Blake Lively umdeild forsíðustúlka septemberblaðsins Dóra Júlía Agnarsdóttir skrifar 13. ágúst 2024 13:30 Blake Lively prýðir forsíðu septemberblaðs Vogue og netverjar hafa skiptar skoðanir á því. Jeff Spicer/Getty Images for Sony Pictures Súperstjarnan og leikkonan Blake Lively prýðir forsíðu septemberblaðs Vogue sem er jafnframt alltaf stærsta útgáfa ársins hjá tímaritinu. Forsíðan minnir á gamaldags Hollywood glamúr og hafa netverjar tjáð skiptar skoðanir á þessu vali. Lively hefur sömuleiðis verið gagnrýnd fyrir markaðssetningu á nýrri kvikmynd sem hún fer með aðalhlutverk í. Blake Lively sló upphaflega í gegn í dægurmenningunni fyrir hlutverk sitt sem tískudrottningin Serena Van Der Woodsen í hinum gríðarlega vinsælu sjónvarpsþáttum Gossip Girl. Hún er sömuleiðis athafnakona, gift Ryan Reynolds, besta vinkona Taylor Swift og fer með aðalhlutverk í nýju rómantísku gamanmyndinni It Ends With Us. Nýverið hafa sprottið upp sögusagnir af rifrildi á milli Blake Lively og Justin Baldoni, sem er leikstjóri og meðleikari Lively í myndinni. Lítið sem ekkert hefur sést til Baldoni á markaðsviðburðum tengdum kvikmyndinni, hann og Lively hafa ekkert verið mynduð saman og virðist leikhópurinn hafa snúið baki við honum. Þá hefur markaðsherferð leikhópsins sömuleiðis verið gagnrýnd en kvikmyndin fjallar meðal annars um heimilisofbeldi og hefur enginn úr hópnum annar en Baldoni rætt opinberlega um slík málefni. Lively hefur hins vegar nýtt tækifærið og auglýst áfengisfyrirtæki sitt og samstarfsaðila sína í auglýsingaherferðinni fyrir myndina. Á Instagram hjá Lively skrifa nokkrir athugasemd til varnar Baldoni og segja að Lively hafi komið illa fram við hann. View this post on Instagram A post shared by Blake Lively (@blakelively) Það ríkir gjarnan mikil eftirvænting hjá tískuunnendum eftir septemberblaði Vogue og sömuleiðis þykir það mikill heiður að prýða forsíðu þess. Því er ekki að undra að fólk hafi skiptar skoðanir á máli sem þessu. Listræni stjórnandinn og leikstjórinn Baz Luhrmann sá um forsíðuna og eiga hann og Lively gott samband en í viðtalinu segist hún meðal annars elska mest að vinna með honum. View this post on Instagram A post shared by Vogue (@voguemagazine) Í athugasemdum á Instagram hjá Vogue skrifa netverjar meðal annars að þeir skilji ekki hvað Blake hafi gert til að verðskulda forsíðuna og að það sé ekki hægt að segja að hún sé kvikmyndastjarna. Einn skrifar: „Kvikmyndastjarna? Meinarðu ekki bara hvít og ljóshærð?“ og annar „Blake Lively og Ryan Reynolds eru bæði C-lista leikarar en láta alltaf eins og þau séu flottari“. Annar notandi segir að það hefði verið betur við hæfi að setja til dæmis bandaríska fimleikaliðið frá Ólympíuleikunum á forsíðuna. Þá segja sumir að listræna stjórnunin hafi verið glötuð, „Ég hef elst um 80 ár við að skoða þessa forsíðu,“ og „ó nei, þetta hafði svo mikla möguleika,“ eru meðal athugasemda. Þó eru aðrir í skýjunum með forsíðuna og segja að Baz hitti alltaf naglann á höfuðið í listsköpun sinni, Blake sé stórglæsileg og fullkomin og fleira í jákvæðum dúr. Tíska og hönnun Hollywood Bíó og sjónvarp Mest lesið Ungfrú Ísland rýfur tengslin við Ungfrú Ísland Lífið Konungur bóksölunnar á í vök að verjast Menning Að gluða tómatsósu