Eins söguleg og skáldsaga getur orðið Jakob Bjarnar skrifar 6. júlí 2024 07:00 Sigurbjörn hafði aldrei verið neinn sérlegur áhugamaður um Einvígi aldarinnar, en svo datt honum allt í einu í hug, eftir að hafa velt fyrir sér um hvað hann gæti nú fjallað í sinni fyrstu skáldsögu, að þarna væri kominn öldungis frábær efniviður í æsispennandi sögu. skáksamband íslands/aðsend „Þetta einvígi lifir með þjóðinni og mun gera það áfram,“ segir Sigurbjörn J. Björnsson gæðatryggingastjóri hjá Algalif og rithöfundur. Sigurbjörn hefur sent frá sér afar athyglisverða og nýstárlega sögulega skáldsögu sem fjallar um sjálft einvígi aldarinnar, milli þeirra Fischers og Spasskí sem fram fór í Reykjavík 1972, og er þetta jafnframt fyrsta skáldsaga höfundar. Bókin heitir „Hve þung er þín krúna“ og er nánast heit úr prentsmiðjunni. Heimildaskrá í skáldsögu Blaðamaður Vísis fékk þessa bók í hendur og fór að fletta. Þá kemur í ljós að um er að ræða einstaklega forvitnilega og í raun æsispennandi sögu. Sigurbjörn, tveggja barna faðir, var sjálfur nýsloppinn úr landi þannig að ekki var um annað að ræða en heyra í honum í gegnum síma. „Ég er að fylgjast með rússibana í Danmörku.“ Ha? „Já. Dóttir mín er að spila handbolta á Partille Cup. Ég er að fylgja henni. Þetta er mikið mót. Hér eru 18 þúsund krakkar að keppa,“ segir Sigurbjörn. Þó um gríðarlega heimildavinnu hafi verið að ræða var Sigurbjörn ekki lengi að skrifa bókina þegar uppskriftin lá fyrir.aðsend Og dóttir hans er að sjálfsögðu að spila fyrir FH. Þau eru Hafnfirðingar. „Já, þetta er eiginlega eins sögulegt og skáldsaga getur orðið. Það er meira að segja heimildarskrá í lokin, sem ég vildi að menn vissu af. Að ég væri ekki að búa þetta allt til.“ Bókaormur og ágætur skákmaður Sigurbjörn segir það sjálfsagt að birta heimildaskrá þó um skáldsögu sé að ræða og að menn viti þá að hann sé ekki að nappa einhverju frá höfundum, taka eitthvað óbreytt frá þeim. Sigurbjörn segist hafa notað ókjör af heimildum við vinnslu bókarinnar. „Svo notaði ég, fréttina þína, viðtalið við Hilmar,“ segir Sigurbjörn og nefnir viðtal sem blaðamaður átti við Hilmar B. Jónsson matreiðslumeistara sem varpaði nýju ljósi á einvígið. Og Hilmar kokkur er meðal sögumanna auk fjölmargra annarra. Þetta er frumleg nálgun á viðfangsefnið? „Já, ég er mikill bókaormur og ágætur skákmaður, ég hef teflt mjög lengi. Og mig hefur lengi langað til að skrifa bók. Svo var það fyrir tæpu ári að þessu laust í kollinn á mér. Að gera sögulega skáldsögu um einvígið. Og hafa hana margradda. Þetta er svo magnað einvígi.“ Þó Sigurbjörn hafi teflt lengi hefur hann aldrei verið neitt sérstaklega niðursokkinn í einvígi aldarinnar – þar til nú, en hann hafði lesið fréttir og vissi auðvitað af því eins og allir sem eitthvað vita. „Þetta verður svo ekta, ef þú færð sjónarhorn allan hringinn. Þá verður þetta sérlega áhugavert.“ Eiríkur Tómasson hæstaréttardómari meðal sögumanna Sigurbjörn lýsir því hvernig hann vann bókina. Hann segist til dæmis hafa notast mikið við tvo blaðamenn á Tímanum. „Tímarit.is er algjör gullnáma, ég fann mikið af skemmtilegum fréttum þar. Fyrst var það Þorleifur Ólafsson og svo breyttist það í Eirík Tómasson blaðamann sem fjallaði mikið um einvígið. En þetta er sami Eiríkur og nú er hæstaréttardómari. Mér finnst skemmtilegt að hann sé meðal sögumanna í þessari bók.