Tuttugu og sex pör „ganga í það óheilaga“ á einu bretti Máni Snær Þorláksson skrifar 21. júní 2024 11:50 Inga Auðbjörg Straumland, formaður Siðmenntar, segir að enn sé mikilvægt fyrir fólk að ganga í hjónaband. Þau í Siðmennt bjóða upp á ókeypis hjónavígslur í dag. BYLGJAN Tuttugu og sex pör munu ganga í hjónaband á einu bretti í Ráðhúsinu í Reykjavík í dag. Veraldlega lífskoðunarfélagið Siðmennt sér um hjónavígslurnar sem eru ókeypis í tilefni alþjóðlegs dags húmanista sem fagnað er á sumarsólstöðum. „Í dag er heimsdagur Húmanista sem er alltaf í tengslum við sólstöður, þá reynum við að gefa aðeins til baka til samfélagsins og það ætlum við að gera með því að hjálpa fólki sem hefur kannski frestað því í einhvern tíma að ganga í það óheilaga,“ segir Inga Auðbjörg Straumland, formaður Siðmenntar, um daginn í viðtali í Bítinu á Bylgjunni. Fyrstu pörin séu þegar mætt niður í Ráðhús til að ganga í hjónaband. Inga útskýrir þá hvernig athafnirnar fara fram í dag. „Við tökum á móti parinu, óskum þeim til hamingju með daginn og svo fá þau að hitta athafnastjórann sinn,“ segir hún en fólk þarf ekki að hafa áhyggjur af því að skortur verði á athafnastjórum þrátt fyrir þennan fjölda para sem er að gifta sig. „Við erum með alveg nokkra athafnastjóra sem skipta þessu verkefni á milli sín. Pörin eru kannski búin að senda örfáar línur um sig og athafnastjórinn hefur tekið mið af því. Svo göngum við úr skugga um að þau séu með alla pappíra og að þetta sé allt í lagi, að þau megi gifta sig.“ Er þetta alltaf svipaður fjöldi eða eru þetta fleiri í ár heldur en vanalega? „Það eru talsvert fleiri pör núna sem ákveða að hoppa á þetta. Við erum búin að vera svona aðeins að fínpússa þetta fyrirbæri.“ „Þá eru kannski engar afsakanir lengur“ Eins og komið hefur fram er ókeypis fyrir pörin að gifta sig hjá Siðmennt í dag, það er að segja fyrir utan kostnaðinn við að fá pappírana frá hinu opinbera. „Það kostar náttúrulega eitthvað smá að fá pappírana, Þjóðskrá og Sýslumaður eru með þann kaleik. Það kostar einhvern, ég veit ekki, tíu þúsund kall eða eitthvað,“ segir Inga. „Hjá okkur kostar svo 80 þúsund krónur að fá persónusniðna hjónavígslu með öllu sem því fylgir. Að athafnastjórinn komi og hitti parið, reki úr þeim garnirnar hvernig þau kynntust og allt það og mæti svo á staðinn.“ Athöfnin er þó ódýrari fyrir félaga í Siðmennt, tuttugu þúsund krónur eru slegnar af verðinu fyrir hvern einstakling sem skráður er í félagið fyrir hjónavígsluna. Inga segir að mörg þessara para sem ganga í hjónaband hjá þeim í dag eigi það sameiginlegt að hafa verið saman áratugum saman. „En hefur einhvern veginn aldrei látið verða af þessu en svo þegar þú ert með eitthvað eins og þetta, það er ókeypis og þau þurfa ekki neitt tilstand, við tökum það á okkur.“ Siðmennt sjái um að ráða tónlistarfólk og kaupa kampavínið. „Við reynum að gera þetta að huggulegri stund,“ segir Inga. „Þá eru kannski engar afsakanir lengur, það er ekki hægt að slá einhverju á frest ef þú þarft ekkert að gera nema fá að skreppa úr vinnunni í hálftíma.“ Hættur fylgi því að vera ekki í hjónabandi Aðspurð um það hvort það sé ennþá mikilvægt fyrir fólk að vera í hjónabandi svarar Inga játandi. „Í rauninni er ekkert sem kemur í staðinn fyrir þann gjörning, þú getur ekki gert erfðaskrá sem tryggir þér sömu réttindi,“ segir hún. „Eins mikið og ég elska hvað Ísland er víðsýnt og frjálslegt og svona, þá erum við kannski svolítið værukær þegar kemur að þessu. Við erum ein af ekkert svo mörgum þjóðum sem erum oft búin að eignast mörg börn áður en við göngum svo loksins í hjónaband. Það getur bara verið svolítið hættulegt.