Furðulegur fundur haldinn um mál hnefaleikakvennanna Ágúst Orri Arnarson skrifar 6. ágúst 2024 10:00 Lin Yu-ting og Imane Khelif voru til umræðu en önnur mál voru tekin fyrir óumbeðið. getty / fotojet Alþjóðahnefaleikasambandið hélt fund í gær til að marka afstöðu sína í kynjamáli kvennanna tveggja sem hafa verið til umræðu undanfarna daga. Miklum tíma var reyndar eytt í allt önnur mál sem forsetinn ákvað sjálfur að taka fyrir og fundinum er lýst sem þeim allra furðulegasta. Tilgangur fundarins var að ræða hvort Imane Khelif og Lin Yu-ting ættu afturgengt í keppnir á vegum Alþjóðahnefaleikasambandsins (IBA) en þær eru báðar bannaðar eftir að hafa fallið á kynjaprófi. IBA stendur fyrir, en greinir ekki frá framkvæmd prófsins og óvíst er hvaða skilyrði það eru sem þær uppfylla ekki. IBA var ekki heimilað að koma að skipulagningu hnefaleikakeppninnar á Ólympíuleikunum sökum slæmra stjórnarhátta og Ólympíusambandið hefur harðlega gagnrýnt ákvörðunina að útiloka Imane Khelif og Lin Yu-ting frá keppni. Fundinum í gær er lýst sem þeim allra furðulegasta í skýrslu Sky Sports. Hann hófst klukkutíma of seint og endalausir tæknilegir örðugleikar gerðu erfitt fyrir. Skipulag var lítið, sífellt gripið fram í og spurningar öskraðar yfir salinn. 🎥 IBA president Umar Kremlev:“We did not verify what they had between their legs .. we don’t know whether they were born like that or changed something.” IBA 🤡🤡 pic.twitter.com/uLPbBnGLiW— Algeria FC (@Algeria_FC) August 5, 2024 Fjöldi blaðamanna yfirgaf fundinn með óbragð í munninum eftir að hafa hlustað á Umar Kremlev, umdeildan forseta IBA, taka til máls. Hann flutti þrumuræðu um forseta Ólympíusambandsins, Thomas Bach, um opnunarhátíðina og vanvirðingu skipuleggjenda gagnvart kristinni trú. Hann kallaði sjálfan sig verndara kvenna og sagðist aðeins hugsa um heilindi íþróttarinnar. Eins og áður segir var fundarefnið málefni kvennanna tveggja og í fundarboði stóð að það ætti að útskýra hvers vegna þær mættu ekki taka þátt. Engin almennileg útskýring var gefin fyrir því. IBA sagðist hafa framkvæmt blóðrannsóknir, en aftur var ekki skilgreint hvernig sú rannsókn var framkvæmd eða hvaða skilyrði þær uppfylltu ekki. Fundinum lauk þegar vinkona Imane Khelif og kollegi hennar, Roumaysa Boualam, braust inn og truflaði fundinn með ræðu um Khelif. Þar sagðist hún hafa þekkt Khelif síðan hún var lítil stelpa, hún hafi fæðst sem stelpa og alist þannig upp, hún hefði fullan rétt á því að taka þátt. Samantekt Sky Sports af fundinum og atvikið þegar Roumaysa réðst inn má sjá í spilaranum hér fyrir neðan. <a href="https://www.youtube.com/watch?v=wV7dRKDRnzo">watch on YouTube</a> Box Jafnréttismál Ólympíuleikar 2024 í París Ólympíuleikar Mest lesið Víkingar fundu nýtt nafn á íþróttasvæði sitt í Safamýri Sport Alfreð hættur hjá Breiðabliki Íslenski boltinn Selur Ólympíugullverðlaunin eftir skilnað við eiginkonuna Sport Fór 402 sinnum upp á Esjuna á einu ári Sport Verdens Gang: Solskjær í samningaviðræðum við Man. United Enski boltinn Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Íslenski boltinn Ótrúleg óheppni Slóvena