„Ég grét svo mikið“ Ólafur Björn Sverrisson skrifar 20. júlí 2024 15:02 Það er ýmislegt framundan hjá Aníta Briem. Vísir/Vilhelm Aníta Briem segir það hafa verið mjög tilfinningaþrungið að leika óléttan karakter í þáttaseríunni Ráðherrann á meðan hún var sjálf að reyna að eignast barn. Hún og kærastinn Hafþór Waldorff eiga von á stelpu í nóvember. Aníta ræddi þetta og ýmislegt annað í Bakaríinu á Bylgjunni í dag. Hlusta má á klippuna í heild sinni neðst í fréttinni. Aníta rifjaði upp sinn fyrsta barnsburð og segir að sér hafi verið ráðlagt af umboðsmönnum að greina ekki frá barnsburðinum í Hollywood-umhverfinu. „Fólk verður bara hrætt um að maður sé ekki eins sexy, verða gömul og að þetta sé að verða búið,“ segir hún um fyrstu óléttuna. „Ég var bara rétt að detta í þrítugt. Í þetta skiptið er þetta svo mikill fögnuður, þakklæti. Og stolt að líkaminn geti þetta.“ Hún flutti sextán ára til að fara í leiklistarskóla í Lundúnum og 22 ára til Los Angeles. „Það gerðist allt mjög óvart, ég datt inn í stóran heim mjög hratt.“ Aníta fór með hlutverk í þáttaseríunni Svo lengi sem við lifum, sem sýnd var á Stöð 2 á síðasta ári. Hún segir undanfarna mánuði hafa verið mikinn rússibana. Framundan hjá Anítu eru handritaskrif upp úr bókinni Stóri bróðir eftir Skúla Sigurðsson sem vann Blóðdropann fyrir tveimur árum. Það var fyrsta bók Skúla. „Sálfræði-spennutryllir,“ segir Aníta. Mikael Kaaber og Aníta Briem fóru með aðalhlutverk í þáttunum Svo lengi sem við lifum.Anton Brink Fjögurra daga gamalt barn í tökum Fleira er framundan hjá Anítu. Sjónvarpsserían Ráðherrann 2 er væntanleg þar sem Aníta fer með hlutverk Steinunnar. „Hún er ólétt á þessum tíma og við sjálf þráðum svo mikið að eignast barn, og vorum að reyna að eignast barn. Ég var í tökum með alls konar bumbur á mér og það voru oft flóknar tilfinningar. Því maður vissi ekki hvort maður yrði svo heppinn að upplifa þetta aftur.“ Aníta og Hafþór Waldorff eiga von á sínu fyrsta barni saman í nóvember. „Það er ein sena á fæðingadeildinni þar sem fjögurra daga barn leikur með okkur. Í miðri töku fæ ég barnið í fangið og ég grét svo mikið. Ég grét svo mikið.“ Hlusta má á klippuna úr Bakaríinu á Bylgjunni hér að neðan. Bakaríið Ástin og lífið Bíó og sjónvarp Mest lesið Langar að prófa „anal“ en er stressuð Lífið Auglýsir eftir eiganda poka með hvítu dufti Lífið Upplifir skotin oftast sem hrós Tíska og hönnun „Þetta er svona í alvöru, ekki bara í bíómyndum“ Lífið Miðasala á Björk hefst á morgun Tónlist „Peningar hafa þann eiginleika að hafa vald yfir okkur“ Lífið Seld sú hugmynd að grannur líkami sé það eina sem er aðlaðandi Lífið Oprah sú valdamesta Lífið Vörur sem börnin geta erft Tíska og hönnun Sérhönnuð krem frá O´Keeffe´s fyrir þurra og sprungna húð Lífið kynningar Fleiri fréttir „Peningar hafa þann eiginleika að hafa vald yfir okkur“ Auglýsir eftir eiganda poka með hvítu dufti Langar að prófa „anal“ en er stressuð Birti gamalt bréf til Guðna: „Íslanzka mín er ekki gott“ Grey's Anatomy stjarna með krabbamein Þegar allt sauð upp úr „Þetta er svona í alvöru, ekki bara í bíómyndum“ Krakkatían: Skrekkur, Hamlet og höfuðborgir Var ráðskona Kára Stefánssonar þegar ástin kviknaði Áratugir af óvissu enduðu með einni setningu í ræktinni Neistaflug hjá Guggu og Flona á rúntinum Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Litlu munaði að þyrlan þyrfti að nauðlenda „Fólk hló og grét til skiptis“ Fréttatía vikunnar: Staða íslenskunnar, ríkislögreglustjóri og formannskjör Tíu stellingar sem örva G-blettinn Einstök íslensk verk sem hlutu hönnunarverðlaunin Fleiri lög berjast um farseðilinn þrátt fyrir óvissuna Glæsihús augnlæknis til sölu Ólöf Skafta og Kristín dannaðar í miðborginni Af og frá að fimmti þáttur hafi verið klipptur extra mikið Áföll og samskiptamynstur erfast milli kynslóða Tíu töff pelsar fyrir veturinn „Mjög pirruð út í hvort annað eftir frumsýninguna“ Ölgerðin lítur Orkutal „öfgahægrisins“ alvarlegum augum Spennandi fiski-takkó fyrir alla fjölskylduna Kastaði sér niður fimmtán stiga: „Marinn, þjáður og aumkunarverður“ „Get ekki hætt að hlusta og gráta“ Lögmálið um lítil typpi Dansandi bræður slá í gegn á stóra sviðinu Sjá meira
