tendruð klukkan 20 og verður hægt að fylgjast með í beinu streymi. 7. október 2022 14:57 Friðarsúlan mun loga næstu mánuði „í ljósi aðstæðna“ Ákvörðun hefur verið tekin um að Friðarsúlan i Viðey muni loga næstu mánuði „í ljósi aðstæðna í heiminum“. 21. desember 2020 11:32 Friðarsúlan var tendruð í Viðey Friðarsúlan í Viðey, listaverk Yoko Ono, verður tendruð í 14. sinn á fæðingardegi tónlistarmannsins Johns Lennon sem hefði orðið áttræður í dag. 9. október 2020 20:15 Mest lesið Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Erlent Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Innlent Svona verður Sæbraut í stokki Innlent Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Innlent Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Innlent Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Innlent Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Innlent Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Innlent Fleiri fréttir Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Grímur sjálfkjörinn í sæti Ingvars Tæp tvö þúsund ný leikskólapláss í Reykjavík á næstu fimm árum Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Blanda af „Mikka mús og íþróttaálfinum“ ógni lýðheilsu Sakar Guðrúnu um sjúklega þráhyggju Stokkur fjarlægi gjána sem skilji að Vogahverfin Hættir að taka krókinn um Háaleitisbraut og Miklubraut Vildu að skikkjan yrði rifin af öxlum Ómars Fjórtán ára piltur grunaður um að leggja hníf að hálsi annars við Hvaleyrarvatn „Þar sem vændi þrífst þar þrífst líka mansal“ Útburður manns úr Bríetartúni dreginn til baka Mjög alvarlegt tilfelli Viðbúnaður í Vesturbæ og nikótínumræður á Alþingi Guðrún segir ríkisstjórnina slá skjaldborg um Flokk fólksins Skera niður til að mæta launahækkunum Töluverður eldsvoði og þrír fluttir af vettvangi í sjúkrabíl Fjölga ferðum og auka tíðni ákveðinna leiða Strætó í haust Tekur sér leyfi frá Alþingi til að fara í áfengismeðferð Bein útsending: Afmælisráðstefna Afstöðu Kynntu fyrirhugaðan Sæbrautarstokk Sjá meira
„Við höfum ákveðið að ráðast í gagngerar endurbætur á friðarsúlunni í Viðey. Og verkefnið er í meginatriðum tvíþætt, annars vegar að gera upp tæknibúnaðinn, sérstaklega ljósin, sem Friðarsúlan snýst um og síðan lagfæra þennan grunn, eða óskabrunn sem svo heitir sem ljóssúlan rís upp úr sem er einmitt byggður úr þrennskonar íslensku grjóti.“ Breytingar verða einnig á ljóssúlunni sjálfri. „Það sem mun birtast borgarbúum, landsmönnum öllum og ferðamönnum er að friðarsúlan mun lýsa ennþá bjartar og þéttar heldur en áður þannig að þetta verður ennþá glæsilegra kennileiti í borginni og það sem kannski skiptir mestu máli, ennþá áhrifameiri áminning um þann friðarboðskap sem verið snýst um. Og það er ekki vanþörf á í heiminum eins og hann er í dag.“ Framvæmdir metnar á 33 milljónir króna Yfirhalningin og framkvæmdirnar munu kosta, samkvæmt kostnaðaráætlun um 33 milljónir króna. Skúli var spurður hvort hann óttaðist ekki að einhverjir teldu þetta bruðl, þrátt fyrir að um fallegt listaverk væri að ræða. „Það kæmi mér á óvart, því þetta er ekki ógnardýrt verkefni, þetta eru endurbætur sem munu kosta í kringum 33 milljónir og við erum mjög ánægð með að það eru sömu aðilar sem fjármagna og stóðu að gerð Friðarsúlunnar á sínum tíma, það er að segja Reykjavíkurborg, Orkuveita Reykjavíkur og síðan Yoko Ono sjálf, eða sjóður á hennar vegum. Þessir þrír aðilar skipta með sér þessum kostnaði og það sem er líka ánægjulegt við það að vera að skipta um ljósabúnaðinn er að orkuþörfin verður minni, viðhaldið verður auðveldara þannig að rekstrarkostnaðurinn á verkinu mun minnka frá því sem núna er, sem er auðvitað ánægjulegt.“