Handbolti „Mér finnst mjög erfitt að heyra þetta“ Enski boltinn „Þegar maður spilar á móti karli er ákefðin allt önnur“ Sport Meira en fimm milljónir á dag fyrir að mæta ekki í vinnuna Sport Fleiri fréttir Fjórir snúa aftur hjá Man. Utd undir stjórn Fletchers Man. City - Brighton | Mávarnir garga á lið í leit að sigri Burnley - Man. United | Stjóralausir rauðir djöflar sækja nýliðana heim Fulham - Chelsea | Nágrannaslagur í fyrsta leik undir nýjum stjóra Haukar - Keflavík | Meistararnir vilja ekki dragast aftur úr Segja Alfreð smellpassa við Rosenborg Ólafur og Lúðvík stýra U21-strákunum Messi vill frekar eignast félag en þjálfa eftir ferilinn Alfreð hættur hjá Breiðabliki Neymar montar sig af einkaflugvél, þyrlu og leðurblökubíl „Þegar maður spilar á móti karli er ákefðin allt önnur“ Meira en fimm milljónir á dag fyrir að mæta ekki í vinnuna Fyrsta íslenska félagið í tuttugu ár „Mér finnst mjög erfitt að heyra þetta“ Lifandi styttan í stúkunni grét í leikslok Fyrst á Íslandi til að gefa tuttugu stoðsendingar í einum leik Verdens Gang: Solskjær í samningaviðræðum við Man. United Rekinn eftir átján ára starf en sjö félög hringdu í hann strax Heimsmeistararnir þurftu að fara í átta tíma rútuferð Stjóri Palace heimspekilegur í svörum um sölu á Guéhi til Man. City Þorir ekki að lofa undanúrslitum: „Þetta er ekki svo auðvelt“ Ótrúleg óheppni Slóvena Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Carlo Ancelotti sagði honum að fara frá Real Madrid Hefur átt mikilvæg samtöl við Snorra Stein Selur Ólympíugullverðlaunin eftir skilnað við eiginkonuna Freyr opinskár: „Vil frekar hafa það þannig heldur en að öllum sé drullusama“ Sjáðu dóminn sem færði Forest sigur og West Ham kallaði brandara Fletcher fékk blessun frá Ferguson Haukur klár í stærra hlutverk Sjá meira
Tilgangur fundarins var að ræða hvort Imane Khelif og Lin Yu-ting ættu afturgengt í keppnir á vegum Alþjóðahnefaleikasambandsins (IBA) en þær eru báðar bannaðar eftir að hafa fallið á kynjaprófi. IBA stendur fyrir, en greinir ekki frá framkvæmd prófsins og óvíst er hvaða skilyrði það eru sem þær uppfylla ekki. IBA var ekki heimilað að koma að skipulagningu hnefaleikakeppninnar á Ólympíuleikunum sökum slæmra stjórnarhátta og Ólympíusambandið hefur harðlega gagnrýnt ákvörðunina að útiloka Imane Khelif og Lin Yu-ting frá keppni. Fundinum í gær er lýst sem þeim allra furðulegasta í skýrslu Sky Sports. Hann hófst klukkutíma of seint og endalausir tæknilegir örðugleikar gerðu erfitt fyrir. Skipulag var lítið, sífellt gripið fram í og spurningar öskraðar yfir salinn. 🎥 IBA president Umar Kremlev:“We did not verify what they had between their legs .. we don’t know whether they were born like that or changed something.” IBA 🤡🤡 pic.twitter.com/uLPbBnGLiW— Algeria FC (@Algeria_FC) August 5, 2024 Fjöldi blaðamanna yfirgaf fundinn með óbragð í munninum eftir að hafa hlustað á Umar Kremlev, umdeildan forseta IBA, taka til máls. Hann flutti þrumuræðu um forseta Ólympíusambandsins, Thomas Bach, um opnunarhátíðina og vanvirðingu skipuleggjenda gagnvart kristinni trú. Hann kallaði sjálfan sig verndara