Hass, rokk og hóstasaft Hjalti Freyr Ragnarsson skrifar 26. júlí 2024 14:36 „Mankind is unkind, man.“ Weedeater leika alla sína helstu slagara á sunnudagskvöld. Scott Kinkade Leðjurokkssveitin Weedeater frá suðurríkjum Bandaríkjanna treður upp á Gauknum sunnudagskvöldið 28. júlí næstkomandi. Sveitin hefur verið starfandi frá árinu 1998 og er með þeim þekktari innan leðjurokksgeirans, en þetta er þó í fyrsta sinn sem hún spilar hérlendis. Nafn sveitarinnar er enskt heiti yfir sláttuorf en er líka temmilega augljós skírskotun til ákveðins yndiseiturs. Tónlistin er hávær, þung og grúví og sveitin alræmd fyrir tryllingslega framkomu á tónleikum. Forsprakkinn Dave „Dixie“ Collins frá Cape Fear í Norður-Karólínu var áður meðlimur goðsagnakenndu leðjurokksveitarinnar Buzzov•en sem lagði upp laupana stuttu eftir stofnun Weedeater. Í gegnum tíðina hefur hann stundað þá iðju að drekka hóstasaft í stúdíói og á tónleikum til þess að viðhalda sínum einkennandi raddblæ. Gurglið í Dixie ásamt þykkbjöguðum bassa og gítar eru meðal aðalsmerkja sveitarinnar. Leðjurokk (e. sludge) blandar saman harðkjarnapönki og dómsdagsrokki (e. doom metal) og á rætur sínar að miklu leyti að rekja til Louisiana ríkis og hljómsveita þaðan á borð við Eyehategod, Crowbar og Acid Bath. Melvins eru þó taldir guðfeður stefnunnar, og reyndar gruggrokks í þokkabót. Stefnan hefur blandast mikið við hasshausarokk (e. stoner rock) og dómsdagsrokk í seinni tíð, og skilin ekki alltaf mjög ljós, en hún er þó tvímælalaust sú harðasta og beittasta þeirra þriggja. Weedeater til halds og trausts verða íslensku sveitirnar Morpholith og Volcanova. Einhverjir miðar eru eftir í forsölu en einnig verður hægt að kaupa miða við hurð á sunnudaginn. Mest lesið Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Lífið Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Lífið Svipt krúnunni eftir að hafa gert sig skáeygða Lífið Hvert er burðarþol íslensks almennings fyrir kjaftæði? Lífið Húsið fallega í Eyjum komið langt á veg Lífið Tóku áskoruninni og Joey Christ sver af sér sviðsetningu Lífið Listaverkin í World Class sem gjarnan hafa verið á milli tannanna á fólki Lífið Krökkt af kempum í útgáfuhófi Óla Jó Lífið Umhugsunarefni fyrir foreldra vegna komu jólasveinanna Lífið Opnar sig loksins um sambandið umtalaða Lífið Fleiri fréttir Prikið vekur athygli út fyrir landsteinana Abba skilar 350 milljörðum í kassann Ísraelar fá að vera með í Eurovision Halda aðra tónleika á Íslandi fyrir þá sem misstu af Allt alltaf alls staðar í allra besta lagi Miley Cyrus trúlofuð Þau þykja skara fram úr í íslenskri tónlist Þau hlutu verðlaun Dags íslenskrar tónlistar Bein útsending: Hver hlýtur viðurkenningu á Degi íslenskrar tónlistar? Bjallaði í eitt virtasta tónskáld Kasakstan Patti Smith heldur tónleika í Hörpu og Hofi Reggí-risinn Jimmy Cliff allur Lifandi tónlist beint í æð allan ársins hring Hlýja og nánd heima og uppi á sviði Gæsahúð gekk á milli gesta á Stuðmönnum Lög sem mönnum yrði slaufað fyrir í dag Frumsýning á Vísi: Fögnuðu nýjum lífstíl Lítið mál að trylla lýðinn kasólétt Fagnar fimmtugsafmæli með fyrstu tónleikum Ampop í átján ár Tók málin í eigin hendur og stofnaði nýja metal-hátíð á Selfossi Una Torfa heillaði baðgesti upp úr sundskónum Áhrifamikill óður til Grindvíkinga Sjá meira
