Segir tíð lyfjapróf á kínversku sundfólki hluta af samsæri Evrópu og Bandaríkjanna Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 26. júlí 2024 11:31 Qin Haiyang setti heimsmet í tvö hundruð metra bringusundi á HM í fyrra. Þar vann hann gull í fimmtíu, hundrað og tvö hundruð metra bringusundi, eitthvað sem enginn hafði áður afrekað. getty/Dimitris Mantzouranis Qin Haiyang, heimsmethafi í tvö hundruð metra bringusundi, er pirraður á tíðum lyfjaprófum á Ólympíuleikunum í París og sakar þá sem standa fyrir þeim um að vera hluti af samsæri Evrópu og Bandaríkjanna um að leggja stein í götu Kínverja. Qin er einn fremsti sundkappi heims og þykir líklegur til afreka í bringusundsgreinunum á Ólympíuleikunum sem verða formlega settir í dag. Kínverskt sundfólk hefur reglulega verið tekið í lyfjapróf á Ólympíuleikunum, eða að meðaltali fimm til sjö sinnum á fyrstu tíu dögum þess í París. Prófin eru tekin á öllum tímum sólarhringsins. Qin segir að markmiðið með þessum tíðu lyfjaprófum sé að trufla kínverska sundfólkið. „Þetta sannar að evrópsku og bandarísku liðunum finnst þeim ógnað af frammistöðu kínverska liðsins undanfarin ár,“ skrifaði Qin á samfélagsmiðla. „Þetta eru brögð til að trufla taktinn í undirbúningi okkar og veikja andlegar varnir okkar! En við erum óhrædd. Þegar þú ert með hreina samvisku óttastu ekki rógburð. Liðið undirbýr sig á eðlilegum hraða. Við munum standast pressuna og þagga niður í gagnrýnisröddunum!“ Það er þó ekki að ástæðulausu að kínversku keppendurnir eru prófaðir reglulega. Í sameiginlegri rannsókn New York Times og ARD í Þýskalandi, sem var birt í apríl, kom í ljós að 23 kínverskum keppendum, þar á meðal Qin, var heimilið að taka þátt á Ólympíuleikunum þrátt fyrir að hafa fallið á lyfjapróf. Alþjóða lyfjaeftirlitið, Wada, féllst þó á útskýringar Kínverja um að eldhúsið á hótelinu sem þeir dvöldust á hafi verið mengað. Wada lofaði þó að auka eftirlit með kínverskum keppendum og lyfjanotkun þeirra á Ólympíuleikunum í París. Sund Ólympíuleikar 2024 í París Kína Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Enski boltinn Ungverski línumaðurinn verður ekki með á EM Handbolti Hlaupabrettið kemst ekki upp í hraða Baldvins Sport Lindgren segir að þetta verði ár Íslands Handbolti Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Fótbolti Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Enski boltinn Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Fótbolti Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Handbolti Danir voru líka að hugsa um að ráða Dag Handbolti Fleiri fréttir Heimamenn Marokkó í úrslitaleikinn eftir vítaspyrnukeppni Áhugamaður vann meistarann og milljón dollara „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Tómas Bent gulltryggði sigurinn Blysin slógu Bæjara ekki út af laginu Uppgjörið:Grindavík - Njarðvík 89-79| Stórkostlegur seinni hálfleikur hjá Grindavík Haukar stálu sigri af Hamar/Þór Hörður skoraði og Sverrir hélt hreinu Stelpurnar okkar fögnuðu stórum sigrum Júlía og Manuel skautuðu áfram í úrslitin Mané skaut Senegal í úrslit en Salah sást varla Ungverski línumaðurinn verður ekki með á EM Íslendingar unnu gull, silfur og brons í Austurríki Viktor Bjarki með tvennu í undirbúningi fyrir Meistaradeildina „Allt um þjóðhátíðina í Kristianstad“ Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Ásdís Karen fagnaði sigri gegn stórliðinu Blikar farnir að fylla í skörðin Hættur að þjálfa Steelers eftir nítján ár með liðið María í eitt besta lið Svíþjóðar en tekur íslenska landsliðið fram yfir það sænska Ajax fær son Zlatans að láni frá AC Milan Guardiola segir að Haaland sé úrvinda Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Segir ósanngjarnt að kalla Arsenal „Set Piece FC“ Danir voru líka að hugsa um að ráða Dag Klopp: Brottför Xabi Alonso frá Real Madrid kemur mér ekkert við Sigvaldi ekki hafnað launalækkun Kallar stjörnur Real Madrid „dekraða krakka“ Sjá meira