yfir sushi-ið Menning Segir síðasta ár hafa verið strembið Lífið Stjörnulífið: Skýrslutaka hjá lögreglu, æla og Æðis-legir endurfundir Lífið „Þegar maður er með einhverjum sem elskar að borða, þá er svo gaman að elda“ Lífið Bríet ældi á miðjum tónleikum Lífið Palestínskir fánar leyfðir og óánægjuhróp áhorfenda ekki falin Lífið Hver mínúta tók heilan mánuð af vinnu Lífið Ískaldir IceGuys jólatónleikar Lífið Fleiri fréttir Palestínskir fánar leyfðir og óánægjuhróp áhorfenda ekki falin Féllu örmagna til jarðar eftir langa þriðju vakt „Þegar maður er með einhverjum sem elskar að borða, þá er svo gaman að elda“ Katie Melua með tónleika í Hörpu í júní Segir síðasta ár hafa verið strembið Snjókorn falla eins og þú hefur aldrei heyrt það Stjörnulífið: Skýrslutaka hjá lögreglu, æla og Æðis-legir endurfundir Ungfrú Ísland rýfur tengslin við Ungfrú Ísland Draumadís Þórhildar og Hjalta skírð Ískaldir IceGuys jólatónleikar Bríet ældi á miðjum tónleikum Hver mínúta tók heilan mánuð af vinnu Þátttökulöndin ekki færri síðan 2003 Fordæmir barnaskap „skáeygðra“ sannra Finna „Litlu aumingjarnir þurftu að fara heim að sofa“ „Góður vetrardagur hér er 23 gráður“ Prestarnir sem passa þau sem samfélagið afskrifar eða dæmir Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Ebba Katrín hlaut styrk úr Minningarsjóði Stefaníu Krakkatían: HúbbaBúbba, Eurovision og handbolti Ein áhrifamesta grínleikkona Hollywood á lausu „Það eru forréttindi að eiga systur með Downs“ Fréttatía vikunnar: Afsökunarbeiðni, fréttastef og blaðamannafundur Þetta gúggluðu Íslendingar á árinu Klámleikkona slapp með sekt og brottvísun Grunaði strax að ókunnugur maður væri faðir vinkonu sinnar Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Sannir Finnar lýsa yfir stuðningi við slaufuðu fegurðardrottninguna Innlit í glænýja mathöll í Smáralindinni Hanskar Gunna Nels, árituð ManU-treyja og Elli Egils á uppboði Sjá meira
Blake Lively sló upphaflega í gegn í dægurmenningunni fyrir hlutverk sitt sem tískudrottningin Serena Van Der Woodsen í hinum gríðarlega vinsælu sjónvarpsþáttum Gossip Girl. Hún er sömuleiðis athafnakona, gift Ryan Reynolds, besta vinkona Taylor Swift og fer með aðalhlutverk í nýju rómantísku gamanmyndinni It Ends With Us. Nýverið hafa sprottið upp sögusagnir af rifrildi á milli Blake Lively og Justin Baldoni, sem er leikstjóri og meðleikari Lively í myndinni. Lítið sem ekkert hefur sést til Baldoni á markaðsviðburðum tengdum kvikmyndinni, hann og Lively hafa ekkert verið mynduð saman og virðist leikhópurinn hafa snúið baki við honum. Þá hefur markaðsherferð leikhópsins sömuleiðis verið gagnrýnd en kvikmyndin fjallar meðal annars um heimilisofbeldi og hefur enginn úr hópnum annar en Baldoni rætt opinberlega um slík málefni. Lively hefur hins vegar nýtt tækifærið og auglýst áfengisfyrirtæki sitt og samstarfsaðila sína í auglýsingaherferðinni fyrir myndina. Á Instagram hjá Lively skrifa nokkrir athugasemd til varnar Baldoni og segja að Lively hafi komið illa fram við hann. View this post on Instagram A post shared by Blake Lively (@blakelively) Það ríkir gjarnan mikil eftirvænting hjá tískuunnendum eftir septemberblaði Vogue og sömuleiðis þykir það mikill heiður að prýða forsíðu þess. Því er ekki