“ Sigurbjörn á vettvangi, fyrir framan Laugardalshöllina þar sem fjörið var, með bókina nýkomna til landsins í lúkunum.aðsend Sigurbjörn talaði hins vegar ekki við neinn. „Það er málið. Ég vildi hafa það þannig. Hugsaði að það væri bara skemmtilegra að gera þetta þannig. Menn lifa ekki að eilífu. Og hið skriflega stendur eftir. Þess vegna fannst mér það skemmtilegasta nálgunin, nota bara skriflegar heimildir og raða þeim saman.“ Mikil heimildavinna að baki sögunni Sjónarhorn Spasskís fær að njóta sín en hann hefur verið duglegur að tala í gegnum árin og fús að veita viðtöl, við íslenska blaðamenn jafnt sem erlenda. „Hann gefur alltaf eitthvað af sér. Ég tók allskonar viðtöl við hann og raðaði þeim saman. Hvað Fischer snerti notaði ég eitthvað smotterí úr bókinni hans Sæma rokk. Lífsdans Sæma held ég að hún heiti. Og svo notaði ég líka fréttir en Lombardy þurfti oft að svara fyrir eitthvað meðan á einvíginu stóð. Meistararnir takast í hendur. Í einvígi aldarinnar. 1972. Sigurbjörn segir þar um að ræða frábæran efnivið í (sögulega) skáldsögu.skáksamband íslands Og svo var bókin Bobby Fischer Goes to War. Ef ég á að vera alveg heiðarlegur með þetta þá kemst sú bók næst því að vera skrifuð eins og skáldsaga. Maður getur lesið hana frá upphafi og enda en hún fór ekki djúpt inn í einvígið sjálft.“ Sigurbjörn segist hins vegar ekki vita um neina bók fyrir utan „Hve þung er þín krúna“ sem fer svona djúpt inn í hvað var að gerast frá degi til dags meðan á einvígi aldarinnar stóð. „Mér fannst gaman að skrifa þetta og reyna að skyggnast inn í hugarheim þeirra allra og lýsa því. Þegar þeir fóru í göngutúr niður í bæ og eitthvað svona, þetta er bara eitthvað sem ég las í Tímanum eða einhverju þessara blaða.“ Gerði sjálfur jafntefli við Carlsen Það tók Sigurbjörn um það bil níu mánuði að skrifa bókina. Hann segir að Bragi Halldórsson, fyrrverandi kennari og skákmeistari, hafi tekið að sér ritstjórn bókarinnar og reynst ómetanlegur. „Hann gaf mér helling af góðum ráðum. Þetta er manns fyrsta bók og oft má orða hlutina betur. Hann var kennarinn minn í þessu.“ Guðmundur G. Þórarinsson, sem stóð í ströngu þegar einvígi aldarinnar var yfirstandandi, mætti í útgáfuhófið og var spenntur að vita hvernig tókst til.skáksamband íslands Sigurbjörn gefur bókina út sjálfur. Hann segist hafa prófað eina útgáfu. Útgáfustjórinn þar sagðist alltaf alveg við að fara að lesa hana þannig að Sigurbjörn gerði þetta bara sjálfur. „Ég er 75 módel, þannig að ég er ekki fæddur þegar þessir atburðir áttu sér stað. En ég hef verið að tefla síðan ég var unglingur. Ég hef til dæmis teflt eina skák við Magnús Carlsen og gerði jafntefli við hann. Þannig að ég kann eitthvað í þessu.“ Ha? Jafntefli við Magnús Carlsen? „Þetta var 2004. Þegar hann kom og tefldi á Nasa með Karpov, Kasparov og þeim öllum. Þá tefldi hann einnig á Reykjavík Open og þá gerði ég jafntefli við hann. Þannig að, já, ég hef teflt við helling af mjög sterkum skákmönnum.