Nafn sveitarinnar er enskt heiti yfir sláttuorf en er líka temmilega augljós skírskotun til ákveðins yndiseiturs. Tónlistin er hávær, þung og grúví og sveitin alræmd fyrir tryllingslega framkomu á tónleikum. Forsprakkinn Dave „Dixie“ Collins frá Cape Fear í Norður-Karólínu var áður meðlimur goðsagnakenndu leðjurokksveitarinnar Buzzov•en sem lagði upp laupana stuttu eftir stofnun Weedeater. Í gegnum tíðina hefur hann stundað þá iðju að drekka hóstasaft í stúdíói og á tónleikum til þess að viðhalda sínum einkennandi raddblæ. Gurglið í Dixie ásamt þykkbjöguðum bassa og gítar eru meðal aðalsmerkja sveitarinnar. Leðjurokk (e. sludge) blandar saman harðkjarnapönki og dómsdagsrokki (e. doom metal) og á rætur sínar að miklu leyti að rekja til Louisiana ríkis og hljómsveita þaðan á borð við Eyehategod, Crowbar og Acid Bath. Melvins eru þó taldir guðfeður stefnunnar, og reyndar gruggrokks í þokkabót. Stefnan hefur blandast mikið við hasshausarokk (e. stoner rock) og dómsdagsrokk í seinni tíð, og skilin ekki alltaf mjög ljós, en hún er þó tvímælalaust sú harðasta og beittasta þeirra þriggja. Weedeater til halds og trausts verða íslensku sveitirnar Morpholith og Volcanova. Einhverjir miðar eru eftir í forsölu en einnig verður hægt að kaupa miða við hurð á sunnudaginn.
Mest lesið Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Lífið Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Lífið Svipt krúnunni eftir að hafa gert sig skáeygða Lífið Hvert er burðarþol íslensks almennings fyrir kjaftæði? Lífið Húsið fallega í Eyjum komið langt á veg Lífið Tóku áskoruninni og Joey Christ sver af sér sviðsetningu Lífið Listaverkin í World Class sem gjarnan hafa verið á milli tannanna á fólki Lífið Krökkt af kempum í útgáfuhófi Óla Jó Lífið Umhugsunarefni fyrir foreldra vegna komu jólasveinanna Lífið Opnar sig loksins um sambandið umtalaða Lífið Fleiri fréttir Prikið vekur athygli út fyrir landsteinana Abba skilar 350 milljörðum í kassann Ísraelar fá að vera með í Eurovision Halda aðra tónleika á Íslandi fyrir þá sem misstu af Allt alltaf alls staðar í allra besta lagi Miley Cyrus trúlofuð Þau þykja skara fram úr í íslenskri tónlist Þau hlutu verðlaun Dags íslenskrar tónlistar Bein útsending: Hver hlýtur viðurkenningu á Degi íslenskrar tónlistar? Bjallaði í eitt virtasta tónskáld Kasakstan Patti Smith heldur tónleika í Hörpu og Hofi Reggí-risinn Jimmy Cliff allur Lifandi tónlist beint í æð allan ársins hring Hlýja og nánd heima og uppi á sviði Gæsahúð gekk á milli gesta á Stuðmönnum Lög sem mönnum yrði slaufað fyrir í dag Frumsýning á Vísi: Fögnuðu nýjum lífstíl Lítið mál að trylla lýðinn kasólétt Fagnar fimmtugsafmæli með fyrstu tónleikum Ampop í átján ár Tók málin í eigin hendur og stofnaði nýja metal-hátíð á Selfossi Una Torfa heillaði baðgesti upp úr sundskónum Áhrifamikill óður til Grindvíkinga Sjá meira