að undra að fólk hafi skiptar skoðanir á máli sem þessu. Listræni stjórnandinn og leikstjórinn Baz Luhrmann sá um forsíðuna og eiga hann og Lively gott samband en í viðtalinu segist hún meðal annars elska mest að vinna með honum. View this post on Instagram A post shared by Vogue (@voguemagazine) Í athugasemdum á Instagram hjá Vogue skrifa netverjar meðal annars að þeir skilji ekki hvað Blake hafi gert til að verðskulda forsíðuna og að það sé ekki hægt að segja að hún sé kvikmyndastjarna. Einn skrifar: „Kvikmyndastjarna? Meinarðu ekki bara hvít og ljóshærð?“ og annar „Blake Lively og Ryan Reynolds eru bæði C-lista leikarar en láta alltaf eins og þau séu flottari“. Annar notandi segir að það hefði verið betur við hæfi að setja til dæmis bandaríska fimleikaliðið frá Ólympíuleikunum á forsíðuna. Þá segja sumir að listræna stjórnunin hafi verið glötuð, „Ég hef elst um 80 ár við að skoða þessa forsíðu,“ og „ó nei, þetta hafði svo mikla möguleika,“ eru meðal athugasemda. Þó eru aðrir í skýjunum með forsíðuna og segja að Baz hitti alltaf naglann á höfuðið í listsköpun sinni, Blake sé stórglæsileg og fullkomin og fleira í jákvæðum dúr.
Tíska og hönnun Hollywood Bíó og sjónvarp Mest lesið Ungfrú Ísland rýfur tengslin við Ungfrú Ísland Lífið Konungur bóksölunnar á í vök að verjast Menning Að gluða tómatsósu yfir sushi-ið Menning Segir síðasta ár hafa verið strembið Lífið Stjörnulífið: Skýrslutaka hjá lögreglu, æla og Æðis-legir endurfundir Lífið „Þegar maður er með einhverjum sem elskar að borða, þá er svo gaman að elda“ Lífið Bríet ældi á miðjum tónleikum Lífið Palestínskir fánar leyfðir og óánægjuhróp áhorfenda ekki falin Lífið Hver mínúta tók heilan mánuð af vinnu Lífið Ískaldir IceGuys jólatónleikar Lífið Fleiri fréttir Palestínskir fánar leyfðir og óánægjuhróp áhorfenda ekki falin Féllu örmagna til jarðar eftir langa þriðju vakt „Þegar maður er með einhverjum sem elskar að borða, þá er svo gaman að elda“ Katie Melua með tónleika í Hörpu í júní Segir síðasta ár hafa verið strembið Snjókorn falla eins og þú hefur aldrei heyrt það Stjörnulífið: Skýrslutaka hjá lögreglu, æla og Æðis-legir endurfundir Ungfrú Ísland rýfur tengslin við Ungfrú Ísland Draumadís Þórhildar og Hjalta skírð Ískaldir IceGuys jólatónleikar Bríet ældi á miðjum tónleikum Hver mínúta tók heilan mánuð af vinnu Þátttökulöndin ekki færri síðan 2003 Fordæmir barnaskap „skáeygðra“ sannra Finna „Litlu aumingjarnir þurftu að fara heim að sofa“ „Góður vetrardagur hér er 23 gráður“ Prestarnir sem passa þau sem samfélagið afskrifar eða dæmir Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Ebba Katrín hlaut styrk úr Minningarsjóði Stefaníu Krakkatían: HúbbaBúbba, Eurovision og handbolti Ein áhrifamesta grínleikkona Hollywood á lausu „Það eru forréttindi að eiga systur með Downs“ Fréttatía vikunnar: Afsökunarbeiðni, fréttastef og blaðamannafundur Þetta gúggluðu Íslendingar á árinu Klámleikkona slapp með sekt og brottvísun Grunaði strax að ókunnugur maður væri faðir vinkonu sinnar Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Sannir Finnar lýsa yfir stuðningi við slaufuðu fegurðardrottninguna Innlit í glænýja mathöll í Smáralindinni Hanskar Gunna Nels, árituð ManU-treyja og Elli Egils á uppboði Sjá meira