Gámur fluttur án leyfis eiganda og öllu stolið úr honum Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 4. júlí 2024 20:47 Gámur Landslagna áður en hann var fluttur á geymslusvæðið án hans vitundar. Aðsend Eigandi pípulagningafyrirtækisins Landslagna segir að gámur í eigu fyrirtækisins, sem staðsettur var á einkalóð þess, hafi verið fluttur út fyrir bæjarmörkin í dag án hans vitundar. Þar hafi pípulagningar- og hreinlætisvörum að andvirði tíu til fjórtán milljóna króna verið stolið úr gámnum. Eigandinn hyggst lögsækja flutningaþjónustuna. Almar Gunnarsson pípulagningameistari er eigandi Landslagna ehf. Í samtali við fréttastofu segist hann hafa geymt vinnuáhöld í fjörutíu feta gámi á einkalóð Landslagna við Fiskislóð í Reykjavík. Honum hafi brugðið í brún í dag þegar hann mætti á Fiskislóð og gámurinn verið á bak og burt. Síðar hafi hann komist að því að flutningaþjónustan ET hafi fengið beiðni frá ótilgreindum aðila um að flytja gáminn á geymslusvæði á Hólmsheiði. Almar hafi þá farið á svæðið, þar sem hann kom að gámnum tómum. Almar segir að verðmæti upp á tíu til fjórtán milljónir hafi verið í gámnum. „Þjófarnir hringdu bara í ET flutninga úr einhverjum svona burner-síma og báðu um flutning á gámnum. Og ET mætti á lóðina, tók gáminn, fór með hann upp eftir og hitti ekki einn né neinn. Svo var bara gámurinn tæmdur,“ segir Almar í samtali við fréttastofu. Hann hafi haft samband við ET flutninga, þar sem hann fékk þær upplýsingar um að reikningur yrði sendur á smíðafyrirtæki staðsett á Akureyri vegna flutninganna. Það fyrirtæki kannist hins vegar ekkert við að hafa beðið um að flytja gám fyrir sunnan. Auðveldara en að panta pítsu „Ég er búinn að tala við tryggingafélagið mitt og þeir eru að skoða þetta. Ég er búinn að tala við lögmenn og þeir vilja meina að ET séu ábyrgir af því að það eru þeir sem flytja gáminn að beiðni þjófanna,“ segir Almar. „Og ET er einhvern veginn alveg sama. Ég hringdi í þá og þeir sögðu mér bara að tala við lögfræðing.“ Hann segir undarlegt og fyndið að auðveldara virðist að láta flytja gám frá einum stað til annars en að panta pítsu. Kristmundur Einarsson framkvæmdastjóri ET flutninga vildi ekki tjá sig um málið þegar fréttastofa hafði samband. Lögreglumál Reykjavík Mest lesið Hópslysaáætlun virkjuð á Snæfellsnesi Innlent Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Innlent „Það endaði bara með því að það var brotið á börnunum okkar“ Innlent Nauðgaði sofandi kærustu sem hafði ítrekað verið brotið gegn Innlent Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Innlent Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Erlent Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Innlent Okkar borg – Þvert á flokka tekur slaginn í borginni Innlent Fleiri fréttir „Við viljum bara grípa þau fyrr“ Risaskuld, nýr flokkur og áheyrnarprufur hunda Hópslysaáætlun virkjuð á Snæfellsnesi Rúða brotin og flugeld kastað inn Riða staðfest á Kirkjuhóli Hafa þurft að sjóða vatnið í 79 daga Ágreiningur við ríkisstarfsmenn kostaði 642 milljónir á tíu árum Handtekinn fyrir stórfellda líkamsárás í Dugguvogi Farið yfir framboð hjá Miðflokknum „Það endaði bara með því að það var brotið á börnunum okkar“ Segir erfitt fyrir lækna að starfa við boðuð skilyrði Okkar borg – Þvert á flokka tekur slaginn í borginni „Hlýtur að hafa í sér fælingarmátt ef þú yrðir nafngreindur við slíka iðju“ Nauðgaði sofandi kærustu sem hafði ítrekað verið brotið gegn Stolt úthverfatútta en ekki lattelepjandi miðbæjarrotta Vændi á Norðurlandi og ósáttir læknar Sex slasaðir eftir árekstur á Jökuldalsheiði Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Einum veittir stunguáverkar og annar varð fyrir hópárás „Draumar geta ræst“ Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Play skuldi Isavia hálfan milljarð króna Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Umdeild brottvísun, fjárhagstjón á Grænlandi og kyngreint sæði Sjá meira