Friðarsúlan í Viðey Reykjavík Viðey Styttur og útilistaverk Tengdar fréttir Viðburði vegna tendrunar Friðarsúlunnar aflýst annað árið í röð Viðburði vegna tendrunar Friðarsúlunnar í Viðey, mánudaginn 9. október, hefur verið aflýst vegna veðurs. Sama viðburði var einnig frestað í fyrra vegna veðurs. 9. október 2023 11:17 Aflýsa viðburði við tendrun Friðarsúlunnar vegna veðurs Engin athöfn verður í Viðey þegar Friðarsúlan verður tendruð á sunnudag en ákveðið var að aflýsa viðburðinum vegna veðurs. Friðarsúlan verður tendruð klukkan 20 og verður hægt að fylgjast með í beinu streymi. 7. október 2022 14:57 Friðarsúlan mun loga næstu mánuði „í ljósi aðstæðna“ Ákvörðun hefur verið tekin um að Friðarsúlan i Viðey muni loga næstu mánuði „í ljósi aðstæðna í heiminum“. 21. desember 2020 11:32 Friðarsúlan var tendruð í Viðey Friðarsúlan í Viðey, listaverk Yoko Ono, verður tendruð í 14. sinn á fæðingardegi tónlistarmannsins Johns Lennon sem hefði orðið áttræður í dag. 9. október 2020 20:15 Mest lesið Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Erlent Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Innlent Svona verður Sæbraut í stokki Innlent Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Innlent Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Innlent Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Innlent Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Innlent Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Innlent Fleiri fréttir Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Grímur sjálfkjörinn í sæti Ingvars Tæp tvö þúsund ný leikskólapláss í Reykjavík á næstu fimm árum Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Blanda af „Mikka mús og íþróttaálfinum“ ógni lýðheilsu Sakar Guðrúnu um sjúklega þráhyggju Stokkur fjarlægi gjána sem skilji að Vogahverfin Hættir að taka krókinn um Háaleitisbraut og Miklubraut Vildu að skikkjan yrði rifin af öxlum Ómars Fjórtán ára piltur grunaður um að leggja hníf að hálsi annars við Hvaleyrarvatn „Þar sem vændi þrífst þar þrífst líka mansal“ Útburður manns úr Bríetartúni dreginn til baka Mjög alvarlegt tilfelli Viðbúnaður í Vesturbæ og nikótínumræður á Alþingi Guðrún segir ríkisstjórnina slá skjaldborg um Flokk fólksins Skera niður til að mæta launahækkunum Töluverður eldsvoði og þrír fluttir af vettvangi í sjúkrabíl Fjölga ferðum og auka tíðni ákveðinna leiða Strætó í haust Tekur sér leyfi frá Alþingi til að fara í áfengismeðferð Bein útsending: Afmælisráðstefna Afstöðu Kynntu fyrirhugaðan Sæbrautarstokk Sjá meira
Viðburði vegna tendrunar Friðarsúlunnar aflýst annað árið í röð Viðburði vegna tendrunar Friðarsúlunnar í Viðey, mánudaginn 9. október, hefur verið aflýst vegna veðurs. Sama viðburði var einnig frestað í fyrra vegna veðurs. 9. október 2023 11:17
Aflýsa viðburði við tendrun Friðarsúlunnar vegna veðurs Engin athöfn verður í Viðey þegar Friðarsúlan verður tendruð á sunnudag en ákveðið var að aflýsa viðburðinum vegna veðurs. Friðarsúlan verður tendruð klukkan 20 og verður hægt að fylgjast með í beinu streymi. 7. október 2022 14:57
Friðarsúlan mun loga næstu mánuði „í ljósi aðstæðna“ Ákvörðun hefur verið tekin um að Friðarsúlan i Viðey muni loga næstu mánuði „í ljósi aðstæðna í heiminum“. 21. desember 2020 11:32
Friðarsúlan var tendruð í Viðey Friðarsúlan í Viðey, listaverk Yoko Ono, verður tendruð í 14. sinn á fæðingardegi tónlistarmannsins Johns Lennon sem hefði orðið áttræður í dag. 9. október 2020 20:15