kvenna og sagðist aðeins hugsa um heilindi íþróttarinnar. Eins og áður segir var fundarefnið málefni kvennanna tveggja og í fundarboði stóð að það ætti að útskýra hvers vegna þær mættu ekki taka þátt. Engin almennileg útskýring var gefin fyrir því. IBA sagðist hafa framkvæmt blóðrannsóknir, en aftur var ekki skilgreint hvernig sú rannsókn var framkvæmd eða hvaða skilyrði þær uppfylltu ekki. Fundinum lauk þegar vinkona Imane Khelif og kollegi hennar, Roumaysa Boualam, braust inn og truflaði fundinn með ræðu um Khelif. Þar sagðist hún hafa þekkt Khelif síðan hún var lítil stelpa, hún hafi fæðst sem stelpa og alist þannig upp, hún hefði fullan rétt á því að taka þátt. Samantekt Sky Sports af fundinum og atvikið þegar Roumaysa réðst inn má sjá í spilaranum hér fyrir neðan. <a href="https://www.youtube.com/watch?v=wV7dRKDRnzo">watch on YouTube</a>
Box Jafnréttismál Ólympíuleikar 2024 í París Ólympíuleikar Mest lesið Víkingar fundu nýtt nafn á íþróttasvæði sitt í Safamýri Sport Alfreð hættur hjá Breiðabliki Íslenski boltinn Selur Ólympíugullverðlaunin eftir skilnað við eiginkonuna Sport Fór 402 sinnum upp á Esjuna á einu ári Sport Verdens Gang: Solskjær í samningaviðræðum við Man. United Enski boltinn Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Íslenski boltinn Ótrúleg óheppni Slóvena Handbolti „Mér finnst mjög erfitt að heyra þetta“ Enski boltinn „Þegar maður spilar á móti karli er ákefðin allt önnur“ Sport Meira en fimm milljónir á dag fyrir að mæta ekki í vinnuna Sport Fleiri fréttir Fjórir snúa aftur hjá Man. Utd undir stjórn Fletchers Man. City - Brighton | Mávarnir garga á lið í leit að sigri Burnley - Man. United | Stjóralausir rauðir djöflar sækja nýliðana heim Fulham - Chelsea | Nágrannaslagur í fyrsta leik undir nýjum stjóra Haukar - Keflavík | Meistararnir vilja ekki dragast aftur úr Segja Alfreð smellpassa við Rosenborg Ólafur og Lúðvík stýra U21-strákunum Messi vill frekar eignast félag en þjálfa eftir ferilinn Alfreð hættur hjá Breiðabliki Neymar montar sig af einkaflugvél, þyrlu og leðurblökubíl „Þegar maður spilar á móti karli er ákefðin allt önnur“ Meira en fimm milljónir á dag fyrir að mæta ekki í vinnuna Fyrsta íslenska félagið í tuttugu ár „Mér finnst mjög erfitt að heyra þetta“ Lifandi styttan í stúkunni grét í leikslok Fyrst á Íslandi til að gefa tuttugu stoðsendingar í einum leik Verdens Gang: Solskjær í samningaviðræðum við Man. United Rekinn eftir átján ára starf en sjö félög hringdu í hann strax Heimsmeistararnir þurftu að fara í átta tíma rútuferð Stjóri Palace heimspekilegur í svörum um sölu á Guéhi til Man. City Þorir ekki að lofa undanúrslitum: „Þetta er ekki svo auðvelt“ Ótrúleg óheppni Slóvena Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Carlo Ancelotti sagði honum að fara frá Real Madrid Hefur átt mikilvæg samtöl við Snorra Stein Selur Ólympíugullverðlaunin eftir skilnað við eiginkonuna Freyr opinskár: „Vil frekar hafa það þannig heldur en að öllum sé drullusama“ Sjáðu dóminn sem færði Forest sigur og West Ham kallaði brandara Fletcher fékk blessun frá Ferguson Haukur klár í stærra hlutverk Sjá meira