“ Einar Kárason áhrifavaldur í fleiri en einum skilningi Og það hefur munað um það við ritun þessarar sögulegu skáldsögu, að kunna mannganginn og kannski gott betur. „Já. Þetta er það sem ég hef verið að segja við Helga Ólafsson og fleiri, og nú vil ég ekki lasta neinn, en Einar Kárason skrifaði nýlega bók um Fischer. Einar er ekki skákmaður. Til að skrifa svona bók þarftu að vera nokkuð sleipur í skák.“ Sigurbjörn yfir svörtu og hvítu reitunum. Hann segir betra, eða í raun ómögulegt annað, en vera nokkuð sleipur í skák til að geta skrifað bók eins og Hve þung er þín krúna.aðsend Sigurbjörn segist beinlínis hafa forðast að lesa þá bók til að spilla ekki fyrir sér. „Sú bók fjallar meira um Fischer eftir einvígið og þegar hann kemur til Íslands. Einar er náttúrlega frábær rithöfundur. Ég hef hins vegar frá honum þetta margradda sjónarhorn sem hann notar mikið. Og það er góður stíll og góður frásagnarháttur til að miðla þessari sögu. Einar notar þetta í sínum sögum frá Sturlungaöldinni sem er hver öðrum betri.“ Það er helst á þér að heyra að þetta sé bara byrjunin. Þú að feta þín fyrstu skref á rithöfundabrautinni? „Mig langar allaveganna til að skrifa fleiri bækur og við Hafnfirðingar verðum að eignast fleiri rithöfunda. Mér finnst þetta rosalega gaman. En ég er ekkert að fara að hætta í vinnunni fyrir þetta.“ Eins og áður sagði starfar Sigurbjörn sem gæðatryggingarstjóri hjá Algalíf og var þar áður hjá Actavis. „Ég hef helgað starfsferlinum þessum leiðinda reglubransa. Það er gott að fá smá frelsi í skrifunum.“ En það hefur líkast til nýst við skrifin? „Klárlega. Ég held að ég sé ágætur að fylgja uppskrift. Þegar ég var kominn með uppskrift að bókinni, þá fann ég heimildir, eitthvað áhugavert í tengslum við hverja skák og raðaði saman. Það var dálítið þannig.“ Aukin virðing fyrir Spasskí tók sig upp við ritun bókarinnar Bókin kom út fyrir viku þannig að nú bíður Sigurbjörn spenntur eftir viðbrögðunum. Skákheimurinn hefur tekið bókinni opnum örmum. „Guðmundur G. kom í útgáfuhófið og var manna spenntastur að fá að lesa hana. Helgi Ólafsson, Þröstur Þórhallsson og Helgi Áss Grétarsson, þeir voru þarna líka en ekki allir búnir að lesa.“ Sko, þú hefur haft greiðan aðgang að heimildum sem varða hinn vestræna heim. En svo eru þarna Rússar sem þú setur þig einnig inn í hausinn á? Meðal gesta í útgáfuhófinu voru skákmeistararnir Helgi Áss og Þröstur Þórhallsson en þá má sjá hér ásamt bókarhöfundi.skákfélag íslands „Já, það er til frábær heimild sem heitir Match Diares frá 1998. Á netinu er útdráttur og svo er einhver sem tók sig til og þýddi það. Ég les það til að mynda úr þessu að það hafi verið gremja ríkjandi í herbúðum aðstoðarmannanna. Að þeir telji að Spasskí hafi metið það svo að hann væri kominn í skuld við Fischer. Ég er ekki frá því að það sé rétt.“ Svo virðist sem Spasskí hafi heillað höfundinn eins og reyndar alla íslensku þjóðina á sínum tíma. „Og að Spasskí hafi vorkennt Fischer að vera kominn í þá stöðu sem hann var í. Ég get ekki sagt annað, eftir þessa vinnu, en að virðing mín fyrir Spasskí hafi vaxið mjög frá því sem var. Ég skil hann vel. Þetta var snúin staða fyrir hann.