Aníta ræddi þetta og ýmislegt annað í Bakaríinu á Bylgjunni í dag. Hlusta má á klippuna í heild sinni neðst í fréttinni. Aníta rifjaði upp sinn fyrsta barnsburð og segir að sér hafi verið ráðlagt af umboðsmönnum að greina ekki frá barnsburðinum í Hollywood-umhverfinu. „Fólk verður bara hrætt um að maður sé ekki eins sexy, verða gömul og að þetta sé að verða búið,“ segir hún um fyrstu óléttuna. „Ég var bara rétt að detta í þrítugt. Í þetta skiptið er þetta svo mikill fögnuður, þakklæti. Og stolt að líkaminn geti þetta.“ Hún flutti sextán ára til að fara í leiklistarskóla í Lundúnum og 22 ára til Los Angeles. „Það gerðist allt mjög óvart, ég datt inn í stóran heim mjög hratt.“ Aníta fór með hlutverk í þáttaseríunni Svo lengi sem við lifum, sem sýnd var á Stöð 2 á síðasta ári. Hún segir undanfarna mánuði hafa verið mikinn rússibana. Framundan hjá Anítu eru handritaskrif upp úr bókinni Stóri bróðir eftir Skúla Sigurðsson sem vann Blóðdropann fyrir tveimur árum. Það var fyrsta bók Skúla. „Sálfræði-spennutryllir,“ segir Aníta. Mikael Kaaber og Aníta Briem fóru með aðalhlutverk í þáttunum Svo lengi sem við lifum.Anton Brink Fjögurra daga gamalt barn í tökum Fleira er framundan hjá Anítu. Sjónvarpsserían Ráðherrann 2 er væntanleg þar sem Aníta fer með hlutverk Steinunnar. „Hún er ólétt á þessum tíma og við sjálf þráðum svo mikið að eignast barn, og vorum að reyna að eignast barn. Ég var í tökum með alls konar bumbur á mér og það voru oft flóknar tilfinningar. Því maður vissi ekki hvort maður yrði svo heppinn að upplifa þetta aftur.“ Aníta og Hafþór Waldorff eiga von á sínu fyrsta barni saman í nóvember. „Það er ein sena á fæðingadeildinni þar sem fjögurra daga barn leikur með okkur. Í miðri töku fæ ég barnið í fangið og ég grét svo mikið. Ég grét svo mikið.“ Hlusta má á klippuna úr Bakaríinu á Bylgjunni hér að neðan.
Bakaríið Ástin og lífið Bíó og sjónvarp Mest lesið Langar að prófa „anal“ en er stressuð Lífið Auglýsir eftir eiganda poka með hvítu dufti Lífið Upplifir skotin oftast sem hrós Tíska og hönnun „Þetta er svona í alvöru, ekki bara í bíómyndum“ Lífið Miðasala á Björk hefst á morgun Tónlist „Peningar hafa þann eiginleika að hafa vald yfir okkur“ Lífið Seld sú hugmynd að grannur líkami sé það eina sem er aðlaðandi Lífið Oprah sú valdamesta Lífið Vörur sem börnin geta erft Tíska og hönnun Sérhönnuð krem frá O´Keeffe´s fyrir þurra og sprungna húð Lífið kynningar Fleiri fréttir „Peningar hafa þann eiginleika að hafa vald yfir okkur“ Auglýsir eftir eiganda poka með hvítu dufti Langar að prófa „anal“ en er stressuð Birti gamalt bréf til Guðna: „Íslanzka mín er ekki gott“ Grey's Anatomy stjarna með krabbamein Þegar allt sauð upp úr „Þetta er svona í alvöru, ekki bara í bíómyndum“ Krakkatían: Skrekkur, Hamlet og höfuðborgir Var ráðskona Kára Stefánssonar þegar ástin kviknaði Áratugir af óvissu enduðu með einni setningu í ræktinni Neistaflug hjá Guggu og Flona á rúntinum Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Litlu munaði að þyrlan þyrfti að nauðlenda „Fólk hló og grét til skiptis“ Fréttatía vikunnar: Staða íslenskunnar, ríkislögreglustjóri og formannskjör Tíu stellingar sem örva G-blettinn Einstök íslensk verk sem hlutu hönnunarverðlaunin Fleiri lög berjast um farseðilinn þrátt fyrir óvissuna Glæsihús augnlæknis til sölu Ólöf Skafta og Kristín dannaðar í miðborginni Af og frá að fimmti þáttur hafi verið klipptur extra mikið Áföll og samskiptamynstur erfast milli kynslóða Tíu töff pelsar fyrir veturinn „Mjög pirruð út í hvort annað eftir frumsýninguna“ Ölgerðin lítur Orkutal „öfgahægrisins“ alvarlegum augum Spennandi fiski-takkó fyrir alla fjölskylduna Kastaði sér niður fimmtán stiga: „Marinn, þjáður og aumkunarverður“ „Get ekki hætt að hlusta og gráta“ Lögmálið um lítil typpi Dansandi bræður slá í gegn á stóra sviðinu Sjá meira