Hass, rokk og hóstasaft Hjalti Freyr Ragnarsson skrifar 26. júlí 2024 14:36 „Mankind is unkind, man.“ Weedeater leika alla sína helstu slagara á sunnudagskvöld. Scott Kinkade Leðjurokkssveitin Weedeater frá suðurríkjum Bandaríkjanna treður upp á Gauknum sunnudagskvöldið 28. júlí næstkomandi. Sveitin hefur verið starfandi frá árinu 1998 og er með þeim þekktari innan leðjurokksgeirans, en þetta er þó í fyrsta sinn sem hún spilar hérlendis. Nafn sveitarinnar er enskt heiti yfir sláttuorf en er líka temmilega augljós skírskotun til ákveðins yndiseiturs. Tónlistin er hávær, þung og grúví og sveitin alræmd fyrir tryllingslega framkomu á tónleikum. Forsprakkinn Dave „Dixie“ Collins frá Cape Fear í Norður-Karólínu var áður meðlimur goðsagnakenndu leðjurokksveitarinnar Buzzov•en sem lagði upp laupana stuttu eftir stofnun Weedeater. Í gegnum tíðina hefur hann stundað þá iðju að drekka hóstasaft í stúdíói og á tónleikum til þess að viðhalda sínum einkennandi raddblæ. Gurglið í Dixie ásamt þykkbjöguðum bassa og gítar eru meðal aðalsmerkja sveitarinnar. Leðjurokk (e. sludge) blandar saman harðkjarnapönki og dómsdagsrokki (e. doom metal) og á rætur sínar að miklu leyti að rekja til Louisiana ríkis og hljómsveita þaðan á borð við Eyehategod, Crowbar og Acid Bath. Melvins eru þó taldir guðfeður stefnunnar, og reyndar gruggrokks í þokkabót. Stefnan hefur blandast mikið við hasshausarokk (e. stoner rock) og dómsdagsrokk í seinni tíð, og skilin ekki alltaf mjög ljós, en hún er þó tvímælalaust sú harðasta og beittasta þeirra þriggja. Weedeater til halds og trausts verða íslensku sveitirnar Morpholith og Volcanova. Einhverjir miðar eru eftir í forsölu en einnig verður hægt að kaupa miða við hurð á sunnudaginn. Mest lesið Lögmálið um lítil typpi Lífið Dansandi bræður slá í gegn á stóra sviðinu Lífið George R. R. Martin á Íslandi: „Það er smá svalt hérna“ Menning „Konan hans hlýtur að taka á honum þegar hún heyrir þetta“ Lífið Sérstök og sjaldgæf íslensk nöfn: „Vitanlega var mér strítt“ Lífið Einbýlishús í Garðabænum eftir miklar framkvæmdir Lífið Fann engin önnur ráð en „að ganga í söfnuð Votta Jehóva“ Lífið Safaríkur kjúklingaréttur sem slær alltaf í gegn Lífið „Það er smá búið að ljúga að okkur sem er reyndar ekki í fyrsta skipti“ Lífið Blondie verður stjarnan á RIFF um helgina Lífið Fleiri fréttir Fagnar fimmtugsafmæli með fyrstu tónleikum Ampop í átján ár Tók málin í eigin hendur og stofnaði nýja metal-hátíð á Selfossi Una Torfa heillaði baðgesti upp úr sundskónum Áhrifamikill óður til Grindvíkinga Ekkert rapplag á topp 40 í fyrsta sinn í 35 ár „Lélegur í að fela hvernig mér líður og bera harm minn í hljóði“ Breytti um nafn eftir djúpa ástarsorg Spila jólalög allan sólarhringinn fram að jólum Gervigreindarsvikarar reyna að hagnast á íslenskum stjörnum Katrín Odds og Þorgerður ástfangnar á frumsýningu Englar Birnis frumsýndir og heimildarmynd á leiðinni Sleppti tökunum á ástarsorgarplötu aldarinnar Lofar hlustendum jákvæðri og skemmtilegri stemmingu Þetta eru bestu lög 21. aldarinnar „Þetta er ömurleg fjárhagsleg ákvörðun“ Borgarstjóri og bombur í brjálaðri GusGus-gleði Sama hvað öllum finnst, nema mömmu og pabba Íslenskar stjörnur heiðra Bítlana Frumsýning á Vísi: Iceguys trylla þjóðina enn og aftur í nýju myndbandi Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Sjá meira