“ Skák Einvígi aldarinnar Bókaútgáfa Bókmenntir Höfundatal Mest lesið „Ég er óléttur“ Lífið „Pabbi hefði snúið sér við í gröfinni hefði ég hætt við” Lífið Fékk leyfi Nóbelskálds fyrir heiti nýrrar bókabúðar í Hamraborg Menning Er Ormstunga djarfasta sýning ársins? Gagnrýni Klæðist því sem eykur sjálfstraustið Tíska og hönnun Kynlífssena sautján ára stúlku hafi splundrað samstarfi bræðranna Bíó og sjónvarp Skilnaður „ógeðslega erfitt fyrirbæri“ en til eru verkfæri sem hjálpa Lífið samstarf Bullandi stemning hjá Blikum Lífið Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Lífið Sló í gegn sem barn en nú fyrsta konan á toppi listans frá aldamótum Lífið Fleiri fréttir Sló í gegn sem barn en nú fyrsta konan á toppi listans frá aldamótum „Ég er óléttur“ „Pabbi hefði snúið sér við í gröfinni hefði ég hætt við” Bullandi stemning hjá Blikum Elskaði Elvis áður en hann byrjaði að labba Palli og Edgar fagna sambandsafmæli Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Kepptu í því að kveikja eld og klifra upp klifurturn Ráðherrann brunar af þingfundi til að horfa á leikinn Á móti vasapeningum og gæfi barni aldrei debetkort Sweeney í vanda fyrir að klæða Hollywood-skiltið í brjóstahaldara Í öndunarvél eftir blóðeitrun Eins og gangandi beinagrindur með húðflygsur á sér Draugur Lilju svífur yfir vötnum Þórdís og Júlí eiga von á öðru barni Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“ Forritara stærðfræðileiks tekið eins og rokkstjörnu „Amma sagði alltaf að við værum líkir“ Kristrún, Sólrún Diego og Jón Jónsson sáu Galdrakarlinn í Oz Fréttatían: Pólitíkin, flug og söngleikir Sveppi þvoði hnausþykkt hár Eiðs Smára Féll eftir tuttugu ára edrúmennsku Ragga Theó fann ástina hjá Davíð Þór Ólst upp með lítið á milli handanna og fór ung að vinna í fiski Stjörnulífið: Fáklædd í fimbulkulda Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum „Er eðlilegt að kynlíf taki af mér stjórn og að ég sé upptekinn af kynlífi flesta daga?“ Gisti þar sem Verdi andaðist fyrir hreina tilviljun Dagurinn þegar Bessastaðatjörn varð vettvangur harmleiks Gæti vaknað einn daginn og ætlað á þing Sjá meira
Sigurbjörn hefur sent frá sér afar athyglisverða og nýstárlega sögulega skáldsögu sem fjallar um sjálft einvígi aldarinnar, milli þeirra Fischers og Spasskí sem fram fór í Reykjavík 1972, og er þetta jafnframt fyrsta skáldsaga höfundar. Bókin heitir „Hve þung er þín krúna“ og er nánast heit úr prentsmiðjunni. Heimildaskrá í skáldsögu Blaðamaður Vísis fékk þessa bók í hendur og fór að fletta. Þá kemur í ljós að um er að ræða einstaklega forvitnilega og í raun æsispennandi sögu. Sigurbjörn, tveggja barna faðir, var sjálfur nýsloppinn úr landi þannig að ekki var um annað að ræða en heyra í honum í gegnum síma. „Ég er að fylgjast með rússibana í Danmörku.“ Ha? „Já. Dóttir mín er að spila handbolta á Partille Cup. Ég er að fylgja henni. Þetta er mikið mót. Hér eru 18 þúsund krakkar að keppa,“ segir Sigurbjörn. Þó um gríðarlega heimildavinnu hafi verið að ræða var Sigurbjörn ekki lengi að skrifa bókina þegar uppskriftin lá fyrir.aðsend Og dóttir hans er að sjálfsögðu að spila fyrir FH. Þau eru Hafnfirðingar. „Já, þetta er eiginlega eins sögulegt og skáldsaga getur orðið. Það er meira að segja heimildarskrá í lokin, sem ég vildi að menn vissu af. Að ég væri ekki að búa þetta allt til.