Qin er einn fremsti sundkappi heims og þykir líklegur til afreka í bringusundsgreinunum á Ólympíuleikunum sem verða formlega settir í dag. Kínverskt sundfólk hefur reglulega verið tekið í lyfjapróf á Ólympíuleikunum, eða að meðaltali fimm til sjö sinnum á fyrstu tíu dögum þess í París. Prófin eru tekin á öllum tímum sólarhringsins. Qin segir að markmiðið með þessum tíðu lyfjaprófum sé að trufla kínverska sundfólkið. „Þetta sannar að evrópsku og bandarísku liðunum finnst þeim ógnað af frammistöðu kínverska liðsins undanfarin ár,“ skrifaði Qin á samfélagsmiðla. „Þetta eru brögð til að trufla taktinn í undirbúningi okkar og veikja andlegar varnir okkar! En við erum óhrædd. Þegar þú ert með hreina samvisku óttastu ekki rógburð. Liðið undirbýr sig á eðlilegum hraða. Við munum standast pressuna og þagga niður í gagnrýnisröddunum!“ Það er þó ekki að ástæðulausu að kínversku keppendurnir eru prófaðir reglulega. Í sameiginlegri rannsókn New York Times og ARD í Þýskalandi, sem var birt í apríl, kom í ljós að 23 kínverskum keppendum, þar á meðal Qin, var heimilið að taka þátt á Ólympíuleikunum þrátt fyrir að hafa fallið á lyfjapróf. Alþjóða lyfjaeftirlitið, Wada, féllst þó á útskýringar Kínverja um að eldhúsið á hótelinu sem þeir dvöldust á hafi verið mengað. Wada lofaði þó að auka eftirlit með kínverskum keppendum og lyfjanotkun þeirra á Ólympíuleikunum í París.
Sund Ólympíuleikar 2024 í París Kína Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Enski boltinn Ungverski línumaðurinn verður ekki með á EM Handbolti Hlaupabrettið kemst ekki upp í hraða Baldvins Sport Lindgren segir að þetta verði ár Íslands Handbolti Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Fótbolti Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Enski boltinn Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Fótbolti Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Handbolti Danir voru líka að hugsa um að ráða Dag Handbolti Fleiri fréttir Heimamenn Marokkó í úrslitaleikinn eftir vítaspyrnukeppni Áhugamaður vann meistarann og milljón dollara „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Tómas Bent gulltryggði sigurinn Blysin slógu Bæjara ekki út af laginu Uppgjörið:Grindavík - Njarðvík 89-79| Stórkostlegur seinni hálfleikur hjá Grindavík Haukar stálu sigri af Hamar/Þór Hörður skoraði og Sverrir hélt hreinu Stelpurnar okkar fögnuðu stórum sigrum Júlía og Manuel skautuðu áfram í úrslitin Mané skaut Senegal í úrslit en Salah sást varla Ungverski línumaðurinn verður ekki með á EM Íslendingar unnu gull, silfur og brons í Austurríki Viktor Bjarki með tvennu í undirbúningi fyrir Meistaradeildina „Allt um þjóðhátíðina í Kristianstad“ Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Ásdís Karen fagnaði sigri gegn stórliðinu Blikar farnir að fylla í skörðin Hættur að þjálfa Steelers eftir nítján ár með liðið María í eitt besta lið Svíþjóðar en tekur íslenska landsliðið fram yfir það sænska Ajax fær son Zlatans að láni frá AC Milan Guardiola segir að Haaland sé úrvinda Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Segir ósanngjarnt að kalla Arsenal „Set Piece FC“ Danir voru líka að hugsa um að ráða Dag Klopp: Brottför Xabi Alonso frá Real Madrid kemur mér ekkert við Sigvaldi ekki hafnað launalækkun Kallar stjörnur Real Madrid „dekraða krakka“ Sjá meira