Norska pressan í sárum Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 30. ágúst 2024 10:55 Prinsessan og töfralæknirinn saman á góðri stundu. EPA-EFE/Lise Aserud Norska pressan er í sárum en stærsta brúðkaup ársins fer fram í Noregi á morgun þegar konunglegt brúðkaup prinsessunnar Mörthu Louise og hins bandaríska Shaman Durek Verrett fer fram í Álasundi. Ástæður þessa eru að ljósmyndaréttur af brúðkaupinu hefur verið seldur til götublaðanna Hello Magazine og Hola í Bretlandi og á Spáni. Þetta þýðir að engar myndir munu birtast í norskum miðlum úr brúðkaupinu á morgun. Það er áfall því mikið verður um dýrðir í Noregi á morgun og verður um meiriháttar viðburð að ræða. Martha og Shaman byrjuðu saman árið 2019 og sagðist prinsessan hafa hitt sálufélaga sinn í Bandaríkjamanninum og lét gagnrýnendur heyra það. Brýtur gegn hefðum „Þetta er einstaklega óheppilegt. Við erum mjög vonsvikin vegna þessa og í raun afar hissa,“ hefur norska ríkisútvarpið eftir Christinu Dorthellinger, ritstjóra norska miðilsins NTB sem allajafna hefur fjallað um mál norsku konungsfjölskyldunnar. Hún segir þetta brjóta allar hefðir og venjur. Þá taka samtök fréttamanna í Noregi undir með henni og lýsa yfir miklum áhyggjum vegna málsins. Sjálf segir prinsessan hinsvegar og eiginmaður hennar verðandi að um sé að ræða einkaviðburð. Því verði gestalistinn og önnur atriði er varða brúðkaupið ekki gefin upp heldur. Samtök fréttamanna eru hvumsa yfir þeim svörum hjónanna. Segja erfitt að sjá hvernig um getur verið að ræða einkaviðburð þegar erlendum götublöðum hefur verið seldur ljósmyndarétturinn. Shaman Durek hefur sótt Ísland heim en það gerði hann meðal annars árið 2016. Durek lýsir sér sem þróunarfrumkvöðli sem leggi áherslu á hið andlega. Vilja ekki láta mynda sig Martha Louise er fjórða í röðinni sem arftaki norsku krúnunnar. Hún starfar hinsvegar ekki lengur opinberlega fyrir konungsfjölskylduna. Þá segja norskir miðlar frá því að fjölskyldan hafi beðið um það að meðlimir hennar verði ekki myndaðir í brúðkaupinu á morgun þar sem norskum miðlum verði ekki gefinn aðgangur. Þá kemur fram í umfjöllun norskra miðla að Martha hafi samþykkt að nýta sér ekki titil sinn í gróðaskyni. Hún hafi raunar skrifað undir samning þess efnis. Það sé álitamál hvort samningur hinna verðandi hjóna við Hello Magazine og Hola brjóti í bága við þann samning eða ekki. Noregur Kóngafólk Mest lesið Skilnaður handan við hornið hjá Kanye og Biöncu Lífið Stofnar eigin útgáfu og byrjar í ruslinu Lífið „Fólk í kringum þessa einstaklinga er á nálum“ Lífið Kim vandræðaleg á tónleikum með nýrri eiginkonu Kanye Lífið Bergrún Íris og Kolbrún keyptu í Hafnarfirði Lífið Eins og þruma úr heiðskíru lofti Lífið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið Menning Náði að sættast við bróður sinn fyrir andlátið Lífið Stjörnulífið: Skvísustælar við bakkann og áminning um óöryggi Lífið Fylgst með tímaskeiði í lífi konu sem greinist með krabbamein Lífið Fleiri fréttir Stofnar eigin útgáfu og byrjar í ruslinu Skilnaður handan við hornið hjá Kanye og Biöncu Vann til verðlauna fyrir götubitann Bergrún Íris og Kolbrún keyptu í Hafnarfirði Fylgst með tímaskeiði í lífi konu sem greinist með krabbamein Gátu ekki talað saman fyrir syngjandi þjónum „Fólk í kringum þessa einstaklinga er á nálum“ Fanney Dóra og Aron gáfu syninum nafn Náði að sættast við bróður sinn fyrir andlátið Stjörnulífið: Skvísustælar við bakkann og áminning um óöryggi Eins og þruma úr heiðskíru lofti Sláturgerð, Sherry og súkkulaði á Hellu Myndaveisla: Eliza Reid og Ásdís Spanó létu sig ekki vanta í Núllið Covidsmitaður Al Pacino var nær dauða en lífi Dolly gefur 135 milljónir vegna Helenu Með húsaflutninga á heilanum Krakkatían: Ber, forsetar og prinsessur Sigmundur og hvolpurinn gleðjast yfir fylgi Miðflokksins Karlmennskuhlaðvarpið heyrir sögunni til „Ég var heppinn. En ekki hann“ „Það er önnur hver gella með í vörunum“ Gómsætar haustkökur að hætti Elenoru „Það braut ísinn að við hefðum deitað sama gaurinn“ Fréttatía vikunnar: Körfubolti, laxaastmi og stýrivextir Áslaug Arna fór í meðferð til að vinna bug á köngulóafælni Ólafur Ragnar skellti sér á sæþotu eftir langan dag Simmi Vill og Sunneva Einars létu sig ekki vanta á Jókerinn Vill að Menendez bræðrum verði veitt frelsi Skrúfaði titrarann í sundur til að forða nágrönnum frá ónæði Eminem verður afi Sjá meira