“ Bókaormur og ágætur skákmaður Sigurbjörn segir það sjálfsagt að birta heimildaskrá þó um skáldsögu sé að ræða og að menn viti þá að hann sé ekki að nappa einhverju frá höfundum, taka eitthvað óbreytt frá þeim. Sigurbjörn segist hafa notað ókjör af heimildum við vinnslu bókarinnar. „Svo notaði ég, fréttina þína, viðtalið við Hilmar,“ segir Sigurbjörn og nefnir viðtal sem blaðamaður átti við Hilmar B. Jónsson matreiðslumeistara sem varpaði nýju ljósi á einvígið. Og Hilmar kokkur er meðal sögumanna auk fjölmargra annarra. Þetta er frumleg nálgun á viðfangsefnið? „Já, ég er mikill bókaormur og ágætur skákmaður, ég hef teflt mjög lengi. Og mig hefur lengi langað til að skrifa bók. Svo var það fyrir tæpu ári að þessu laust í kollinn á mér. Að gera sögulega skáldsögu um einvígið. Og hafa hana margradda. Þetta er svo magnað einvígi.“ Þó Sigurbjörn hafi teflt lengi hefur hann aldrei verið neitt sérstaklega niðursokkinn í einvígi aldarinnar – þar til nú, en hann hafði lesið fréttir og vissi auðvitað af því eins og allir sem eitthvað vita. „Þetta verður svo ekta, ef þú færð sjónarhorn allan hringinn. Þá verður þetta sérlega áhugavert.“ Eiríkur Tómasson hæstaréttardómari meðal sögumanna Sigurbjörn lýsir því hvernig hann vann bókina. Hann segist til dæmis hafa notast mikið við tvo blaðamenn á Tímanum. „Tímarit.is er algjör gullnáma, ég fann mikið af skemmtilegum fréttum þar. Fyrst var það Þorleifur Ólafsson og svo breyttist það í Eirík Tómasson blaðamann sem fjallaði mikið um einvígið. En þetta er sami Eiríkur og nú er hæstaréttardómari. Mér finnst skemmtilegt að hann sé meðal sögumanna í þessari bók.“ Sigurbjörn á vettvangi, fyrir framan Laugardalshöllina þar sem fjörið var, með bókina nýkomna til landsins í lúkunum.aðsend Sigurbjörn talaði hins vegar ekki við neinn. „Það er málið. Ég vildi hafa það þannig. Hugsaði að það væri bara skemmtilegra að gera þetta þannig. Menn lifa ekki að eilífu. Og hið skriflega stendur eftir. Þess vegna fannst mér það skemmtilegasta nálgunin, nota bara skriflegar heimildir og raða þeim saman.“ Mikil heimildavinna að baki sögunni Sjónarhorn Spasskís fær að njóta sín en hann hefur verið duglegur að tala í gegnum árin og fús að veita viðtöl, við íslenska blaðamenn jafnt sem erlenda. „Hann gefur alltaf eitthvað af sér. Ég tók allskonar viðtöl við hann og raðaði þeim saman. Hvað Fischer snerti notaði ég eitthvað smotterí úr bókinni hans Sæma rokk. Lífsdans Sæma held ég að hún heiti. Og svo notaði ég líka fréttir en Lombardy þurfti oft að svara fyrir eitthvað meðan á einvíginu stóð. Meistararnir takast í hendur. Í einvígi aldarinnar. 1972. Sigurbjörn segir þar um að ræða frábæran efnivið í (sögulega) skáldsögu.skáksamband íslands Og svo var bókin Bobby Fischer Goes to War. Ef ég á að vera alveg heiðarlegur með þetta þá kemst sú bók næst því að vera skrifuð eins og skáldsaga. Maður getur lesið hana frá upphafi og enda en hún fór ekki djúpt inn í einvígið sjálft.“ Sigurbjörn segist hins vegar ekki vita um neina bók fyrir utan „Hve þung er þín krúna“ sem fer svona djúpt inn í hvað var að gerast frá degi til dags meðan á einvígi aldarinnar stóð. „Mér fannst gaman að skrifa þetta og reyna að skyggnast inn í hugarheim þeirra allra og lýsa því. Þegar þeir fóru í göngutúr niður í bæ og eitthvað svona, þetta er bara eitthvað sem ég las í Tímanum eða einhverju þessara blaða.