Franska hetjan með miklu fleiri gull en allir þeir bandarísku til samans Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 3. ágúst 2024 09:30 Leon Marchand kominn með fjórða gullið um hálsinn og hlustar á gríðarlegan fögnuð landa sinna í stúkunni. Getty/Quinn Rooney/ Franski sundmaðurinn Leon Marchand er langsigursælasti íþróttamaður Ólympíuleikanna í París til þessa en hann vann sín fjórðu gullverðlaun í gær. Marchand vann í gær 200 metra fjórsund en hann fékk frábæran stuðning frá frönskum áhorfendum allt mótið og stemningin hefur verið rosaleg í sundlauginni þegar hann keppir. Fjögur sund, fjögur gull, fjögur met Marchand kom í mark á 1.54.06 mín. sem er næsthraðasti tími sögunnar í þessari grein. Það er aðeins sex hundruðum úr sekúndu frá þrettán ára heimsmeti Ryan Lochte. Þetta var aftur á móti nýtt Ólympíumet en Marchand hefur slegið það met í öllum fjórum gullsundum sínum. Hann vann einnig 400 metra fjórsund, 200 metra flugsund og 200 metra bringusund. Tvö síðustu gullverðlaunin vann hann á sama kvöldið. View this post on Instagram A post shared by The Olympic Games (@olympics) Í hóp með Phelps og Spitz Hinn 22 ára gamli Marchand hefur unnið hug og hjörtu frönsku þjóðarinnar á þessum leikum og hefur nú komið sér í hóp með þeim Michael Phelps og Mark Spitz. Þessir þrír eru þeir sem hafa náð að vinna fjögur einstaklingsgull á einum Ólympíuleikum. „Það er klikkað. Þessir gæjar eru goðsagnir. Goðsagnir í sinni íþrótt. Það er bara klikkað að vera borinn saman við þessa stráka. Ég átti mig ekki alveg á þessu núna. Kannski geri ég það eftir nokkra daga,“ sagði Leon Marchand. Þetta hefur verið fullkomið „Ég vaknaði í morgun fullur af orku. Ég held bara ekki eitt einasta atriði hafi klikkað í þessari viku. Þetta hefur verið fullkomið. Ég hélt aldrei að ég gæti unnið fjögur gullverðlaun. Ég ætlaði að byrja að vinna ein og fékk fjögur tækifæri til þess,“ sagði Marchand. Fjögur gull hjá Marchand á meðan allir sundmenn Bandaríkjanna í karlaflokki hafa bara unnið eitt gull á þessum leikum til þessa og það gull kom í boðsundi. Marchand hefur í raun unnið fleiri einstaklingsgullverðlaun í lauginni heldur en allt bandaríska liðið til samans en bandarísku sundkonurnar hafa unnið þrenn einstaklingsgullverðlaun til samans. Frakkar fögnuðu fjórða gullinu hans í sundhölllinni, heima í stofu en líka út á torgum eins og sjá má hér fyrir neðan. View this post on Instagram A post shared by L'Équipe (@lequipe) Sund Ólympíuleikar 2024 í París Mest lesið Aftur töpuðu lærisveinar Heimis Fótbolti Frá Akureyri í Meistaradeild Asíu Íslenski boltinn Watson sakaður um meint kynferðisbrot á nýjan leik Sport Ron Yeats látinn Enski boltinn Hungraður í að sýna fólki að það hefur rangt fyrir sér Fótbolti Tvö Íslandsmet féllu á Möltu Sport Kane sá um baráttuglaða Finna Fótbolti „Við náðum aldrei almennilegum tökum á leiknum“ Fótbolti „Þetta má ekki gerast í svona mikilvægum leik“ Fótbolti Nóel Atli með brotið bein í fæti Fótbolti Fleiri fréttir Watson sakaður um meint kynferðisbrot á nýjan leik Tvö Íslandsmet féllu á Möltu Frá Akureyri í Meistaradeild Asíu Hungraður í að sýna fólki að það hefur rangt fyrir sér Aftur töpuðu lærisveinar Heimis Kane sá um baráttuglaða Finna „Við náðum aldrei almennilegum tökum á leiknum“ Nóel Atli með brotið bein í fæti „Þetta má ekki gerast í svona mikilvægum leik“ Uppgjörið: Ísland - Wales 1-2 | Sanngjarn sigur gestanna í mikilvægum leik Fékk ekki atvinnuleyfi og fer ekki til Real Madríd Spilar hundraðasta landsleikinn í kvöld Aron Leó með sannfærandi sigur á Englandi Keypti skyrtu rétt fyrir útsendingu: „Er í veseni með brjóstin“ Banna Chelsea stelpunum að gefa eiginhandaráritanir eftir leiki Hún slær fastar en bestu strákarnir Gíraðir í stórleik dagsins: „Nú er þetta í okkar höndum“ Rashford æfir hnefaleika Hetja Tyrkja gegn Íslandi lifði af mikinn harmleik Bestu hakkavélarnar byrja mótið sem þjálfarar Gamli Boston Celtics miðherjinn segir að Jordan hafi aldrei unnið nein góð lið Hvalreki fyrir Aston Martin í Formúlu 1 „Nú er hann bara Bobby“ Þaggaði niður í sínum bestu vinum Hneykslanleg handtaka Hill vekur hörð viðbrögð: „Ég er í áfalli“ Lögregluverkfall kemur niður á Kristian og félögum í Ajax Sjóðheitur í Bestu deildinni í dag en kom heim í kulnun Memphis Depay endaði í Brasilíu Bað fjölskylduna afsökunar Áfall fyrir Arsenal rétt fyrir rosalega viku Sjá meira