“ Þá útskýrir hún erfiðleikana sem geta fylgt því að missa maka þegar fólk er ekki í hjónabandi: „Ef að annað fellur frá og það eru börn og húsnæði í spilinu þá verður það mjög flókið að gera það allt upp og tryggja það að öll hafi réttindi. Ég held að fólk átti sig engan veginn á því að það er bara nánasti aðstandandi sem hefur réttindi eins og innan heilbrigðiskerfisins, ef það þarf að taka erfiðar ákvarðanir eða bara fá að vera hjá manneskju á þeirra lokaspretti utan heimsóknartíma, það fær það enginn nema bara afkvæmi og maki.“ Ástin og lífið Trúmál Mest lesið Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Opnar sig um augnlokaaðgerðina Lífið Króli og Birta eignuðust lítinn prins Lífið Þórdís Elva bað poppstjörnunnar Lífið Þetta fengu ráðherrarnir gefins Lífið Maður geti þurft að díla við „konu sem er á túr“ og í vondu skapi Lífið Nýársbingó Blökastsins á rólegasta degi ársins Lífið Þegar Bardot fór í „leyniferðalag“ til Íslands Lífið Móðurmorð í blóðugu jólaboði Gagnrýni Egill Ólafs og Gísli Marteinn sprækir á annan í jólum Menning Fleiri fréttir Nýársbingó Blökastsins á rólegasta degi ársins Þórdís Elva bað poppstjörnunnar Króli og Birta eignuðust lítinn prins Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Opnar sig um augnlokaaðgerðina Blö byrjar árið á bingói Isiah Whitlock Jr. látinn Þetta fengu ráðherrarnir gefins Sautján ára Glúmur leigði bíl og leitaði Bardot á frönsku rivíerunni Illugi Jökuls gómaði rottuunga eftir klukkutíma eltingaleik Clooney orðinn franskur Þegar Bardot fór í „leyniferðalag“ til Íslands Idris Elba sleginn til riddara fyrir baráttu gegn hnífaburði Blysröð í anda þjóðhátíðar í stað brennu Von á barni með þeim nýja átta mánuðum eftir skilnaðinn Spurt var um fólkið sem var grátandi, ælandi og öskrandi Kryddsíld fagnar afmæli og öllum er boðið Melanie Watson er látin Telur notkun á lagi í Miðflokks-stuðningsmyndbandi siðlausa Stjörnulífið: „Ég get ekki frestað þessu lengur“ Heldur ótrauð áfram þrátt fyrir að ná ekki milljónamarkmiðinu Brigitte Bardot er látin Glódís Perla og Kristófer gengu í það heilaga Bæði sorg og gleði að ala upp fimm börn með sérþarfir Sjálfur jólasveinninn skotspónn samsæriskenninga Þakkar Trump í ólettutilkynningunni Íslenskur mágur Rex Heuermann efins um ódæði hans Vinsælustu myndböndin á Vísi á árinu Frægir fjölguðu sér árið 2025 Gítarleikari The Cure er látinn Sjá meira
„Í dag er heimsdagur Húmanista sem er alltaf í tengslum við sólstöður, þá reynum við að gefa aðeins til baka til samfélagsins og það ætlum við að gera með því að hjálpa fólki sem hefur kannski frestað því í einhvern tíma að ganga í það óheilaga,“ segir Inga Auðbjörg Straumland, formaður Siðmenntar, um daginn í viðtali í Bítinu á Bylgjunni. Fyrstu pörin séu þegar mætt niður í Ráðhús til að ganga í hjónaband. Inga útskýrir þá hvernig athafnirnar fara fram í dag. „Við tökum á móti parinu, óskum þeim til hamingju með daginn og svo fá þau að hitta athafnastjórann sinn,“ segir hún en fólk þarf ekki að hafa áhyggjur af því að skortur verði á athafnastjórum þrátt fyrir þennan fjölda para sem er að gifta sig. „Við erum með alveg nokkra athafnastjóra sem skipta þessu verkefni á milli sín. Pörin eru kannski búin að senda örfáar línur um sig og athafnastjórinn hefur tekið mið af því. Svo göngum við úr skugga um að þau séu með alla pappíra og að þetta sé allt í lagi, að þau megi gifta sig.“ Er þetta alltaf svipaður fjöldi eða eru þetta fleiri í ár heldur en vanalega? „Það eru talsvert fleiri pör núna sem ákveða að hoppa á þetta. Við erum búin að vera svona aðeins að fínpússa þetta fyrirbæri.“ „Þá eru kannski engar afsakanir lengur“ Eins og komið hefur fram er ókeypis fyrir pörin að gifta sig hjá Siðmennt í dag, það er að segja fyrir utan kostnaðinn við að fá pappírana frá hinu opinbera. „Það kostar náttúrulega eitthvað smá að fá pappírana, Þjóðskrá og Sýslumaður eru með þann kaleik. Það kostar einhvern, ég veit ekki, tíu þúsund kall eða eitthvað,“ segir Inga. „Hjá okkur kostar svo 80 þúsund krónur að fá persónusniðna hjónavígslu með öllu sem því fylgir. Að athafnastjórinn komi og hitti parið, reki úr þeim garnirnar hvernig þau kynntust og allt það og mæti svo á staðinn.