“ Gerði sjálfur jafntefli við Carlsen Það tók Sigurbjörn um það bil níu mánuði að skrifa bókina. Hann segir að Bragi Halldórsson, fyrrverandi kennari og skákmeistari, hafi tekið að sér ritstjórn bókarinnar og reynst ómetanlegur. „Hann gaf mér helling af góðum ráðum. Þetta er manns fyrsta bók og oft má orða hlutina betur. Hann var kennarinn minn í þessu.“ Guðmundur G. Þórarinsson, sem stóð í ströngu þegar einvígi aldarinnar var yfirstandandi, mætti í útgáfuhófið og var spenntur að vita hvernig tókst til.skáksamband íslands Sigurbjörn gefur bókina út sjálfur. Hann segist hafa prófað eina útgáfu. Útgáfustjórinn þar sagðist alltaf alveg við að fara að lesa hana þannig að Sigurbjörn gerði þetta bara sjálfur. „Ég er 75 módel, þannig að ég er ekki fæddur þegar þessir atburðir áttu sér stað. En ég hef verið að tefla síðan ég var unglingur. Ég hef til dæmis teflt eina skák við Magnús Carlsen og gerði jafntefli við hann. Þannig að ég kann eitthvað í þessu.“ Ha? Jafntefli við Magnús Carlsen? „Þetta var 2004. Þegar hann kom og tefldi á Nasa með Karpov, Kasparov og þeim öllum. Þá tefldi hann einnig á Reykjavík Open og þá gerði ég jafntefli við hann. Þannig að, já, ég hef teflt við helling af mjög sterkum skákmönnum.“ Einar Kárason áhrifavaldur í fleiri en einum skilningi Og það hefur munað um það við ritun þessarar sögulegu skáldsögu, að kunna mannganginn og kannski gott betur. „Já. Þetta er það sem ég hef verið að segja við Helga Ólafsson og fleiri, og nú vil ég ekki lasta neinn, en Einar Kárason skrifaði nýlega bók um Fischer. Einar er ekki skákmaður. Til að skrifa svona bók þarftu að vera nokkuð sleipur í skák.“ Sigurbjörn yfir svörtu og hvítu reitunum. Hann segir betra, eða í raun ómögulegt annað, en vera nokkuð sleipur í skák til að geta skrifað bók eins og Hve þung er þín krúna.aðsend Sigurbjörn segist beinlínis hafa forðast að lesa þá bók til að spilla ekki fyrir sér. „Sú bók fjallar meira um Fischer eftir einvígið og þegar hann kemur til Íslands. Einar er náttúrlega frábær rithöfundur. Ég hef hins vegar frá honum þetta margradda sjónarhorn sem hann notar mikið. Og það er góður stíll og góður frásagnarháttur til að miðla þessari sögu. Einar notar þetta í sínum sögum frá Sturlungaöldinni sem er hver öðrum betri.“ Það er helst á þér að heyra að þetta sé bara byrjunin. Þú að feta þín fyrstu skref á rithöfundabrautinni? „Mig langar allaveganna til að skrifa fleiri bækur og við Hafnfirðingar verðum að eignast fleiri rithöfunda. Mér finnst þetta rosalega gaman. En ég er ekkert að fara að hætta í vinnunni fyrir þetta.“ Eins og áður sagði starfar Sigurbjörn sem gæðatryggingarstjóri hjá Algalíf og var þar áður hjá Actavis. „Ég hef helgað starfsferlinum þessum leiðinda reglubransa. Það er gott að fá smá frelsi í skrifunum.“ En það hefur líkast til nýst við skrifin? „Klárlega. Ég held að ég sé ágætur að fylgja uppskrift. Þegar ég var kominn með uppskrift að bókinni, þá fann ég heimildir, eitthvað áhugavert í tengslum við hverja skák og raðaði saman. Það var dálítið þannig.“ Aukin virðing fyrir Spasskí tók sig upp við ritun bókarinnar Bókin kom út fyrir viku þannig að nú bíður Sigurbjörn spenntur eftir viðbrögðunum. Skákheimurinn hefur tekið bókinni opnum örmum. „Guðmundur G. kom í útgáfuhófið og var manna spenntastur að fá að lesa hana. Helgi Ólafsson, Þröstur Þórhallsson og Helgi Áss Grétarsson, þeir voru þarna líka en ekki allir búnir að lesa.