Marchand vann í gær 200 metra fjórsund en hann fékk frábæran stuðning frá frönskum áhorfendum allt mótið og stemningin hefur verið rosaleg í sundlauginni þegar hann keppir. Fjögur sund, fjögur gull, fjögur met Marchand kom í mark á 1.54.06 mín. sem er næsthraðasti tími sögunnar í þessari grein. Það er aðeins sex hundruðum úr sekúndu frá þrettán ára heimsmeti Ryan Lochte. Þetta var aftur á móti nýtt Ólympíumet en Marchand hefur slegið það met í öllum fjórum gullsundum sínum. Hann vann einnig 400 metra fjórsund, 200 metra flugsund og 200 metra bringusund. Tvö síðustu gullverðlaunin vann hann á sama kvöldið. View this post on Instagram A post shared by The Olympic Games (@olympics) Í hóp með Phelps og Spitz Hinn 22 ára gamli Marchand hefur unnið hug og hjörtu frönsku þjóðarinnar á þessum leikum og hefur nú komið sér í hóp með þeim Michael Phelps og Mark Spitz. Þessir þrír eru þeir sem hafa náð að vinna fjögur einstaklingsgull á einum Ólympíuleikum. „Það er klikkað. Þessir gæjar eru goðsagnir. Goðsagnir í sinni íþrótt. Það er bara klikkað að vera borinn saman við þessa stráka. Ég átti mig ekki alveg á þessu núna. Kannski geri ég það eftir nokkra daga,“ sagði Leon Marchand. Þetta hefur verið fullkomið „Ég vaknaði í morgun fullur af orku. Ég held bara ekki eitt einasta atriði hafi klikkað í þessari viku. Þetta hefur verið fullkomið. Ég hélt aldrei að ég gæti unnið fjögur gullverðlaun. Ég ætlaði að byrja að vinna ein og fékk fjögur tækifæri til þess,“ sagði Marchand. Fjögur gull hjá Marchand á meðan allir sundmenn Bandaríkjanna í karlaflokki hafa bara unnið eitt gull á þessum leikum til þessa og það gull kom í boðsundi. Marchand hefur í raun unnið fleiri einstaklingsgullverðlaun í lauginni heldur en allt bandaríska liðið til samans en bandarísku sundkonurnar hafa unnið þrenn einstaklingsgullverðlaun til samans. Frakkar fögnuðu fjórða gullinu hans í sundhölllinni, heima í stofu en líka út á torgum eins og sjá má hér fyrir neðan. View this post on Instagram A post shared by L'Équipe (@lequipe)
Sund Ólympíuleikar 2024 í París Mest lesið Aftur töpuðu lærisveinar Heimis Fótbolti Frá Akureyri í Meistaradeild Asíu Íslenski boltinn Watson sakaður um meint kynferðisbrot á nýjan leik Sport Ron Yeats látinn Enski boltinn Hungraður í að sýna fólki að það hefur rangt fyrir sér Fótbolti Tvö Íslandsmet féllu á Möltu Sport Kane sá um baráttuglaða Finna Fótbolti „Við náðum aldrei almennilegum tökum á leiknum“ Fótbolti „Þetta má ekki gerast í svona mikilvægum leik“ Fótbolti Nóel Atli með brotið bein í fæti Fótbolti Fleiri fréttir Watson sakaður um meint kynferðisbrot á nýjan leik Tvö Íslandsmet féllu á Möltu Frá Akureyri í Meistaradeild Asíu Hungraður í að sýna fólki að það hefur rangt fyrir sér Aftur töpuðu lærisveinar Heimis Kane sá um baráttuglaða Finna „Við náðum aldrei almennilegum tökum á leiknum“ Nóel Atli með brotið bein í fæti „Þetta má ekki gerast í svona mikilvægum leik“ Uppgjörið: Ísland - Wales 1-2 | Sanngjarn sigur gestanna í mikilvægum leik Fékk ekki atvinnuleyfi og fer ekki til Real Madríd Spilar hundraðasta landsleikinn í kvöld Aron Leó með sannfærandi sigur á Englandi Keypti skyrtu rétt fyrir útsendingu: „Er í veseni með brjóstin“ Banna Chelsea stelpunum að gefa eiginhandaráritanir eftir leiki Hún slær fastar en bestu strákarnir Gíraðir í stórleik dagsins: „Nú er þetta í okkar höndum“ Rashford æfir hnefaleika Hetja Tyrkja gegn Íslandi lifði af mikinn harmleik Bestu hakkavélarnar byrja mótið sem þjálfarar Gamli Boston Celtics miðherjinn segir að Jordan hafi aldrei unnið nein góð lið Hvalreki fyrir Aston Martin í Formúlu 1 „Nú er hann bara Bobby“ Þaggaði niður í sínum bestu vinum Hneykslanleg handtaka Hill vekur hörð viðbrögð: „Ég er í áfalli“ Lögregluverkfall kemur niður á Kristian og félögum í Ajax Sjóðheitur í Bestu deildinni í dag en kom heim í kulnun Memphis Depay endaði í Brasilíu Bað fjölskylduna afsökunar Áfall fyrir Arsenal rétt fyrir rosalega viku Sjá meira