“ Athöfnin er þó ódýrari fyrir félaga í Siðmennt, tuttugu þúsund krónur eru slegnar af verðinu fyrir hvern einstakling sem skráður er í félagið fyrir hjónavígsluna. Inga segir að mörg þessara para sem ganga í hjónaband hjá þeim í dag eigi það sameiginlegt að hafa verið saman áratugum saman. „En hefur einhvern veginn aldrei látið verða af þessu en svo þegar þú ert með eitthvað eins og þetta, það er ókeypis og þau þurfa ekki neitt tilstand, við tökum það á okkur.“ Siðmennt sjái um að ráða tónlistarfólk og kaupa kampavínið. „Við reynum að gera þetta að huggulegri stund,“ segir Inga. „Þá eru kannski engar afsakanir lengur, það er ekki hægt að slá einhverju á frest ef þú þarft ekkert að gera nema fá að skreppa úr vinnunni í hálftíma.“ Hættur fylgi því að vera ekki í hjónabandi Aðspurð um það hvort það sé ennþá mikilvægt fyrir fólk að vera í hjónabandi svarar Inga játandi. „Í rauninni er ekkert sem kemur í staðinn fyrir þann gjörning, þú getur ekki gert erfðaskrá sem tryggir þér sömu réttindi,“ segir hún. „Eins mikið og ég elska hvað Ísland er víðsýnt og frjálslegt og svona, þá erum við kannski svolítið værukær þegar kemur að þessu. Við erum ein af ekkert svo mörgum þjóðum sem erum oft búin að eignast mörg börn áður en við göngum svo loksins í hjónaband. Það getur bara verið svolítið hættulegt.“ Þá útskýrir hún erfiðleikana sem geta fylgt því að missa maka þegar fólk er ekki í hjónabandi: „Ef að annað fellur frá og það eru börn og húsnæði í spilinu þá verður það mjög flókið að gera það allt upp og tryggja það að öll hafi réttindi. Ég held að fólk átti sig engan veginn á því að það er bara nánasti aðstandandi sem hefur réttindi eins og innan heilbrigðiskerfisins, ef það þarf að taka erfiðar ákvarðanir eða bara fá að vera hjá manneskju á þeirra lokaspretti utan heimsóknartíma, það fær það enginn nema bara afkvæmi og maki.“
Ástin og lífið Trúmál Mest lesið Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Opnar sig um augnlokaaðgerðina Lífið Króli og Birta eignuðust lítinn prins Lífið Þórdís Elva bað poppstjörnunnar Lífið Þetta fengu ráðherrarnir gefins Lífið Maður geti þurft að díla við „konu sem er á túr“ og í vondu skapi Lífið Nýársbingó Blökastsins á rólegasta degi ársins Lífið Þegar Bardot fór í „leyniferðalag“ til Íslands Lífið Móðurmorð í blóðugu jólaboði Gagnrýni Egill Ólafs og Gísli Marteinn sprækir á annan í jólum Menning Fleiri fréttir Nýársbingó Blökastsins á rólegasta degi ársins Þórdís Elva bað poppstjörnunnar Króli og Birta eignuðust lítinn prins Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Opnar sig um augnlokaaðgerðina Blö byrjar árið á bingói Isiah Whitlock Jr. látinn Þetta fengu ráðherrarnir gefins Sautján ára Glúmur leigði bíl og leitaði Bardot á frönsku rivíerunni Illugi Jökuls gómaði rottuunga eftir klukkutíma eltingaleik Clooney orðinn franskur Þegar Bardot fór í „leyniferðalag“ til Íslands Idris Elba sleginn til riddara fyrir baráttu gegn hnífaburði Blysröð í anda þjóðhátíðar í stað brennu Von á barni með þeim nýja átta mánuðum eftir skilnaðinn Spurt var um fólkið sem var grátandi, ælandi og öskrandi Kryddsíld fagnar afmæli og öllum er boðið Melanie Watson er látin Telur notkun á lagi í Miðflokks-stuðningsmyndbandi siðlausa Stjörnulífið: „Ég get ekki frestað þessu lengur“ Heldur ótrauð áfram þrátt fyrir að ná ekki milljónamarkmiðinu Brigitte Bardot er látin Glódís Perla og Kristófer gengu í það heilaga Bæði sorg og gleði að ala upp fimm börn með sérþarfir Sjálfur jólasveinninn skotspónn samsæriskenninga Þakkar Trump í ólettutilkynningunni Íslenskur mágur Rex Heuermann efins um ódæði hans Vinsælustu myndböndin á Vísi á árinu Frægir fjölguðu sér árið 2025 Gítarleikari The Cure er látinn Sjá meira