Þetta þýðir að engar myndir munu birtast í norskum miðlum úr brúðkaupinu á morgun. Það er áfall því mikið verður um dýrðir í Noregi á morgun og verður um meiriháttar viðburð að ræða. Martha og Shaman byrjuðu saman árið 2019 og sagðist prinsessan hafa hitt sálufélaga sinn í Bandaríkjamanninum og lét gagnrýnendur heyra það. Brýtur gegn hefðum „Þetta er einstaklega óheppilegt. Við erum mjög vonsvikin vegna þessa og í raun afar hissa,“ hefur norska ríkisútvarpið eftir Christinu Dorthellinger, ritstjóra norska miðilsins NTB sem allajafna hefur fjallað um mál norsku konungsfjölskyldunnar. Hún segir þetta brjóta allar hefðir og venjur. Þá taka samtök fréttamanna í Noregi undir með henni og lýsa yfir miklum áhyggjum vegna málsins. Sjálf segir prinsessan hinsvegar og eiginmaður hennar verðandi að um sé að ræða einkaviðburð. Því verði gestalistinn og önnur atriði er varða brúðkaupið ekki gefin upp heldur. Samtök fréttamanna eru hvumsa yfir þeim svörum hjónanna. Segja erfitt að sjá hvernig um getur verið að ræða einkaviðburð þegar erlendum götublöðum hefur verið seldur ljósmyndarétturinn. Shaman Durek hefur sótt Ísland heim en það gerði hann meðal annars árið 2016. Durek lýsir sér sem þróunarfrumkvöðli sem leggi áherslu á hið andlega. Vilja ekki láta mynda sig Martha Louise er fjórða í röðinni sem arftaki norsku krúnunnar. Hún starfar hinsvegar ekki lengur opinberlega fyrir konungsfjölskylduna. Þá segja norskir miðlar frá því að fjölskyldan hafi beðið um það að meðlimir hennar verði ekki myndaðir í brúðkaupinu á morgun þar sem norskum miðlum verði ekki gefinn aðgangur. Þá kemur fram í umfjöllun norskra miðla að Martha hafi samþykkt að nýta sér ekki titil sinn í gróðaskyni. Hún hafi raunar skrifað undir samning þess efnis. Það sé álitamál hvort samningur hinna verðandi hjóna við Hello Magazine og Hola brjóti í bága við þann samning eða ekki.
Noregur Kóngafólk Mest lesið Skilnaður handan við hornið hjá Kanye og Biöncu Lífið Stofnar eigin útgáfu og byrjar í ruslinu Lífið „Fólk í kringum þessa einstaklinga er á nálum“ Lífið Kim vandræðaleg á tónleikum með nýrri eiginkonu Kanye Lífið Bergrún Íris og Kolbrún keyptu í Hafnarfirði Lífið Eins og þruma úr heiðskíru lofti Lífið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið Menning Náði að sættast við bróður sinn fyrir andlátið Lífið Stjörnulífið: Skvísustælar við bakkann og áminning um óöryggi Lífið Fylgst með tímaskeiði í lífi konu sem greinist með krabbamein Lífið Fleiri fréttir Stofnar eigin útgáfu og byrjar í ruslinu Skilnaður handan við hornið hjá Kanye og Biöncu Vann til verðlauna fyrir götubitann Bergrún Íris og Kolbrún keyptu í Hafnarfirði Fylgst með tímaskeiði í lífi konu sem greinist með krabbamein Gátu ekki talað saman fyrir syngjandi þjónum „Fólk í kringum þessa einstaklinga er á nálum“ Fanney Dóra og Aron gáfu syninum nafn Náði að sættast við bróður sinn fyrir andlátið Stjörnulífið: Skvísustælar við bakkann og áminning um óöryggi Eins og þruma úr heiðskíru lofti Sláturgerð, Sherry og súkkulaði á Hellu Myndaveisla: Eliza Reid og Ásdís Spanó létu sig ekki vanta í Núllið Covidsmitaður Al Pacino var nær dauða en lífi Dolly gefur 135 milljónir vegna Helenu Með húsaflutninga á heilanum Krakkatían: Ber, forsetar og prinsessur Sigmundur og hvolpurinn gleðjast yfir fylgi Miðflokksins Karlmennskuhlaðvarpið heyrir sögunni til „Ég var heppinn. En ekki hann“ „Það er önnur hver gella með í vörunum“ Gómsætar haustkökur að hætti Elenoru „Það braut ísinn að við hefðum deitað sama gaurinn“ Fréttatía vikunnar: Körfubolti, laxaastmi og stýrivextir Áslaug Arna fór í meðferð til að vinna bug á köngulóafælni Ólafur Ragnar skellti sér á sæþotu eftir langan dag Simmi Vill og Sunneva Einars létu sig ekki vanta á Jókerinn Vill að Menendez bræðrum verði veitt frelsi Skrúfaði titrarann í sundur til að forða nágrönnum frá ónæði Eminem verður afi Sjá meira