Kallar eftir aukinni menntun leiðsögumanna Jón Ísak Ragnarsson skrifar 26. ágúst 2024 17:59 Íris Ragnarsdóttir Pedersen er í stjórn félags fjallaleiðsögumanna á Íslandi. Vísir/Vilhelm Íris Ragnarsdóttir Pedersen í stjórn félags fjallaleiðsögumanna á Íslandi, segir að þau í félaginu vilji sjá að allir sem starfa á fjöllum og jöklum séu með ákveðna menntun. Því markmiði hafi ekki alveg verið náð. Hún segir samfélagið kalla eftir skýrari lagaramma og viðlögum, sé ekki farið eftir reglum þjóðgarðsins hvað menntun og leyfi varðar. Íris var til viðtals á RÚV í júní síðastliðnum, þar sem hún lýsti meðal annars yfir ákveðnum áhyggjum yfir íshellaferðum í Vatnajökulsþjóðgarði að sumri til. Hún segir að áhyggjurnar hafi aðallega snúið að menntun jökla- og fjallaleiðsögumanna. „Við erum í rauninni samfélag sem sinnir menntun jökla- og fjallaleiðsögumanna. Við erum með ákveðna standarda og erum búin að byggja upp menntakerfi síðastliðinn áratug, sem Vatnajökulsþjóðgarður er að vinna með,“ segir Íris. Stjórn félags fjallaleiðsögumanna vilji að allir sem starfa á fjöllum og jöklum séu með þessa menntun. Því miður sé það ekki þannig í dag. Ekkert mál að vera uppi á jökli að sumri til Íris segir að það sé ekkert að því að vera á skriðjöklum að sumri til, í rauninni sé það bara auðveldara heldur en að vetri. Til að mynda sé auðveldara að labba á honum. Það sé hins vegar annað mál þegar maður fer undir jökulinn að sumri til. „Já aðstæðurnar eru óstöðugri undir jöklinum á þessum árstíma,“ segir hún. Íris segir að það þurfi mun skýrari lagaramma í kringum þessa starfsemi. „Samfélagið kallar eftir skýrari lagaramma, og skýrari viðlögum ef ekki er verið að fara eftir reglum þjóðgarðsins varðandi menntunina eða framkvæmdum á jöklinum. Það á bara við allan ársins hring. Það þarf að auka heimildir starfsfólks í þjóðgarðinum,“ segir hún. Hundruðir þúsunda í íshellaferðir á hverjum vetri Íris segir að það sé mikill þrýstingur á fyrirtækin að selja íshellaferðir, því það sé mikil eftirspurn eftir þeim allan ársins hring. Hana minnir að hundruðir þúsunda fari í slíkar ferðir á hverjum vetri. Hún telur að það þurfi einhverjar lagabreytingar í kringum starfsemina. „Ferðaþjónustan er en okkar stærsta atvnnugrein, sem við erum stolt af og viljum hafa í lagi og þar eiga að vera gæði og öryggi,“ segir hún. Hún segir að gæði og öryggi komi með því að fólkið sem þar starfi sé menntað og þekki aðstæður vel. „Þá tala ég ekki um þegar við vinnum í síbreytilegu umhverfi sem jöklar og fjöll eru alltaf. Það skiptir miklu máli að halda í starfsfólkið og að við séum ekki að hugsa um að viðskiptamódelið gangi upp með starfsmannaveltu,“ segir Íris Ragnarsdóttir. Reykjavík síðdegis Slys á Breiðamerkurjökli Lögreglumál Vatnajökulsþjóðgarður Sveitarfélagið Hornafjörður Mest lesið Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Innlent Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Innlent Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala Erlent Fellaskóli vann Skrekk Innlent Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Innlent Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Erlent Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Innlent Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Arndís Soffía tekur við af Grími Innlent Fleiri fréttir Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Fellaskóli vann Skrekk Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ Sjá meira
Íris var til viðtals á RÚV í júní síðastliðnum, þar sem hún lýsti meðal annars yfir ákveðnum áhyggjum yfir íshellaferðum í Vatnajökulsþjóðgarði að sumri til. Hún segir að áhyggjurnar hafi aðallega snúið að menntun jökla- og fjallaleiðsögumanna. „Við erum í rauninni samfélag sem sinnir menntun jökla- og fjallaleiðsögumanna. Við erum með ákveðna standarda og erum búin að byggja upp menntakerfi síðastliðinn áratug, sem Vatnajökulsþjóðgarður er að vinna með,“ segir Íris. Stjórn félags fjallaleiðsögumanna vilji að allir sem starfa á fjöllum og jöklum séu með þessa menntun. Því miður sé það ekki þannig í dag. Ekkert mál að vera uppi á jökli að sumri til Íris segir að það sé ekkert að því að vera á skriðjöklum að sumri til, í rauninni sé það bara auðveldara heldur en að vetri. Til að mynda sé auðveldara að labba á honum. Það sé hins vegar annað mál þegar maður fer undir jökulinn að sumri til. „Já aðstæðurnar eru óstöðugri undir jöklinum á þessum árstíma,“ segir hún. Íris segir að það þurfi mun skýrari lagaramma í kringum þessa starfsemi. „Samfélagið kallar eftir skýrari lagaramma, og skýrari viðlögum ef ekki er verið að fara eftir reglum þjóðgarðsins varðandi menntunina eða framkvæmdum á jöklinum. Það á bara við allan ársins hring. Það þarf að auka heimildir starfsfólks í þjóðgarðinum,“ segir hún. Hundruðir þúsunda í íshellaferðir á hverjum vetri Íris segir að það sé mikill þrýstingur á fyrirtækin að selja íshellaferðir, því það sé mikil eftirspurn eftir þeim allan ársins hring. Hana minnir að hundruðir þúsunda fari í slíkar ferðir á hverjum vetri. Hún telur að það þurfi einhverjar lagabreytingar í kringum starfsemina. „Ferðaþjónustan er en okkar stærsta atvnnugrein, sem við erum stolt af og viljum hafa í lagi og þar eiga að vera gæði og öryggi,“ segir hún. Hún segir að gæði og öryggi komi með því að fólkið sem þar starfi sé menntað og þekki aðstæður vel. „Þá tala ég ekki um þegar við vinnum í síbreytilegu umhverfi sem jöklar og fjöll eru alltaf. Það skiptir miklu máli að halda í starfsfólkið og að við séum ekki að hugsa um að viðskiptamódelið gangi upp með starfsmannaveltu,“ segir Íris Ragnarsdóttir.
Reykjavík síðdegis Slys á Breiðamerkurjökli Lögreglumál Vatnajökulsþjóðgarður Sveitarfélagið Hornafjörður Mest lesið Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Innlent Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Innlent Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala Erlent Fellaskóli vann Skrekk Innlent Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Innlent Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Erlent Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Innlent Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Arndís Soffía tekur við af Grími Innlent Fleiri fréttir Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Fellaskóli vann Skrekk Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ Sjá meira