Tvö hundruð þúsund smokkar í ólympíuþorpinu: „Ekki deila öðru en sigrinum“ Aron Guðmundsson skrifar 2. ágúst 2024 14:31 Frá ólympíuþorpinu sem er að finna í París. Vísir/Getty „Ekki deila öðru en sigrinum, verðu þig fyrir kynsjúkdómum,“ stendur á umbúðum smokka sem keppendur í ólympíuþorpinu á Ólympíuleikunum í París geta nálgast sér að kostnaðarlausu. Alls hafa yfir tvö hundruð og tuttugu þúsund smokkar verið gerðir aðgengilegir fyrir íþróttafólk á Ólympíuleikunum í ólympíuþorpinu þetta árið. Um 14.500 keppendur halda til í þorpinu á meðan á leikunum stendur. Ef smokkunum yrði dreift jafnt yfir keppnisdaga leikana myndi það þýða að hver keppandi gæti nýtt sér tvo smokka á dag. Smokkarnir sem er að finna á víð og dreif í Ólympíuþorpinu í ParísVísir/Getty Fjöldi þeirra smokka sem standa keppendum til boða í Ólympíuþorpinu hefur þó dregist verulega saman frá því á Ólympíuleikunum í Río de Janeiro árið 2016. Þá voru þeir alls 450 þúsund talsins sem er met í sögu Ólympíuleikanna. Það að gera keppendum á Ólympíuleikunum kleift að nálgast smokka í ólympíuþorpinu á meðan á leikunum stendur þeim að kostnaðarlausu er ákvörðun sem tekin var og hefur verið við lýði síðan á Ólympíuleikunum í Barcelona árið 1992. „Það sem gerist í Ólympíuþorpinu, fer ekki út fyrir þorpið,“ hefur fyrrverandi sundkonan og ólympíufarinn Summer Sanders látið hafa eftir sér. Hún skilur vel áhuga fólks á því hvernig lífið sé í Ólympíuþorpinu. „Þetta er rómantísk hugmynd. Að þetta kynþokkafulla íþróttafólk, á sínu besta skeiði, sé að stinga saman nefjum. Ég get skilið af hverju það sprettur upp umræða um þetta.“ Papparúmin áhugaverðu sem er að finna í ólympíuþorpinuVísir/Getty Líkt og frægt er orðið eru rúmin í Ólympíuþorpinu úr pappa og hefur það heyrst úr ranni keppenda að þau myndu þar af leiðandi ekki geta staðið af sér þá "krafta" sem kynlíf felur í sér. Írski fimleikakappinn Rhys McClenaghan ákvað hins vegar að hrekja þær kenningar sumra keppenda og birti myndskeið af sér frá Ólympíuþorpinu þar sem að hann lætur reyna á styrk papparúmsins með því að hoppa og skoppa á því. Rúmið féll ekki saman. View this post on Instagram A post shared by Rhys McClenaghan (@rhysmcc1) „Ég var maraþonhlaupari og þar af leiðandi veit ég hversu mikilvægt það er að ná góðum nætursvefni fyrir keppni,“ segir hinn japanski Motokuni Takaoka sem er hönnuðurinn á bak við papparúmin í Ólympíuþorpinu.“ „Þessi rúm geta vel þolað tvo til þrjá einstaklinga án þess að það þurfi að hafa nokkrar áhyggjur af því að það falli saman. Þau eru mjög sterk og þola allt það sem keppendur vilja gera einir með sjálfum sér eða vinum sínum.“ Ólympíuleikar 2024 í París Ólympíuleikar Mest lesið Hafþór Júlíus keppir á „Steraleikunum“ Sport Arsenal - Liverpool | Toppliðið mætir Englandsmeisturum Enski boltinn Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Íslenski boltinn Uppgjörið: ÍA - Grindavík 91-94 | Toppliðið heldur áfram eftir háspennu Körfubolti Hversu lengi þolir Liverpool-fólk þennan hundleiðinlega fótbolta? Enski boltinn Uppgjörið: Valur - Stjarnan 102-105 | Gestirnir héldu út Körfubolti „Við erum meistarar, ekki