Almar Gunnarsson pípulagningameistari er eigandi Landslagna ehf. Í samtali við fréttastofu segist hann hafa geymt vinnuáhöld í fjörutíu feta gámi á einkalóð Landslagna við Fiskislóð í Reykjavík. Honum hafi brugðið í brún í dag þegar hann mætti á Fiskislóð og gámurinn verið á bak og burt. Síðar hafi hann komist að því að flutningaþjónustan ET hafi fengið beiðni frá ótilgreindum aðila um að flytja gáminn á geymslusvæði á Hólmsheiði. Almar hafi þá farið á svæðið, þar sem hann kom að gámnum tómum. Almar segir að verðmæti upp á tíu til fjórtán milljónir hafi verið í gámnum. „Þjófarnir hringdu bara í ET flutninga úr einhverjum svona burner-síma og báðu um flutning á gámnum. Og ET mætti á lóðina, tók gáminn, fór með hann upp eftir og hitti ekki einn né neinn. Svo var bara gámurinn tæmdur,“ segir Almar í samtali við fréttastofu. Hann hafi haft samband við ET flutninga, þar sem hann fékk þær upplýsingar um að reikningur yrði sendur á smíðafyrirtæki staðsett á Akureyri vegna flutninganna. Það fyrirtæki kannist hins vegar ekkert við að hafa beðið um að flytja gám fyrir sunnan. Auðveldara en að panta pítsu „Ég er búinn að tala við tryggingafélagið mitt og þeir eru að skoða þetta. Ég er búinn að tala við lögmenn og þeir vilja meina að ET séu ábyrgir af því að það eru þeir sem flytja gáminn að beiðni þjófanna,“ segir Almar. „Og ET er einhvern veginn alveg sama. Ég hringdi í þá og þeir sögðu mér bara að tala við lögfræðing.“ Hann segir undarlegt og fyndið að auðveldara virðist að láta flytja gám frá einum stað til annars en að panta pítsu. Kristmundur Einarsson framkvæmdastjóri ET flutninga vildi ekki tjá sig um málið þegar fréttastofa hafði samband.
Lögreglumál Reykjavík Mest lesið Hópslysaáætlun virkjuð á Snæfellsnesi Innlent Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Innlent „Það endaði bara með því að það var brotið á börnunum okkar“ Innlent Nauðgaði sofandi kærustu sem hafði ítrekað verið brotið gegn Innlent Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Innlent Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Erlent Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Innlent Okkar borg – Þvert á flokka tekur slaginn í borginni Innlent Fleiri fréttir „Við viljum bara grípa þau fyrr“ Risaskuld, nýr flokkur og áheyrnarprufur hunda Hópslysaáætlun virkjuð á Snæfellsnesi Rúða brotin og flugeld kastað inn Riða staðfest á Kirkjuhóli Hafa þurft að sjóða vatnið í 79 daga Ágreiningur við ríkisstarfsmenn kostaði 642 milljónir á tíu árum Handtekinn fyrir stórfellda líkamsárás í Dugguvogi Farið yfir framboð hjá Miðflokknum „Það endaði bara með því að það var brotið á börnunum okkar“ Segir erfitt fyrir lækna að starfa við boðuð skilyrði Okkar borg – Þvert á flokka tekur slaginn í borginni „Hlýtur að hafa í sér fælingarmátt ef þú yrðir nafngreindur við slíka iðju“ Nauðgaði sofandi kærustu sem hafði ítrekað verið brotið gegn Stolt úthverfatútta en ekki lattelepjandi miðbæjarrotta Vændi á Norðurlandi og ósáttir læknar Sex slasaðir eftir árekstur á Jökuldalsheiði Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Einum veittir stunguáverkar og annar varð fyrir hópárás „Draumar geta ræst“ Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Play skuldi Isavia hálfan milljarð króna Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Umdeild brottvísun, fjárhagstjón á Grænlandi og kyngreint sæði Sjá meira