“ Sko, þú hefur haft greiðan aðgang að heimildum sem varða hinn vestræna heim. En svo eru þarna Rússar sem þú setur þig einnig inn í hausinn á? Meðal gesta í útgáfuhófinu voru skákmeistararnir Helgi Áss og Þröstur Þórhallsson en þá má sjá hér ásamt bókarhöfundi.skákfélag íslands „Já, það er til frábær heimild sem heitir Match Diares frá 1998. Á netinu er útdráttur og svo er einhver sem tók sig til og þýddi það. Ég les það til að mynda úr þessu að það hafi verið gremja ríkjandi í herbúðum aðstoðarmannanna. Að þeir telji að Spasskí hafi metið það svo að hann væri kominn í skuld við Fischer. Ég er ekki frá því að það sé rétt.“ Svo virðist sem Spasskí hafi heillað höfundinn eins og reyndar alla íslensku þjóðina á sínum tíma. „Og að Spasskí hafi vorkennt Fischer að vera kominn í þá stöðu sem hann var í. Ég get ekki sagt annað, eftir þessa vinnu, en að virðing mín fyrir Spasskí hafi vaxið mjög frá því sem var. Ég skil hann vel. Þetta var snúin staða fyrir hann.“
Skák Einvígi aldarinnar Bókaútgáfa Bókmenntir Höfundatal Mest lesið „Ég er óléttur“ Lífið „Pabbi hefði snúið sér við í gröfinni hefði ég hætt við” Lífið Fékk leyfi Nóbelskálds fyrir heiti nýrrar bókabúðar í Hamraborg Menning Er Ormstunga djarfasta sýning ársins? Gagnrýni Klæðist því sem eykur sjálfstraustið Tíska og hönnun Kynlífssena sautján ára stúlku hafi splundrað samstarfi bræðranna Bíó og sjónvarp Skilnaður „ógeðslega erfitt fyrirbæri“ en til eru verkfæri sem hjálpa Lífið samstarf Bullandi stemning hjá Blikum Lífið Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Lífið Sló í gegn sem barn en nú fyrsta konan á toppi listans frá aldamótum Lífið Fleiri fréttir Sló í gegn sem barn en nú fyrsta konan á toppi listans frá aldamótum „Ég er óléttur“ „Pabbi hefði snúið sér við í gröfinni hefði ég hætt við” Bullandi stemning hjá Blikum Elskaði Elvis áður en hann byrjaði að labba Palli og Edgar fagna sambandsafmæli Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Kepptu í því að kveikja eld og klifra upp klifurturn Ráðherrann brunar af þingfundi til að horfa á leikinn Á móti vasapeningum og gæfi barni aldrei debetkort Sweeney í vanda fyrir að klæða Hollywood-skiltið í brjóstahaldara Í öndunarvél eftir blóðeitrun Eins og gangandi beinagrindur með húðflygsur á sér Draugur Lilju svífur yfir vötnum Þórdís og Júlí eiga von á öðru barni Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“ Forritara stærðfræðileiks tekið eins og rokkstjörnu „Amma sagði alltaf að við værum líkir“ Kristrún, Sólrún Diego og Jón Jónsson sáu Galdrakarlinn í Oz Fréttatían: Pólitíkin, flug og söngleikir Sveppi þvoði hnausþykkt hár Eiðs Smára Féll eftir tuttugu ára edrúmennsku Ragga Theó fann ástina hjá Davíð Þór Ólst upp með lítið á milli handanna og fór ung að vinna í fiski Stjörnulífið: Fáklædd í fimbulkulda Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum „Er eðlilegt að kynlíf taki af mér stjórn og að ég sé upptekinn af kynlífi flesta daga?“ Gisti þar sem Verdi andaðist fyrir hreina tilviljun Dagurinn þegar Bessastaðatjörn varð vettvangur harmleiks Gæti vaknað einn daginn og ætlað á þing Sjá meira
Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“