þeir“ Enski boltinn Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Íslenski boltinn Uppgjör: KR- Ármann 102-93 | KR náði í sigur í kaflaskiptum leik Körfubolti Sakfelldur fyrir að framleiða barnaníðsefni en fer ekki í fangelsi Enski boltinn Fleiri fréttir „Erum búnir að sjá þetta milljón sinnum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 102-105 | Gestirnir héldu út Uppgjörið: ÍA - Grindavík 91-94 | Toppliðið heldur áfram eftir háspennu Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi „Þessi frammistaða breytir ekki getunni í liðinu“ Þórir: Það eru bara allir að berjast Real bjó til El Clásico úrslitaleik PSG bætti við titli eftir vító og hádramatík Arsenal - Liverpool | Toppliðið mætir Englandsmeisturum Hilmar Smári kvaddur í Litáen Lið Arsenal og Liverpool: Enginn Ekitike í stórleiknum Uppgjör: KR- Ármann 102-93 | KR náði í sigur í kaflaskiptum leik Uppgjörið: ÍR - Njarðvík 84-59 | ÍR-ingar byrja árið vel Snjóbylur gæti lengt jólafrí liða í þýska boltanum Kudus bætir gráu ofan á svart Birta eltir ástina og semur við Genoa Íslenski læknirinn hjá sænska landsliðinu bjartsýnn á að Palicka verði með Júlíus Mar seldur til Kristiansund Fyrirliði Tottenham virtist ásaka stjórnendur félagsins um lygar Hafnaði Val og fer heim til Eyja Vandræðalegt víti: „Hvað var þetta?“ Sakfelldur fyrir að framleiða barnaníðsefni en fer ekki í fangelsi „Við erum meistarar, ekki þeir“ Nýfæddur sonur Stefáns Teits tefur félagaskiptin Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Andrea til Anderlecht Mourinho vonaði að leikmenn hans ættu svefnlausa nótt Hversu lengi þolir Liverpool-fólk þennan hundleiðinlega fótbolta? Tækifæri fyrir Fanneyju eftir að Häcken lánaði markvörðinn til Liverpool Sagði að það hefði verið heimskulegt hjá sér að drekka úr Arsenal-bolla Sjá meira
Um 14.500 keppendur halda til í þorpinu á meðan á leikunum stendur. Ef smokkunum yrði dreift jafnt yfir keppnisdaga leikana myndi það þýða að hver keppandi gæti nýtt sér tvo smokka á dag. Smokkarnir sem er að finna á víð og dreif í Ólympíuþorpinu í ParísVísir/Getty Fjöldi þeirra smokka sem standa keppendum til boða í Ólympíuþorpinu hefur þó dregist verulega saman frá því á Ólympíuleikunum í Río de Janeiro árið 2016. Þá voru þeir alls 450 þúsund talsins sem er met í sögu Ólympíuleikanna. Það að gera keppendum á Ólympíuleikunum kleift að nálgast smokka í ólympíuþorpinu á meðan á leikunum stendur þeim að kostnaðarlausu er ákvörðun sem tekin var og hefur verið við lýði síðan á Ólympíuleikunum í Barcelona árið 1992. „Það sem gerist í Ólympíuþorpinu, fer ekki út fyrir þorpið,“ hefur fyrrverandi sundkonan og ólympíufarinn Summer Sanders látið hafa eftir sér. Hún skilur vel áhuga fólks á því hvernig lífið sé í Ólympíuþorpinu. „Þetta er rómantísk hugmynd. Að þetta kynþokkafulla íþróttafólk, á sínu besta skeiði, sé að stinga saman nefjum. Ég get skilið af hverju það sprettur upp umræða um þetta.