Þessi martraðarlyfta var á hóteli í Dallas þar sem Chargers gisti í aðdraganda eins leiks liðsins á undirbúningstímabilinu. Nú styttist í það að NFL tímabilið fari af stað.
Á endanum þurfti að bjarga hverjum og einum upp um hlera á þaki lyftunnar og þaðan var farið með þau yfir í aðra lyftu við hliðina.
Það var því ekki aðeins óþægilegt að vera fastur í lyftunni í allan þennan tíma heldur var björgun þeirra líka mikil ævintýraferð.
Jim Harbaugh, þjálfari Chargers, talaði um það að sá eini sem hafi ekki komið sveittur út úr lyftunni hafi verið leikstjórnandinn Justin Herbert.
Herbert fékk líka hrós frá öllum að hafa verið sannkallaður klettur í þessum krefjandi aðstæðum og hans leiðtogahæfileikar hafi þarna komið vel í ljós.
„Hárið hans var svolítið blautt en skyrtan hans var alveg þurr. Það var einn einn hluturinn sem ég er orðlaus yfir. Þessi gæi er rosalegur,“ sagði Jim Harbaugh, ánægður með sinn mann.
Harbaugh var líka þakklátur slökkviliðsmönnunum sem mættu til að bjarga málunum. Þeim var öllum boðið í mat með liðinu seinna um kvöldið.
OH NO! Several Chargers players, including quarterback Justin Herbert, and other members of the traveling party crawled through a ceiling panel to escape a stuck hotel elevator in Dallas. https://t.co/54SqZthLMJ pic.twitter.com/FWX8RGwi63
— ABC7 Eyewitness News (@ABC7) August 25, 2024