Nafn sveitarinnar er enskt heiti yfir sláttuorf en er líka temmilega augljós skírskotun til ákveðins yndiseiturs. Tónlistin er hávær, þung og grúví og sveitin alræmd fyrir tryllingslega framkomu á tónleikum. Forsprakkinn Dave „Dixie“ Collins frá Cape Fear í Norður-Karólínu var áður meðlimur goðsagnakenndu leðjurokksveitarinnar Buzzov•en sem lagði upp laupana stuttu eftir stofnun Weedeater. Í gegnum tíðina hefur hann stundað þá iðju að drekka hóstasaft í stúdíói og á tónleikum til þess að viðhalda sínum einkennandi raddblæ. Gurglið í Dixie ásamt þykkbjöguðum bassa og gítar eru meðal aðalsmerkja sveitarinnar. Leðjurokk (e. sludge) blandar saman harðkjarnapönki og dómsdagsrokki (e. doom metal) og á rætur sínar að miklu leyti að rekja til Louisiana ríkis og hljómsveita þaðan á borð við Eyehategod, Crowbar og Acid Bath. Melvins eru þó taldir guðfeður stefnunnar, og reyndar gruggrokks í þokkabót. Stefnan hefur blandast mikið við hasshausarokk (e. stoner rock) og dómsdagsrokk í seinni tíð, og skilin ekki alltaf mjög ljós, en hún er þó tvímælalaust sú harðasta og beittasta þeirra þriggja. Weedeater til halds og trausts verða íslensku sveitirnar Morpholith og Volcanova. Einhverjir miðar eru eftir í forsölu en einnig verður hægt að kaupa miða við hurð á sunnudaginn.
Mest lesið Lögmálið um lítil typpi Lífið Dansandi bræður slá í gegn á stóra sviðinu Lífið George R. R. Martin á Íslandi: „Það er smá svalt hérna“ Menning „Konan hans hlýtur að taka á honum þegar hún heyrir þetta“ Lífið Sérstök og sjaldgæf íslensk nöfn: „Vitanlega var mér strítt“ Lífið Einbýlishús í Garðabænum eftir miklar framkvæmdir Lífið Fann engin önnur ráð en „að ganga í söfnuð Votta Jehóva“ Lífið Safaríkur kjúklingaréttur sem slær alltaf í gegn Lífið „Það er smá búið að ljúga að okkur sem er reyndar ekki í fyrsta skipti“ Lífið Blondie verður stjarnan á RIFF um helgina Lífið Fleiri fréttir Fagnar fimmtugsafmæli með fyrstu tónleikum Ampop í átján ár Tók málin í eigin hendur og stofnaði nýja metal-hátíð á Selfossi Una Torfa heillaði baðgesti upp úr sundskónum Áhrifamikill óður til Grindvíkinga Ekkert rapplag á topp 40 í fyrsta sinn í 35 ár „Lélegur í að fela hvernig mér líður og bera harm minn í hljóði“ Breytti um nafn eftir djúpa ástarsorg Spila jólalög allan sólarhringinn fram að jólum Gervigreindarsvikarar reyna að hagnast á íslenskum stjörnum Katrín Odds og Þorgerður ástfangnar á frumsýningu Englar Birnis frumsýndir og heimildarmynd á leiðinni Sleppti tökunum á ástarsorgarplötu aldarinnar Lofar hlustendum jákvæðri og skemmtilegri stemmingu Þetta eru bestu lög 21. aldarinnar „Þetta er ömurleg fjárhagsleg ákvörðun“ Borgarstjóri og bombur í brjálaðri GusGus-gleði Sama hvað öllum finnst, nema mömmu og pabba Íslenskar stjörnur heiðra Bítlana Frumsýning á Vísi: Iceguys trylla þjóðina enn og aftur í nýju myndbandi Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Sjá meira