“ Papparúmin áhugaverðu sem er að finna í ólympíuþorpinuVísir/Getty Líkt og frægt er orðið eru rúmin í Ólympíuþorpinu úr pappa og hefur það heyrst úr ranni keppenda að þau myndu þar af leiðandi ekki geta staðið af sér þá "krafta" sem kynlíf felur í sér. Írski fimleikakappinn Rhys McClenaghan ákvað hins vegar að hrekja þær kenningar sumra keppenda og birti myndskeið af sér frá Ólympíuþorpinu þar sem að hann lætur reyna á styrk papparúmsins með því að hoppa og skoppa á því. Rúmið féll ekki saman. View this post on Instagram A post shared by Rhys McClenaghan (@rhysmcc1) „Ég var maraþonhlaupari og þar af leiðandi veit ég hversu mikilvægt það er að ná góðum nætursvefni fyrir keppni,“ segir hinn japanski Motokuni Takaoka sem er hönnuðurinn á bak við papparúmin í Ólympíuþorpinu.“ „Þessi rúm geta vel þolað tvo til þrjá einstaklinga án þess að það þurfi að hafa nokkrar áhyggjur af því að það falli saman. Þau eru mjög sterk og þola allt það sem keppendur vilja gera einir með sjálfum sér eða vinum sínum.“
Ólympíuleikar 2024 í París Ólympíuleikar Mest lesið Hafþór Júlíus keppir á „Steraleikunum“ Sport Arsenal - Liverpool | Toppliðið mætir Englandsmeisturum Enski boltinn Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Íslenski boltinn Uppgjörið: ÍA - Grindavík 91-94 | Toppliðið heldur áfram eftir háspennu Körfubolti Hversu lengi þolir Liverpool-fólk þennan hundleiðinlega fótbolta? Enski boltinn Uppgjörið: Valur - Stjarnan 102-105 | Gestirnir héldu út Körfubolti „Við erum meistarar, ekki þeir“ Enski boltinn Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Íslenski boltinn Uppgjör: KR- Ármann 102-93 | KR náði í sigur í kaflaskiptum leik Körfubolti Sakfelldur fyrir að framleiða barnaníðsefni en fer ekki í fangelsi Enski boltinn Fleiri fréttir „Erum búnir að sjá þetta milljón sinnum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 102-105 | Gestirnir héldu út Uppgjörið: ÍA - Grindavík 91-94 | Toppliðið heldur áfram eftir háspennu Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi „Þessi frammistaða breytir ekki getunni í liðinu“ Þórir: Það eru bara allir að berjast Real bjó til El Clásico úrslitaleik PSG bætti við titli eftir vító og hádramatík Arsenal - Liverpool | Toppliðið mætir Englandsmeisturum Hilmar Smári kvaddur í Litáen Lið Arsenal og Liverpool: Enginn Ekitike í stórleiknum Uppgjör: KR- Ármann 102-93 | KR náði í sigur í kaflaskiptum leik Uppgjörið: ÍR - Njarðvík 84-59 | ÍR-ingar byrja árið vel Snjóbylur gæti lengt jólafrí liða í þýska boltanum Kudus bætir gráu ofan á svart Birta eltir ástina og semur við Genoa Íslenski læknirinn hjá sænska landsliðinu bjartsýnn á að Palicka verði með Júlíus Mar seldur til Kristiansund Fyrirliði Tottenham virtist ásaka stjórnendur félagsins um lygar Hafnaði Val og fer heim til Eyja Vandræðalegt víti: „Hvað var þetta?“ Sakfelldur fyrir að framleiða barnaníðsefni en fer ekki í fangelsi „Við erum meistarar, ekki þeir“ Nýfæddur sonur Stefáns Teits tefur félagaskiptin Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Andrea til Anderlecht Mourinho vonaði að leikmenn hans ættu svefnlausa nótt Hversu lengi þolir Liverpool-fólk þennan hundleiðinlega fótbolta? Tækifæri fyrir Fanneyju eftir að Häcken lánaði markvörðinn til Liverpool Sagði að það hefði verið heimskulegt hjá sér að drekka úr Arsenal-bolla Sjá meira